Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 22
22 C
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1990
Suðrið fagra
CHRISTIAIMS
r 1
f ;
• J
K •
'
^ '
Morgunblaðið/Einar Falur
Garry Christian í Laugardalshöll.
THE Housemartins lögðu
breska poppheiminn að
fótum sér með miklum lát-
um 1986/1987; sendu frá
sér tvær gull- og eina
platínuplötu og hættu svo
þegar hæst lét. Ekki gátu
þeir þó allir hætt að fást
við tónlist.
Textasmiður og söngvari
The Housemartins, Paul
Heaton, og trymbill hennar,
Dave Hemingway, ákváðu
að taka upp þráðinn að nýju
með nýjum samstarfsmönn-
um. Til skjalanna kom Dave
Rotheray, sem samdi lög og
sveitin The Beautiful South
varð til.
Aðal The Beautiful South
eru angurværir ástartextar,
margir hveijir með kald-
hæðnu ívafi, sem stangast á
viðtónlistina, sem erglaðvær
og létt. Paul Heaton segir
þetta allt með ráðnum hug;
þunglyndislegir textar passi
einkar vel við létta tónlist,
„á næstu plötu verður þessu
þveröfugt farið: tónlistin
þunglyndisleg og drungaleg,
en textamir létt froða.“
Beautiful South er popp-
sveit, segir hann einnig og
„eftir 1992 verður rokktón-
listin dauð, en poppið mun
lifa áfram, við munum lifa
áfram“. Eina sem bjátar á
er að blaðamenn og ljós-
myndarar séu alltaf að draga
hann útúr og skilja hina í
sveitinni útundan, „hinum
líður eins og þeir séu í Tin
Machine".
BRESKU poppsveitina
The Christians þekkja
sjálfsagt margir, enda hélt
sveitin hér eftirminnilega
tónleika á listahátíð 1988.
Fyrsta breiðskífa sveitar-
innar kom út 1987 og seld-
ist í bílförmum á Bret-
landseyjum. Fyrir stuttu
kom út önnur breiðskífan,
Colour.
Christians eru bræðumir
Russell og Garry Christ-
ian og Henry Priestman.
Þeir Russell og Garry hófu
tónlistarferil sinn sem
söngtríóið Equal Tempera-
ment með þriðja bróðumum
Roger. Henry Priestman var
hljómborðsleikari í rokksveit
þegar hann heyrði fyrst í
bræðmnum og hreifst af.
Hann fékk þá til liðs við sig,
og undir nafninu The Christ-
ians náði sveitin útgáfu-
samning við Island. Roger
sagði skilið við bræður sín
skömmu áður en fyrsta plat-
an kom út og hefur starfað
einn síns liðs síðan.
Sem fyrr er það Henry
Priestman sem semur nær
öll lög og texta (reyndar öll
nema eitt) og útsetningar eru
í höndum hans. Það var ekki
fyrr en á lokastigi sem platan
fékk heiti og varð Colour (lit-
ur) fyrir valinu, því þeim
bræðmm fannst það eiga
einkar vel við lögin á henni.
Því má svo bæta við að Colo-
ur fór beint í efsta sæti
breska breiðskífulistans og
er þar enn þegar þetta er
ritað.
DÆGURTÓNLIST
Til hvers ab stœkka á sér eyrun?
Hdmsrása
BRESKA fyrirtækið Globestyle hefur verið í farar-
broddi í útgáfu á heimshornapoppi, en slík tónlist er
nú vinsælli á Vesturlöndum en nokkru sinni. Flest hafa
fyrfrtæki scm gefa út slíka tónlist einbeitt sér að einni
álfú eða landsvæði, þá helst Afríku eða S-Ameríku, þar
sem af nógu er að taka, en Globestyle hefur Ieitað fanga
ótrúlega víða. Er það vel, því þegar menn eru einu-
sinni komnir á bragðið verða þeir haldnir einskonar
framandlcikafíkn og verða í sífellu fá að heyra eitthvað
nýstárlegra.
Jova Stojiljkovic og hljómsveit Grísk/tyrkn-
Til að kynna útgáfuna
hefur fyrirtækið gefíð
út tvær safnplötur. Fyrstu
plötuna, sem út kom 1987
og hét Worldwide Your Gu-
ide, ein-
kenndi
afrísk
popptón-
list og
salsatón-
list frá
Mið-
Ameríku,
með eftir-
minnilegu innskoti frá Mad-
agaskar. Seint á síðasta ári
kom svo út önnur safnplata
frá Globestyle, Worldwider,
Your Guider; fímmtugasta
platan sem fyrirtækið gefur
út. Enn ber mest á afrískri
og s-amerískri tónlist, sem
vonlegt er, en áherslur em
aðrar og blandan er krydduð
með tónlist frá Mið-Evrópu,
Suðaustur-Asíu og Norður-
Afríku. Á geislaútgáfu plöt-
unnar em átján lög og
heimsreisan tekur tæpar 80
mínútur.
Tónlistin er eharanga frá
esk/serbnesk danstónhst.
Kúbu, jive frá S-Afríku,
vallenato frá Colombíu, zo-
uk frá Martinique, rai frá
Alsír, serbnesk lúðrasveita-
tónlist frá Júgóslavíu, tar-
aab frá Tanzaníu og Zanz-
ibar, mawlum frá Thailandi,
valiha frá Madagaskar,
benga frá Kenýa, farró frá
Brasilíu og svo mætti lengi
telja. Bestu lög disksins em
frábært lag serbneska
trompetleikarans Jova Stoj-
iljkovié „Besir“ og lúðra-
sveitar hans, Sampionski
cocek; seiðandi taraab-lag,
Nazi með Black Star Music-
al Club frá Tanzaníu, og
framandlegt mawlum-lag,
Lam Toei Thammada, með
Isan Slete frá Thailandi.
