Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1990 sett eru í efnahagsmálum, fjármál- um og skattamálum. Þau eru allt of oft samin í flýti og flaustri. Vegna þess að ekki er nægilega vandað til þeirra valda þau ágrein- ingi og þá_ koma upp þessi vafa- mál. Við íslendingar verðum að temja okkur að vanda betur til laga- setningar en gert er í stjómsýsl- unni.“ hefði fallið honum í vil, — var ekki kominn upp óyfirstíganlegur trún- aðarbrestur? Hann svarar eindregið neitandi.„Þjóðfélagslegt írafár má ekki hafa áhrif á dómstóla. Lög gera ráð fyrir því að dómara verði ekki vikið frá 'nema með dómi. Ef dómurinn hefði fallið mér í vil hefði ég að sjálfsögðu farið inní réttinn aftur. Dómstóll götunnar á ekki að ráða. Hann er versti dómstóll sem til er. Þar sem hann ríkir er réttlæt- ið farið forgörðum og getur reynst erfitt að koma því á aftur.“ Ertu breyttur maður eftir þennan hildarleik? „Ekki finn ég fyrir því. Ég var nýlega í boði hjá vini mínum og þar var haft á orði að ég hefði ekkert breyst, húmorinn væri enn í góðu lagi og allt á sínum stað. Ég held að það sé alveg rétt.“ Értu ekkert bitur? „Nei,“ svarar' hann ákveðið og blátt áfram, „það er ég ekki.“ Telurðu að þetta mál skilji eftir sig sár í íslensku þjóðfélagi? „Ég á erfítt með að svara því. Ég held að hinn almenni borgari geti það frekar en ég, sem hef stað- ið í miðri eldlínunni, ef svo má segja.“ Þú hefur gagnrýnt niðurstöðu meirihluta Hæstaréttar í máli þínu. Þegar þú lítur til baka, að fenginni þessari reynslu, sérðu þá einhverja dóma sem þú hefðir fellt öðru vísi nú en þá? „Já, ég geri ráð fyrir því að færi ég aftur inní Hæstarétt — og mað- ur skyldi aldrei útiloka slíkt — þá yrði ég harðari á túlkun ýmissa ákvæða stjórnarskrárinnar en ég hef verið. Ég hef þótt frekar íhalds- samur í þessum efnum, en ef ég færi inn aftur yrði ég enn íhaids- samari. Til dæmis myndi ég túlka skattalögin þannig að þau uppfylltu ýtrustu kröfur stjórnarskrárinnar. Þetta á bæði við um 67. greinina sem fjallar um verndun eignarrétt- arins og ennfremur 77. grein sem ijallar um að skattamálum sé skip- að með lögum, samanber einnig 40. grein stjórnarskrárinnar. Dómarar hafa verið mismunandi harðir í túlk- un sinni á ákvæðum skattalaga. Ég yrði núna mun harðari í því að túlka óskýr ákvæði laganna um rétt einstaklingsins gegn skatt- heimtuvaldinu skattþegninum í vil.“ Hafa skattborgaramir þá verið hlunnfarnir í viðskiptum sínum við ríkisvaldið með dómum Hæstarétt- ar? . „Ég tel að það hafí komið fyrir, já. Það er of algengt að hagsmunir einstaklingsins verði undir hags- munum ríkisins. Svo geta aðrir ver- ið á öðru máli. Menn túlka lögin eftir sínum grundvallarviðhorfum til þjóðmála." Ér mikið um að ágreiningur milli ólíkra persónulegra skoðana af þessu tagi setji mark sitt á störf Hæstaréttar? „Ég vil ekki segja að mikið sé um slíkt. En persónuleg viðhorf geta vissulega haft áhrif á það hvernig dómarar túlka lögin. Til dæmis er sennilegt að kommúnisti túlki vafaákvæði skattalaga öðru- vísi en íhaldsmaður." Eru mörg slík vafaákvæði í íslenskum lögum? „Já, þetta vill loða við lög sem síns máls? „Hann hafði ýmislegt til síns máls. Ég man ekki betur en hann hafí m.a. vitnað í nokkur sér- atkvæði mín, þar sem ég tók af- stöðu með rétti einstaklingsins. En ég tók upp hanskann fyrir Hæsta- rétt sem forseti dómsins. Ég reidd- ist Jóni Steinari og hann hefur eflaust reiðst mér. En við erum löngu búnir að grafa þann ágrein- ing. Ég hef þekkt Jón Steinar lengi. Við kynntumst á laganemamóti í Finnlandi 1972, þar sem ég flutti fyrirlestur og það hefur einatt farið vel á með okkur. Ég treysti honum fyrir vöm minni vegna þess að hann er frábær lögmaður og svo vel að sér í greininni að hann gæti hvenær sem er hoppað inní háskólann. Hann sýndi hugrekki í þessu máli. Það er meira en að segja það að standa gegn öllu kerfínu. Til þess þarf karlmennsku og hugrekki og hvort tveggja hefur Jón Steinar í ríkum mæli.