Morgunblaðið - 17.02.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.02.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1990 Snerta flytur verk eftir Askel Másson Tónlistarhópurinn Snerta heldur tónleika í sal Félags íslenskra hljómlistarmanna, Rauðagerði 27, sunnudaginn 18. febrúar nk. og heíjast þeir kl. 17.00. Á tónleikunum verður flutt verk- ið Sindur fyrir fjóra slagverksleik- ara eftir Áskel Másson. Verkið var samið á vormánuðum 1989 eftir pöntun Snertu og frumflutt í Þjóð- leikhúsinu 1. júní sl. Snerta vinnur nú að hljóðritun verksins fyrir Ríkisútvarpið og væntanlega hljóm- plötu. Snerta er skipuð fjórum slag- verksmönnum, þeim Árna Áskels- syni, Eggerti Pálssyni, Maartin van der Valk og Pétri Grétarssyni. Áskell Másson Sýning á verkum Eiríks Smith í tilefni af listaverkagjöf Eiríks Smith listmálara til Hafnarborg- ar, menningar- og listastofhunar Hafnarfjarðar, er sýning á verk- um hans opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 14-19. Sýningunni lýkur 25. febrúar næstkomandi. Vaxtagjöid sem hlutfall (%) af útgjöldum ríkissjóðs 1980-90 Miðað ervið greiðslu- fjárlög % grunn og "endurlán ^_______________|___ ríkissjóðs" eru reiknuð með öll árin 1980 '81 '89 '90 Heimild: Þjóðhagsstofnun I Vaxtagreiðslur ríkissjóðs í ár um 10 milljarðar króna. I Vaxtagreiðslur ríkissjóðs jafngilda því að hver Islend- ingur greiddi um 40 þúsund krónuríár. I Ráðherrar láta eins og smá- kóngar í ríkjum sínum og ráðskast með almannafé, sem þeirra eigið væri. Fjárlög eru haldlítið stjórntæki sem enginn tekur mark á. Hallinn á ríkissjóði í ár og í fyrra verðurá bilinu 10 til 12 milljarðar króna. I Alþingismenn eru iðnari við samningu eyðslufrumvarpa en tekjuöflunarfrumvarpa. I Tregðulögmál gerir það að verkum að ríkisútgjöld aukast stöðugt, þrátt fyrir annan ásetning stjórnmálamanna. Enginn tekur mark á fjárlögum Ein höfuðskýring þess að Al- þingi, löggjafarsamkunda íslend- inga, og fjárlög hvers árs um sig veita framkvæmdavaldinu ekki það aðhald og þann aga sem nauðsyn- legur er, er sú að ólíkt því sem tíðkast í siðmenntuðum lýðræð- isríkjum Vesturlanda, þá eru fjár- lög hér á landi ekki tekin alvar- lega. Það virðist vera Ienska hér, að öllu megi kippa í liðinn eftir á og lyfið óbrigðula sem stjórnar- herrarnir nota til „lækninga“ er aukafjárveiting. Ríkisfyrirtæki og stofnanir geta nánast bókað það að þær fái auknar fjárveitingar í komandi fjárlögum, fari þær fram úr gildandi fjárlögum hverju sinni. Hér gerist það ekki að ríkisstjórnir standi og falli með framkvæmd fjárlaga. Hvað skýrast kemur þetta aga- og ábyrgðarleysi ríkjandi stjómarherra fram hveiju sinni, þegar stjómarskipti eru fyrir dyr- um — þá er hægt að opna opin- bera sjóði upp á gátt og veita grimmt á báða bóga, hvað sem heimildum fjárlaga líður. Hræðsla stjórnvalda við kjósendur og þann möguleika að menn nái ekki endur- kjöri verður öllu öðru yfirsterkari og þeir sem „hafa puttana á opin- berum sjóðum", svo notað sé marg- frægt orðalag eins frægasta kjör- dæmapotarans, Stefáns Valgeirs- sonar, keppast við að reisa sér „ódauðlega minnisvarða" knúnir áfram af þeim drifkrafti sem felst í sannfæringunni um að framtíðin muni með einum eða öðrum hætti greiða niður afrekin. Ætli það megi ekki segja að slík afstaða mótist af kjörorðinu: Koma dagar, koma ráð? Hræðsla við kjósendur heftir þingTiienn Einn alþingismaður sagði í sam- tali við mig um þetta efni að hann teldi að það þyrfti langan aðdrag- anda og undirbúning til þess að ná fram raunverulegu aðhaldi, hagræðingu og sparnaði í ríkisút- gjöldum og rekstri. Það þyrfti að breyta lögum og stjórnmálamenn þyrftu að hafa áætlun um rekstur og framkvæmdir sem tæki að minnsta kosti til eins kjörtímabils í senn, en ekki aðeins til hvers fjár- lagaárs í senn. Hann sagði að hann og aðrir þingmenn gerðu sér fylli- lega grein fyrir því að slíkt væri varla vænlegt til vinsælda og að ýmsar