Morgunblaðið - 17.02.1990, Page 20
20
MQKGUNBlAÐifl LAUGARDAGL'lí 17, FEBRÚAR 1990
Stöðuveitingar í Tékkóslóvakíu:
Sonur þekkts leið-
toga kommúnista
sendiherra í Moskvu
NÝJA stjórnin í Tékkóslóvakiu hefur skipað Rudolf Slansky, son þekkts
kommúnistaleiðtoga með sama nafni, í stöðu sendiherra í Sovétríkjun-
um, að sögn bandaríska blaðsins New York Times. Faðirinn var af
gyðingaættum og aðalritari kommúnistaflokksins en var hengdur eftir
alræmd sýndarréttarhöld í Prag árið 1952. Er talið að sovéski einræðis-
herrann Jósef Stalin hafi fyrirskipað aftökuna. Sakargiftir voru að
Slansky og nokkrir aðrir leiðtogar væru „útsendarar heimsvaldasinna."
Reuter
Forsetarnir fjórir þeir Jaime Paz Zamora frá Bólivíu, Virgilio Barco frá Kólombíu, Bush Bandaríkjafor-
seti og Alan García, forseti Perú, undirrita sáttmála um samræmdar og hertar aðgerðir gegn eiturlyíja-
smyglurum.
George Bush fiindar með forsetum S-Ameríkuríkja:
Eiturlyflasmygl heflt með
samræmdum aðgerðum
Barranquilla. Reuter.
GEORGE Bush Bandaríkjaforseti sagði að afloknum fundi hans og
forseta þriggja rílya Suður-Ameríku að náðst hefði samkomulag um
mótun sameiginlegrar stefnu til að hefta starfsemi eiturlyíjasmyglara.
Samningur ríkjanna kveður m.a. á um hert eftirlit, efnahagsaðstoð og
samræmdar aðgerðir til að koma í veg fyrir eiturlyfjasmygl frá
Kólombíu, Bólivíu og Perú til Bandaríkjanna.
Skipun Slanskys yngri þykir
mjög táknræn fyrir umskiptin í
landinu og jafnframt sáttastefnuna
sem Vaclav Havel forseti hvetur
til. Faðir sendiherrans eyddi
stríðsárunum í Bandaríkjunum þar
sem hann var pólitískur flóttamaður
■ NAIROBI - Robert Ouko,
utanríkisráðherra Kenýa, fannst
látinn ekki allijarri heimili sínu á
föstudag og kvaðst forseti landsins,
Danie! arap Moi, telja, að hann
hefði verið myrtur. Ouko, sem var
utanríkisráðherra frá 1979-’83 og
tók aftur við því embætti fyrir
tveimur árum, var maður hógvær
og barst lítt á og þykir flestum ólík-
legt, að stjómmál eigi einhvem
þátt í dauða hans.
■ BEIRUT - Angistarvein hel-
særðra manna bergmáluðu um
Beirut í gær þegar þar geisuðu
harðir bardagar miili kristinna
fjandmannaflokka, þeir mestu síðan
þeir hófust fyrir 17 dögum. Var
beitt skriðdrekum, stórskotaliði og
eldflaugum og var vitað um 60
fallna og 200 særða en enginn veit
þó með vissu hve mannfallið er
mikið. Að minnsta kosti 586 hafa
látið lífið síðan átökin hófust.
BOB Hawke, forsætisráðherra
Ástralíu, rauf í gær þing og boð-
aði til nýrra kosninga 24. mars
næstkomandi. Spáði hann hörðum
slag og tvísýnum úrslitum en
flokkur Hawkes, Verkamanna-
flokkurinn, hefur haldið um
stjórnartaumana i þrjú kjörtíma-
bil samfleytt.
en kom heim í stríðslok. Vestra
starfaði hann fyrir Alþjóðasamband
kommúnista. Slansky yngri, sem
nú er 55 ára og hagfræðingur að
mennt, gekk í kommúnistaflokkinn
eftir aftöku föðurins. Hann segist
hafa trúað á stefnuna þrátt fyrir
augljós afglöp forystumannanna.
1968 tók hann þátt í andófínu gegn
innrás Varsjárbandalagsríkjanna
undir forystu Sovétmanna sem
kæfði umbótastefnu Alexanders
Dubceks í fæðingu. Þessi reynsla
varð til þess að Slansky missti alla
trú á flokksræðinu; engu skipti hve
áform valdamanna kommúnista
væru göfug, fjölflokkalýðræði væri
eina leiðin.
„Ég hataði ekki sovésku her-
mennina á skriðdrekunum," segir
Slansky.' „Auðvitað hef ég persónu-
legar skoðanir á Sovétríkjunum.
