Morgunblaðið - 17.02.1990, Page 2

Morgunblaðið - 17.02.1990, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRUAR 1990 Greiðslukortafyrirtæki: Kvörtun ASI vegna gj aldskrárhækkunar svarað eftir helgi GREIÐSLUKORTAFYRIRTÆKIN munu í næstu viku taka til athug- unar erindi Alþýdusambands íslands um að þau endurskoði hækkan- ir á þjónustugjöldum sínum, sem tóku gildi um síðastliðin mánaða- mót. Erindið barst þeim á fimmtudag. Venjubundinn stjórnarfundur Visa ísland verður á miðvikudag, en forsvarsmenn Kreditkorta hf., munu skoða málið á mánudaginn. „Eg hef ekki trú á öðru en við munum skoða þetta með jákvæðu hugarfari," sagði Atli Orn Jóns- son, aðstoðarframkvæmdastjóri Kreditkorta. Einar S. Einarsson, fram- kvæmdastjóri Visa ísland, sagði að í desember hefðu verið teknar ákvarðanir um árlegar hækkanir á þjónustugjöldum vegn§. verðlags- þróunar, sem síðan hefðu tekið gildi 1. febrúar. Árgjald korthafa hefði hækkað úr 1.500 krónum í 1.750 krónur eða 16,6%. Útskriftargjald hefði hækkað úr 100 krónum í 120 krónur og úr 50 krónum í 60 ef skuldfært væri beint á tékkareikn- ing. Árgjald gullkorts hefði hins vegar hækkað hlutfallslega meira, þar sem meira væri innifalið en áður, einkum hvað varðaði trygg- ingar. Það hefði hækkað úr 5.400 krónum í 6.500 krónur. Atli Öm sagði að kortagjaldið hjá þeim hefði hækkað úr 1.500 í 1.800 krónur 1. febrúar og útskrift- argjaldið úr 100 í 150 krónur. Þá hefði gjaldið vegna gullkorts hækk- að um 30%. Morgunblaðið/Sverrir Hlutabréfí Samvinnubanka skipta um eigendur Formlega var gengið frá yfirtöku Landsbankans á 52% hlut SÍS í Samvinnubankanum í gær. Á myndinni sést Guðjón B. Ólafsson forstjóri SÍS afhenda bankastjórum Landsbankans, Sverri Hermannssyni og Björg- vin Vilmundarsyni, hlutabréf í Samvinnubankanum. Ásdís Birgisdóttir Norðurland: Ásdís valin fegurðar- drottning ÁSDÍS Birgisdóttir var valin fegurðardrottning Norður- lands á fjölmennri samkomu í Sjallanum á Akureyri í gærkvöldi. Ásdís, sem er frá Hrafhagili í Eyjafírði, var einnig valin ljósmyndafyrir- sæta Norðurlands. Stúlkurnar völdu vinsælustu stúlkuna úr sínum hópi og varð Lena Rós Matthíasdóttir frá Ólafsfirði fyrir valinu. Vangaveltur viðskiptaráðherra eins og þruma úr heiðskíru lofti - segir Valur Arnþórsson bankastjóri Landsbanka íslands VANGAVELTUR viðskiptaráðherra á Alþingi um hugsanlega breyt- ingu ríkisviðskiptabankanna í hlutafélagabanka koma eins og þruma úr heiðskíru lofti, segir Valur Arnþórsson bankastjóri Landsbankans. Hann segir hafa komið fram í samtölum sínum við forsætisráðherra að stefha ríkisstjórnarinnar sé að óbreytt form verði á rekstri bankanna. Valur segir ótvírætt að Landsbankinn geti nú eignast um 94% af hlutabréfum Samvinnubankans og eftir að hafa eignast 67% sé Landsbankinn óbundinn af slíku hlutfalli. Hann útilokar ekki að á síðari stigum málsins verði sfjórn Lands- bankans reiðubúin til að ræða við Búnaðarbankann um samvinnu við hagræðingu á einstaka afgreiðslustöðum. Mál þetta mun ekki hafa verið rætt með formlcgum hætti í bankaráði Búnaðarbankans. