Morgunblaðið - 17.02.1990, Page 42
42
MORGUNBLAÐID IÞROI IIR LAUGMpAQUR; 17. KEBRÚAR 1990
HEIMSMEISTARAKEPPNIN í KNATTSPYRNU
Verður þakið
á Ólympíuleik-
vanginum rifið?
Heimsmeistarakeppnin í knatt-
spymu hefst um miðjan júní
á Ítalíu og nær hámarki með úrslita-
leiknum, sem háður verður á
■■■I^H Óiympíuleikvangin-
Ágúst um í Rómaborg í
Ásgeirsson júlí. Þar er nú verið
skrífar að reisa þak yfír
völlinn og er mann-
virkið hið stærsta sinnar tegundar,
að sögn heimamanna.
Býsna mikið virtist ógert á
Ólympíuleikvanginum þegar blaða-
maður Morgunblaðsins skoðaði
framkvæmdir þar fyrir röskri viku.
Leikvöllurinn var eins og rúmlega
nýplægður akur en Mario Pescante,
framkvæmdastjóri Ólympíunefndar
Ítalíu, sem á völlinn, eyddi öllum
efa sem fólst í spumingu blaða-
manns með því að segja að „gras-
teppið" hefði verið ræktað fjarri
leikvanginum og biði bara eftir því
að verða lagt út.
Lokið hefur verið við að reisa
burðarvirki hins nýja þaks en það
er vægt til orða tekið að segja að
það sé engin smásmíð. Enda sagði
Pescante það vera mestu fram-
kvæmd sinnar tegundar á byggðu
bóli. Nær stálröravirki umhverfís
völlinn og heldur það uppi mörg
BX 4X4
ÓTVÍRÆÐIR YFIRBURÐIR
16,22 eða sm.
FRÁ JÖRÐU, UNDIR LÆGSTA PUNKT
ÓHÁÐ HLEÐSLU...
...er einn af mörgum kostum BX, sem gera
hann óviðjafnanlegan í öllum akstri. Hin
einstaka vökvafjöðrun með hleðslujöfnun
og þremur hæðarstilllngum gerir allt þetta
mögulegt. Citroen BX 4X4 er útbúinn með
sítengdu aldrifi og mjög öflugum driflæsingum.
Yfirburðir bílsins eru því ótvíræðir við íslenskar
aðstæður. Þetta staðfesta dómar ströngustu
bílagagnrýnenda, hér heima sem erlendis.
Komið og reynsluakið einstökum bíl!
VERÐ Á BX 4X4
FRÁ KR. 1.395.000.- STGR.*
VERÐ Á FRAMDRIFNUM BX
FRÁ KR. 990.000.- STGR.*
OPIP VIRKA DAGA 9 -18 OG LAUGARDAGA10 ■ 1,4.
Morgunblaðið/Ágúst Ásgeirsson
hundruð tonna stálstrengjum, sem
þakplötumar verða hengdar í. Verið
var að strekkja strengina á dögun-
um og var því stjómað með tölvu-
búnaði, sem staðsettur var á miðj-
um vellinum. Þar var fýlgst með
og reiknað út átakið á vírana og
burðarvirkið. Þegar þakið verður
komið upp mun það mynda himinn
yfír stúkuna alla en gat verður á
„himninum" yfir sjálfum grasvellin-
um.
Þakframkvæmdirnar kærðar
Þakmannvirkið hefur í för með
sér gífurlega útlitsbreytingu á leik-
vanginum, sem byggður var vegna
Ólympíuleikanna 1960. Hafa sprot-
tið upp deilur á Ítalíu um nauðsyn
og réttmæti framkvæmdarinnar.
Þykir andstæðingum framkvæmd-
anna þakið stinga mjög í stúf og
vera hin mesta umhverfismengun.
Breytingarnar á leikvanginum séu
á kostnað arkitektúrs og upphaf-
legrar hönnunar mannvirksins.
Hefur verið ákveðið að láta á rétt-
mæti framkvæmdanna reyna fyrir
ddomstólum, en til að heimsmeist-
arakeppnin geti farið fram með
eðlilegum hætti og orðið sú upplyft-
ing og kynning sem ítalir vona að
það verði, hafa deiluaðilar náð um
það samkomulagi að bíða með
dómsmál þar til keppninni verður
lokið. Framkvæmdastjóri Ólympíu-
nefndar Italíu sagðist sjá fram á
Svona á ólympíuleikvangurinn í Rómaborg að líta út eftir breytingarnar Þar
er nú verið að reisa þak yfir völlinn og er mannvirkið hið stærsta sinnar tegund-
ar, að sögn heimamanna. En eins og sjá má á efri myndinni er mikið eftir ógert.
annansamt sumar því hann þyrfti
að mæta í réttarsölum nánast dag-
inn eftir úrslitaleikinn og verja
framkvæmdina. „Ef við töpum mál-
inu verðum við að rífa þakmann-
virkið og koma leikvanginum í
upprunalegt horf,“ sagði Pescante
blákaldur, en um er að ræða fram-
kvæmd og mannvirki að jafnvirði
hundruð milljóna króna.
