Morgunblaðið - 10.02.1990, Page 1

Morgunblaðið - 10.02.1990, Page 1
64 SIÐUR B/LESBOK 34. tbl. 78. árg._________________________________LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1990________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Reuter Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtogi býður James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, velkominn í Moskvu i gær. Þeir áttu Qögurra stunda viðræður um alþjóðamál, einkum afvopnunarmál og samein- ingu þýsku ríkjanna tveggja. Aður hafði Baker rætt við sovéskan starfsbróður sinn, Edúard Shevardnadze. Afvopnun í Evrópu: Gorbatsjov vill frek- ari fækkun herliðs Sovétmenn samþykkja ekki að Bandarík- in hafi meira lið en þeir í Evrópuríkj unum Moskvu. Reuter, dpa. MIKHAÍL Gorbatsjov Sovétleiðtogi lagði í gær til að risaveldin tvö, Sovétríkin og Bandaríkin, hefðu 195 þúsund manna herlið í Evrópu vestan Sovétríkjanna hvort fyrir sig. Hann tók því undir hugmyndir George Bush Bandaríkjaforseta um enn frekari niðurskurð herafla en áður hefur verið stefht að. Leiðtoginn hafnaði á hinn bóginn til- lögu Bush um að 30.000 bandariskir hermenn að auki yrðu í stöðv- um utan Mið-Evrópu, þ.e. í Bretlandi, Grikklandi, Tyrklandi og á Ítalíu. Ljóst þykir samt að verulega hafi þokast i samkomulagsátt í viðræðum James Bakers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, við Gorb- atsjov og Edúard Shevardnadze utanríkisráðherra en þeim lýkur í dag, laugardag. Tillögur Bush komu fram í Vínar- viðræðunum um niðurskurð hefð- bundins herafla austurs og vesturs á fimmtudag. TASS-fréttastofan sovéska sagði Sovétleiðtogann hafa stungið upp á 225 þúsund manna hámarksliðsafla hjá hvoru risaveldi í álfunni ef Vesturveldin sættu sig ekki við 195 þúsund manna há- mark. Sovétmenn hafa nú um 575 E&iahagserfíðleikarnir í Austur-Þýskalandi: Orðrómur um yfirvofandi gjaldþrot veldur titringi Bonn. Reuter og dpa. HÁTTSETTIR embættismenn og stjórnmálamenn í Vestur-Þýskalandi létu hafa það eftir sér í gær að gjaldþrot Austur-Þýskalands væri yfirvofandi. Austur-þýsk stjórnvöld hafa neitað þvi að svo sé og gruna Vestur-Þjóðveija um að viija með slíkum orðrómi grafa undan láns- trausti Austur-Þýskalands. Þannig verði hægt að knýja Austur-Þjóð- verja til myntbandalags sem sé að mati vestur-þýsku stjórnarinnar eina leiðin tii að stöðva flóttamannastrauminn vestur yfir landamæri ríkjanna. Vestur-þýski seðlabankastjórinn hefúr látið af andstöðu sinni við myntbandalag. Háttsettur vestur-þýskur embætt- ismaður sem ekki vildi láta nafns síns getið sagði í gær að efnahags- ástand í Austur-Þýskalandi væri svo bágborið að landið væri að komast í greiðsluþrot og gæti það gerst „á næstu dögum“. Svo gæti einnig far- ið að fyrstu fijálsu kosningarnar í landinu yrði haldnar enn fyrr en áætlað er. Fyrir skemmstu var ákveðið að flýta kosningunum og halda þær 18. mars í stað 6. maí. Ríkisstjórnir beggja þýsku ríkjanna mótmæltu þessum fréttum í gær en heimildarmenn Reutens-fréttastof- unnar fullyrða að orðrómurinn sé mjög útbreiddur í Bonn og hafi vald- ið miklum titringi á fjármálamörkuð- um. Karl Otto Pöhl, bankastjóri vest- ur-þýska seðlabankans, sagði í gær að hann væri nú hlynntur mynt- bandalagi þýsku ríkjanna svo skjótt sem auðið væri. Því yrði þó að fylgja gagnger umbylting á efnahag Aust- ur-Þýskalands. Skilyrði væri einnig að austUr-þýsk stjórnvöld viður- kenndu sjálfstæði vestur-þýska seðlabankans í ákvörðunum er snerta t.d. peningamagn í umferð. Fýrr í vikunni hafði Pöhl sagt að hugmyndir um myntbandalag væru „heilaspuni". Pöhl viðurkenndi í gær að tilboð Helmuts Kohls, kanslara til Austur-Þjóðveija, um glfkt banda- lag hefði komið sér á óvart og and- staða sín hefði verið „byggð á mis- skilningi". Christa Luft, efnahagsmálaráð- herra Austur-Þýskalands, hefur sagt austur-þýsku stjórnin reiðubúna til að ræða við stjómina í Bonn um að vestur-þýska markið verði tekið