Morgunblaðið - 10.02.1990, Page 27

Morgunblaðið - 10.02.1990, Page 27
MOUGl'NHLAPID JLAUGAKDAGUU 1,Q)',^EQRÚ.AH 19,90 > _____ Olafur Tryggvason Olafsvík — Minning Fæddur 26. apríl 1941 Dáinn 30. janúar 1990 Hann Óli frændi er dáinn. Vegir Guðs eru oft órannsakanlegir. Núna er komið óbrúanlegi skarð í ættina. Þann 29. janúar eignaðist ég frænda og næsta dag missti ég einn sem var mér og manni mínum mjög kær. Þegar maður er lítill er frændi oft bara frændi en oft breytist það og frændsemin öðlast annað gildi. Á þeim tíma er ég var að kynnast manni mínum bjó ég hjá Öla og konu hans Sjöfn. Þá tókst með okkur innileg vinátta sem hefur haldist æ síðan. Ef ég ætti að skrifa um okkar góðu stundir saman gæti ég haldið endalaust áfram en þær eru geymdar í hjörtum okkar. Elsku Sjöfn, Bárður, Sölvi Fann- ar, Anna Sigga og Trausti. Guð styrki ykkur í þessari sorg. Einnig afa og systkin sem sjá á eftir ást- kærum bróður. Blessuð sé minning hans. Rut Bragadóttir og fjölskylda Okkur félaga í Kiwanisklúbbnum Korra í Ólafsvík langar í fáeinum orðum að minnast félaga okkar og vinar Ólafs Tryggvasonar, sem lést 30. janúar sl. eftir nokkurra mán- aða erfið veikindi. Hann verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju í dag, 10. febrúar. Nokkru eftir stofnún Kfwánís’- klúbbsins Korra árið 1976, gerðist Óli, eins og við kölluðum hann, fé- lagi í Korra. Honum voru fljótt fal- in ýmis trúnaðarstörí fyrir klúbb- inn. Hann var forseti starfsárið 1979-1980 og formaður ýmissa nefnda eftir það. Þá var hann fyrsti umsjónarmaður Tryggingasjóðs Kiwanisfélaga í okkar lúbbi. Einn- ig var hann í forystu fyrir bridge- sveit Korra, þegar hún háði árlega keppni við Lionsmenn í Ólafsvík. Við það að starfa saman í Kiwan- isklúbbi kynnast menn margvísleg- um hliðum á mönnum, bæð f leik og starfi. Óli var jafnan dugmikill í störfum sínum fyrir Korra og allt- af tilbúinn ef á þurfti að halda. Hann var skipstjórnarmenntaður og kom sér það vel fyrir klúbb eins og Korra, þar sem aðal fjáröflunar- leiðin hefur verið sjóróðrar. Einn besti eiginleiki Óla var glaðværðin og tryggðin og var hann ætíð hress ______________________________;27 ög Hleyþtf fjöri i umræður á klúbb- fundum. Minnisstæður er pistill sem hann flutti okkur einu sinni, en þar sagði hann frá fyrsta síldarsumri sínu fyrir norðan, en þá var hann aðeins 14 ára gamall. í árlegum skemmtiferðum okkar Korrafélaga til Reykjavíkur, var Óli ávallt hrók- ur alls fagnaðar. Hann var mikill náttúruunnandi og hafði mikinn áhuga fyrir veiðiskap. Sagði hann oft, að hann yrði ekki virkur til starfa fyrir klúbbinn fyrr en eftir að veiðitímabilinu lyki. Við félagar Óla í Kiwanisklúbbn- um Korra viljum þakka honum fyr- ir ánægjuleg kynni og gott starf í þágu Kiwanishreyfingarinnar. Eftirlifandi eiginkonu hans, Sjöfn Sölvadóttur, börnum og öðrum að- standendum vottum við okkar dýpstu samúð. Félagar í Kiwanisklúbbn- um Korra, Ólafsvík D4a / JC^I Y^ÍMC^AR Landsmálafélagið Fram, Hafnarfirði Bæjarmálafræðsla Fjögurra kvölda námskeið, opið öllum stuðningsmönnum Sjálfstæðis- flokksins, verður