Morgunblaðið - 10.02.1990, Side 23

Morgunblaðið - 10.02.1990, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1990 23 Margir sóttu um lóðir í Giljahverfi UMSÓKNIR bárust frá níu byggingarfyrirtækjum og þremur sjálfstæðum aðilum um Sjallinn; Dagskrá- in Staðan í hálfleik sett upp STAÐAN í hálfleik «er ný skemmtidagskrá sem sett verður upp í Sjallanum og frumsýnd laugardagskvöldið 17. febrúar næstkomandi. Dagskráin er byggð upp á tón- listarferli Pálma Gunnarsson- ar söngvara og þar verða flutt mörg af hans vinsælustu lög- um siðastliðin 20 ár. Höfundur og leikstjóri sýning- arinnar er Bjami Hafþór Helga- son sjónvarpsstjóri Eyfírska sjónvarpsfélagsins, en kynnir á sýningunni verður Sigmundur Emir Rúnarsson fréttamaður. Auk Pálma koma fram í sýning- unni söngkonurnar Ellen Kristj- ánsdóttir og Erna Gunnarsdóttir. Hljómsveit undir stjóm Atla Örv- arssonar sér um undirleikinn, en hana skipa auk Atla, Tryggvi Híibner, Þórir Úlfarsson, Sigurð- ur Reynisson, Jón Ingólfsson og Rúnar Georgsson. I sýningunni ber mest á lögum Magnúsar Eiríkssonar, en einnig verða flutt lög eftir Gunnar Þórð- arson, Geirmund Valtýsson, Magnús Þór Sigmundsson og fleiri. Heiðursgestir sýningarinn- ar verða hjónin Gróa og Önundur Grenz, en það eru leikararnir Steinunn Ólafsdóttir og Einar Kristjánsson sem em í hlutverk- um þeirra. lóðir í Giljahverfi, en umsóknar- frestur um lóðir er runninn út. I fyrsta áfanga hverfisins er gert ráð fyrir 80 ibúðum í fjór- um átta hæða fjölbýlishúsum og 43 einnar hæðar raðhúsum. Alls sóttu verktakar um lóðir fyrir 120 íbúðir í raðhúsum, eða nærri þrefalt fleiri lóðir en til ráðstöfunar eru. Jón Geir Ágústsson bygginga- fulltrúi Akureyrarbæjar sagðist ekki hafa átt von á svo mörgum umsóknum um lóðimar. „Þetta fór fram úr þeim vonum sem ég hafði gert mér,“ sagði Jón Geir. Hann sagði að langflestir þeirra sem sóttu um lóðirnar væru bygginga- verktakar og væru menn að tryggja sér framtíðaraðstöðu til lengri tíma. Bygginganefnd mun úthluta lóðunum og gerði Jón Geir ráð fyrir að úthlutunin yrði tekin fyrir á fundi nefndarinnar síðar í þess- um mánuði. Vinna er þegar hafin vegna uppbyggingar hverfisins, en Jón Geir bjóst við að fram- kvæmdir myndu hefjast í vor, eða snemma sumars. Morgunblaðið/Rúnar Þór Á hestbaki Stillt og fagurt veður hefur verið á Akureyri undanfama daga og hafa margir notað sér það til andlegrar upplyftingar, ýmist rennt sér um brekkur Hlíðarfjalls eða brugðið undir sig skautum og tekið nokk- ur listdansspor. Þessar ungu stúlkur tóku hest sinn og hnakk og héldu í útreiðartúr í góða veðrinu í gær. Dalvík; Undirskrift- um safnað vegna opn- unar áfeng- isútsölu NOKKRIR áhugamenn um að komið verði upp áfengisútsölu á Dalvík ætla að hrinda af stað undirskriftasöfhun meðal kosn- ingabærra bæjarbúa þar sem því er beint til bæjarstjórnar að sam- hliða bæjarsljórnarkosningum í maí verði kosið um það að áfeng- isútsala verði sett upp í bænum. í Bæjarpóstinum, sem gefinn er út á Dalvík og kom út á fimmtu- dag, er haft eftir Brynjólfí Odds- syni skipstjóra á Baldri EA og eins af forsvarsmönnum áhugahópsins að undirskriftalistarnir verði lagðir fram fljótlega. í blaðinu er einnig haft eftir Brynjólfí að fyrstu undir- skriftirnar séu þegar komnar á blað og séu það skipveijar á Baldri EA sem skrifað hafa undir áskoranina. Rétt um eitt þúsund manns era á kjörskrá á Dalvík og þurfa því um þijúhundrað og þijátíu að skrifa nafn sitt á undirskriftalistann, en •bæjarstjóm getur ákveðið að kosið skuli um málið fari 'A hluti kjós- enda fram á það. Fyrri umræða fjárhagsáætlunar Dalvíkurbæjar; Tekjui' bæjarsjóðs Dalvíkur áætlaðar um 135 milljónir Þrj úhundraðasti fimdur bæjarstjórnar haldinn í gær FJÁRHAGSÁÆTLUN Dalvíkurbæjar var lögð fram til fyrstu um- ræðu á bæjarsfjórnarfiindi í gær, en það var þrjúhundraðasti bæjar- stjórnarfundurinn á Dalvík. Áætlaðar tekjur bæjarsjóðs nema um 134,4 inilljónuni króna, en það er um 23% hækkun frá áætlun síðasta árs. Áætlað er að um 35% tekna verði eftir til fjárfestinga eða 46,6 milljónir króna, en hækkun rekstrargjalda milli ára nemur sam- kvæmt áætlun aðeins um 7%. Múlagöngin: 200 metr- arerueftir VINNA við gerð jarðganga í gegn- um Ólafsfjarðarmúla