Morgunblaðið - 10.02.1990, Side 18

Morgunblaðið - 10.02.1990, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1990 Brook frompton RAFMOTORAR 1000 - 1500 - 3000 snúninga 0,25 - 37 kw Til afgreiðslu strax Suðurlandsbraut 10 Sími 686499 - Fax 680539 Reuter Franskar úr sjálfsala Ung stúlka í Brussel kaupir skammt af frönskum kartöflum úr fyrsta sjálfsalanum, sem býður upp á þessa vinsælu fæðu. Egyptaland: Vilja endurreisa annálað bókasafh Alexanders mikla Aswan. Reuter. EGYPTAR, sem eru skuldum vafnir, en hafa gríðarlegan áhuga á að endurheimta eitthvað af fornri írægð sinni, hétu á þjóð- ir heims um.helgina að aðstoða við endurreisn bókasafns Alex- anders mikla, stærsta bókasafhs fornaldarinnar, sem eyddist í eldi fyrir meira en tvö þúsund árum. Áætlaður kostnaður við verkið er um 160 milljónir dollara (tæpir Ali Khameini: Tilskipun um morð á Rushdie endumýjuð London. Reuter. Ayatoliah AIi Khamenei, and- legur leiðtogi Irana, endurnýjaði í gæt eggjunarorð til múslima um að myrða rithöfundinn Sal- man Rushdie. Khamenei lét þau orð falla í gærmorgun að tilskipun Ayatollah Khomeinis heitins væri ekki fallin úr gildi. Rushdie hefði gerst sekur um guðlast í bók sinni Söngvar Satans og væri því enn réttdræpur. Á morgun, sunnudag, er ár síðan dauðatilskipunin var gefin út. Síðan hefur Rushdie verið í felum. fyrir ári. I gær var birt áskorun frá al- þjóðlegum samtökum til vamar Salman Rushdie. Þar er hvatt til þess að dauðadómnum verði aflétt. Hún er undirrituð af 160 rithöfund- ■ PRAG - ísrael og Tékkó- slóvakía tóku í gær upp fullt stjórn- málasamband eftir 23 ára hlé. Fán- ar landanna blöktu hlið við hlið á Cernin-höllinni í Prag þar sem ut- anríkisráðherrar landanna, Moshe Arens og Jiri Dienstbier, skrifuðu undir skjöl til staðfestingar samn- ingnum. Tékkóslóvakía fylgdi for- dæmi Sovétríkjanna og annarra Varsjárbandalagsríkja nema Rúm- eníu og sleit stjómmálasambandinu við ísrael árið 1967 til að sýna Aröbum samstöðu í sex daga stríðinu. um þ.á.m. Vaclav Havel, forseta Tékkóslóvakíu, Arthur Miller, John Fowles, Allen Gmsberg, Nadine Gordimer og Kurt Vonnegut. SAS hækkar bætur vegna yfirbókana Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. SAS-flugfélagið heíur ákveðið að hækka verulega bótagreiðslur vegna yfírbókana og tekur ný skipan þessara mála gildi 25. mars næstkomandi. í flestum til- fellum er um tvöfoldun bótanna að ræða. Þegar yfirbókanir valda því að farþegum sem eiga pantað far í ákveðið flug seinkar standa þeim til boða-bótagreiðslur sem eru mis- háar eftir leiðum og tímalengd seinkunarinnar, frá 100-500 Bandaríkjadalir. Samkvæmt upplýsingum SAS henti það aðeins þrjá af hverjum 10.000 farþegum félagsins á síðasta ári að komast ekki með flugi sem viðkomandi höfðu pantað. Far- þegar SAS í fyrra voru alls um 13 milljónir talsins. Sovéskir kommúnistar afsala sér alræðisvaldi: 10 milljarðar ísl. kr.). Mun ráð- stefna sem haldin verður í bænum Aswan við Nílarfljót fjalla um hvernig unnt verði að standa að fjármögnun þess. Meðal hvata- manna ráðstefnunnar er Hosni Mubarak, forseti Egyptalands. Ýmsir þjóðarleiðtogar ætla að leggja málinu lið og má þar nefna Francois Mitterrand, forseta Frakk- lands, Cal’ólínu Mónakóprinsessu og Zaid Bin al-Nahayan, soldán í Sameinuðu arabísku furstadæmun- um. Bókasafnið í Alexanderíu var stærsta bókasafn fornaldarinnar, byggt af Alexander mikla árið 332 fyrir Krist. Það var annálað fræða- setur og drógu handrit þess og bókrollur til sín lærdómsmenn hvað- anæva að úr Miðjarðarhafslöndum. Þegar hersveitir Gaiusar Júlíusar Sesars brutu Alexandríu undir sig árið 48 fyrir Krist brann stærstur hluti bókasafnsins til kaldra kola. Egyptar vonast til að bókasafnið, sem valinn hefur verið staður skammt fyrir austan höfnina í Alex- andríu, muni færa þeim aftur brot af fornri menningu og frægð og draga til sína ferðamenn að auki. Léttir um stundar- sakir á þiýstmgiium - segir Míkhaíl Voslenskíj Kremlar- fræðingnr í viðtali við Morgunblaðið SAMÞYKKT miðsfjórnar sov- éska kommúnistaflokksins um að afnema beri alræðisvald flokksins í