Morgunblaðið - 10.02.1990, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 10.02.1990, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1990 //7?©t±ur dags\r\s er spaghetti tme5 fcóksfcofum ! •só&unm. " Ást er... .. .rétt útkoma dæmis- ins. TM Reg. U.S. Pat Off.—all righta reaerved ® 1990 Loa Angeles Times Syndicate Vera má að ég sé skrítinn en er ekki eitthvað að? Með mor^unkaffmu Er með öllu vonlaust að þú getir gert nokkuð rétt? HÖGNI HREKKVlSI Ekkí er sopið kálið Til Velvakanda. Vitið þér að Vladímír Íljítsj Lenín hélt frá Sviss, um óvinalandið Þýskaland til Finnlands með tíu milljónir dala í farteskinu, til að taka við völdum í St. Pétursborg, steypa kratastjórninni þar, og tjasla saman hrundu keisaradæmi? Sjald- an hefur nokkur fjárfesting skilað eigendum meiri arði: Vopnum í eina heimsstyrjöld og smærri styijaldir, einnig arðvænlegasta vígbúnaðar- kapphlaupi sögunnar 1945 til 1990. Síðasti. keisari írans sagði fjár- málavini hafa svikið sig, og trúi hver sem vill að Ayatollah Khom- eini og Adolf Hitler hafi náð vöidum í löndum sínum með „tvær hendur tómar“! Íhaldssöm og munaðargráðug forréttindastétt Sovétríkja kaus vingjarnlegan Míkhaíl Gorbatsjov til aðalritara kommúnistaflokks, af því að stórveldið er gjaldþrota og til lána lífsnauðsyn að breyta ásjónu þess út á við. En fátt er með öllu gott, Varsjárbandalagið er úr sög- unni — og Norður-Atlantshafs- bandalagið á ekki lengur neina viðsemjendur um vopnafækkun! Satans leiðtogar falla nú úr veld- isstólunum, eins og spil í spilaborg, og kennir þar ólíklegustu nafna, eins og Nicolai Ceausescu og Aug- usto Pinochet. Ástæða: Örfámenn fjármálaklíka er orðin alvarlega hrædd um tilvist sína, sem annarra samborgara. Skelfileg umhverfis- mengun blasir við, uppblástur gróð- urlendis og skógareyðing á við nokkur íslönd að stærð í heiminum árlega. Kjarnorkuver leka geigvæn- lega og minniháttar aðilar hafa komist yfír kjarnorkuvopn, til dæmis ódáða gerviríkið ísrael o.fl. Ekki hefur í þessu tilfelli þótt ástæða til „að taka eið af mistiltein- inum“, smáríki utan íjármálakerfis, eins og Kúba og Albanía, gætu enst eitthvað enn. „Ekki er sopið kálið, þó í ausuna sé komið“, og feyskin stjórnmála- kerfi hrynja þegar þau fá ekki lengur „heróínsprautuna sína“ úr fjármálaheiminum, því ef mannkyn- ið ætlar að endurnýjast áfram, verður það að minnka orkunotkun- ina í heiminum um 85-90 prósent og til þess að það sé unnt, verða menn að skipta með sér aflahlut eða jarðargróða líkt og frumkristnir menn, essenar, ínúítar, írókesar og samsvarandi þjóðir. Innskot: Peningar eru uppfynd- ing Satans og stjórntæki hans, kerfi þetta á upptök í Mið- Austurlöndum fyrir ca. 5000 árum og þarfnast ekki daglegrar stjórn- unar. Gallinn við peningana er að óverðugir geta valsað með vinnu og lífsþarfir annarra, án þess að hafa til þess unnið sjálfir. Jesús sagði allt um fyrirbæri þetta í musterinu forðum (sjá guðspjöll), Úrskurðir Verðlagsráðs Til Velvakanda. Það er undarleg skepna Verð- lagsráð ríkisins. Með hennar ljúfa samþykki taka tannlæknar viku- kaup verkamanns af