ákvarðanir þyrfti að taka, sem gætu reynst sársaukafullar. Gera má sér í hugarlund að dirfska þingmanna til slíkra ákvarðana ykist, ef þessi háttur yrði hafður á, enda mætti þá gera sér vonir um að sjá raunverulegan og markvissan árangur af starfinu að fjórum árum liðnum — árangur sem stjórnmálamenn hefðu þor í sér að leggja undir dóm kjósenda. Það er nú einu sinni svo að kjós- endur heima í héraði spyija ekki þingmenn sína hvernig gangi að halda verðbólgu í skefjum, eða gengi stöðugu; þeir líta ekki á ríkissjóð sem stjórntæki til sveiflu- jöfnunar; þeir, eins og svo margir þingmenn þeirrá, úr öllum flokk- um, líta til þess hversu miklu „þingmanninum mínum tekst að punga út úr ríkissjóði, til góða fyr- ir kjördæmið mitt, fyrir brúna mína, fyrir veginn minn, fyrir jarð- göngin mín, fyrir flugvöllinn minn, fyrir skólann minn, fyrir heilsu- gæslustöðina mína“ o.s.frv. Stað- bundnir hagsmunir og hagsmunir þjóðarheildarinnar fara síður en svo alltaf saman, kannski sjaldn- ast, en hver er sjálfum sér næstur og margur horfir því af skiljanleg- um ástæðum til nánasta umhverfis og hvernig það býr að viðkom- andi. Hræðsla kjördæmapotaranna við dóm kjósenda er því að mörgu leyti skiljanleg, enda þarf þykkari skráp og sterkari bein til þess að taka óvinsælar en þjóðhagslega hagkvæmar ákvarðanir, en að taka ákvarðanir sem byggjast á stöð- ugri vinsældakeppni. Erum við skattpínd þjóð? Raunar hefur þjóðarsálin um alllanga hríð verið staðfastlega sannfærð um að hér búi skattpínd þjóð. Tölulegar upplýsingar sýna að beinir skattar Islendinga eru lægra hlutfall af þjóðartekjum en hjá helstu viðmiðunarþjóðum okk- ar, en það sama verður alls ekki sagt um óbeinu skattana, sem munu óvíða jafn háir og hérlendis. Auk þess benda málsvarar aukinn- ar skattheimtu á að það sé léttvæg röksemd að skattahlutfall ætti að vera lægra hér en í viðmiðunar- löndunum, þar sem við þurfum ekki að veija háu hlutfalli fjárlaga til vamarmála eins og tíðkist í öðrum löndum. Það að halda uppi byggð jafn víða og hér er gert, í 100 þúsund ferkílómetra landi, sem hafi aðeins kvartmilljón íbúa, sé jafn þungur útgjaldaliður á sam- félaginu og varnarmálin séu í öðr- um löndum. Má ekki binda hendur ráðamanna með fjárlögum sem skulu halda? Það má spyija sem svo, fyrst litlu máli virðist skipta hveijir eru við stjórnvölinn, hvort ekki megi binda betur hendur ráðamanna hvað fjáraustur úr ríkissjóði varð- ar. Er ekki hægt að setja lög um að fjárlög skuli halda og ef halli ríkissjóðs verði umfram einhveija tiltekna upphæð, eða umfram ákveðinn hundraðshluta fjárlaga, þá jafngildi það einfaldlega stjórn- arfalli? Skyldu ráðamenn ekki fara betur með almannafé, ef þeir væru bundnir af slíkum lögum og látnir sæta ábyrgð? Þannig hefði Alþingi svipu á sjálft sig og framkvæmda- valdið. Það er vart hægt að hugsa sér meiri refsingu fyrir ráðherra, en að verða að láta stól sinn af hendi. Væri ekki farsælla að ráð- herrar sættu samskonar aðhaldi og forstjórar einkafyrirtækja? Ráð- herrarnir og aðrir sem ráðstafa almannafé haga sér í mörgum til- vikum sem slíkir, en þurfa ekki að axla samskonar ábyrgð. Reynsl- an hefur sýnt okkur að fátt er ríkjandi ráðherrum kærara en ráð- herrastóllinn eftirsótti. Þá má einnig spyrja sem svo, hvort ómarkviss niðurskurðará- form stjórnvalda, eins og nú virð- ast vera í burðarliðnum hjá ríkis- stjórninni, muni nokkurn tíma skila sér í raunverulegum niðurskurði ríkisútgjalda. Er ekki bara verið að setja eitthvað á blað, til þess að friða aðila vinnumarkaðarins og kjósendur? Hér skal enginn dómur lagður á það, enda mun tíminn einn skera úr um hvort þessi áform takast eða ekki. Hitt er staðreynd, að hallinn á ríkis- sjóði fyrir síðastliðin tvö ár og árið í ár stefnir í að verða á bilinu 18 til 20 milljarðar króna. Hvað segir það okkur um vaxtagreiðslur þjóð- arbúsins í framtíðinni?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.