En ég hef aldrei gert almenning í
Sovétríkjunum ábyrgan fyrir því
sem leiðtogar ríkisins hafa gert mér
og Ijölskyldu minni.“ Hann segir
mikilvægt að Tékkar líti á Sovétrík-
in sem risaveldi er liggi að landinu
og blandi ekki tilfinningum í þetta
mat. Efnahagslega séu Tékkar háð-
ari Sovétmönnum en Sovétmenn
þeim. Tékkar kaupa m.a. megnið
af orku sem þeir nota frá grannan-
um í austri.
í skoðanakönnum kemur fram, að
Verkamannaflokkurinn hefur heldur
meira fylgi en bandalag Fijálslynda
flokksins og Þjóðarflokksins undir
forsæti Andrews Peacocks en frétta-
skýrendur segja, að í kosningunum
verði tekist á um efnahagsmálin og
hvernig best sé að vinna- á bug sam-
drætti og atvinnuleysi.
Fundur fdrsetanna, þeirra Bush,
Alans García frá Perú, Virgilio
Barco, frá Kólombíu og Jaime Paz
Zamora frá Bólivíu, fór fram á
fimmtudag í borginni Cartagena í
Kólombíu. Öryggisgæsla var gífur-
lega ströng því óttast var að kólomb-
Almenningur er óánægður með
háa vexti og aðra efnahagserfiðleika
en síðustu skoðanakannanir sýna,
að Verkamannaflokkurinn hefur þrjú
prósentustig umfram stjómarand-
stöðuna. Þá kemur einnig fram, að
helmingur kjósenda vill hafa Hawke
áfram sem forsætisráðherra en að-
eins 18% tóku Peacock fram yfír.
ískir eiturlyfjabarónar, sem ráða yfir
einkahersveitum, myndu láta til sín
taka.
Bush forseti bar lof á forseta
Kólombíu og almenning allan í
landinu fyrir hugrekki það er þjóðin
hefði sýnt í baráttunni við eitur-
smyglarana. „Ég kom hingað til að
flytja þjóðinni þau skilaboð að hún
er ekki ein á báti og mun ekki berj-
ast ein og óstudd. íbúar Kólombíu
munu ávallt njóta stuðnings Banda-
ríkjanna," sagði forsetinn.
Samningurinn sem forsetarnir
undirrituðu að afloknum þriggja
klukkustunda löngum fundi er 13
blaðsíður. Virgilio Barco sagði sátt-
málann mjög mikilvægan og benti á
að þetta væri í fyrsta skipti sem ríki
er framleiða kókaín gerðu samning
við stjómvöld í Bandaríkjunum, sem
fæli í sér að tekið yrði á öllum hliðum
eiturlyfjavandans. Samkvæmt samn-
ingnum skuldbinda Bandaríkjamenn
sig til að auka efnahagsaðstoð við
ríki þessi. Verður þeim fjárveitingum
ekki einungis varið til að herða eftir-
lit og hindra dreifingu heldur er einn-
ig stefnt að þvf að sköpuð verði ný
störf handa smábændum í Bólivíu
og Perú sem draga fram lífíð með
því að rækta kókalauf. í samningn-
um er hins vegar ekki kveðið á um
hversu miklum fjárinunum Banda-
ríkjamönnum beri að veija í þessu
skyni og lét Alan García að því liggja
að hann væri ekki fyllilega sáttur
við það.
Bretland:
Konunglega
Shakespeare-
leikfélag-
ið févana
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari
Frimannssyni, fréttaritara Morgunblaðs-
ins.
KONUNGLEGA Shakespeare-
leikfélagið tilkynnti í síðustu viku,
að það hygðist loka tveimur sýn-
ingarsölum í Barbican-menning-
armiðstöðinni síðar á þessu ári í
fjóra mánuði.
Terry Hands, framkvæmdastjóri
leikfélagsins, sagði, að fjárhagsvandi
félagsins væri svo alvarlegur, að loka
þyrfti tveimur sýningarsölum, sem
félagið hefur til umráða í Barbican
sem er í London. Þeim verður lokað
frá því í nóvember á þessu ári og
fram í marz á næsta ári.
Framkvæmdastjórinn sagði, að
skuldir félagsins hefðu vaxið mjög
ört að undanförnu. Á sl. hausti hefði
félagið skuldað ríflega eina milljón
sterlingspunda eða yfír eitt hundrað
milljónir íslenzkra króna. Allt stefndi
í að skuldir félagsins yrðu um þijú
hundruð milljónir íslenzkra króna í
lok næsta mánaðar. Þess vegna hefði
verið óhjákvæmilegt annað en að
loka þessum tveimur sýningarsölum.