sovésku samfélagi er sigur fyrir Míkhail S. Gorbatsj- ov, leiðtoga sovéskra kommún- ista, og fylgismenn hans þó svo jafnframt beri að líta á ályktun þessa sem málamiðlun í átökum umbótasinna og harðlínumanna. Gorbatsjov hefúr tekist að létta af sér þrýstingnum um stundar- sakir en sovéskir ráðamenn eru uggandi um framtíðina ekki síst í ljósi þess að nauðsynleg skil- yrði byltingar, samkvæmt kenn- ingum Vladímírs Leníns, eru ríkjandi í Sovétríkjunum nú um stundir. Þetta er mat Mikhaíls Voslenskíjs, þekkts Kremlar- fræðings, sem yfírgaf heimaland sitt í upphafi áttunda áratugar- ins og er einkum þekktur vegna skrifa sinna um sovésku valda- stéttina. „Harðlínumenn hafa mikil áhrif innan miðstjómarinnar og því felst sigur Gorbatsjovs í því að hafa ekki látið undan kröfum þeirra. Það var af þessum sökum sem umbóta- sinninn Borís Jeltsín sagði að svo virtist sem bæði hægri og vinstri höndin hefði ritað ályktun þessa. Því telst samþykktin í senn sigur og málamiðlun," sagði Míkhaíl Voslenskíj í símaviðtali við Morg- unblaðið í gær. Hann kvað ákvörðun þessa marka þáttaskil í sögu Sovétríkj- anna. „Hins vegar er það svo í stjórnmálum að afleiðingar ákvarð- ana skipta meira máli en form þeirra. Áðalatriðið er því ekki það að sjötta grein stjórnarskrárinnar, er fjallar um forystuhlutverk sov- éskra kommúnista, verður afnumin heldur það, að til stendur að inn- leiða fjölflokkakerfi í Sovétríkjun- um,“ sagði Voslenskíj. Míkhail Voslenskíj. Hann sagði fjölmörg stjórn- málasamtök nú starfandi í Sov- étríkjunum. Flest þeirra fengju að starfa að mestu óáreitt þótt þau hefðu ekki hlotið viðurkenningu stjórnvalda. Sagðist hann halda að Þjóðfylkingarnar, hreyfíngar þjóð- ernissinna í hinum ýmsu lýðveldum Sovétríkjanna, yrðu í flestum til- fellum öflugasta stjórnarandstöðu- aflið ekki hvað síst í Eystrasalts- ríkjunum þremur. Voslenskíj kvaðst telja að Gorb- atsjov og fylgismenn hans hefðu látið undan pólitískum og siðferðis- legum þrýstingi sem magnast hefði mjög eftir hrun kommúnismans í ríkjum Austur-Evrópu. „Áhrifanna gætir víða t.a.m. í Eystrasaltsríkj- unum og í Moldavíu þar sem rúm- enskir þjóðemissinnar hafa mjög látið ti! sín taka eftir byltinguna í Rúmeníu um jólin.“ Voslenskíj kvað Gorbatsjov slyngan stjómmálamann en honum hefðu hins vegar orðið á alvarleg mistök í viðskiptum sínum við þjóð- ernissinna bæði í Kákasuslöndun- um og í Eystrasaltsríkjunum. Stefna hans á þessum vettvangi væri ekki sannfærandi. Að líkind- um væri skýringarinnar að leita í reynsluleysi hans. Hann hefði sem flokksleiðtogi í Stavropol aldrei staðið frammi fyrir slíkum vanda. „Gorbatsjov skilur ekki þankagang manna í Eystrasaltsríkjunum, sem er norður-evrópskur, og hefur enga innsýn í hugmyndir manna í Kákasuslöndunum. Allar þessar þjóðir eru mjög ólíkar, ég þekki það vel vegna þess að ég dvaldist oft í löndum þeirra," sagði Vos- lenskíj. Hann sagði að ákvörðun miðstjórnarinnar hefði að þessu leyti engu breytt um stöðu Gor- batsjovs. Þjóðernisrósturnar væru enn óleystur vandi og efnahags- ástandið færi sífellt versnandi. „Gorbatsjov vonast til þess að samþykkt miðstjórnarinnar nægi til að sannfæra alþýðu manna um að ráðamenn séu að leita lausna á vandanum og að í hönd fari betri tíð. Enn hafi að vísu ekki tekist að vinna bug á vöruskortinum en loksins hafi menn ákveðið að gera eitthvað. Sjálfur efast ég um að efnahagsástandið batni og fari svo verður Gorbatsjov í enn erfíðari aðstöðu.“ Voslenskíj kvað mikilvægt að menn gerðu sér Ijóst að ástandið nú í Sovétríkjunum væri í samræmi við hugmyndir Leníns um forstig byltingar og því væru ráðamenn skelfingu lostnir. „Lenín nefndi þijú nauðsynleg skilyrði fyrir bylt- ingu. í fyrsta lagi gætu yfírvöld ekki lengur beitt fyrri stjórnunar- aðferðum. í öðru lagi gæti alþýðan ekki lengur sætt sig við gömlu stjórnunaraðferðirnar og í þriðja lagi skapaðist slíkt ástand þegar lífskjör manna væru orðin svo slæm að alþýðan gripi til sinna eigin ráða. Þessi lýsing Leníns á við um ástandið í Sovétríkjunum nú um stundir".

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.