Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1990 eftir Árno Þórarinsson/myndir: Ragnar Axelsson MAGNÚS THORODDSEN segist líta á áfengi sem gleði- gjafa, sé rétt með það farið. Engu að síður varð það örlaga- valdurinn í lífi forseta Hæstaréttar íslands. Þegar hann kom til starfa sinna í Hæstarétti að morgni fimmtudagsins 24. nóvember 1988 datt honum síst af öllu í hug að staða hans við þá virðingarstofhun væri í hættu. En þegar dagurinn var að kvöldi kominn sneri annað upp á teningi gæfunnar. Forseti Hæstaréttar var kominn í vörn íyrir kaup sín á áfengi. Hann var krafinn opinberra skýr- inga á því hvers vegna hann hefði keypt 2.160 flöskur á kostnaðarverði á tveggja ára tímabili sem einn af hand- höfum forsetavalds. Hann var sakaður um misnotkun á forréttindum. Ásakanirnar og fjaðrafokið sem þær höfðu í íör með sér leiddu til þess að Magnús Thoroddsen var svipt- ur embætti sínu, fyrstur hæstaréttardómara í sögu lýðveld- isins, með meirihlutaúrskurði þess dómstóls sem hann hafði áður starfað við. Hann telur að þar hafi verið brotin á sér lög. Sá dómari sem að áliti margra hafði í starfi umfram aðra staðið vörð um réttindi einstaklingsins gagnvart ríkis- valdinu var sjálfur orðinn að slíku dómsmáli. Kaldhæðni örlaganna í máli Magnúsar Thoroddsens nær því ekki einvörðungu til gleðigjafans, sem hann telur reynd- ar að afhjúpi fúrðulegan tvískinnung í íslensku þjóðinni. Hann kímir góðlátlega þegar hann er spurður um notkun sína á þeim fríðindum sem urðu honum, með óbeinum hætti, að falli. „Ég er enginn bindindismaður," segir hann. „En áfengisneysla er heldur ekkert vandamál hjá mér og hefúr aldrei verið. Ég tel mig ekki nota það meira en geng- ur og gerist. Þegar ég starfaði úti í Frakklandi gat ég aldrei tileinkað mér þann sið innfæddra að drekka að minnsta kosti hálfa rauðvínsflösku með hádegismatnum. Ég varð bara syfjaður af því!“ þijátíu ára búskap þeirra Sólveigar Kristinsdóttur Thoroddsens hefur Magnús ævinlega komið daglega heim í hádegismat. Nú þegar þau setjast að í Genf hefur hann áhyggj- ur af því að slíkt gæti reynst erfitt sökpm fjarlægða milli nýs heimilis, sem þau eru reyndar ekki búin að finna, og bækistöðva Fríverslunar- bandalags Evrópu, þar sem hann mun starfa næstu árin. í einbýlis- húsinu í Ártúnsholtinu verður hins vegar áfram Magnús Thoroddsen. Sá er þó aðeins fárra mánaða gam- all, fyrsta bamabarnið, sonur eldri dótturinnar, Gerðar, sem er lög- fræðingur eins og pabbinn, og tengdasonarins ívars Pálssonar. Það er létt yfir þeim hjónum fyr- ir brottförina. Og engan bilbug að fínna á Magnúsi þrátt fyrir embætt- ismissi, fjölmiðlafár, réttarhöld og persónulegar árásir. Hann er kvikur og glettinn, snöggur upp á lagið og tekur öllum spurningum af yfír- veguðu æðruleysi. En hvemig blasti framtíðin við honum þegar hann gekk út úr Hæstarétti 8. desember sl. eftir að hafa tapað dómsmálinu? Leið honum sem æmlausum manni? „Nei,“ svarar hann strax. „Ég átti von á annarri niðurstöðu og dómurinn var mér því mikil von- brigði. En það fyrsta sem ég gerði eftir að ég kom heim var að skrifa umsókn um að fá leyst til mín hæstaréttarlögmannsleyfíð. Það reyndist auðsótt og ég hef reyndar þegar flutt mitt fyrsta mál fyrir bæjarþingi Reykjavíkur; það varð- aði ágreining um rétt til að fá af- hentan farm samkvæmt farmskír- teini. Um tvennt var að ræða fyrir mig: Að fara út í lögmannspraxís eða sækja um starf hjá alþjóða- stofnun. Og nú hefur hið síðar- nefnda orðið ofaná.