Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRUAR 1990
C 5
verkfræðingur og stundar doktors-
nám í straumfræði vatns og vinda
í La Jolla í Kaliforníu, Gerður, 30
ára, er lögfræðingur í Reykjavík
og Þóra Björg, 27 ára, er í masters-
námi í viðskiptafræði á Long Beach,
einnig í Kaliforníu.
Hvernig fólk eru Thoroddsenar?
„Mér hefur fundist þeir hafa list-
ræna æð. Og þeir eru húmoristar.
Ætli ég láti þetta ekki duga.“
Þegar ég spyr hann við hvað
honum hafi reynst erfíðast að glíma
í eigin fari vefst honum tunga um
tönn.„Ætli það sé ekki,“ segir hann
loks, „hversu erfiðlega mér gengur
að koma mér að verki. Það getur
kostað töluverð átök. En þegar ég
er byijaður fær ekkert stöðvað mig.
Ætli ég sé ekki dæmigerður skorpu-
maður.“
Ég spyr hvort hann sé dæmigerð-
ur Thoroddsen. Hann segist vera
talinn það. En hann neitar því að
hafa hina skapandi listrænu æð.
„Það er gat í minni menntun að
hafa aldrei lært á hljóðfæri og ég
er alveg laus við ljóðagáfu. Ég held
að þetta erfist í bylgjum. Ef við
lítum yfir ætt mína er skáldgáfan
hjá Jóni Thoroddsen, langafa
mínum, Sigurður afi minn var hins
vegar ekki skáld en faðir minn orti
og gaf út ljóðabókina Vinjar á með-
an hann var í menntaskóla. Ljóða-
gerð hefur látið mig í friði en hún
sótti á Sigurð son minn á tímabili."
Magnús er hins vegar listunn-
andi. Eftirlætishöfundarnir eru
Knut Hamsun og Ernest Heming-
way og hann segist nýbúinn að
uppgötva Isaac Bashevis Singer.
Hann hlustar á Mozart, Brahms,
Bach, Mussorgskí en umfram allt
Beethoven. Hann safnaði málverk-
um þegar j>au Sólveig voru að byija
búskap. „I staðinn fyrir að fá okkur
þvottavél keyptum við málverk.
Þvottavélin hangir hér á veggjunum
inni í stofu!“
Kaldhæðni örlaganna í máli
Magnúsar Thoroddsens ríður ekki
við einteyming. Móðurafi hans,
Magnús Guðmundsson, varð að
segja af sér embætti dómsmálaráð-
herra fyrr á öldinni þegar höfðað
var mál á hendur honum fyrir meint
misferli í fjármálum; hann var
dæmdur í héraði en sýknaður í
Hæstarétti og tók aftur við emb-
ætti. Var Magnúsi hugsað til afa
síns og nafna í orrahríðinni? „Já,
mér varð oft hugsað til hans, og
einnig til frænda míns Skúla Thor-
oddsens sem lenti upp á kant við
landshöfðingjavaldið og hafði betur.
Ég trúði því að ég yrði sýknaður
eins og þeir. Það fór á annan veg.“
Einhveijir hefðu sjálfsagt í sömu
stöðu og þú — með glæsilegan
embættisferil í rúst — látið hugfall-
ast. Varstu aldrei að því kominn
að bugast?
„Aldrei," svarar hann strax. „Ég
er ekki alinn þannig upp og skap-
ferli mitt er heldur ekki þannig.
Maður má aldrei láta bugast. Auð-
.vitað hefði verið auðveldast fyrir
mig að segja af mér. Enda gekk
maður undir manns hönd til að fá
mig til þess. Ég ákvað að beijast.
Og sé ekki eftir því, þótt ég hafi
tapað málinu.“
Hann segist trúa á guð almáttug-
an en ekki vera nógu trúrækinn.