gekk vel í þessari viku og eru nú einungis um 200 metrar eftir þar til komið verður í gegn Dalvíkurmegin. Björn Harðarson staðarverkfræð- ingur Vegagerðarinnar sagði að síðasta vika hefði verið mjög erfið og ein sú versta sem gangamenn hefðu lent í, en bergið var afar slæmt. „Það kom okkur ekki á óvart, það var búist við erfíðu bergi sam- kvæmt þeim rannsóknum sem búið var að gera, en þetta var býsna er: fitt,“ sagði Björn Harðarson. í síðustu viku var aðallega unnið við að styrkja bergið á 15-20 metra kafla. Verið var að vinna í útskoti og sagði Björn að við slíkar aðstæð- ur væri meiri hætta á hrani, en allt gekk þó óhappalaust fyrir sig. Reiknað er með að eftir réttan mánuð verði búið að sprengja fyrir göngunum. „Þá verður mannvirkið fokhelt og innréttingin eftir,“ sagði Björn. Hann sagði mikla vinnu eftir við göngin þegar í gegn væri komið, en verktakarnir, Krafttak hf., stefndu á að jarðgöngin yrðu tilbúin í október/nóvember á þessu ári. Útsvarsáætlun er 7,5% en það er sama álagningarhlutfall og á síðasta ári en útsvör era stærsti tekjuliður bæjarsjóðs og nema urri 82 milljónum króna. Aðrir tekjuliðir era aðstöðugjöld og fasteignaskatt- ar og gerir áætlunin ráð fyrir sama álagningarhlutfalli á aðstöðugjöld og á síðasta ári þrátt fyrir heimild til verulegra breytinga til hækkunar á einstaka atvinnustarfsemi. Fast- eignagjöld lækka að raungildi frá síðasta ári og er áætlað að þau gefi bæjarsjóði 16,3 milljónir króna. Alagningarprósenta fasteigna- skatts af íbúðarhúsnæði er 0,4% og 1,0% af atvinnuhúsnæði. Hol- ræsagjald er ekki lagt á fasteignir á Dalvík. Stærstu útgjaldaliðir eru fræðslumál og yfirstjórn bæjarins. Miklar framkvæmdir era ráð- gerðar á þessu ári, enda allverulegt fé sem eftir verður af tekjum úr rekstri. Ráðgert er að veija 64,5 milljónum króna til framkvæmja og afborgana lána á vegum bæjar- sjóðs en séu bæjarfyrirtæki talin með verður upphæðin 121,7 milljón- ir króna. Stærstu verkefnin eru bygging grunnskóla og malbikun gatna og gangstétta auk margra annarra smærri verkefna. Miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar við Dalvíkurhöfn en ráðgert er að hefja byggingu varnargarðs norðan norð- urgarðs hafnarinnar ásamt upp- fyllingu og er sú framkvæmd áætl- uð kosta um 30 milljónir króna. Fjárveiting ríkissjóðs til Dalvíkur- hafnar á þessu ári era 13 milljónir króna, þar af eru 10 milljónir áætl- aðar til uppgjörs fyrri fram- kvæmda. Ljóst er við lestur áætlunarinnar Morgunblaðið/Rúnar Þór Kristján Þór Júlíusson bæjar- sljóri á Dalvík. að íjárhagur Dalvíkurbæjar er traustur um þessar mundir. Dregið hefur úr fjármagnskostnaði og svo virðist sem verkaskipting ríkis og sveitarfélaga ætli að verða hagstæð fjárhag bæjarejóðs þegar til lengri tíma er litið. í framsögu sinni hafði Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri þó fyrirvara á þar sem ekki er enn að fullu séð hvaða áhrif virðisauka- skattur kemur til með að hafa á bæjarsjóð svo og fyrirhugaður orkuskattur ríkisstjórnarinnar. Svo kann að fara að skattlagningin leiði til þess að draga þurfí úr fram- kvæmdum við endurskoðun áætlun- arinnar á miðju ári. Fundur bæjarstjómar var tíma- mótafundur þar sem hann var sá þijúhundraðasti í röðinni, en Dalvíkurbær hlaut kaupstaðarrétt- indi árið 1974. Fréttaritari Húsfriðunarsjóður Akureyrar Umsóknir um lán eða styrki úr Húsfriðunarsjóði Akureyrar á þessu ári þurfa að berast fyrir 1. mars nk. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu byggingafulltrúa, Geislagötu 9, og á skrifstofu menningarmála, Strandgötu 19b. Á þeim stöðum eru einnig veittar nánari upplýsingar um húsfriðun- arsjóðinn. Menningarfulltrúi. Akureyri Afnot af íbúð í Davíðshúsi Eins og áður hefur komið fram, þá gefst fræðimönnum og listamönnum kostur á að sækja um 1 -6 mánaða dvöl í lítilli íbúð í Davíðshúsi til að vinna að fræðum sínum eða listum. íbúðinni hefur ekki enn verið ráðstafað tíma- bilið okt,—des. 1990. Þeir, sem hefðu hug á að sækja um afnot af íbúðinni það tímabil, eru beðnir að senda umsókn fyrir 1. mars nk. Umsóknir ber að senda til: Akureyrarbær, c/o Ingólfur Ármannsson, menningarfulltrúi, Strandgötu 19b, 600 Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.