Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 10
10 c
MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1990
\*ÖfjfræÖ\/Hlutverk dómstóla í lýörœbisþjóbfélagi?
„ípólitvsku tiUiti“
OLAFUR Isleifsson hagffræöing-ur skrifaði grein í Morgunblaðið
þ. 8. janúar sl. um dóm bæjarþings Reykjavíkur frá því í desem-
ber þar sem fjallað var um lögmæti breytingar á grunni láns-
kjaravísitölunnar sem gerð var með reglugerð nr. 18/1989. Dóm-
ur þessi var reifaður hér í lögfræðipistlinum þ. 28. janúar sl. í
IV. kafla greinar sinnar tekur hann mig á hné sér til að kenna
mér svolítið í hagfræði og raunar líka í Iögfræði.
Grein Ólafs gefur tilefni til
tvenns. í fyrsta lagi að ég
geri tilraun til að bera hönd fyrir
höfuð mér og í öðru lagi til þess
sem er miklu áhugaverðara, að
hugleiða lítils-
háttar hlutverk
dómstóla í lýð-
ræðisþjóðfélagi.
í niðurlagi
pistils míns er
þessi orð að
finna: „I
pólitísku tilliti
verður að telja
breytinguna eðlilega þegar haft
er í huga stórfellt misgengi launa
og lánskjara í tíð eldri reglna."
Ólafur gerir tvær aðskildar at-
hugasemdir við þetta. í fyrsta
lagi dregur hann í efa hvort yfir-
lýsing af þessu tagi á erindi inn
í umræðuna um þetta mál. í öðru
lagi finnur hann að því að óljóst
sé hvað ég eigi við með stórfelldu
misgengi og bendir mér á að bet-
ur fari að menn noti viðurkennda
efnislega mælikvarða. Um fyrri
athugasemdina hef ég þetta að
segja: Ef Ólafur á við að dómarar
í slíkum málum eigi ekki að leggja
pólitískt mat á þau ágreinings-
efni, sem þeim er falið að leysa
úr, er ég honum sammála. Ef
hann á við að athugasemdin hafi
ekki átt erindi í pistilinn minn er
um hreint smekksatriði að ræða
og ég er fús til að viðurkenna að
hún var ekki nauðsynleg.
Varðandi síðari athugasemdina
hef ég þetta að segja: í yfírlýsingu
ríkisstjórnarinnar frá 20. maí
1988 segir á þessa leið: „Ríkis-
stjórnin hefur ákveðið að komið
verði í veg fyrir misgengi launa
og lánskjara og hefur falið nefnd
sem fjallar um fyrirkomulag á
verðtryggingu fjárskuldbind-
inga.“ I niðurstöðum nefndarinn-
ar segir síðan á þessa leið. „Sam-
kvæmt þeim áætlunum sem
nefndin hefur aflað um þróun
verðlags á gildistíma bráðabirgða-
laganna (1. 14/1988 innsk. DÞB),
þ.e. til 10. apríl 1989 má ætla að
lánskjaravísitalan hækki um 10%
umfram laun á þessu tímabili.
Hér er um verulegt misgengi að
ræða þó ekki jafnist það á við
misgengi launa og verðlags sem
varð á árunum 1983-1984.“ Ég
treysti því að niðurstaðan styðjist
við „viðurkennda efnislega mæli-
kvarða". Það tímabil sem ég hafði
huga samsvarar þessu, þ.e. tíma-
bilið frá gildistöku bráðabirgða-
laganna um afnám verðtrygging-
ar á laun frá því í maí 1983 og
þar til umrædd breyting átti sér
stað. Ég hef ástæðu til að ætla,
að það hugboð mitt hafi verið
rétt, að þróunin á umræddu tíma-
bili hafí verið þorra launafólks
óhagstæð, enda þótt um nokkrar
sveiflur hafi verið að ræða. Lái
mér það hver sem vill. Hins vegar
felst í athugasemd minni ekki mat
á því hvort breytingin er skynsam-
leg í „hagfræðilegu tilliti" eða
hvort hún á eftir reynast launþeg-
um hagstæð þegar til lengri tíma
er litið. Það atriði skilst mér að
sé umdeilt meðal hagfræðinga og
ekki á mínu færi að meta.