Þegar ég spyr hvert hafi verið hald-
reipi hans þegar álagið var mest
er svarið jarðbundið: „Eitt bregst
mér aldrei, — að fara í sund eða
upp í fjöll á skíði.“
Og nú þegar Magnús Thoroddsen
hverfur til annarra starfa í öðru
landi, hvers kemur hann þá til með
að sakna mest? „Bamanna, vinanna
og ættingjanna. Og ég veit að ég
kem til með að sakna hafsins og
hinnar undarlegu íslensku birtu.“
En: „Ég hlakka til að takast á
við þetta starf. Ég held að það verði
ákaflega áhugavert. Þarna mun
fara fram lögfræðileg nýsköpun
sem er trúlega með mikilvægari
verkefnum á því sviði sem unnið
er að á Vesturlöndum um þessar
mundir. Svo hlakka ég til að fara
á skíði í Chamonix, sem er skammt
frá Genf inni í Frakklandi. Þar hitt-
ist öll fjölskyldan um jóiin í fyrra
og var saman í fjallakofa. Ég sé
brekkuna fyrir mér ...“
15. febrúar 1990
BREYTING Á
REGLUGERÐUM
Læknaþjónusta
Greiðslur hjá heimilislækni og
heilsugæsiulækni.
0 kr. - Fyrir viðtal á stofu læknis á dagvinnu-
tíma þ.e. á milli kl 0800 og 1700. Inni-
falin er ritun lyfseðils.
500 kr. - Fyrir viðtal á stofu læknis utan dag-
vinnutíma og á helgidögum. Innifalin
er ritun lyfseðils.
400 kr. - Fyrir vitjun læknis til sjúklings á dag-
vinnutíma.
1000 kr. - Fyrir vitjun læknis til sjúklings utan
dagvinnutíma.
Greiðslur fyrir sérfræðilæknishjálp og
komur á göngudeild, slysadeild og
bráðamóttöku sjúkrahúss.
900 kr. - Fyrir hverja komu til sérfræðings, á
göngudeild, slysadeild og bráðamót-
töku sjúkrahúss.
300 kr. - Elli- og örorkulífeyrisþegar fyrir hverja
komu til sérfræðings, á göngudeild,
slysadeild og bráðamóttöku sjúkra-
húss.
Greiðslur fyrir rannsóknir og
röntgengreiningu.
300 kr. - Fyrir hverja komu.
100 kr. - Elli- og örorkulífeyrisþegar fyrir hverja
komu.
Elli- og örorkulífeyrisþegar skulu
aldrei greiða samanlagt hærri fjár-
hæð en kr. 3000 á einu almanaksári
fyrir sérfræðilæknishjálp, komu á
göngudeild, slysadeild, bráðamót-
töku sjúkrahúss, rannsóknir og
röntgengreiningu.
Allir eiga að fá kvittanir fyrir þessum
greiðslum. ~
Ofangreindar greiðslur eru hámarksfjárhæðir.
Innifalinn í greiðslu er kostnaður vegna hvers
kyns einnota áhalda, umbúða og þess háttar.
Lyíjakostnaður
Greiðslur fyrir lyf.
550 kr. - Fyrir lyf af bestukaupalista.
170 kr. - Elli- og örorkulífeyrisþegar fyrir hverja
lyfjaafgreiðslu af bestukaupalista.
750 kr. - Fyrir önnur lyf sem greidd eru af
sjúkratryggingum.
230 kr. - Elli- og örorkulífeyrisþegar fyrir önnur
lyf sem greidd eru af sjúkratryggingum.
Eitt gjald greiðist fyrir hvern 100 daga lyfja-
skammt, eða brot úr honum.
Gegn framvísun sérstaks lyfjaskírteinis í lyfja-
búð fást ókeypis ákveðin lyf, við tilteknum
langvarandi sjúkdómum. Læknar gefa vottorð til
Tryggingastofnunar ríkisins í þeim tilvikum, sem
réttur á skírteini kann að vera fyrir hendi.
