Morgunblaðið - 10.02.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.02.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1990 Morgunblaðið/Sverrir Davíð Oddsson, Björn Jósef Arnviðarson og Friðrik Sophusson slá á létta strengi við upphaf fundarins á Hótel Sögu í gær. Drög að ályktun flokksráðsfimdar sjálfstæðismanna: Samdráttur ríkisútgjalda prófsteinn á sljórnina í DRÖGUM að stjórnmálaályktun flokksráðs- og formannafundar Sjálf- stæðisflokksins, sem hófst í Reykjavík í gær, er nýlegri samningsgerð aðila vinnumarkaðarins fagnað, en jafnframt tekið fram að það verði prófsteinn á ríkisstjórnina hvort henni takist að tryggja árangur samn- inganna með samdrætti ríkisútgjalda. „Aðilar vinnumarkaðarins hafa nú með afgerandi og ábyrgum hætti tekið fram fyrir hendur ríkisstjórnar- innar með sögulegum samningum um kaup, kjör og verðlagsforsendur, sem undirritaðir voru í byijun þessa mánaðar," segir í ályktunardrögun- um. „Samningarnir eru hugsaðir sem vöm gegn frekari kjararýrnun og atvinnuleysi. Þessi samningsgerð, sem Sjálfstæðisflokkurinn styður heils hugar, sýnir að verkalýðshreyf- ingin og forystumenn í atvinnulífí skilja betur en ríkisstjórnin nauðsyn þess að gera íslenzkan þjóðarbúskap samkeppnishæfan við önnur lönd og aðlaga íslenzkt efnahagslíf breyting- um í viðskipta- og samkeppnislönd- um. Það mun verða prófsteinn á vilja og getu ríkisstjómarinnar til að leggja jákvætt til þessara mála hvort henni tekst að draga úr ríkisútgjöld- unum til samræmis við þann út- gjaldaauka, sem samningunum fylgir fyrir ríkissjóð." í ályktunardrögunum er einnig minnzt á breytingarnar í Austur- Evrópu, og að á meðan þessi sögu- lega framvinda eigi sér stað í nálæg- um Iöndum, sitji afturhaldsstjóm á íslandi. Þar er látið í ljósi vantraust á ríkisstjóminni og talin upp ýmis mál, sem henni eru talin til vansa. Þar segir meðal annars: „[Ríkis- stjómin] hefur látið undir höfuð leggjast að veita atvinnuvegunum eðlileg starfsskilyrði en þess í stað beitt handahófskenndum aðgerðum með ríkistryggðu lánsfé og jafnvel þjóðnýtingu til þess að fleyta áfram fyrirtækjum sem náðar njóta meðan fjöldi annarra hefur þurft að sætta sig við gjaldþrot." Um síðastnefnda atriðið sagði Matthías Bjamason alþingismaður í almennum umræðum, að stjórn- málanefnd fundarins þyrfti að at- huga það nánar. „Er það stefna Sjálf- Stæðisflokksins að öll fyrirtæki, sem eiga í erfíðleikum verði að fara í gjaldþrot?" spurði Matthías. Hann nefndi sem dæmi að á Súgandafirði væri eitt fyrirtæki yfírgnæfandi í atvinnulífinu „Ef það hefði farið á hausinn, orðið gjaldþrota og skipin seld burt, hefði um leið verið búið að gera heimilin gjaldþrota," sagði þingmaðurinn. „Þurfa ekki að vera mannleg samskipti ríkjandi hjá flokki eins og Sjálfstæðisflokknum, sem hefur byggt að vemlegu leyti upp það velferðarþjóðfélag, sem við búum í. Til þessa verðum við að taka tillit í ríkum mæli. Það hafa fjölmörg fyr- irtæki á landinu fengið mikla fyrir- greiðslu og flestöll eru vel að þeirri fyrirgreiðslu komið.