Morgunblaðið - 17.02.1990, Page 9

Morgunblaðið - 17.02.1990, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1990 TOYOTA N OTAÐI R BfLAR FORD ESCORT '88 Hvítur. 5 gíra. 3ja dyra. Ekinn 12 þús/km. Verð kr. 670 þús. TOYOTA COROLLA ’89 Grár. 5 gíra. 5 dyra. Ekinn 33 þús/km. Verð kr. 1.140 þús. DAIHATSU CHARADE ’88 Blár. 4ra gíra. 5 dyra. Ekinn 51 þús/km. Verð kr. 460 þús. SUSUKI FOX 413 ’87 Svartur. 5 gíra. 3ja dyra. Ekinn 56 þús/km. Verð kr. 650 þús. I_______H___________! TOYOTA TERCEL 4X4 ’87 Rauður. 5 gíra. 5 dyra. Ekinn 57 þús/km. Verð kr. 730 þús. TOYOTA COROLLA GTI ’88 Grár. 5 gíra. 5 dyra. Ekinn 30 þús/km. Verð kr. 1.080 þús. TOYOTA NYBYLAVEGI 6-8, KOPAVOGI PELS- FÓÐURSKÁPA Stærðir 38-46 Verð kr. 39.000,- BIZAMPELS .14 Stærðir 38-42 Verð kr. 155.000.- laugardao Góð greiðslukjör PELSINN V^Kirkjuhvoli -simi 20160 9 Kokhreysti og kjara- samningar Forystumenn stjórnarflokkanna, einkum og sér í lagi ráðherrarnir, eru mjög upp með sér af nýlegum heildarkjarasamn- ingum, en þeir miða að því að ná verð- bólgu hratt niður. Engir eiga samt jafn litla kröfu á þakklæti og þeir. Flokkar þeirra, sérstaklega Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag, bera höfuðábyrgð á þeirri vitlausu efnahagsstefnu, sem fært hefur þjóðinni óðaverðbólgu allt frá því þeir settust að kjötkötlunum í júlí 1971. Núllið Utanríkisráðherra og fv. fjármálaráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, ritaði grein í Morgun- blaðið í byijun vikunnar, sem hann kallaði „Það var ekki samið um núll- ið“. Ráðherrann á þar að sjálfsögðu við, að miklar kjarabætur hljótist af ört lækkandi verðbólgu, sem geri kleift að lækka vexti verulega og ja&ivel verð á vöru og þjónustu. Hækkun kaups í krónu- tölu sé lítáls virði ef hún brennur óðar upp í verð- bólgunni. Þetta er að sjálfsögðu hárrétt hjá ráðherran- um. í grein sinni segir Jón Baldvin m.a.: „í áratugi hafa aðilar vinnumarkaðarins boðið þjóðinni upp á samninga um kaup og kjör, sem allir hafa vitað að rykju út í veður og vind í verð- bólgubáli. I þetta sinn var skynsemin látin ráða. Fyrir ári var fulsað yfír því, þegar Guðmundur J., Karl Steinar, Pétur Sigurðsson á Vestíjörð- um og Snær á Húsavík létu sér detta í hug að hægt væri að komast að samkomulagi um að koma verðlagi niður á mannsæmandi stig og renna stoðiun undir at- vinnulif, sem gæti bætt lífskjör í framtíðinni. Þá hlógu vinnuveitendur að bröltinu í verkalýðsfor- ingjunum og margir fé- laga þeirra í verkalýðs- hrcyfingunni kölluðu þá svikara við málstaðinn.“ Það verður aldrei um Jón Baldvin sagt, að hami skorti kokhreysti. Nema hann sé orðinn minnis- laus. Fyrir tæpu ári stóðu Ieikar ne&iilega þannig, að bæði forusta vinnu- veitenda og verkalýðs- hreyfingar ste&idu að hófsömum kjarasamn- ingum. Tilganguriim var sá sami og við samnings- gerðina nú. Að ná verð- bólgunni niður, vöxtum og verðlagi. Þreifingar höfðu átt sér stað um þessa leið vikurn saman og vissulega áttu verka- lýðsforingjarnir, sem Jón Baldvin nafngreinir, sinn þátt í því. En hvað gerð- ist svo? Isinn brotinn Ríkisstarfsmenn voru með lausa samninga um vorið. BSRB gerði miklar kröfur og BHMR boðaði til verkfalls 6. aprfl, sem stóð í rúmar sex vikur. Rfldssljómin, undir