Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRUAR 1990 C 7 Um borð í Brúarfossi á leið til Islands til að opna Sænsk- islenska frystihúsið. Frá vinstri: Greta Forshell, Franz Hartmann og Rolf Forshell. Myndin er úr myndaalbúmi Forshell-hjónanna. Þótt vetur væri fóru sænsku kon- urnar að skoða það sem merki- legast var að sjá í Reykjavík, Þvottalaugarnar. Gréta Forshell t.v. og Inga Hartmann t.h. Frú Fenger sem var með þeim, hefúr liklega tekið myndina. um 5500-6000 fermetra lóð eða til framtíðar 7-10 þúsund fermetra svæði á Batteríshafnarbakkanum 1925, kanna þeir forgangsrétt að hafnarbakka og möguleika á raf- magni og gasi og nægu vatni, og segja: „Ætlunin er að byggja hér á Suðurlandinu frystihús til fryst- ingar á fiski og kjöti til útflutnings og einnig ístilbúnings með svo- nefndri Ottesens lagarfrystiaðferð, er við höfum rétt á á Islandi. Til að byija með er gert ráð fyrir að frystihúsið geti tekið á móti og fryst daglega 80 tonn af físki og kjöti Hjalmar Forshell. Og virðist því eitt fyrsta viðfangsefni Rolfs Forsh- ells eftir að hann kom að fyrirtæk- inu hafa verið að reisa þetta frysti- hús á Islandi. Sendiherrann sonur hans segir Svíana hafa komið þarna inn í gegn um Esphólínbræður á íslandi. Og það stendur heima, því í Vísi 16. jjjlí 1925 má lesa um að bræðurnir eru að reyna að innleiða þessa nýju frystingu, og Jirinda málinu af stað: „Bræðurnir Esp- hólín hafa í hyggju að koma hér upp frystihúsi með nýtísku tækjum sem mjög eru að ryðja sér til rúms erlendis. Þeir hafa nýskeð fengið sendingu af nýjum fiski og kjöti frá Svíþjóð, sem fryst var með þessari aðferð og síðan send hingað í venju- legum kassaumbúðum. í gær var sendingin orðin 9 daga gömul, og reyndist þá fískurinn algerlega óskemmdur og með nýjabragði, og kjötið eins. Má því ætla að aðferð þessi muni gefast ágætlega vel til þess að vernda fisk og kjöt frá skemmdum um langan tíma. Bræð- urnir hafa í hyggju að frysta hér fisk og kjöt í stórum stíl, bæði til útflutnings og neyslu í bænum, og væri óskandi, að fyrirtæki þeirra kæmist sem fyrst til framkvæmda." Ári seinna er sænska fyrirtækið orðinn aðili, svo sem lesa má í Vísi 15. september 1926: „Að undan- förnu hefir staðið allmikið í erlend- um blöðum um nýja frystihúsið, sem Esphólínbræður ætla að koma upp hér í bæ. í júní í sumar var félag stofnað í Gautaborg með það fyrir augum að frysta fisk og kjöt til útflutnings héðan og tóku helstu framkvæmdamenn borgarinnar þátt í félagsstofnuninni. Nota á nýja frystiaðferð, sem kend er við Ottesen, þann er fann hana. Hluta- fé félagins verður nálega ein milljón krónur, minst 650 þúsund krónur, mest 1.950.000 kr.“ Kveðst Ingólf- ur Esphólín, sem blaðið hefur sam- band við, ekki sjá ástæðu til að láta neitt meira uppi um fram- kvæmdirnar. Og svo segir blaðið: „Óhætt er að fullyrða að hér er á leiðinni mikið nauðsynjamál, sér- stakiega má vænta þess, að bættar frystiaðferðir. og náin samvinna milli íshúss og kæliskips, eða skipa, hafí djúptæk áhrif á kjötmarkaðinn, sem nú er bundinn við eitt land einvörðungu og auk þess teftur af dýrum verkunaraðferðum.“ Jón Þ. Ólafsson birtir með grein sinni í Ægi teikningu frá 30.11. 