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra sagði á Alþingi síðastliðinn fimmtudag að Landsbankinn hefði ekki að svo stöddu stöðu til að kaupa öll hlutabréf í Samvinnu- bankanum og hann lét að því liggja að breyta megi ríkisbönkunum, Landsbanka og Búnaðarbanka, í hlutafélög og að Búnaðarbankinn komi að einhveiju leyti inn í kaup Landsbankans á Samvinnubank- anum. Valur Amþórsson var innt- ur álits á þessum hugmyndum við- skiptaráðherra. „Ég hef á undanfömum mánuð- um ítrekað átt viðræður við for- sætisráðherra íslands, Steingrím Hermannsson, um afstöðu ríkis- stjómarinnar til ríkisviðskipta- bankanna," sagði Valur. „í þeim samtölum hefur komið fram að stefna ríkisstjómarinnar væri ein- dregið sú, að ríkisviðskiptabank- amir yrðu reknir áfram sem slíkir í óbreyttu formi. Vangaveltur við- skiptaráðherra á Alþingi um hugs- anlega breytingu á ríkisviðskipta- bönkunum í hlutafélagabanka koma því sem þrama úr heiðskíru lofti og eru mér lítt skiljanlegar. Ég fyrir mitt leyti er tilbúinn til þess að ræða á faglegum grand- velli kosti þess og galla að ríkisvið- skiptabönkunum yrði breytt i hlutafélagabanka, en ég tel að slíkar viðræður verði að fara fram á faglegum grandvelli og eigi ekki að koma fram á mjög óvæntan Ferðamálaráðstefha á Egilsstöðum: Brýnt að skilað sé lögboðn- um framlögnm til ferðamala - segir Steingrímur J. Sigfiísson samgönguráðherra Egilsstöðum. NÝ STEFNUMÓTUN í ferðamálum verður aðalmál ferðamálaráð- steftiu sem nú stendur yfir á Egilsstöðum. Ráðstefhuna sælya um 150 manns hvaðanæva af landinu. í ávarpi Steingríms J. Sigfusson- ar samgönguráðherra kom fram að ferðaþjónusta væri sú atvinnu- grein sem hraðast hefði vaxið undanfarin ár og hafa störf í henni tvöfaldast undanfarin 10 ár. Nú starfa um 6.000 manns í greininni og er það um 3% af heildarmannafla á vinnumarkaðnum. um 145 milljónum króna en að einungis 48 milljónir renni til Ferðamálaráðs. „Þetta verður að laga,“ sagði samgönguráðherra, „annars kemur að því fyrr eða síðar að þessi atvinnugrein getur ekki staðið undir þeim væntingum sem til hennar era gerðar.“ Valtýr Sigurbjamarson, for- stöðumaður Byggðastofnunar á Steingrímur taldi brýnt að stað- ið yrði við að lögboðin gjöld af sölu Fríhafnarinnar á Keflavíkur- flugvelli rynnu óskert til ferða- mála. Samkvæmt lögum eiga 10% af sölu Fríhafnarinnar að renna til Ferðamálaráðs. Skil á þessu gjaldi hafa hins vegar einungis numið 20—25%. Á þessu ári er gert ráð fyrir að þetta gjald nemi Akureyri, fjallaði um uppbyggingu ferðaþjónustu í dreifbýli. Hún hef- ur verið mjög ör undanfarin ár, t.d. hjá Ferðaþjónustu bænda. Benti Valtýr á að vegna framfara sem væru að verða á flugvöllum landsins myndi innkomuleiðum erlendra ferðamanna sem kæmu flugleiðis til landsins fjölga. Þegar næsta sumar myndi erlend ferða- skrifstofa hefja beint flug til Akur- eyrar frá Evrópu. Slík þróun yrði á Egilsstöðum þegar nýr flugvöllur þar yrði fullgerður. Þetta hlyti að efla ferðaþjónustu á landsbyggð- inni og greinina í heild. - Björn hátt á Alþingi eða í fjölmiðlum. Ég reyndar vara mjög við opin- beram vangaveltum um slík stór- mál því þær geta hugsanlega skað- að ríkisviðskiptabankana og dreg- ið úr trausti á þeim bæði innan lands og utan.