Framkvæmdastjórinn sakaði
stjómvöld um að veita félaginu ekki
það fé, sem lofað hefði verið í skýrslu
frá 1983. Félagið sé umsvifamesta
leikfélag á Bretlandseyjum og því
beri að fá styrki eftir því.
Á seinni árum hafa sýningar þess
ekki hlotið jafn góða dóma og áður
og almenningur hefur ekki sótt þær
í eins ríkum mæli. Sætanýting fé-
lagsins á síðasta ári var 70%. Félag-
ið hefur þó einnig sett upp marg-
fræga söngleiki, sem sumir hafa
gengið sérlega vel. Nýlega setti það
á fjalirnar söngleik eftir bókinni
Clockwork Orange, sem er mjög vel
sóttur og hefur hlotið mikið lof.
Það er ekki ljóst, hvort lokun sal-
anna tveggja nægir til að koma
rekstri félagsins á réttan kjöl.
Shirley Temple Black:
Barnastjaman varð sendiherra
SHIRLEY Temple Black, sendiherra Bandaríkjanna í Tékkóslóv-
akíu og fyrrum kvikmyndastjarna, kemur hingað til lands í tengsl-
um við heimsókn Vaclavs Havels forseta. Öldungadeild Banda-
ríkjanna samþykkti skipun hennar i núverandi stöðu í ágúst á
síðasta ári. Fyrir rúmum 50 árum var Shirley Temple ein fræg-
asta barnastjarna í öllum kvikmyndaheiminum. Síðar hefur hún
orðið þekkt fyrir afskipti af sljómmálum og ýmis opinber emb-
ætti sem hún hefíir gegnt.
Shirley Jane Temple fæddist í
Santa Monica í Kalifomíu 23.
apríl 1928 og lék fyrst í kvikmynd
þriggja og hálfs árs gömul. Fyrsta
mynd hennar af fullri lengd var
„Stand Up and Cheer,“ árið 1934,
síðar lék hún m.a. í kvikmyndun-
um „The Little Colonel," „Poor
Little Rich Girl,“ og „The Little
Princess" auk sjónvarpsþátta er
kenndir voru við hana. Talið er
að samanlagðar tekjur Twentieth
Century Fox-kvikmyndafélagsins
af myndum hennar hafi verið um
30 milljónir Bandaríkjadala. Litla
stúlkan með slöngulokkana varð
yndi allra á fjórða áratugnum og
stúlkur um allan heim klipptu
myndir af henni úr blöðum og
tímaritum. Um hríð fékk hún
fleiri aðdáendabréf en Greta
Garbo. Hún giftist fyrri manni
sínum, John Agar, 1945 og eign-
uðust þau dóttur en hjónabandið
endaði með skilnaði. Hún giftist
aftur 1950 og er maður hennar
Charles A. Black; þau eiga tvö
böm. Um nokkurra ára 'bil helg-
aði hún sig börnum og búi en hóf
störf í sjónvarpsþáttum 1958.
Árið 1973 ritaði hún frásögn í
þekkt tímarit af því er hún þurfti
að láta fjarlægja annað bijóstið
vegna krabbameins. Vildi hún
með greininni hvetja konur til að
fara strax til læknis ef þær hefðu
grun um að eitthvað væri að. Við-
brögðin urðu þau að meira en
50".000 manns skrifuðu eða
hringdu til að þakka henni fram-
takið.
1969 - 1970 var Shirley Temple
Black í sendinefnd Bandaríkjanna
hjá Sameinuðu þjóðunum. Hún
var sendiherra í Ghana árin 1974
Shirley Temple Black sendiherra er til hægri en t.v. er mynd af
henni í einu af fjölmörgum kvikmyndahlutverkum á fjórða ára-
tugnum.
- 1976 og prótokollsstjóri í Hvíta
húsinu 1976 - 1977. Auk áður-
nefndra starfa hefur hún m.a.
setið í sendinefnd lands síns hjá
Menningarstofnun SÞ, UNESCO,
nefnd sem fjallaði um vanda
flóttafólks í Afríku, tekið þátt í
náttúruverndarstarfi og veitt for-
stöðu landssambandi bandarískra
MS-félaga. Hún hefur verið virkur
félagi í Repúblikanaflokknum og
var frambjóðandi flokksins til full-
trúadeildar Bandaríkjaþings í Kal-
iforníu 1967 en náði ekki kjöri.
Astralía:
Kosningar haldnar í marsmánuði
Sydney. Reuter.