haldið í Sjálfstæöishúsinu við Strandgötu 29 og stendur yfir frá kl. 20.30 til 22.45 hvert kvöld. Hvert námskeið mið- ast við 25 þátttakendur. Á fræðslukvöldum þessum verður stjórn- skipulag bæjarins útskýrt af bæjarfulltrúum og nefndarmönnum. Dagskrá: Þriðjudagur 20. febrúar: Setning: Þórarinn J. Magnússon, formaður Fram. Stjórnskipulag/skipurit: Arni Grétar Finnsson. Fjármál bæjarins: Jóhann Bergþórsson. Hafnarmál: Sigurður Þorvarðarson. Miðvikudagur 21. febrúar: (þróttamál: Hermann Þórðarson. Æskulýðs- og tómstundamál: Guðmundur Á. Tryggvason. Atvinnumál: Finnbogi F. Arndal. Byggingamál: Oddur H. Oddsson. Menningarmál: Ellert Borgar Þorvaldsson. Þrlðjudagur 27. febrúar: Skipulagsmál: Lovísa Christiansen. Feröa- og umhverfismál: Þórarinn J. Magnússon. Heilbrigðismál: Eyjólfur Haraldsson. Félagsmál: Sólveig Ágústsdóttir. Mennta- og skólamál: Guðjón Tómasson og Hjördís Guöbjörnsdóttir. Miðvikudagur 28. febrúar: Undirbúningur fyrir kosningar: Jón Kr. Jóhannesson. Framboðsmál: Matthías Á. Mathiesen. Stjórnmál I Hafnarfirði: Árni Grétar Finnsson. Námskeiðslok: Þórarinn J. Magnússon. Námsskeiðsstjórn: Pétur Rafnsson. Umræður eru eftir hvern dagskrárlið öll kvöldin. Skráning þátttakenda er i Sjálfstæöishúsinu við Strandgötu daglega til 15. febrúar. Þátttökugjald er kr. 2.000,-. Stjórn Fram. Borgarnes - prófkjör Prófkjör fer fram í Sjálfstæðishúsinu helgina 10. og 11. febrúar nk. kl. 14.00-18.00 báða dagana. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla verðurfimmtudaginn 8. og föstudag- inn 9. febrúar i Sjálfstæðishúsinu kl. 17.00-19.00 báða dagana. Eins er hægt að greiða atkvæði utankjörfundar á skrifstofu Sjálfstæöis- flokksins I Valhöll í Reykjavík vikuna fyrir kjördag á venjulegum skrif- stofutíma. Rétt til þátttöku hafa allir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins I Borgarnesi, sem kosningarétt hafa á kjördag 26. maí 1990. Tölusetja skal nöfn frambjóðenda frá 1-7 eins og kjósandi vill að efstu sæti listans verði skipuð. Nöfn frambjóðenda eru: Ari Björnsson, rafiðnfræðingur, Bjarki Þorsteinsson, nemi, Björn Jóhannsson, bifreiðasmiður, Guðlaugur Þór Þórðarson, háskólanemi, Guðmundur ingi Waage, trésmfðameistari, Hálfdán Þórisson, bifvélavirki, iris Grönfeldt, fþróttafræðingur, Ingibjörg Hargrave, skrifstofumaður, Ósk Bergþórsdóttir, húsmóðir, Óskar Þór Óskarsson, vélamaður, Sigrún Sfmonardóttir, fulltrúi, Skúli Bjarnason, heilsugæslulæknir. Bílaþjónusta verður prófkjörsdagana fyrir þá sem á þurfa að halda til að komast á kjörstað. Sfminn er 71460. Takið þátt - hafið áhrif. Sjálfstæðisfélögin. Félagsfundur Stefnir, félag ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, helduropinnfélagsfund laugar- daginn 10. febrúar kl. 17.30. Fundarefni eru komandi bæjarstjórnakosn- ingar og starfið framundan. Gestur fundar- ins verður Þorgils Óttar Mathiesen, 3. maður á lista Sjálfstæðisflokksins f vor. Nýir félagar sérstaklega velkomnir. Stjórn Stefnis. IIFIMIJAI.I.UK Borgarmála fundur Heimdallar Fundur verður hjá borgarmálahópi Heimdallar I Valhöll, Háaleitisbraut 