“ Hann segir að starfíð hjá EFTA hafi komið til sín nánast fyrir tilvilj- un. „Við vorum stödd hjá yngri dóttur okkar, Þóru Björgu, og tengdasyni, Aðalsteini Jónatanssyni frá Vestmannaeyjum, í Long Beach í Kaliforníu í desember. Einn daginn hringir Gerður til okkar frá íslandi og segist hafa séð auglýstar stöður hjá EFTA í Genf. Hún spyr hvort ég ætli ekki að sækja um. Ég segi: Sæktu bara um fyrir mig. Það gerði hún og daginn eftir fæ ég send gögn á telefaxi sem ég útfyllti og sendi um hæl. í framhaldi af því fékk ég beiðni um að koma til Genf- ar og ræða þar við yfirmenn laga- deildar og stjórnsýsludeildar EFTA, sem báðir eru Svíar, og við varaað- alritara samtakanna, sem er Finni. Ég var hjá þeim heilan dag og 11. janúar fékk ég svo ráðningarsamn- ing sendan til íslands. Þar með var það klappað og klárt." Magnús segir að starf hans á lagasviði EFTA verði fólgið í því að semja Iagareglur um sameigin- legan markað (European Economic Space eða EES) sem fyrirhugað er að EFTA og Evrópubandalagið komi á fót og á að verða stærsti fijálsi markaður i heimi. Um 19 stöður sem auglýstar voru sóttu 527 og um sjö störf hjá lagadeildinni sóttu 50-60. Hann segist ekki hafa hugmynd um hvernig honum hafi tekist að skjóta öllum þessum fjölda aftur fyrir sig. „Ég geri fastlega ráð fyrir að ég hafí notið þess að hafa starfað áður hjá alþjóðastofn- un. Ég var í þrjú ár hjá Mannrétt- indanefnd Evrópu í Strassborg og hef enskt lagamál á mínu valdi. Ég er vanur að semja lagatexta á ensku, en enskt talmál og lögfræði- leg enska eru tvennt ólíkt. Að auki hef ég Norðurlandamálin, þýsku og frönsku. Svo hef ég starfað að lög- fræði í rúma þijá áratugi. Þetta hlýtur allt að hafa sitt að segja. En ég veit ekki hveijir hinir um- sækjendumir voru.“ Varðstu var við að dómsmálið gegn þér hér heima, aðdragandi þess og niðurstaða hefðu borist inná borð til þeirra hjá EFTA? „Þeir vissu greinilega af þessu. Ein spurningin sem þeir lögðu fyrir mig var: Hvers vegna hættirðu í Hæstarétti íslands? Eg svaraði með einu orði: Dismissal! Eg var rekinn! Ég sagði þeim allt af létta. Þeir hlógu bara að brennivínshýsteríu íslendinga. Útlendingar skilja þetta ekki. Evrópubúar eru með alla kjall- ara sína fulla af brennivíni. Þeim þykir ekkert sjálfsagðara.“ \ Hann segir að launakjörin séu mjög góð. Vill hvorki játa né neita að þau séu um 300-400 þúsund krónur á mánuði skattfrjálst, auk fríðinda; þau séu trúnaðarmál. Hann er ráðinn til tveggja ára í senn, en gangi samstarfið upp af beggja hálfu geti starfstíminn orðið allt að sex árum. „Það er sjaldgæft að menn séu lengur en sex ár hjá alþjóðastofnunum í sama starfi. Menn telja æskilegt að fá inn nýtt blóð. Ég er alveg sammála því við- horfi. Það er alltof lítil hreyfing hér á íslandi í dóms- og embættiskerf- inu. Við eigum að flytja dómara með reglubundnum hætti milli borgardóms, sakadóms, fógeta og dómsmálaráðuneytis, og einnig milli Reykjavíkur og landsbyggðar- innar. Kerfið er allt of fastbundið og einhæft.