Reyndar vom breiðskifum-
ar sem þessi lög em af með
þeim bestu sem komu út á
síðasta ári (síðustu árum).
Sérlega eftirminnileg er
plata Jovas Stojiljkovics og
sveitar hans sem á er
grísk/tyrknesk/serbnesk
danstónlist leikin af full-
skipaðri lúðrasveit með
bassatrommu. Einnig er eft-
irminnileg platan Nyota frá
Tanzaníu, sem á er taraab-
tónlist af afrískum og
arabískum uppruna.
Fyrsta skrefið í átt að
stærri eyrum og betra lífi
er að fá sér Worldwider
Your Guider og síðan að
kaupa hinar piöturnar 49.
eftir Árna
Matthíasson
WNOKKUÐe rnú liðið
síðan síðasta plata Dire
Straits kom út. Þrátt fyrir
það er sveitin enn til, að
sögn leiðtogans Marks
Knopflers, en hann rekur
aðra sveit, sem er í þá mund
að senda frá sér sína fyrstu
breiðskífu. Sveitin er óform-
legur félgasskapur og heitir
The Notting Hillbillys.
Með Knopfler í henni er
meðal annars gamall félagi
hans, Brendnn Crocker,
en eins og glöggir muna
eflaust lagði Knopfler hon-
um til gítarsóló á síðustu
plötu Crockers. Knopfler
mun aðeins eiga eitt lag á
plötunni.
Gítarrokk
SMITHEREENS er
bandarísk rokksveit sem
er sjálfsagt mörgum að
góðu kunn, enda hélt
sveitin tvenna eftirminni-
lega tónleika í Islensku
óperunni snemma árs
1987.
Smithereens stofnaði
söngvarinn og gítarleik-
arinn Pat DiNizio fyrir rúm-
um tíu árum til að leika
gamaldags gítarrokk að
hætti Buddy Holly, Who og
Bítlanna. Sveitin sendi frá
sér tólftommu 1980 og náði
samning við bandaríska fyr-
irtækið Enigma 1985.
Fyrsta breiðskífan, áður-
nefnd Especially for You,
kom út 1986 og seldist all-
vel í Bandaríkjunum og
víðar á löngum tíma, en
komst á topp íslenska
breiðskífulistans um það
leyti sem sveitin kom hingað
til lands. Pat sagði í viðtali
fyrir stuttu að þegar þær
Morgunblaðið/Bjami
Pat DiNizio í óperunni.
upplýsingar bárust að plat-
an hefði farið á topp
íslenska listans hefði hann
gert sér ljóst að hljómsveitin
ætti framtíð og tími væri
til kominn að fara að taka
hlutina föstum tökum.
Næsta plata, Green
Thoughts, var þó unnin á
svipaðan hátt og Especially
for You, samin á mettíma
og tekin upp og hljóðblönd-
uð^á 16 dögum (Especially
for You á 10 dögum). Hún
þótti misjöfn og náði ekki
að auka mikið vinsældir
sveitarinnar. Þeir félagar
gáfu sér því drýgri tíma en
áður til að taka upp næstu
plötu. Lagasmíðar tóku þijá
mánuði og platan, Smith-
ereens 11, var unnin á rúmr
um mánuði. Það hafði sitt
að segja, því platan hefur
hvarvetna fengið góðar við-
t.ökur gagnrýnenda og selst
mjög vel. Um þessar mund-
ir siglir hún rólega upp
bandaríska breiðskífulist-
ann og allt virðist því benda
til þess að íslenskir plötu-
kaupendur hafí verið fyrstir
til að uppgötva Smithereens
en ekki síðastir.
Man-
chest-
ersveit
MANCHESTER hefúr ver-
ið kölluð höfúðborg bre-
skrar nýbylgju, enda hafa
komið þaðan margar af
fremstu bresku rokksveit-
um seinni ára. Nægir þar
að nefna Buzzcocks, Fall,
Smiths, Joy Division, New
Order, Stone Roses og
Happy Mondays.
Happy Monday telst ein
hugmyndaríkasta rokk-
sveit Bretlands um þessar
mundir og plata sveitarinnar,
Bummed, sem út kom á
síðasta ári er ein eftirminni-
legasta nýbylgjuplata seinni
ára að mati gagnrýnenda,
en upptökustjóri var Martin
Hannett, sem meða annars
hefur unnið mikið með Joy
Division, New Order og
Stone Roses.
Happy Mondays Tónleikar í MH í mars.
Tónlist sveitarinnar er
nýstárleg fönk/rokk/popp
blanda sem fellur vel í kram-
ið hjá dansfíflum um gervallt
Bretland. Vegur hennar fer
og vaxandi og ekki er langt
síðan hún lék fyrir á fjórða
þúsund í Manchester og var
öðrum eins fjölda snúið frá.
Seint á síðasta ári átti Happy
Mondays lag á breska vin-
sældalistanum og fékk að
koma fram í þættinum Top
of the Pops fyrir vikið.
Þess má svo geta að hinn
frægi Steve Lillywhite útsetti
lag á tólftommu sem út kem-
ur á næstunni.
Happy Mondays er er yfir-
leitt nefnd í sömu andrá og
önnur Manchestersveit,
Stone Roses, .þegar spáð er
í hvaða popp/rokksveitir eigi
eftir að setja mestan svip á
komandi áratug, enda þykja
þær báðar vera frumlegar
og um leið aðgengilegar.
Af ofangreindu má ráða
að mikill fengur er að því að
fá Happy Mondays hingað
til lands til tónleikahalds, en
sveitin heldur tónleika í há-
tíðasal Menntaskólans í
Hamrahlíð 17. mars.