honum fyrir klukkutímasetu í stólum þeirra. Hárgreiðslufólk má taka 1.250 kr. fyrir hárblástur sem tekur stundum bara 10 min. (=7.500 pr. klst.) Viðgerðarfyrirtæki eitt sendi viðskiptavinum sínum bréf í haust þess efnis að nú hækkuðu þeir sína tímataxta úr kr. 1.900 í 2.200. Úrskurður Verðlagsráðs var sá að það væri allt í lagi. Ég var farin að spyija sjálfa mig af hveiju ríkið sparaði _sér ekki kostnaðinn við þessa stofnun. En viti menn, þeir vöknuðu til lífsins og settu hnefann í borðið þegar dagmæður gerðust svo ósv- ífnar að hækka sitt gjald um tópar 14 kr. á tímann, 2.500 kr. á mán. sem er 180 tímar. Ein skilningslítil Dómsdagur eftir 40 ár? Washington. Reuter. Grænmeti í flest mál, húsin kynt með sólarorku og reiðhjól á hvert mannsbarn eru meðal þess, sem koma skal, vitfi mennimir bjarga sjálfum sér frá stór- kostlegum ófdrum af völdum mengun- ar. Kemur þetta fram í ársskýrslu banda- I rísku umhverfisvemdarstofnunannnai i Worldwatch Institute en þar segir, að^ , mannkynið hafi 40 ár til að breyta háttura ) sínum. Takist það ekki muni hrömun fisins leiða af sér efnahagslegt innskoti lýkur. Rafbílar eru engin lausn á meng- unarvanda, því mesta af raforku heimsins kemur frá hverflum sem eru knúnir orku kola og olíu, sem inniheldur frumefnið brennistein, og þá rignir sýru, barrskógum og vötnum til ónýtis. Afleiðing kjarn- orkutilrauna um 1960 er nú farin af segja til sín í sérstöku krabba- meini sem orsakast af geislun er hættulaus var talin á sínum tíma. Öll kjarnorkuver leka út í umhverf- ið. Enginn veit nema fímm þjóðir eigi útrýmingu fram undan vegna slyssins í Tsjernobyl, Úkraínumenn, Hvítrússar, Litháar, Lettar og Eist- lendingar, ef til vill Skandinavíu- samar einnig. Afleiðing orsakar þessarar tegundar segir til sín tveim áratugum seinna. Mjói vegurinn, mannkyni til áframhaldandi endurnýjunar, er ekki íbúum í ofgnægtarlöndunum tilhlökkunarefni: Labba í vinnuna og til aðdrátta, í mesta lagi nota strætó, ef vistfræðilegur rekstrar- grundvöllur reynist fyrir þeim. Nýta næsta umhverfi til framleiðslu fæðis og klæða til dæmis: svalir í blokkum og umframfermetra hús- næðis. í frítíma spila á spil eða ódýr hljóðfæri, til dæmis. quena- blokkflautu sem má búa til úr svo til hvaða pípu sem er, sé hún ekki of víð, dansa, kveðast á, fara í víki- vakaleiki við kolu- eða kertaljós, í nálægu húsi eða utandyra — þar sem loftslagið gerir það unnt. Bjarni Valdimarsson < 4 4 4 4 4 4 Víkverji skrifar Víkveija langar til að taka upp þráðinn frá því síðasta laug- ardag, þegar rætt var um þær ógöngur sem íslensk verkmenntun er komin í. Tilefni þess að Víkverji bryddar aftur upp á þessu er bréf Árna Brynjólfssonar hjá Lands- sambandi íslenskra rafverktaka til Víkveija, sem birtist á þessum vettvangi í gær. Árni spyr nefni- lega í lok bréfs síns, hvort ekki sé líklegra að hópur áhugamanna gæti fremur áorkað nauðsynleg- um breytingum á iðnnámskerfinu en væri það gert undir handar- jaðri starfsmanna menntamála- ráðuneytisins. Þessari spurningu svarar Víkveiji hiklaust játandi og vildi helst sjá skrefið stigið til