Morgunblaðið - 10.02.1990, Side 14

Morgunblaðið - 10.02.1990, Side 14
•MORGUNBLÁÐIB LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR' 1990 14 Bréfaskák: „Ekta íþrótt fyrir landsbyggðina“ - segir Frank Herlufsen alþjóðlegur meistari Vogum. ÞRIÐJI íslendingurinn til að ná alþjóðlegum meistaratitli í bréfa- skák er Frank Herlufsen. Hann náði hálfum áfanga á 2. Evrópu- móti landsliða 1978-1980, og aftur hálfiim áfanga á 3. Evrópu- móti landsliða 1983-1988. Að auki náði hann hálfum áfanga á 10. Ólympíumótinu 1982-1988. Frank fékk fyrir nokkru staðfestingu á titlinum frá Alþjóðasambandi bréfaskákmanna með skjali og verðlaunapeningi. Frank hefur tekið mikinn þátt í skák. Á árunum 1966-1969 tefldi hann hjá Taflfélagi Reykjavíkur. Þá gerði hann hlé þar til hann varð Norðurlandsmeistari árið 1975 og hraðskákmeistari Norður- lands sama ár. Síðan tók hann til við bréfaskákina. Hann hefur einnig fengist við blindskák. Bréfaskák er tefld með þeim hætti að skákmennimir senda hvem leik bréflega, og er þeim gefinn umhugsunarfrestur í þrjá daga fyrir leikinn. Þess vegna tek- ur bréfaskák langan tíma, en tíminn ræðst þá helst af póstsam- göngum. Ekki er óalgengt að skákin taki 2-3 ár. Frank segir að það hafi tekið langan tíma að bíða eftir leikjum frá Austur- Evrópu, Argentínu, Ekvador og Kúba hafí slegið öll met. Vegna þess hve langan tíma tók að bíða eftir hverjum leik við Kúbverjann bauð Frank honum jafntefli til að ljúka skákinni, en segist sjá mikið eftir því. Að sögn Franks hefur verið mikill uppgangur í bréfaskák á íslandi síðustu tvö ár. Þátttakend- ur eru hátt á annað hundrað, og um 80 þeirra eru virkir. Frá 1976 hafa verið haldin íslandsmót. Á fyrsta mótinu lenti Frank í þriðja sæti, en í öðra íslandsmótinu árið 1978 náði hann íslandsmeistarat- itli eftir framlengingu, en því móti lauk 1982. íslendingum hefur gengið mjög vel í landskeppnum, þar sem þeir hafa unnið alla andstæðinga sína utan Svía, sem þeir töpuðu fyrir. íslendingum stendur til boða þátttaka á erlendum vettvangi í Evrópumótum og heimsmótum. Dæmi um þátttökuíjölda á einu móti er 4.000 skákmenn, en keppnin fer fram í riðlum. Tíminn fyrir skákina er þijú ár, og ef henni er ekki lokið fer hún í dóm. „Bréfaskák er ákaflega skemmtileg" segir Frank. „Maður verður að lesa um skák og fylgj- ast með því nýjasta í skákinni, og Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Frank Herlufsen við skákborðið með skjal frá Alþjóðlega bréfa- skáksambandinu og verðlauna- pening sem viðurkenningu fyrir alþjóðlegum meistaratitli í bréfa- skák. ef maður verður undir er mjög erfítt að snúa taflinu við.“ Þá seg- ir hann bréfaskák ekta íþrótt fyrir landsbyggðina og fyrir þá sem vilja tefla heima. í bréfaskák er hægt að velja fjölda þátttakenda og hefur Frank teflt 20 skákir á sama tíma. Núna hafa 5 íslenskir bréfa- skákmenn náð hálfum áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. í bréfa- skák era einnig stórmeistarar. Aðspurður segist Frank hafa gælt við þá hugmynd að tefla að stór- meistaratitli, en þar væri við harðsnúið lið að tefla og ekkert ákveðið í þeim efnum. EG Ekkert óeðlilegt við aðildarmáta Þró- unarfélagsins í GKS - segir Gunnlaugur Sigmundsson fram- kvæmdastjóri Þróunarfélags íslands GUNNLAUGUR Sigmundsson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags ís- lands hf., segist ekki sjá neitt athugavert við það að hann sitji í sljórn GKS, sem er nýstofnað fyrirtæki sem varð til með þáttöku félagsins við samruna Kristjáns Siggeirssonar hf. og Gamla kompanísins hf., en forsvarsmenn nokkurra húsgagnaframleiðenda hafa gert athuga- semd við aðildarmáta Þróunarfélagsins að GKS. Þá'-segir hann ekki vera á dagskrá að auka hlutafé Þróunarfélagsins í GKS, en það er nú 500 þúsund krónur. Gunnlaugur sagði að strax í upp- hafí hafí það verið ákveðið af stjórn