“ Matthías sagði að ástæðan fyrir vandræðum fyrirtækjanna væri stjórnun veiðanna, dregið hefði verið úr möguleikum fólks til að bjarga sér. Þetta ætti sérstaklega við um þau byggðariög, sem lægju nærri þorskveiðimiðum. „Þar hafa stjórn- völd og meirihluti Alþingis tekið ákvörðun og bera því ábyrgð á hvem- ig komið er víða um landið. Þess vegna er ekki hægt að taka svona til orða í flokki allra stétta," sagði Matthías. Hann gagnrýndi mjög frumvarpið, sem leggja á fyrir Al- þingi um stjómun fiskveiða. „Ef maður ýtir skektu frá landi með færi, þá má hann ekki renna færinu, sem hefur þó verið leyft frá því ís- land byggðist, í rúm 1100 ár, nema Sex lög keppa til úrslita og eru það Sú ást er heit, flutt af Björg- vini Halldórssyni, Eitt lag enn, flutt af Sigríði Beinteinsdóttur og Grét- ari Órvarssyni, Eitt lítið lag, flutt af Helgu Möller, Ágústi Ragnars- syni og Sigurði Vilberg Dagbjarts- syni, Eg Iæt mig dreyma, flutt af sækja um sérstakt leyfi til æðsta stjómvalds," sagði Matthías. Fleiri ræddu um sjávarútvegsmál og fiskveiðistjómun í umræðum á fundinum og töldu margir að álykta þyrfti sérstaklega þar um, einkum í ljósi væntanlegs fmmvarps um fisk- veiðistjórnun. Þeirra á meðal vom Helgi Hólm, Guðmundur Hallvarðs- son, Sveinn Hjörtur Hjartarson, Bjarni Hjartarson og Sigurður Ein- arsson. Sigurður sagðist sannfærður um að sú þróun, að opinberir sjóðir ættu fyrirtæki úti á landsbyggðinni, það væri nauðsynlegt að það væm einstaklingar á stöðunum, sem þau ættu. Hann sagðist heldur aldrei geta skilið að eitt fyrirtæki ætti ski- lið að fá fyrirgreiðslu umfram annað. Seturétt á fundi sjálfstæðismanna eiga allir formenn flokksfélaga og -samtaka, flokksráðsmenn og sveit- arstjómarmenn flokksins. Fundinum lýkur á morgun, sunnudag. Ellen Kristjándóttur, Til þín, flutt „ af Björgvini og Ég er að leita þín, flutt af Eyjólfi Kristjánssyni. Höfundar laganna em, í stafrófs- röð, Björn Björnsson, Friðrik Karls- son, Gísli Helgason, Gunnar Þórðar- son, Hörður G. Ólafsson og Magnús Þór Sigmundsson. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Sveit Tammy leikur fyrir dansi Bandaríska sveitasöngkonan Tammy Wynette er nú stödd hér á landi. Hún hefur haldið tvenna tónleika fyrir fullu húsi á Hótel íslandi við mjög góðar undirtektir. Þriðju og síðustu tónleikar söngkonunnar verða í kvöld á Hótel íslandi og er einnig uppselt á þá. Samningar hafa tekist við stórhljómsveit Tammy um að leika fyrir dansi í veitingahúsinu Holly- wood í kvöld, laugardagskvöld, að Ioknum tónleikum söngkonunnar. Söngvakcppnin: Lag íslands valið í sjónvarpssal í kvöld ÚRSLIT í söngvakeppni sjónvarpsins ráðast í kvöld, en þá verður valið framlag Islands til Söngvakeppni sjónvarpsstöðva í Evrópu, sem verður í Júgóslavíu í maí. glT spurt og svarað LESENDAÞJÓNIJSTA MORGUNBLAÐSINS: SKATTAMAL MORGUNBLAÐIÐ aðstoðar að venju lesendur sína við gerð skatt- framtala með þeim hætti að leita svara við spurningum þeirra um það efni. Lesendur geta hringt í síma Morgunblaðsins, 691100, milli klukkan 11 og 12 á morgnana og spurt um umsjónarmann þáttar- ins „Spurt og svarað um skattamál". Hann tekur spurningarnar niður og kemur þeim til embættis ríkisskattstjóra. Spurningarnar sem borist hafa og svör við þeim birtast hér á siðunni. Afsláttur af fasteignagjöldum N.N spyr: Ég fór á ellilaun síðastliðið haust,' en maðurinn minn fyrir 20 árum. Getum við fengið afslátt af fasteignagjöldum? Hvaða regl- ur gilda um afslátt af fasteigna- gjöldum? Svar Álagning fasteignagjalda er ekki í höndum skattstjóra. Ríkis- skattstjóri er því ekki réttur aðili til að svara þessari spurningu. Viðhaldskostnaður á íbúðarhúsnæði Lilja spyr: Kemur viðhaldskostnaður á eigin íbúðarhúsnæði, sem ég