1, mánudaginn , 12. febrúar kl. 21.00. Gestir fundarins verða borgarfulltrú- arnir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Hilmar Guðlaugs- son. Stjórnin. Akranes - bæjarmál Fundur um bæjar- mál verður haldinn I Sjálfstæðishúsinu við Heiðargerði, sunnudaginn 11. febr. ki. 10.30. Bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins mæta á fundinn. Stjórn Fulltrúaráðs. Vestmannaeyjar Aðalfundur fulltrúaráðsins Fulltrúaráð sjálfstæöisfélaganna í Vestmannaeyjum heldur aðalfund fimmtudaginn 15. febrúar nk., kl. 20.30, í Ásgarði. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kynning prófkjörsframbjóðenda. 3. Bæjarmálin og starfið framundan. 4. Skýrsla hússtjórnar. 5. önnur mál. Félagar fjölmennið. Stjórnin. Vestmannaeyjar Aðalfundur Sjálfstæöisfélagsins Sjálfstæðisfélag Vestmannaeyja heldur aðalfund þriðjudaginn 13. febrúar nk., kl. 21.00, í Ásgarði. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Bæjarmálin. 3. Undirbúningur bæjarstjórnarkosninga. 4. Önnur mál. Félagar fjölmennið. fitjórnin. Árnessýsla Sjálfstæðiskvenna- félag Árnessýslu heldur kvöldverðar- fund mánudaginn 12. febrúar nk. kl. 19.30 í Hótel Sel- fossi. Gestir fundar- ins verða Magnús L. Sveinsson, for- seti borgarstjórnar Reykjavlkur, Bryndls Brynjólfsdóttir, bæjarfulltrúi á Selfossi, og Oddur Már Gunnarsson, iðnráðgjafi Suðurlands. Stjórnin. J ......................................... FERDAFELAG ™ ' ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11796 og 19533. Sunnudagsferðir 11.febrúar 1. Kl. 10 Fljótshlíð í vetrarbún- ingi - Seljalandsfoss. Öku- og skoðunarferð. Gll í klakabönd- um. Breiðabólsstaðarkirkja skoðuð. Verð 1.500,- kr. 2. Kl. 13 Undlr Brimnesi é stór- straumsfjöru. Áhugaverð strandganga. Gengiö fyrir Brim- nesið, frá Saltvík í Þaravík og áfram með Hofsvíkinni. Verð 800,- kr., frítt f. börn m. fullorðnum. 3. Kl. 13 Skfðaganga á Mos- fellsheiðl. Göngusklðaferð fyrir alla. Verð 800.- 'kr. Kynnist næsta nágrenni okkar og góöum félagsskap i Ferðafélagsferöum. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Skíðagöngunámskeið verða i tengsium við gönguskíðaferðir í Bláfjöll og Hveradali 18. og 25. febrúar. Leiðbeinandi: Halldór Matthíasson. Einstakttækifæri. Ferðafélag (slands. Krossinn Auðbrekku 2,200 Kópavogur Samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Ufl Útivist Þórsmerkurgangan 3.ferðsunnud. 11.feb. Miðdalur - Kolviðarhóll. Gengin gömul þjóðleið frá Miðdal yfir Miðdalsheiði og Bolaöldur að Kolviðarhól. Brottförkl. 10.30frá BSl-bensínsölu. Stoppað við Ár- bæjarsafn. Verð kr. 600,-. Munið góða gönguskó. Lltlafell - Kolviðarhóll. Samein- ast morgungöngunni við Kleinu- kot. Brottför kl. 13.00 frá BSl- bensínsölu. Stoppað við Árbæj- arsafn. Verð kr. 600,-. Létt skíðaganga Sunnud. 11.feb. Miðast við getu þeirra sem tóku þátt í skiðagöngunámskeiöinu. Byrjendur geta bæst f hópinn og fá sérstaka tilsögn. Farið frá BSl-bensínsölu kl. 13.00. Stoppaö við Árbæjarsafn. Verð kr. 600,-. Sfmi/sfmsvari 14606. Sjáumstl Útivist.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.