KORFUKNATTLEIKUR / DOMARAR
Að velja dómara
ómarar í íslenskum íþróttum
w0 vinna vanþakklátt starf. Þrátt
fyrir að þeir taki þátt í jafn mörgum
leikjum og flestir leikmenn ná þeir
■■■■■■ aldrei að sigra og
Eftir verða örugglega
Loga aldrei Íslandsmeist-
Bergmanrt arar. Engu að síður
Eiðsson virðast leikmenn,
þjálfarar og forráðamenn íþróttafé-
laga aldrei þreytast á að gagnrýna
þá og hrós er nokkuð sem dómarar
þekkja aðeins af afspum.
Síðasta dæmið er ósvífin árás
Njarðvíkinga á Kristin Albertsson.
Hilmar Hafsteinsson, fyrrum for-
maður körfuknattleiksdeildar
Njarðvíkur, segir í Morgunhlaðinu
í gær að Kristinn eigi sökina á því
að Njarðvíkingar urðu ekki íslands-
meistarar í fyrra og óskar eftir því
að Kristinn fái ekki að dæma leiki
Njarðvíkurliðsins, enda „hefur
hann lýst því yfír á almannafæri
að honum sé illa við Njarðvíkinga",
segir Hilmar í viðtali við DV.
„Kristinn hefur sýnt það marg-
oft að hann hefur verið sjötti mað-
urinn í liði KR þegar hann dæmir
leiki hjá liðinu. Honum tókst að
koma okkur út úr úrslitakeppninni
í fyrra og Keflvíkingar væru ekki
íslandsmeistarar í dag hefði hann
fengið að dæma úrslitaleik IBK og
KR“. Þetta sagði Hilmar Hafsteins-
son, eftir leik Njarðvíkur og
Grindavíkur í bikarkeppninni í
fyrrakvöld en þar sigruðu Njarðvík-
ingar með 19 stiga mun.
Þessar ásakanir eru mjög alvar-
legar og ákaflega óíþróttamanns-
legar. í stað þess að reyna að efla
liðið er skuldinni skellt á dómarann
og honum kennt um ófarirnar.
Kristinn Albertsson hefur verið
kjörinn besti dómari úrvalsdeildar-
innar tvö undanfarin ár og er eini
íslenski FIBA-dómarinn. Þjálfarar
kjósa besta dómara ársins og þar
hefur þjálfari KR aðeins eitt af tíu
atkvæðum. Það hlýtur því að vera
augljóst að Kristinn sigraði í þess-
ari kosningu á atkvæðum fleiri
þjálfara en KR.
Hilmar segir í viðtali við DV að
sér sé kunnugt um að ákveðinn
dómari hafi neitað að dæma leiki
með Kristni og að hann reyni að
dæma sem flesta leiki KR.
„Það hefur enginn dómari neitað
að dæma með mér og ég veit ekki
hvaðan Hilmar hefur það,“ sagði
Kristinn Albertsson. „Að auki er
það ekki rétt að ég reyni að dæma
sem flesta leiki KR. Staðreyndin
er sú að það er ekki hlaupið að því
að finna dómara á erfiðustu leiki
deildarinnar og ég hef ekki beðið
um það. En ég hef oft neyðst til
þess vegna þess að aðrir dómarar
hafa ekki treyst sér til þess,“ segir
Kristinn.
„Kunningi minn leikur með KR
og það er líklega ástæða þessarar
gagnrýni. En ég á ágæta kunn-
ingja í flestum liðum deildarinnar
enda ekki við öðru að búast í svo
litlu landi. Og hvað ætti ég að gera
ef þessi kunningi minn í KR skipti
um félag? Mætti ég þá ekki dæma
hjá nýja félagi hans?“
Pétur Hrafn Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri KKI, sagði að ekki
hefði borist formleg beiðni frá
Njarðvíkingum. „Þetta er ekki mál
stjórnarinnar og hún myndi líklega
vísa þessu til dómaranefndar. 011
félög deildarinnar eru óánægð með
einhverja dómara en ekkert þeirra
hefur þó óskað eftir því að þeir
dæmi ekki hjá þeim,“ sagði Pétur.
Margir dómarar eru lítt hrifnir
af því að dæma leiki Njarðvíkinga
og a.m.k. þrír dómarar í deildinni
hafa orðið fyrir því að bílar þeirra
hafa verið skemmdir eftir leiki
Njarðvíkurliðsins. Þessir dómarar
eru ekki spenntir fyrir því að dæma
í Njarðvík og nú á að reyna að
koma í veg fyrir að Kristinn dæmi
leiki liðsins. Með sama áframhaldi
fá Njarðvíkingar að velja þá dóm-
ara sem þeir helst vilja — og það
yrðu þá líklega dómarar sem
Njarðvíkingar teldu „góða.“