Morgunblaðið - 17.02.1990, Side 14

Morgunblaðið - 17.02.1990, Side 14
ÖI 14 oee/ HAúíiaa'í .vi huoaghaouaj gioau3uuohom MORGUNBLAÐIÐ 'LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR' 1990 allir, að það var aðeins vegna skyldurækni við starfi sem honum var trúað fyrir og áhuga fyrir því að það kæmi að sem bestum notum, enda unnu margir hjá honum í áratugi. Sigurður Pétursson var mikill að vallarsýn, þrekinn og kraftaleg- ur, enda rammur að afli og full- hugi. Svipurinn var mikill og karl- mannlegur, festulegur og drengi- legur og vakti traust, þegar við fyrstu sýn, enda var Sigurður einn þeirra manna, sem vaxa því meir sem þeir kynnast lengur. Hvers- dagslega var hann fáskiptinn og dulur og , mörgum ókunnugum fannst hann kuldalegur, fyrst í stað. En þeir sem þekktu hann vissu, að undir þessari þungbúnu hversdagsdbrynju sló heitt og til- fmningaríkt hjarta, sem ekkert aumt mátti sjá og jafnan var reiðu- búið til að rétta hjálparhönd og halda skildi fyrir varnarlausum, — hjarta, sem gerði annarra sorg- ir að sínum sorgum og gleði ann- arra að sinni gleði. Svo vel skildi hann tilfinningar og lífskjör ann- arra. Orlyndur var hann, svo sem tilfinningamönnum er títt, en allra manna sáttfúsastur, svo að dæg- urþras og skoðanamunur var honum stundárfyrirbrigði. Minnti það mig oft á orð Emersons um Abraham Lincoln: „Hjarta hans rúmaði alheiminn. Samt var þar ekkert rúm fyrir mótgerðir, sem hann varð fyrir.“ Sigurður Pétursson bar í brjósti mjög sterka fullkomnunarþrá; hann var aldrei ánægður með sjálfan sig. í hjarta hans brann þráin til að gera jafnan betur. Öll störf sín leysti hann af hendi eins vel og frekast var unnt, samt held ég að honum hafi alltaf fund- ist eitthvað vanta. En það er ein- mitt einkenni þeirra, sem næst standa mannlegri fullkomnun. Vitur maður hefir sagt: „Full- komnun felst ekki í því, að gera einhverja frábæra hluti, heldur hinu, að gera hversdagslega hluti frábærlega vel.“ Sigurður var heitur trúmaður, þótt lítt flíkaði hann því, fremur en öðru. Hugur hans hneigðist mjög til dulspeki, einkum á seinni árum. Oft heyrði ég á honum, að hann leit mjög björtum augum á framhaldslífið og hugði gott til þess og viss er ég um, að sólarupp- koman hefir orðið honum fögur. Samband hans við andaheiminn var áreiðanlega meira en nokkur vissi. Má vera að það hafí að nokkru valdið því, að hann vissi meira um órðna hluti og kom færra á óvart, en flestum öðrum. Mætti nefna dæmi um það, hversu framsýni hans forðaði mönnum og verðmætum frá tjóni á hættu- legum stöðum. Starf Sigurðar fyrir íslenska sjómannastétt er ómetanlegt, því fullvíst er, að færri vitar væru nú til að lýsa sæfarendum leið fram hjá boðum og blindskeijum við strendur landsins hefði dugnaðar hans og áhuga ekki notið við. Og líkast þykir mér, að í því starfí hafí hann fundið köllun sína. Því þeir menn, sem bera Ijósþrána í bijósti, eru jafnan ljósflytjendur. Þeir eru geislar frá alheimsljósinu, vitar, sem senda birtu á leið samtíðar og framtíðar, gegnum myrkur og móðu ára og alda. Starfí þessa merka manns er lokið meðal okkar, mannsins, sem sannaði svo vel orð spekingsins Konfúsíusar, að „göfugur maður er hófsamur í orðum, en eldlegur í starfi“. En hann er ekki horfinn okkur. Traust og vönduð verk hans munu endast í aldir og vera glæsileg minnismerki um dugnað og skyldurækni. En hæst ber þó það minnismerkið, sem hann reisti sér í vitund okkar allra sem þekkt- um hann og skildum hugsjónir hans. Hvar sem við sjáum ötulan og skyldurækinn mann að verki, hjálpfúsan mann greiða götu annarra eða styðja gott málefni og hvar sem við heyrum viðkvæmt hjarta slá, — þar er mynd Sigurð- ar Péturssonar. Þess vegna minn- umst við þessa góða vinar okkar með hinuni fögru eftirmælum Jóns biskups Ögmundssonar, sem hann mælti eftir fóstra sinn: „Hans minnist ég jafnan er ég heyri góðs manns getið." Einar Einarsson Aldarminning: Sigurður Pétursson frá Sauðárkróki Sigurður Pétursson var fæddur 17. febrúar 1890 á Kárastöðum í Rípurhreppi, sonur Péturs Jóns- sonar, f. 25. desember 1856, og Jóhönnu Jónsdóttur en ólst upp til fermingaraldurs í Áshildarholti í Borgarsveit. Eftir það fór hann sjálfur að ala önn fyrir sér við sjó- róðra, í vegavinnu og við ýmsa vinnu aðra sem til féll, eins og títt var um unga menn í þá daga. Kona hans var Margrét Bjöms- dóttir, fædd á Kleif á Skaga 26. desember 1899 og hefði því orðið níræð í desember síðastliðnum. Margrét lést árið 1983 en Sig- urður 1958. Foreldrar Margrétar voru Bjöm Benónýsson, fæddur á Borgarlæk á Skaga 23. mars 1862, og Ingibjörg Stefánsdóttir, fædd 17. mars 1865. Þau Margrét og Sigurður eignuðust fjögur böm: Halldór sem fæddur var 20. febrúar 1920, hann lést 1968, Helgu Ingibjörgu, f. 10. apríl 1922, hún lést 1985, Stefán Ey- stein, verkstjóra í Rvík, f. 27. mars 1926 og Tómas Þorstein, forstöðumann Vitastofnunar, f. 29. apríl 1932. í dag 17. febrúar 1990 em hundrað ár liðin frá fæðingu Sig- urðar Péturssonar. Af þvi tilefni er eftirfarandi grein Einars Ein- arssonar birt. Skagafjarðarhérað hefír alið margan dáðríkan dreng og göfuga konu, enda er héraðið vel til þess fallið að ala upp stórmenni. Hinn mikli, rishái fjallahringur beinir huganum upp á við, — hærra, æ hærra, upp í „nóttlausa voraldar veröld, þar sem viðsýnið skín“. Hinar dreymandi ár og vötn, sem liðast eftir héraðinu alla leið til sjávar minna á að „elfa tímans aldrei stansar andartak" og moldin, milda og fijóva, býður hverri starfandi hönd öll lífsins gæði og örvar til drengskapar og dáða. í þessu fagra, svipmikla um- hverfí fæddist Sigurður Pétursson og ólst þar upp. Hann unni hérað- inu hugástum og mun honum jafnan hafa fundist að hvergi annars staðar ætti hann heima. Vora og jarðneskar leifar hans lagðar í mjúka mold þess, við hlið frænda og vina. Eigi er ætlunin með þessum línum að rekja ætt né einstök æviatriði Sigurðar Péturssonar. Ég er einn af þeim mörgu, sem vora svo lánsamir að vera þessum mæta manni samferða um nokk- urt skeið og því eru þessar línur skrifaðar. Samfylgd okkar varð mér námstími og hefír svo vissu- lega orðið fleiram. Því haldbesta námið er að umgangast góða menn. Sigurður Pétursson var einn þeirra manna, sem hægt er að nema af hagnýtustu fræði lífsins: trúmennsku, drengskap og goovnja, sem nann atti í rikara mæli en títt er. Sigurður var kominn af traustu og góðu bændafólki og alinn upp í anda íslenskrar bændamenning- ar, harðfylgi og skyldurækni í starfí, heiðarleik og drengskap í viðskiptum. Mun það hafa orðið honum haldgott veganesti gegn- um margþætt og oft ábyrgðarmik- ið ævistarf. Störf Sigurðar vora margþætt. En mikinn hluta ævinnar hafði hann á hendi verkstjóm, fyrst í vegagerð og ýmsu öðra og síðar var hann verkstjóri hjá Vitamála- stjórninni í 23 ár samfleytt; vann hann þá mest að byggingu nýrra vita og mun hafa byggt nærri sex tugum nýrra vita og sjó- merkja, auk íbúðarhúsa og ann- arra mannvirkja fyrir vitaverði. Hjá yfirmönnum sínum naut hann óskoraðs trausts og munu tillögur hans jafnan hafa verið teknar til greina, því öllum var ljóst, að þar fylgdi skörp íhugun hverri ákvörð- un og að engu var gengið án rækilegrar athugunar. Við undirmenn sína var hann nærgætinn og umhyggjusamur og allur umbúnaður á vinnustöðum var traustur og vandaður, svo sem frekast varð á kosið, enda urðu aldrei teljandi meiðsli á mönnum í liði hans, þótt oft yrði hann að etja við hættUr og erfíðleika, á óbyggðum eyjum og eyðiskeijum. Þótt hann krefðist oft mikillar vinnu af mönnum sínum skildu . GEFIÐ BLÓM A KONUDAGINN Blómaframleiöendur Félag blómaverslana

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.