Þróunarfélagsins að þó félagið legði fram hlutafé í eitthvert fyrirtæki þá þýddi það alls ekki að sjálfgefið væri að félagið legði fram hlutafé í önnur nákvæmlega samskonar fyrir- tæki, og það hefði verið staðfest af öllum stjómum félagsins síðan. „Hjá okkur sem hlutafélagi er ekkert til sem heitir fordæmisgildi, gagnstætt því sem væri um opinbera lánasjóði. Þetta er hlutafélag sem ríkissjóður á beint í 29,3%, og síðan eru á ann- að Hundrað aðrir hluthafar. Menn vilja gleyma því að þetta er hlutafé- lag og tengja okkur gjarnan við eitt- hvað sjóðakerfí, og ef við ættum að fara eftir því sem þessir umræddu husgagnaframleiðendur eru að segja, þá hefðum við í raun og veru engan flöt á að starfa. Þá má geta þess að enginn þessara aðila er með erindi hjá Þróunarfélagi íslands, og aðeins eitt formlegt erindi hefur borist frá húsgagnaframleiðendum sem ætluða að sameinast, og það er einmitt frá GKS.“ Að sögn Gunnlaugs var uppruna- legt erindi Gamla kompanísins hf., Kristjáns Siggeirssonar hf. og Axels Eyjólfssonar hf. til Þróunarfélagsins beiðni um 7,5 milljónir kr., en Axel Eyjólfsson hefði síðan ákveðið að draga sig út úr fyrirhugaðri samein- ingu fyrirtækjanna. „Við lýstum þá yfir í upphafi að ákveðnar forsendur yrðu að vera til staðar til þess að af þessu gæti orðið, og þær forsend- ur liggja ekki að öllu leyti fyrir enn. Við skrifuðum okkur fyrir 500 þús- und króna hlutafé í desember síðast- liðnum, en hinir aðilarnir eru hvor um sig með yfír 30 milljóna króna hlutafé. Það má því segja að hags- munir okkar í þessu fyrirtæki séu litlir, þó hins vegar ég hafi farið að vinna að framgangi þess eftir að ég kom þar inn í stjórn." Gunnlaugur sagði að ekki hefði verið á dagskrá að auka hlutafé Þróunarfélagsins í GKS. Hins vegar hefði verið gengið út frá því í upp- hafi við sameiningu fyrirtækjanna að nýtt viðbótarhlutafé upp á 21 milljón kr. kæmi inn í fyrirtækið, en hann teldi óvíst að þörf væri fyr- ir það í dag. Framtíð lífeyrismála á Islandi: Iðgjöld þurfa að hækka í 17 til 30% ef sjóðimir eiga að standa við skuldbindingar Lífeyrissjóður verslunarmanna fær nær 50% betri ávöxtun hlutabréfa en skuldabréfa IÐGJÖLD almennra lífeyrissjóða þurfa að hækka í 17% og ið- gjöld sjóða opinberra starfsmanna í 25% til 30% að öðru óbreyttu, eigi sjóðirnir að geta staðið undir lífeyrisskuldbindingum sínum í náinni framtíð. Þetta kom fram í máli Péturs Blöndal formanns Landssamtaka lífeyrissjóða á fundi um framtíð lífeyrismála á ís- landi, sem Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins og Málfundafélagið Óðinn héldu á miðvikudag. Fram kom á fundinum að í nokkur ár hefur legið á borði fjármálaráðherra frumvarp um breytta skipan lífeyrismála en ekki varið lagt firam á Alþingi. Ennfremur að staða sjóðanna sé verulega slæm og yóst að þeir geti ekki staðið við skuldbindingar sínar. Guðmundur H. Garðarsson al- þingismaður greindi frá því að Lífeyrissjóður verslunarmanna á um 415 milljónir króna í hlutabréfum, sem skiluðu um 13% ávöxt- un árið 1988, samanborið við 7,7% ávöxtun annarra skuldabréfa. Pétur Blöndal sagði að lífeyris- greiðslur sjóðanna þyngdust á næstu árum, elli- og örorkulífeyr- isþegum muni fyrirsjáanlega fjölga gífurlega í framtíðinni, á móti komi tækniframfarir sem geri atvinnulífínu kleift að standa undir lífeyrisgreiðslunum „Ég hef þá bjargföstu trú að við getum haldið áfram að greiða þann lífeyri sem við höfum í dag, en iðgjaldið þarf að hækka mjög umtalsvert, og það er hægt að hækka það. Með auknum fram- förum, meiri þekkingu og bættum lífskjörum getur hinn vinnandi maður staðið undir miklu hærri iðgjöldum heldur en hann gat áður og ef launin hækka um 50% á næstu 20 til 30 árum, sem er ekki óraunhæft, þá má segja að af þessum 50% fari eins og 20% til lífeyrisþega.