“ Valur var spurður hvort hann teldi rétt mat viðskiptaráðherra, að Landsbankinn geti ekki keypt meira en 88% hlut í Samvinnu- bankanum og Búnaðarbankinn þyrfti að koma inn í myndina. „Það þarf ekki að fara í neinar grafgötur um að sú stefna hefur verið mörkuð að Landsbankinn kaupi hlutaféð í Samvinnubankan- um,“ segir hann, „og þetta starf hefur þegar verið hafið með því að við höfum keypt meirihlutann, eða 52%, af Sambandi íslenskra samvinnufélaga og munum á næstu dögum og vikum halda áfram að kaupa hlutafé af þeim aðilum sem eru í viðskiptum við Landsbankann. Sú stefna er í raun og vera mörkuð, að við munum á nokkram tíma kaupa allt hlutaféð í Samvinnubankanum og getum reyndar, miðað við núverandi stöðu Landsbankans, keypt allt að 94% af hlutafénu. Það liggur hins vegar í augum uppi að um leið og við höfum eignast 67% hlutafjárins gætum við, ef svo bæri undir, slit- ið Samvinnubankanum og þar með yfirtekið hann allan og eram þá óháðir þeim hlutföllum sem til umræðu hafa verið og sem við- skiptaráðherra nefndi sem 88% á Alþingi. Þrátt fyrir þessa mörkuðu stefnu um það að við kaupum Samvinnubankann má ljóst vera að við getum verið tilbúnir á síðari stigum til þess að ræða við Búnað- arbankann um það að hann komi með einhveiju móti inn í þetta mál, til dæmis varðandi einstök útibú, þar sem hagkvæmt gæti verið fyrir alla aðila að Búnaðar- bankinn kæmi að málum," sagði Valur Amþórsson. Halldór Blöndal, bankaráðs- maður í Búnaðarbankanum, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að sér kæmu ummæli viðskipta- ráðherra á þingi á fimmtudag mjög á óvart. „Þótt kaup Lands- banka á hlutabréfum í Samvinnu- banka hafi borið á góma í banka- ráði Búnaðarbankans er þetta mál með jjllu órætt þar. Mér hefur skilist að bankastjóm Landsbank- ans telji hagkvæmni kaupanna í því fólgin að ná öllum hlutabréfun- um og verð þeirra hafi verið við það miðað,“ sagði Halldór Blöndal. Perrier- vatn tekið af markaði um sinn NIÐURSTÖÐUR rannsóknar Hollustuverndar ríkisins á Perrier-ölkelduvatni sýna að 7 míkrógrömm af benzene eða bensól voru í hveijum lítra. í framhaldi af því var ákveðið að taka Perrier af markaði hér á landi um sinn að minnsta kosti. Halldór Runólfsson hjá Holl- ustuverndinni sagði að þetta væri undir viðmiðunarmörkum Alþjóða heilbrigðismálastofn- unarinnar, en ákveðið hefur verið að feta í fótspor Dana og Englendinga þar sem miðað er við að ekkert megi finnast af þessu efni í vatninu. Halldór sagði ekki ljóst hvernig efnið hefði komist í ölkelduvatnið. Halldór sagði að mjög gott samstarf hefði verið við inn- flytjanda vatnsins í máli þessu. Flugleiðir hf.: 50 umsókn- ir um flug- mannsstörf UM 50 umsóknir um stöður flug- manna eru nú þjá Flugleiðum og segir Einar Sigurðsson blaðafull- trúi félagsins að meginhluti þeirra hafí borist er félagið aug- lýsti þrjár flugmannastöður lausar nýlega. Einar segir að ráða eigi í þijár stöður aðstoðarflugmanna í innan- landsflugi. Ástæður ráðninganna era langvarandi veikindi tveggja flugmanna félagsins og þjálfun annarra, sem stendur fyrir dyrum. Gert er ráð fyrir að um ótíma- bundna ráðningu sé að ræða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.