fulls, þannig að samtökum at- vinnulífsins yrði hreinlega gert kleift að yfirtaka iðnskólakerfið. Þannig yrði tryggt að því yrði stýrt með hagsmuni atvinnulífsins að leiðarljósi. Víkverji erþess jafn- framt fullviss að atvinnurekendur myndu stýra iðnnáminu af meiri reisn en ríkið gerir í dag, jafnvel þó þeir þyrftu að kosta meiru til en nú er gert. Þar er víðast fullur skilningur á því að fjárfesting í vandaðri verkmenntun skili góð- um arði, eins og best sést af starf- semi Rafiðnaðarskólans, sem Árni nefndi í bréfi sínu. Ef hins vegar það ríkisrekna verknámskerfi sem við búum við um þessar mundir væri fyrirtæki, væri það trúlega farið á hausinn. Sá grundvallarmunur er á iðn- námskerfi og öðru skólakerfi í landinu, að því fyrrnefnda er ætlað að mennta fólk til fyrirfram ákveðinna starfa á fijálsum vinnu- markaði. Það liggur þvi beinast við að viðkomandi starfsgreina- samtök taki að sér stefnumörkun og framkvæmd menntunarinnar. Rekstrarfyrirkomulag gæti e.t.v. verið með svipuðum hætti og er á tónlistarskólunum, þar sem ríkið borgar laun kennaranna, en rekst- ur að öðru leyti er í höndum sveit- arfélaga eða einstaklinga. Þarna mætti því slá tvær flugur í einu höggi, menntunin yrði sett undir stjórn þeirra sem hún skiptir mestu og sparnaður ríkisins yrði umtalsverður. Slíkt fyrirkomulag myndi einnig leiða af sér heil- brigða samkeppni milli iðngreina um námsmenn, því væntanlega leitar hæfileikafólkið í þær greinar þar sem boðið er upp á menntun af háum gæðaflokki. xxx Morgunblaðið notaði orðið stormflóð um sjávarflóðin sem ollu miklu tjóni á mannvirkj- um á Eyrarbakka, Stokkseyri, Grindavík og víðar aðfaranótt 9. janúar síðastliðinn. Nokkrar um- ræður urðu um orðið þegar frétt- irnar birtust og síðan og eru ekki allir sáttir við það. Blaðamaðurinn tók orðið upp úr skýrslu um land- brots- og flóðavarnir við suður- ströndina sem verkfræðistofan Fjarhitun hf. vann fyrir Hafna- málastofnun árið 1984. Þar kemur orðið fyrir í greinargerð um veður- fræðilega athugun á flóðaveðrum eftir Guðmund Hafsteinsson veð- urfræðing og í yfirliti um tjón af stormflóðum. Þótti blaðamönnum orðið lýsa því mjög vel sem gerð- ist þessa nótt og það er viður- kennt íslenskt orð samkvæmt ís- lenskri orðabók Menningarsjóðs, þar sem gefin er upp merkingin flóð sem stormur veldur. Vegna gagnrýni hefur málið nú verið kannað nánar og er viðkomandi blaðamaður enn jafn öruggur um ágæti þess að nota orðið um sjáv- arflóð af völdum storms. Glöggur heimamaður á Eyrarbakka er mjög ánægður með orðið og segir að það hafi verið notað um sjávar- flóð áður, og nefndi flóðin 1925 í því sambandi. Hann er sammála blaðamanni um að ekki sé hægt að nota brim eða skyld orð um þessi sjávarflóð, það eigi við um aðrar aðstæður. Orðabók Háskól- ans hefur þijú dæmi um orðið stormflóð. Það elsta er úr Klaust- urpóstinum frá því snemma á 19. öld: „Skaðinn af stormflóðunum varð við löglegar skoðanir og virð- ingu metinn." Annað dæmið er úr tímaritinu Veðrið árið 1962 og það þriðja úr Alfræði AB. 4 4 I <

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.