1925 af frystihúsi, sem þeir Esp- hólínbræður, Ingólfur og Hjalti, hugðust reisa við Sölvhólsgötuna. Það er teiknað af Sigurði Péturs- syni og Þorleifi Eyjólfssyni. Þetta er glæsileg bygging, sem aldrei var reist, enda fluttu Svíarnir til lands- ins stóra byggingu frá Gautaborg í Svíþjóð. Þar hafði hún verið rifin og efniviðurinn fluttur til íslands. Húsið var að hluta hlaðið úr múr- steinum, með málmgrind frá Krupp og klætt með báruðum asbestplöt- um. Þegar Esphólínbræður sækja og þá um 20 þúsund tonn af ís árlega..." Þá hugsa þeir sér að byija að byggja sama sumar. En það gengur semsagt ekki eftir. Og haustið 1927 koma sænskur verk- fræðingur og tveir sænskir verk- stjórar til að stjórna verki við að reisa sænska húsið. Var síðan sænskur maður, Harald Gustafs- son, ráðinn til að veita því forstöðu fyrsta áratuginn og dvaldist hann á íslandi frá 1929 til 1938. 26. febrúar 1927 undirskrifar Knut Zimsen borgarstjóri í Reykjavík samning við Svensk- Islandska Fryserierna, en fyrir Svíanna hönd hafa þeir J. Fenger konsúll og Lárus Jóhannesson lög- fræðingur undirskrifað samninginn, að því er segir í Vísi. Samkvæmt því eru Esphólínbræður ekki lengur með. Spurning hlýtur að vakna hvað varð um þeirra þátttöku áður en Sænsk-íslenska frystihúsið var opnað. Af hveiju hættu þeir? Sagt var að upphaflegt hlutafé hafi verið aukið áður en húsið tók til starfa og Ingólfur Esphólín hafi ekki treyst sér til að tryggja sinn hlut. En nú hefur komið í leitirnar bréf, sem Ingólfur Esphólín skrifaði þremur árum síðar eða skömmu eftir að Sænsk-íslenska tók til starfa og af öðru tilefni. Þar segir hann: „Hvað viðkemur þannig þekking minni á öðiaim löndum en Svíþjóð, þá mun ég yfirleitt ekki vera öðrum síðri í þeim efnum, enda fékk ég lærdóm þá er ég í nærri 4 Sænsk-íslenska frystihúsið, stærsta bygging á íslandi fram að því og fyrsta frystihú- sið sem sérstaklega var byggt til slíks, blasti við þegar Fors- hellhjónin sigldu inn í höfnina í Reykjavík um miðjan janúar 1930. þeim tíma er afi sendiherrans, Vikt- or Forshell, framkvæmdastjóri Sveriges Förenade Konservfabrik- er, sem þekkt var í Svíþjóð undir vörumerkin „Fyrtornet“ , keypti frá 1898 íslenska síld frá Siglufirði fyrir fyrirtæki sitt, sem var allt fram til 1962 stærsta niðursuðufyr- irtæki í Svíþjóð. Þá sameinaðist það fyrirtækinu Abba undir nafninu Ábba-Fyrtornet og heitir frá 1970 einfaldlega Abba. Svo tengsl fjöl- skyldunnar við ísland ná allt aftur fyrir síðustu aldamót. Sonur Viktors Forshell, sem dó 1928, hagfræðingurinn Rolf Forsh': ell, kom inn í Fyrtornet 1925, hafði þá verið í Argentínu um hríð. En hlutafélagið Sænsk-íslenska er skráð 14. janúar 1927 og er heimil- isfang bæði í Gautaborg og í Reykjavík, eins og ísl. lög gera ráð fyrir. Stjórnin situr í Gautaborg og hana skipa framkvæmdastjórinn Viktor Rudolf Forshell, Carl Maur- itz Blidberg verslunarmaður, dr. Carl Philip Johannes Lindstedt og Frans Erik Wilhelm Olson, og Rolf ár vann að undirbúningi og söfnun á fé fil Sænsk-íslenska frystihússins hér í Reykjavík, því ætlunin var að ég yrði forstjóri þess fyrirtækis. En það fórst fyrir, fyrst og fremst af því að ég, að endingu áleit mér ekki samboðið að vinna móti hag eigin landsmanna minna, þá er ég komst að raun um hvemig stjórn félagsins yrði skipuð; og einnig vegna þess, að eftir þetta 4 ára tímabil, sem undirbúningur og stofnsetning tók, virtist mér frysti- aðferðin, „Ottesens", vera orðin úrelt, eins og mér ennþá frekar virð- ist nú. Svo og af þeirri ástæðu, að mér þótti ekkert keppikefli, þá sem komið var, að halda til streitu lof- orðum um framkvæmdastjórastöð- una.