Grein Ólafs gefur hins vegar
tilefni til að huga að öðru mun
merkara. Greinin endurspeglar
mjög vel þann vanda sem dómar-
ar eru einatt í þegar lögð eru fyr-
ir þá ágreiningsefni sem rísa
vegna pólitískra ákvarðana
stjórnvalda. Vandinn felst í því
að greiða úr málinu án þess að
leggja mat á það hvort það mark-
mið sem stefnt var að með ákvörð-
uninni var æskilegt eða ekki, eða
hvort valin hafi verið rétta leiðin
að því markmiði á hagfræðilegan
eða pólitískan mælikvarða. Það
væri í hæsta máta ólýðræðislegt
ef dómendur tækju sér vald til
að takmarka í ríkum mæli mögu-
leika pólitískra ráðamanna til að
hrinda í framkvæmd stefnumálum
sínum. Ef lýsa á afstöðu Hæsta-
réttar íslands til þessa álitaefnis
í stuttu máli má e.t.v. segja að
dómstólinn viðurkenndi svigrúm
löggjafar- og framkvæmdavalds
til pólitískrar stefnumótunar og
að una verði mati þeirra á nauð-
syn eða réttmæti ákvarðana sem
lið í því að ná þeim markmiðum
sem að er stefnt. Dómstóllinn
reynir því að svara til þeirrar
pólitísku stefnu sem efst er á
baugi hverju sinni. Það er í sam-
ræmi við þá lýðræðishefð sem við
búum við. Áður en menn gagn-
rýna dómsniðurstöður í máli eins
og því sem hér um ræðir verða
þeir að taka afstöðu til hlutverks
dómstólanna í þessu samhengi. Á
það skortir oft að gerður sé nægi-
lega skýr greinarmunur á gagn-
rýni sem beinist að þeirri pólitísku
ákvörðun sem er undanfari þess
að mál fer fyrir dómstóla og lög-
fræðilegrar gagnrýni á niðurstöðu
dómsins. í stuttu máli: Það var
mat þeirra stjómmálamanna sem
tóku þá ákvörðun sem hér um
ræðir að hún væri bæði í senn
hagfræðilega skynsamleg og til
þess fallin að ná því pólitíska
markmiði sem þeir töldu æski-
legt, þ.e. að draga úr því sem
þeir kölluðu sjálfir „misgengi
launa og lánskjara". Hlutverk
dómstóla er það eitt að skera úr
um það hvort að breytingunni
hafi verið staðið með lögmætum
hætti. Að öðru leyti er það hlut-
verk kjósenda, en ekki dómstóla,
að hafa vit fyrir stjómmálamönn-
um.
eftir Davíð Þór
Björgvinsson
VÖRUSTJÓRNUN FYRIRTÆKJA
góð leið til hagræðingar í rekstri
Ráðstefna haldin miðvikudaginn 21. febrúar 1990
kl. 13.00-18.00 í Höfða, Hótel Loftleiðum.
Óskar B.
Hauksson
Joachim
Stiebe
Páll Her-
mannsson
Gunnar
Ingimundars.
DAGSKRÁ:
13.00 Kynning ráðstefnu: Snjólfur Ólafsson, formaður Aðgerða-
rannsóknafélags íslands.
13.15 Setning ráðstefnu: Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra.
13.30 Hvað er nútíma birgðastýring? Páll Jensson, prófessor við
verkfræðideild Háskóla íslands.
13.50 Árangur af endurbættri birgðastjórnun hjá ríkisspítulunum:
Karólína Guðmundsdóttir, deildarverkfræðingur hjá
ríkisspítulunum.
14.10 Þróun pöntunarkerfis hjá SS: Steinþór Skúlason, forstjóri
Sláturfélags Suðurlands.
14.30 Tölvunotkun við skipulagningu vörudreifingar og birgða-
halds: Gunnar lngimundarson,framkvstj. Huga hf.
14.50 Stuttar umræður um birgðastýringu.
Pétur 15.10 Kaffihlé.
Baldursson
15.35 „Logistics for the 90’s in the EC - trends and strategies":
Joachim Stiebe, Dipl.lng., Tækniháskólinn í Berlín.
16.15 Áherslur íslenska járnblendifélagsins í vörustjórnun: Pétur
Baldursson, flutningastjóri hjáíslenska járnblendifélaginu.
16.35 Stutt kaffihlé.
16.50 Lagerhótel og dreifingarmiðstöðvar: Páll Hermannsson,
forstöðumaður, Skipadeild Sambandsins.
skúiason 17-10 Skipulagning vörustjórnunar iðnfyrirtækja: Óskar B. Hauks-
son, verkefnisstjóri, Iðntæknistofnun.
17.30 Umræður, Stjórnandi: Thomas Möller, formaður starfshóps
um vörustjórnun.
18.00 Ráðstefnuslit.
Ráðstefnustjóri verður Lára M. Ragnarsdóttir, hagfræðingur hjá
Ríkisspítulunum
Ráðstefnugjald er kr. 3.600,- Öllum er heimil þátttaka.
Vinsamlegast skráið ykkur í síma 83666 fyrir þriðjud. 20. febrúar.
Karólína
Guðmundsd.
Starfshópur um vörustjórnun innan HFÍ
Aðgerðarannsóknafélag íslands
Píanó —flyglar
STEINWAY £, SONS
GROTRIAN-STEINWEG
Einkaumboð á íslandi
Pálmar ísólfsson & Pálsson sf.
Pósthólf 136, Reykjavík.
Símar: 611392 - 13214 - 11980
ERTU BÓNDI?
Hvernig gengur með skattskýrsluna? En með
landbúnaðarskýrsluna? En hvað þá með fyrninga-
skýrsluna og allt hitt?
Ertu tilbúinn með allt fyrir VSK-skýrsluna? En
hvað kostar að láta gera þetta allt fyrir sig?
Hér er ódýr og þægileg lausn. „Bóndinn" sér um
þetta allt fyrir þig. „Bóndinn" er sérhannað bók-
haldskerfi fyrir bændur og er auðvelt og þægilegt
í notkun.
Bókhaldskunnátta er ekki nauðsynleg!!!
Hjálparmyndir í öllum aðgerðum.
Kostar m/vsk kr. 29.880,-
Þú veist þá af þessu...
Hugbúnaðargerðin
Þórufelli 6, s. 91-79743.