“ Er þetta óskastaða, — að flytjast brott af landinu? Var orðið ólíft fyrir þig og fjölskyldu þína á ís- landi? „Ég vil nú ekki taka svo djúpt í árinni," segir Magnús, „en óskemmtileg reynsla hefur þetta vissulega verið. Góður kunningi minn sagði við mig þegar djöful- gangurinn í þjóðfélaginu var sem mestur: Þú verður að átta þig á því, Magnús minn, að það eru ekki aðeins einstaklingar sem geta orðið bijálaðir. Heilu þjóðirnar verða bijálaðar. Og þetta fannst mér um tíma, — að stór hluti þjóðarinnar væri búinn að missa ráðið. Á þessu rúma ári höfum við kynnst bæði því versta og því besta í mann- skepnunni." Gengu margir úr skaftinu, — kollegar, vinir, jafnvel ættingjar? „Nei. Ég er ekki vinmargur en svo heppinn að eiga þess í stað góða og trausta vini. Fjölskyldan þjappaði sér saman og það var eng- inn sem brást. Það þótti mér ákaf- lega vænt um.“ vaða tími var þungbærast- ur? „Fyrsti mánuðurinn var erfíðastur. Djöfulgangur inn og ónæðið var slíkt að það er varla hægt að lýsa því. Við vildum ekki taka símann úr sambandi, því tvö barna okkar eru erlendis og þurfa að geta náð í okkur. Yfír dundu stöðugar hótanir, ógnanir og skítkast, bæði símleiðis og bréfleið- is, allar nafnlausar auðvitað. Okkur var hótað að brotist yrði hingað inná heimilið og mér var ógnað með líkamsmeiðingum. Þó held ég þetta bréf hafi gengið lengst...“ Magnús tekur fram umslag og sýnir mér innihaldið. í því er lítill vélritaður miði sem á stendur: ÞAÐ SEM VANTAR VERÐUR ÞÚ AÐ LEGGJA ÞÉR TIL SJÁLFUR. Og með fylgir byssukúla. „Þessi djöfulgangur varð til þess,“ segir hann sallarólegur, „ að ég ákvað að skila verulegu magni af brennivíninu til að slá á heiftina og öfundina í þjóðfélaginu. Það var ekki vegna þess að ég teldi mig hafa brotið eitthvað af mér. Ég vil taka það fram að ég borgaði þetta vín sjálfur. Það gera ráðherrar aft- urámóti ekki. Skattborgararnir greiða fyrir ráðherrabrennivínið. Enda kom á daginn að þegar ríkis- valdinu bar, samkvæmt grundvall- arreglum réttarfarsins, að sann- reyna fyrir dómi fullyrðingar mínar um sambærilega notkun manna > stjórnkerfinu á umræddum fríðind- um, bæði fyrr og síðar, var reistur þagnarmúr. Ríkisvaldið hafði sönn- unarbyrðina í málinu en neitaði að upplýsa það. Upphaflega segir fjár- málaráðherra að ég hafí ekki haft heimild til að kaupa þetta brennivín til einkanota og á þessu er hamrað í fjölmiðlum, þrátt fyrir að þær fá- tæklegu reglur sem við þó höfum veiti þessa heimild til einkanota. Það var eins og almenningur vildi ekki hlusta á það og kysi heldur að trúa ósannindum fjármálaráð- herrans. En þú getur rétt ímyndað þér hversu algengt er að menn notfæri sér slík fríðindi ef þú skoð- ar tölur ÁTVR um áfengisúttektir Hótanir — þetta bréf og fylgihlutur þess var meðal þess sem Magnús fékk sent þegar hildarleikurinn stóð sem hæst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.