nýti ekki sjálf, til frádráttar á skatt- framtali? Svar Ef um er að ræða íbúðarhús- næði sem leigt er út er heimilt að færa viðhaldskostnað til frá- dráttar leigutekjum. í öðrum til- vikum er ekki heimilt að færa viðhaldskostnað sem frádrátt á skattframtali. Vaxtagjöld vegna kaupa á íbúðarhúsnæði O.K. spyr: Ég keypti íbúð 1988 og greiddi hana upp til fyrri eiganda síðast- liðið sumar, en það gerði ég með- al annars með víxilláni sem móðir mín tók í banka í þessu skyni. Hún er skráður greiðandi víxils- ins, en ég borga sjálf af honum. Get ég nýtt mér þetta til vaxtaaf- sláttar á skattframtali? Svar Vaxtagjöld vegna lána sem sannanlega eru tekin til öflunar íbúðarhúsnæðis til eigin nota mynda stofn til útreiknings vaxta- bóta. í þessu tilviki virðist spurn- ingin vera um hvort um raun- verulegt skuldasamband hafí ver- ið að ræða hjá íbúðarkaupanda vegna tiltekins víxilláns. Sé sýnt fram á að svo hafí verið teljast vaxtagjöldin mynda stofn til út- reiknings vaxtabóta. Sjúkradagpeningar B.S. spyr: Ég fékk greidda sjúkradag- peninga frá sjúkrasamlagi vegna veikinda á síðasta ári. Hvernig geri ég grein fyrir því á skatt- framtali? Þarf ég að greiða skatta af þeim? Svar Sjúkradagpeningar eru skatt- skyldir og færast til tekna í lið 7.3. á skattframtali. Laun blaðburðarbarna Halldór spyr: Á að gefa laun blaðburðarbarna upp til skatts? Ef svo er, hvemig ber þá að telja þau frarri og hvaða reglur gilda um skattlagninguna? Svar Laun blaðburðarbarna eru skattskyld á sama hátt og að’rar launatekjur. Ef um er að ræða að bam yngra en 16 ára hafi launatekjur þarf að fylla út skatt- framtal barns RSK 1.02 þar sem fram em taldar launatekjur barnsins. Um útfyllingu barna- framtals vísast í leiðbeiningar ríkisskattstjóra bls. 15 og 16. Á launatekjur barns er lagður 4% tekjuskattur og 2% útsvar. Eignarskattur af verðbréfúm ÞJónasson spyr: í leiðbeiningum með skatt- framtali segir varðandi Ávöxtun- arbréf og Rekstrarbréf að gefa eigi að minnsta kosti helming nafnverðs þeirra upp til skatts. Getur þessi uppgjöf leitt til hækk- unar á eignarskatti hjá viðkom- andi? Hvemig var þetta reiknað við álagningu í fyrra? Leiði álagn- ing af þessum sökum til hærri gjalda en eðlilegt er, geta þá ein- staklingar farið fram á endur- greiðslu sem því nemur með vöxt- um? Svar Eignarskattar reiknast af eign- arskattsstofni og þessi tilteknu bréf mynda eignarskattsstofn. Þessa tegund verðbréfa ber að telja fram á nafnverði að við- bættum áföllnum vöxtum og verð- bótum. Vegna óvissu um verð- mæti þessara tilteknu bréfa hefur hins vegar verið látið óátalið ef bréfin em talin fram á að minnsta kosti hálfu nafnverði. Sé eignar- skattur reiknaður af réttilega ák- vörðuðum eignarskattsstofni verður ekki séð að heimilt sé að breyta því. Framteljendur mega því ekki vænta þess að um endur- greiðslu á eignarskatti verði að ræða í slíkum tilvikum. Kostnaður vegna aksturs B.A. spyr: Ef vinnuveitandi útvegar rútu- ferðir til og frá vinnustað starfs- mönnum að kostnaðarlausu, á þá starfsmaður sem þarf að fara á eigin bíl til vinnu, og fær bíla- styrk, að telja aksturinn á eigin bíl til og frá vinnustað eða að rútustöð? Svar Ekki er heimilt að færa sem frádrátt á móti fengnum bifreiða- styrk kostnað vegna aksturs til og frá vinnustað. Á það jafnt við í þessu tilviki sem öðrum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.