Morgunblaðið - 17.02.1990, Side 5

Morgunblaðið - 17.02.1990, Side 5
5 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1990 Skíðasvæði KR í Skálafelli: Rætt um að borg- in kaupi reksturinn ÁSGEIR Eiríksson, formaður Skíðadeildar Knattspyrnufélags Reykjavíkur, segir að til greina komi að selja Reykjavíkurborg rekst- ur deildarinnar á skíðasvæðinu í Skálafelli. Á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar hefur verið samþykkt þriggja milljóna króna greiðsla vegna uppgjörs eða kaupa á aðstöðunni, og er það fyrsta greiðsla af fimm. Að sögn Ásgeirs hafa KR-ingar verið í viðræðum við borgina frá 1988 um að hún styrki á einhvern hátt reksturinn í Skálafelli, þar sem félagið eigi í erfiðleikum með að standa undir honum, þrátt fyrir að mikið starf _sé unnið þar í sjálf- boðavinnu. Ásgeir sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að í Skála- felli væri veitt þjónusta við almenn- ing, og því hefðu menn talið koma til greina að borgin hlypi undir bagga. Ásgeir sagði að til hefði staðið að borgin styrkti reksturinn og KR ræki svæðið áfram, en hann sagði jafnframt koma til greina að selja borginni reksturinn. Hann sagði að ekki hefði verið rætt um verð enn- þá, en væntanlega myndu málin skýrast í næstu viku. Suzukijeppi valtá Hverfisgötu SUZUKI Fox jeppi valt á mótum Hverfisgötu og Rauð- arárstígs klukkan ellefii í fyrrakvöld, og voru ökumað- ur jeppans og farþegi fluttir á slysadeild, en að sögn lög- reglu voru þeir ekki taldir alvarlega slasaðir Jeppinn var á leið austur Hverfisgötu þegar strætisvagn ók út á götuna í veg fyrir hann. Ökumaður jeppans sveigði þá til vinstri með þeim afleið- ingum að jeppinn valt. Verðlagsstofnun: Samráð um bananaverð til athugunar VERÐLAGSSTOFNUN kannar nú samráð Sölufélagsins (Banana- sölunnar), Mata og Banana hf. um verðhækkun á bönunum, en í bréfi frá Bönunum hf. til bílsljóra fyrir- tækisins segir fyrirtækin þijú hafi ákveðið að hækka verðið á bönunum frá 14. febrúar, en hækkunin stafi af mikilli hækkun á heimsmarkaðsverði. Hjá Verðlagsstofnun fengust þær upplýsingar að stofnunin hefði feng- ið afrit af umræddu bréfi, og boðað forsvarsmenn Banana hf. til sín. Komið hafi í ljós að þrátt fyrir geng- isbreytingar hafi heildsöluverð á bönunum ekki breyst í a.m.k. eitt og hálft ár. Samráð fyrirtækjanna er í athugun hjá stofnuninni. Verið er að afla frekari gagna um málið, sem er litið mjög alvarlegum augum. Háskólabókasafiiið: Virðisauka- skattur hækk- ar nýjar er- lendar bæk- ur um 30% HÁSKÓLABÓKASAFNIÐ hef- ur sótt um undanþágu frá virð- isaukaskatti til fjárinálaráðu- neytis. Skatturinn lagðist á bækur um áramót og hækkuðu erlendar bækur til saftisins um rúmlega 30%. Að sögn Einars Sigurðssonar háskólabókavarðar, kaupir safn- ið um 4.000 bindi á ári og bíða nú nokkur hundruð bindi þess að verða leyst út hjá tollpósts- stofu. Fjármálaráðuneytið hefur sent erindið ásamt samhljóða erindum annarra ríkisstofnanna, til ríkisskattstjóra til afgreiðslu. í fyrri lögum sem samþykkt voru um virðisaukaskatt er gert ráð fyrir undanþágu frá skattinum þegar um áskrift erlendra tima- rita er að ræða og hefur tollpóst- stofan fengið þau fyrirmæli að þau séu afgreidd án skatts. „Síðan fáum við bækur í rita- skiptum og að gjöf og að láni. Það geta því orðið miklar flækjur úr þessu öllu saman þar sem skoða verður í hveiju tilviki hvort um lánsbók er að ræða,“ sagði Einar. „Svo er það upp og ofan hvort við fáum gjafírnar af- greiddar þó slíkt eigi ekki við um stórar gjafir en það sem allt strandar á eru keyptar bækur." LADA SANÍARA qúndar verda allar tegund- sgrsís le9aSAMARAhefurvenð‘ qötum landsms siðai 19986 og hefur synt, a þörfinfyhrfjölskyld^ með þeim eigmlejKu\ slZes sihillöyry ZZnH mjePPahal* S'dm9armJ°gm,kia goða reynslu, bæði sen fynrtaks fjólskyldu- og ferðabi/ og öflugum ' vmnuþjark. Nu eiga baendur og rekst raraðilarkostáþvi að draga virðisaukaskat 'nn frá bítverði. KaSkat ,A»* vinnubil,r kraftmik'nn f betrifjölsky|dU íboðieru- BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF ' Ármúla 13 - 108 Reykjavík - ® 681200 í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.