í notkun í Austur-Þýskalandi. Hins vegar tekur hún fram að „efnahags- legu afleiðingarnar af slíkum að- gerðum yrðu svo gífurlegar að stjóm, sem aðeins situr í fímm vikur til viðbótar, getur auðvitað ekki lagt blessun sína yfir þær“. Helmut Kohl kemur í dag í opin- bera heimsókn til Sovétríkjanna sem ákveðin var með skömmum fyrir- vara. Síðar í mánuðinum fer Kohl til Bandaríkjanna. Tilgangur ferð- anna er að draga úr tortryggni risa- veldanna vegna sameiningar Þýska- lands. Edúard Shevardnadze, ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna, lét svo um mælt í gær við upphaf fund- ar hans með James Baker, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, að Sovétmenn styddu „evrópskt Þýska- land en ekki þýska Evrópu“. Reuter Fjölskrúðug kosningaspjöld Dresden í A-Þýskalandi. þúsund hermenn utan eigin landa- mæra í Austur-Evrópu en Banda- ríkjamenn samanlagt 305 þúsund í álfunni allri. í öllum herafla Sovét- manna er nú talsvert á sjöttu millj- ón manna en rúmar tvær milljónir í liði Bandaríkjamanna. Nýjar ríkis- stjórnir lýðræðissinna í Austur- Evrópuríkjunum hafa farið fram á að Sovétmenn kalli heri sína heim frá löndunum þegar á þessu ári. í gær sagði TASS að náðst hefði samkomulag um að fækka í liði Sovétmanna í Tékkóslóvakíu fyrir maílok. Baker hét því að svara tilboði Gorbatsjovs formlega áður en hann yfirgefur Moskvu en þaðan heldur hann til Búlgaríu og Rúmeníu. Svíþjóð; Biðlað til Græningja Stokkhólmi. Frá Claes von Hofsten, frétta- ritara Morgunblaðsins. Minnihlutastjórn jafnaðar- manna í Svíþjóð reynir nú að tryggja sér stuðning Græningja á þingi við neyðarráðstafanir stjórn- arinnar í efnahagsmálum. Saman hafa flokkarnir 176 þing- sæti eða nauman meirihluta. Kommúnistar hafa að jafnaði stutt stjórnina en ólíklegt er talið að svo fari nú. Kjell-Olof Feldt fjármála- ráðherra segir að síðustu forvöð séu að bjarga sænska velferðarkerfinu; aðhaldsaðgerðirnar séu óhjákvæmi- legar. Danskir iðnrekendur um Evrópska efiiahagssvæðið: EFTA-ríkin hljóta að ganga í EB Brussel. FVá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. í NÝLEGRI skýrslu danskra iðnrekenda um viðræður Evrópu- bandalagsins (EB) og Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) um hið svokallaða Evrópska efnahagssvæði (EES) koma fram miklar efasemdir um árangur viðræðnanna. í skýrslunni er bent á að til þess að koma á fót sameiginlegu efnahagssvæði EFTA og EB verði EFTA-ríkin að sætta sig við afsal sjálfsákvörðunarréttar til yfir- þjóðlegra stofnana og þar með séu forsendur sjálfstæðrar tilveru EFTA úr sögunni. Danir gengu í EB 1973. í niðurstöðum skýrslunnar er skipti meira máli sem viðskiptavin- lögð áhersla á að eina mögulega lausnin á þeim vandamálum sem glímt er við í samningunum um EES sé full aðild EFTA-rlkjanna að EB, Þvl er vlsað á bug að EFTA ur en aðrar þjóðir utan EB þar sem þeir mælikvarðar sem notaðir hafa verið séu afstæðir. Á sama hátt mætti fullyrða þegar allar Evrópu- þjóðir hafi gengið I EB nema Liechtenstein að það ríki væri mik- ilvægasti viðskiptaaðili EB í Evr- ópu. Fullyrt er með tilvísun í Evrópu- dómstólinn í Lúxemborg að óheim- ilt sé að gera samninga við al- þjóðlegar stofnanir á borð við EFTA sem feli í sér afsal eða tak- mörkun á sjálfsákvörðunarrétti EB og þar með bijóti allar hugmyndir um sameiginlegar ákvarðanir EFTA og EB í bága við Rómarsátt- málann. Bent er á að I afstöðu EFTA sé þversögn sem byggist á því að aðildarríkin vilji ekki vera hjáleigur frá EB en neiti á sama tíma að axla þá ábyrgð sem fylgi höfuðbóli. í skýrslunni er vísað til hug- mynda þess efnis, að EES geti í framtíðinni orðið vettvangúr nán- ari samskipta EB við öll Evrópu- ríki utan bandalagsins og þá sér- staklega ríkin í Mið- og Áustur- Evrópu, EFTA-ríkin hafni hins vegar þessari hugmynd vegna þess að þau telji sig eiga tilkall til sér- stöðu gagnvart EB.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.