“ Hann sagði að hækka þyrfti iðgjaldið úr 10% af tekjum eins og það er í dag upp í um það bil 17% hjá almennu sjóðunum og upp í 25% til 30% hjá lífeyrissjóð- um opinberra starfsmanna, eigi sjóðirnir að geta greitt út óskertan lífeyri. Geta ekki staðið við loforðin Þórarinn V. Þórarinsson fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands íslands gerði framvarp um lífeyrissjóði að umtalsefni, en það hefur í nokkur ár legið á borði fjármálaráðherra og ekki verið lagt fram á Alþingi. Hann sagði aðila vinnumarkaðarins hafa lagt á það mikla áherslu þegar samn- ingaviðræður stóðu á dögunum að það yrði lagt fram og gert að lögum. „Af okkar hálfu kom það fram, að ef þetta framvarp yrði ekki að lögum, eða annað með svipuðu efni, þá hlyti að koma að því, fyrr en seinna, að aðilar vinnumarkaðarins, Vinnuveiten- dasambandið og Alþýðusamband- ið, myndu óska eftir því að fólk yrði leyst undan þeirri skyldu að greiða í lífeyrissjóði,“ sagði Þórar- inn. „Ástæðan er þessi: í dag erum við með kerfí 80 eða 90 lífeyris- sjóða sem era með rekstrarkostn- að frá 2% upp í um 30% og marg- ir með 6-8% af ráðstöfunarfé. Við vitum það að þessir sjóðir era misjafnlega ávaxtaðir og við vit- um að innheimtan er misjöfn hjá þeim og við vitum það að þeir eru allir reknir samkvæmt sömu grandvallarreglunni, ekki missir sá sem fyrstur fær. Þeir lofa allir meiri réttindum en þeir geta stað- ið við og þau eru borguð út í dag eftir þessari reglu: Ekki missir sá sem fyrstur fær. Og við segjum sem svo, kalt og ákveðið, því eru takmörk sett hvað hægt er að leggja á siðgæðisvitund okkar, svo bág sem hún annars er.“ „Það er skelfileg staða,“ sagði Þórarinn, „að horfa á lífeyrissjóð sem allir vita að peningar sem settir eru í í dag koma aldrei til með að nýtast þeim sem setur þá inn. Þeir eru búnir, famir, og koma ekki aftur. Það er skelfileg staða að þurfa að standa að því, oft á ári, að þurfa að segja: Sam- kvæmt lögunum um starfskjör launþega er sérhveijum launa- manni skylt að inna af hendi tíund, fjóra beint frá sér, sex frá sínum launagreiðanda, inn í lífeyr- issjóð síns starfshóps eða starf- stéttar, alveg burtséð frá því hvernig hann er staddur eða hvernig hann starfar. Ef þessum málum verður ekki komið til betri vegar innan afar skamms tíma, þannig að þeir sem era að borga í dag geti treyst því að þeir fái úr þessum sama sjóði þegar þeir þurfa á að halda síðar meir, þá er eins gott að leggja þetta kerfí niður,“ sagði Þórarinn V. Þórar- insson. 3% í hlutabréfum Guðmundur H. Garðarsson al- þingismaður og formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verglunarmanna ræddi meðal annars um ávöxtun lífeyrissjóðanna og fjárfestingar þeirra í atvinnulífinu. Hann kvað Lífeyrissjóð verslunarmanna hafa farið afar varlega í slíkar fjárfest- ingar og eingöngu lagt fé í traust fyrirtæki síðan hann fékk fyrstur lífeyrissjóða heimild til slíks, að fjárfesta í fyrirtækjum fyrir allt að 10% af ráðstöfunarfé. Guð- mundur sagði Lífeyrissjóð versl- unarmanna nú eiga hlutafé fyrir um 415 milljónir króna „og það verður núna innan tveggja mán- aða komið í 450 milljónir," sagði hann. „Það eru 3% af heildareign sjóðsins um síðustu áramót, sem er um 14 milljarðar.“ Sjóðurinn á hlut í Eimskipafé- laginu, Alþýðubankanum, Iðnað- arbankanum og Verslunarbank- anum. „Við erum núna búin að kaupa í íslandsbanka og erum með átta eða tfu prósent af hluta- bréfum í íslandsbanka. Svo eigum við í Fjárfestingarfélaginu og Fé- fangi og nú nýverið keyptum við mjög stóran hlut í Flugleiðum, við erum með líklega sjö eða átta prósent af hlutabréfum þar.“ Guðmundur sagði ávöxtun hlutafjáreignar sjóðsins hafa verið 12% til 13% árið 1988, en ekki liggur enn fyrir uppgjör fyrirtækj- anna fyrir síðasta ár, þannig að ávöxtunin það ár er ekki ljós. „Á sama tíma var ávöxtun vegna annarra skuldabréfa 7,7%.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.