Morgunblaðið - 17.02.1990, Page 34

Morgunblaðið - 17.02.1990, Page 34
> iAötóífói/ÁGtJte1 A,(í’ÉMWAtt Usfðo fclk í fréttum ANDLÁT „Hudson“ allur Breski leikarinn kunni, Gordon Jackson, lést fyrir skömmu. Jackson var vel þekktur hér á landi einkum undir nafninu Hud- son, en það var nafn yfirþjónsins í sjónvarpsþáttaröðinni „Hús- bændur og hjú“ sem naut fádæma vinsælda hér á landi sem og víðar þar sem þættirnir voru sýndir. Jackson átti fleiri hlutverk að baki og þótti virtur og snjall leik- Gordon Jackson ROKK Fish fetar áfram sína leið Rokksöngvarinn sem hefur kallað sig „Fish“ svo lengi að fáir vita skírnamafnið, hefur nú dustað af sér rykið tveimur árum eftir að hljóm- sveit hans Marillion lagði upp laupana, sent frá sér sólóplötu og hlotið frábæra dóma. Fish, sem er risi að vexti og þykir heldur sóðalegur á að líta, hefur þótt frábær söngvari og tónlist sú sem hann flutti með Marillion var með afbrigð- um vinsæl, en hún sór sig mjög í „Genesis“-ættina. Sagt er að hljómsveitin hafi liðast í sundur vegna deilna um hvaða tónlist- arstefnu skyldi taka. Væri vænlegt að fylgja tískustraum- um, eða fara áfram eigin leiðir? Þar stóð Fish einn uppi gegn félögum sínum er til kastanna kom og því fór sem fór. Platan hans nýja, „Vigil in a Wilder- ness of Mirrors" sver sig mjög í ætt við tónlist Marillion meðan Fish stjómaði ferðinni og áhangendur hljómsveitarinnar hafa fylkt sér á bak við söngv- arann. Söngvarinn Fish. an. . ö'ihfe Barnaföt Barnaskór TILBOÐSVIKAN hefst / dag Opið kí. 1000 - 1600 30-50% afsláttur af öllum vörum í eina viku síðan allt á fullt verð aftur. Póstsendum X & z BARNAFATAVERSLUN SKÓLAVÖRÐUSTÍG 6B, SÍMI 621682 Skattpíndir rokkarar. LANDFLOTTI Skattpíning hrekur rokkara á braut Rokkararnir í sænsku hljómsveit- inni Europe em nú alvarlega að íhuga að flýja land sitt og þjóð, þar eð sænsk skattayfirvöld eru nú komin á hæla þeim og telja þá skulda milljónatugi í opinberum gjöldum. Þeir félagar eru reyndar sjaldnast á sænskri gmnd, búa hér og þar og ferðast mikið, enda vin- sældirnar miklar, þeir hafa hins vegar aldrei sagt upp ríkisborgara- rétti sínum. Mál af þessu tagi hafa áður skotið upp kollinum í Svíþjóð og sænskir íþrótta- og tónlistarmenn hafa sest að í öðrum löndum til að losna undan sænska skattahramm- inum sem þykir býsna þungur. Svend Rygaard, fjármálastjóri sveitarinnar, segir kröfur sænska skattstjórans svo fáránlegar að það taki því varla að tala um þær, hins vegar sé ljóst að honum sé fúlasta alvara og því verði viðeigandi ráð- stafanir gerðar. Fór hann ekkert nánar út í þær ráðstafanir. RAFMOTORAR 1000 - 1500 - 3000 snúninga 0,25-37 kw Til afgreiðslu strax Poii/xffi Suðurlandsbraut 10 Sími 686499 - Fax 680539 Morgunblaðið/Pétur Þorsteinsson Á stúdentamótum er gjarnan brugðið á glens á kvöldvökum, og þarna er enn ein útfærslan á Rauðhettu litlu. KRISTUR KALLAR 30 manns á vetrarmóti Kristilegs stúdentafélags Aðra helgi í febrúar var árlegt vetrarmót Kristilegs stúdent- afélags haldið í Ölveri undir Hafnar- fjalli í Borgarfirði. Yfirskrift móts- ins var „Kristur kallar — og kelling- ar“. Aðalræðumaður mótsins var Skúli Svavarsson kristniboði og sóttu um 30 manns mótið. Jafn- framt var skipt í umræðuhópa, og yfirskriftin rædd í þeim. Mótið endaði með messu, sem Guðni Gunnarsson skólaprestur sá um. Kristilegt stúdentafélag hefur haft samverur á föstudagskvöldum á Freyjugötu 27. Nú mun vera á dagskrá að hvíla þær samverur eitthvað, og vera í stað þess á samverum í Suðurhólum 35 í Reykjavík í nýju húsi KFUM/K í stað samveranna á Freyjugötunni. Jafnframt ætlar Stúdentafélagið að auka starfið á meðal háskólastúd- enta og vera með reglulega Biblíu- lestra í Háskóianum, svo sem verið hefur. Sér ákveðinn hópur innan Háskólans um lestrana ásamt skólapresti. Á að byija með sam- verurnar í Suðurhólahúsinu í lok febrúarmánaðar og verða þær á föstudagskvöldum kl. 20.30. - P.Þ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.