Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1990 STABIE&TIHB 1 Hinn nýi MAZDA 323 sigraöi í samkeppni um “GULLNA STÝRIГ sem veitt er árlega af þýska blaöinu “BILD AM SONNTAG", stærsta og virtasta dagblaði sinnar tegundar í Evrópu. Þessi eftirsótta viðurkenning er veitt þeim bílum, sem taldir eru hafa skarað fram úr og sigraði MAZDA 323 með miklum yfirburðum í sínumflokki! Við eigum til afgreiðslu STRAX nokkra bíla af 4 dyra SALOON gerð, með aflmikilli 16 ventla vél og vökvastýri á aðeins Kr. 787 þúsund stgr. Opið laugardaga frá kl. 10 - 4 McCartney og Jackson árið 1982 er þeir unnu saman að plötu sem innihélt m.a. hið geysivinsæla lag „That girl is mine“. ÁGREININGUR Jackson og McCartney ræðast ekki lengnr við Fyrrum stórvinirnir Michael Jackson og Paul McCartney eru nú litlir vinir og er það einkum bítill- inn McCartney sem fínnur Jackson allt til foráttu, en fregnir herma að Jackson sé miður sín vegna þessa og botni ekki í neinu. Þeir deila um gömlu bítlalögin, en Jackson keypti einkaréttinn að þeim árið 1985. McCartney og Yoke Ono ekkja Johns Lennon voru einnig um hituna, en Jackson hafði mun meira fé milli handanna og yfirbauð þau. Þetta fór í taugarnar á McCartney, enda má hann síðan ekki einu sinni leika göm- ul bítlalög á hljómleikum án þess að greiða Jackson fyrir. En þetta lét hann þó ekki skyggja á vinskapinn, þeir heimsóttu hvor annan reglulega og dvöldu í nokkra daga í senn í góðu yfirlæti. Sérstaklega þótti Jackson gott að laumast brott, fljúga með leynd til Englands og slaka á á búgarði McCartneys. En fyrir tveimur árum sauð svo rækilega upp úr, er Jacksori tók upp á því að selja hinum og þessum fyrirtækjum rétt- inn til þess að nota gömul bítlalög í auglýsingum. Tónlistarmennimir tveir eru á öndverðum meiði um ágæti þess að gamla bítlatónlistin sé leikin í aug- lýsingum. McCartney telur það lítils- virðingu og hefur reynt með öllum leiðum að fá Jackson ofan af því. Jackson hefur selt Nike tagið „Revol- ution" og Panasonic lagið „All you need is love“ og heldur því fram að með því að selja lögin í auglýsingar sé tryggt að komandi kynslóð heyri lögin og þau gleymist síður. Jackson segist óttast að hlutur Bítlanna verði rýr er fram líða stundir, menn gleymi - hinu merka framlagi þeirra til popp- tónlistar. Svo djúp er gjáin sem myndast hefur milli vinanna sem hafa meira að segja gert saman metsöluplötu (1982), að þeir hafa ekki talað sam- an í tvö ár og McCartney hefur kall- að hann ýmsum miður vingjarnleg- um nöfnum, m.a. Júdas. Er McCart- ney var á hljómleikaferðalagi um Bandaríkin eigi alls fyrir löngu lá leiðin m.a. til Kaliforníu þar sem Jackson býr. Hvar sem McCartney kemur og spilar lætur hann liggja fyrir boðsmiða til vina sinna á hveij- um stað. En Jackson greip í tómt og varð hann þá afar hnípinn og dapur, en McCartney varð æfur og lýsti þeirri skoðun sinni að Jackson hlyti að vera fífl ef hann áttaði sig ekki á því að það væri ástæða fyrir því að þeir hefðu ekki ræðst við í tvö ár. Nokkru síðar var Jackson svo með hljómleika'í Lundúnum og reiknaði með því að McCartney léti sjá sig. Lagði hann að aðstoðar- mönnum sínum að koma boðum til Bítilsins gamla að hitta sig að tjalda- baki. En þeir gripu í tómt. Þarna var margt mektarmanna, m.a. Karl og Díana ríkisarfar Breta og þáðu þau boð til tjaldábaks. En McCart- ney var ekki einu sinni í salnum og vissu menn þó að hann var heima fyrir og hafði ekkert sérstakt fyrir stafni... fÓIK í fréttum TONLIST Who og Kinks heiðraðir fyrir framlag sitt Tvær breskar hljómsveitir sem löngum þóttu standa í skugga Bítlana bresku og Rolling Stones fengu sérstök heiðurs- verðlaun á mikilli hátíð sem haldin var á dögunum í New York. Hljómsveitirnar Kinks og The Who voru teknar inn í það allrahelg- asta sem Bandaríkjamenn nefna „Rock and Roll Hall of Fame" eða „Frægðarsal rokk- tónlistarinnar". Báðar þessar hljómsveitir hafa starfað, með hléum þó, frá því snemma á sjöunda áratugnum. Eru menn almennt sammála um að höfuðpaurar hljómsveit- anna, Pete Townsend, gítarleikari The Who, og Ray Davies, söngvari Kinks, séu í hópi merkustu lagahöfunda rokktónlistarinnar. Báðir hafa þeir verið með ólík indum afkast- amiklir og eftir þá liggja mörg lög sem teíja má sígild. Hljómsveitir þeirra starfa enn og þannig hafa The Who nýlega lokið mikilli hljómleikaferð um Bandaríkin sem þótti tak- ast mjög vel þó svo þeir piltamir séu teknir að reskjast nokkuð. Eftirlifandi meðlimir The Who eftir að þeir höfðu tekið við sér- stakri viðurkenningu fyrir framlag sitt til rokktónlistarinnar. Frá vinstri: John Entwhistle, bassaleikari, Pete Townsend, gítar- leikari, og Roger Daltrey söngvari. Keith Moon, trommuleikari hljómsveitarinnar, lést fyrir nokkrum árum en hann þótti einn besti trymbill rokksögunnar. Metsö/ub/aó á /rverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.