“ Samkvæmt gögnum í fórum Forshells sendiherra hafði Jón Esp- hólín þegar í janúar 1929 selt sænsku aðilunum hlut sinn í fyrir- tækinu. Merkasta nýjungin Greinilegt er að mikil eftirvænt- ing ríkir í Reykjavík vegna opnunar Sænsk-íslenska frystihússins. Rétt áður en það tekur til starfa skrifar Olafur Thors langa grein í Morgun- blaðið 19. janúar 1930 undir fyrir- sögninni „Framtíð sjávarútvegsins. Merkasta nýjungin" og segir m.a.: „Hér er það í uppsiglingu er ef til vill mun valda stærri straumhvörf- um í íslensku þjóðlífí en togaraflot- inn gerði fyrir 20 árum síðan. ís- lendingum er því nauðsynlegt að líta skynsamlega á málið þegar í upphafi. Enginn ímyndaður ótti má skyggja á raunveruleikann. - Hér er ekkert að óttast, en eftir miklu að sækjast.“ Enda mun fyrirtæki þeirrá Thorsbræðra, Kveldúlfur, fljótt hafa brugðist við’ þessu nýja tækifæri og fengið físk frystan i nýja frystihúsinu til að flytja út í tilraunaskyni. Er viðtal við Richard Thors framkvæmdastjóra, nýkom- inn frá Spáni, f Morgunblaðinu 8. júní um sumarið, þar sem hann segir að sér hafi lengi verið ljóst að eitthvað þyrfti að fara að breyta til um meðferð og sölu á íslensku fiskframleiðslunni: „Ýmsar leiðir mætti fara í þessu efni, en þegar frystihúsið sænska var komið upp hér, virtist mér það liggja beinast við að reyna að notfæra sér það að einhveiju leyti í þessu augna- miði. Við sömdum því við frystihús- ið um frystingu á fiski af togurum, síðasta aflanum úr hverri veiðiför og auk þess úr nokkrum mótorbát- um og sendum síðan 200 smálestir af þessum frysta fiski til Spánar og Ítalíu með skipi sem útbúið er með kælivél til að haida fiskum frosnum á leiðinni." íslandsförin 1930 í ársbyijun 1930 héldu því af stað til íslands, til að fylgja þessu fyrsta frystihúsi þar úr hlaði, fram- kvæmdastjóri sænska fyrirtækisins Rolf Forshell og Greta kona hans og Franz Hartmann, sem varð síðar framkvæmdastjóri Pripps, og Inga kona hans. Á hafnarbákkanum í Reykjavík beið þeirra með fjóra bíla, samkvæmt dagbók Gretu, annar sænskur stjórnarmaður, dr. Philip Lindstedt, og hefur verið kominn á undan. En það var hann sem fyrst- ur keypti fyrir sænsku aðilana einkaleyfið á Ottesensaðferðinni fyrir ísland. Þau fjögur sigldu með Brúarfossi og fengu vonskuveður, eins og má lesa í dagbók frú Gretu, sem skrifar með fallegri rithönd og góðri kímni, þótt öðru hveiju megi sjá orðin „ulrik, ulrik“, þegar mat- urinn vill skila sér í hafíð. Samt spila þau brids lengst af. Og þegar þau nálgast ísland skrifar hún að Rolf sé kominn á kaf í vinnu. Þau búa á Hótel Skjaldbreið, enda Hótel Borg í byggingu, og ein myndin er tekin þar út um gluggann. Og þrátt fyrir mikinn snjó, eins og sjá má af myndunum, fara konurnar að skoða það merkasta í Reykjavík, Þvottalaugarnar. Hér hafa hjónin dvalið að minnsta kosti í nokkrar vikur, fram yfir það að Sænska frystihúsið fór að taka á móti fiski 18. febrúar. Þegar hin stóra stund rennur upp segir Morgunblaðið frá því 18. febr- úar 1930 að „hið mikla frystihús-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.