SKÝRINGAR Á FRAMKVÆMD REGLUGERÐAR NR. 62/1990 UM GREIÐSLUÞÁTTTÖKU SJÚKRATRYGGÐRA
í LÆKNISHJÁLP O.FL.
Koma til heimilis- eða heilsugæslulæknis
Koma til heimilis- eða heilsugæslulæknis á dagvinnutíma er sjúkl-
ingi ætíð að kostnaðarlausu. Það skiptir ekki máli hvort um er að
ræða bráðakomu eða komu skv. tímapöntun.
Vegna komu til heimilis- eða heilsugæslulæknis utan dagvinnu-
tíma greiðir sjúklingur kr. 500 nema læknir hafi beinlínis sjálfur
ákveðið að sinna læknisstarfinu utan dagvinnutíma.
Koma á slysavarðstofu *
Sjúklingur greiðir kr. 900 (kr. 300 fyrir elli- og örorkulífeyrisþega)
vegna komunnar.
Til viðbótar komugjaldi greiðir sjúklingur fyrir röntgengreiningu og
rannsóknir á rannsóknarstofú ef um það er að ræða. Sjúklingur
greiðir þó aldrei hærri fjárhæð en kr. 300 fyrir hvort (kr. 100 fyrir
hvort fyrir elli- og örorkulífeyrisþega) í hverri komu.
Sjúklingur greiðir fyrir röntgengreiningu og rannsóknir á rann-
sóknastofu heilsugæslustöðvar (ef sérstakur starfsmaður sér um
rannsóknastofuna). Sjúklingur greiðir þó aldrei hærri fjárhæð en
kr. 300 fyrir hvort (kr. 100 fyrir hvort fyrir elli- og örorkul ífeyrisþega) í
hverri komu.
Koma til sérfræðings
Fyrir komu til sérfræðings og endurteknar komur til sérfræðinga
greiðir sjúklingur í hvert skipti kr. 900 (kr. 300 fyrir elli- og örorkulíf-
eyrisþega).
Til viöbótar komugjaldi greiðir sjúklingur fyrir röntgengreiningu og
rannsóknir á rannsóknastofu ef um það er að ræða. Sjúklingur
greiðir þó aldrei hærri fjárhæð en kr. 300 fyrir hvort (kr. 100 fyrir
hvort fyrir elli- og örorkulífeyrisþega) í hverri komu.
Rannsóknir á rannsóknarstofu
Sjúklingur greiðir kr. 300 (elli og örorkulífeyrisþegar kr. 100) fyrir
hverja komu til rannsóknar á rannsóknastofu heilsugæslustöðvar,
sjúkrahúss eða annarrar stofnunar. Þótt hluti rannsóknarsýnis sé
sendur annað til rannsóknar greiðir sjúklingur ekki viðbótargjald
vegna þess. Sendandi sýnis skal gera grein fyrir því á rannsóknar-
beiðni hvort sjúklingur sé þegar búinn að greiða vegna rannsókn-
ar, sem fram fór á sýnistökustað.
Röntgengreining
Vegna hverrar komu til röntgengreiningar, á heilsugæslustöð eða
annars staðar, skulu sjúklingar greiða kr. 300 (kr. 100 fyrir elli- og
örorkulífeyrisþega). Ekki skiptir máli hvaðan sjúklingur kemur, þ.e.
frá heilsugæslulækni, heimilislækni eða sérfræðingi.
Hvers kyns önnur innheimta hjá sjúklingum en að framan greinir,
Fari sjúklingur í aðgerð og svæfingu greiðirhann aðgerðarlækni kr. þ.m.t. vegna einnota vara, umbúða o.þ.h., eróleyfileg.
900 og svæfingalækni kr. 900 (kr. 300 + 300 fyrir elli- og örorkulíf-
eyrisþega).
HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS
ARGUS/SlA