forystu Ólafs Ragnars Grimssonar, eftirmanns Jóns Baldvins í stóli fjár- málaráðherra, braut ísinn og samdi um kaup- hækkanir til BSRB- félaga, sem fólu i sér 9,5% hækkun á samningstí- manum, sem var til 30. nóvember. Þar með hnmdi grundvöllur hóf- legra _ kjarasamninga, sem ASÍ og VSÍ áttu þá í viðræðum um. Forseti ASÍ sagði, að hans sam- tök gætu strax skrifað undir samning í líkingu við BSRB-samninginn. Vinnuveitendur sögðu ríkissljórnina hafa hent sprengju inn í viðræðum- ar. Atvinnulifið þyldi ekki svo miklar kaup- hækkanir. Fjármálaráðherrann, samfylkingarfélagi Jóns Baldvins, gaf út þá yfir- lýsingu, að BSRB-samn- ingurinn rúmaðist innan Ijárlaga og væri i sam- ræmi við þá efhahags- stefiiu, sem þar væri mótuð. Niðurstaðan varð sú, að vinnuveitendur treystu sér ekki til að bjóða launþegum á al- mennum vinnumarkaði minna en ríkisstjómin taldi vera í samræmi við efiiahagsstefiiu sína. Ríkisstjómin hét því fyrir sitt leyti, að hún myndi halda niðri verði á bú- vöm og verðlagi til að greiða fyrir samningum. Fjármálaráðherrann og rikisstjórnin sömdu svo 19. maí við háskóla- menntaða starfsmenn sina um 16% kauphækk- un á rúmu ári, að þeirra mati, svo og að færa laun þeirra til samræmis við laun háskólamenntaðra á almennum vinnumark- aði. Það er tímasprengj- an fræga, sem formaður Vinnuveitendasambands- ins liefur talað svo mikið um og mun væntanlega springa í sumar. Rikisstjómin stóð ekki við fyrirheit sin um að halda búvöruverði og verðlagi í skefjum. Gifiir- legar hækkanir skullu á í maflok. Þann 1. júni komu 20 þúsund manns á útifund á Lælgartorgi til að mótmæla brigðum ríkisstjómarinnar á yfir- lýsingum. Mótmæli drifu að hvaðanæva. Fór svo, að ríkisstjórnin varð hrædd og jók niður- greiðslur síðari hluta júní og bauð til veizlu á gömlu lambakjöti á sérverði. En sagan er ekki enn búin. Samningamir, sem íjármálaráðheri-ann sagði að væru innan Ijár- laga og í samræmi við stefhu ríkisstj órnarinnar, mimu út í lok ársins. Þá stóðu Ólafur Ragnar, Jón Baldvin og Steingrímur, ásamt stjómarflokkun- um, með ríkissjóð sem ijúkandi rúst- Annað árið í röð var rikissjóðshallinn 6-7 milljarðar króna (14 inilljarðar á 2 árum). Fjárlagarammi ORG gerði þó ráð fyrir 630 milljóna króna tekjuaf- gangi. Framlagið Undir lok ársins var Ijóst, að nýir kjarasamn- ingar vom fyrir dyrum, þeir, sem nýlega er lokið. Hvað gerði ríkisstjómin og Jón Baldvin til að greiða fyrir þeim? Stuðla að hófsömum samning- um? Hún hækkaði tekju- skattinn upp í 32.8%. Staðgreiðsla skatta er nú tæp 40%. Veruleg hækk- un varð á öðrum sköttum og gjöldmn, m.a.80% hækkun bflaskatts áformuð og nýr orku- skattur boðaður. Þrátt fyrir þetta reiknaði rikis- stjómin með nær 4 millj- arða lialla á ríkissjóði í ár, en kunnáttumenn telja að haim verði vart undir 5-6 milljörðum. Þetta var framlag ríkisstjómar jafnréttis og félagsliyggju til hóf- samra kjarasamninga. Blómastofa Friöfinm Suðurlandsbraul 10 108 Reykjavík. Slmi 31099 Hvað er Armaflex Það er heimsviðurkennd pípueinangrun ihólkum, plötum og límrúllum frá (Armstrong & Ávallt til á lager. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29 - Múlatorgi - Sími 38640

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.