“ Hann játar að sitt stóra hugðar- efni í lögfræðinni sé hagsmunir borgaranna andspænis hagsmunum ríkisvaldsins. Hvers vegna? „Vegna þess að ég tel að ríkið sé til fyrir einstaklingana en ekki öfugt,“ svarar hann að bragði. Eru margar brotalamir í íslensku dómskerfí? „Nei, ég tel svo ekki vera. En verandi hæstaréttarlögmaður, en þeir ættu að vera þrír að mínu mati, og síðan einn borgardómari, einn sakadómari, einn fógeti, einn sýslumaður og einn fyrrverandi prófessor. Þannig yrði meiri breidd í réttinum. Þetta hefur dómsmála- ráðherra í hendi sér. Lögmanna- stéttin hefur geysilega og víðfeðma reynslu sem á að nýta í Hæsta- rétti. Þetta gera Bretar enda eiga þeir frábæra dómara." Er gaman að vera dómari? „Ekki er það nú skemmtilegt starf. Starf dómara í Hæstarétti er sérstaklega erfítt og slítandi. Mér þótti mjög ánægjulegt að vera borg- ardómari; þá var maður yfírleitt einn og allt gekk greiðlega fyrir sig. En Hæstiréttur er fjölskipaður dómstóll með þremur, fímm eða sjö dómurum. Slíkur dómstóll er ákaf- lega svifaseinn. Allir þurfa að tjá sig og getur tekið langan tíma að reyna að jafna ágreining. Og ef það tekst ekki hafa menn rétt til að skila sératkvæði." Varst þú oft andsnúinn meiri- hlutaálitinu og skilaðir sératkvæði? „Já, það kom alloft fyrir. Ég hygg að það hafí einkum verið þeg- ar reyndi á stjórnarskrána eða þeg- ar verið var að mæla mönnum refs- ingu. Ég er ekki refsiglaður maður, þó ég segi sjálfur frá.“ Fjölskyldan — Sigurður, Þóra Björg, Gerður, Sólveig og Magnús. að sér í fræðigrein sinni, lögfræð- inni, hann þarf að vera heiðarlegur, sanngjarn og hugrakkur. Og ekki má gleyma því að hann verður að hafa góða dómgreind." Varst þú góður dómari? „Enginn er dómari í sjálfs sín sök,“ svarar Magnús Thoroddsen glaðbeittur á svip. Hann er með lögfræðina í blóðinu. Faðir hans, Jónas Thoroddsen, var lögfræð- ingur og móðurafi, Magn ús Guðmundsson, einnig. Um tíma velti hann reyndar fyrir sér að verða verkfræðingur eins og föðurafínn, Sigurður Thoroddsen, fyrsti íslend- ingurinn sem útskrifaðist í því fagi, en áhugi hans á tungumálum beindi honum í máladeild svo ekkert varð úr því. Hann segist hafa átt mjög góða æsku. Til ellefu ára aldurs ólst hann upp á Norðfírði, þar sem faðir hans var bæjarfógeti. „Þetta var fijálst strákalíf, — úti í bátum eða uppi í fjalli. Mér fínnst ég aldrei hafa upplifað gott veður síðan ég fluttist frá Norðfírði; blankalogn og 25 stiga hiti dag eftir dag.“ Síðan fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur. „Mér leiddist fyrst og var sár yfír að missa frelsið og fé- lagana. Svo lagaðist það eins og gengur." Hann segir að engar manneskjur hafí haft meiri áhrif á sig en foreldr- ar hans. „Ég vona að ég hafí erft mildi og víðsýni föður míns en ein- beitni og skapfestu Bjargar, móður minnar.“ Heimilið var í góðum efnum. Systkinin voru fjögur en það yngsta, Sigurður, dó í bílslysi aðeins átta ára að aldri.„Þegar Sólveig gekk með fyrsta barnið okkar dreymdi hana Sigurð; hann vitjaði nafns og sonur okkar heitir í höfuð- ið á honum.“ Trúir hann á svokölluð dulræn fyrirbæri? „Það er langtum fleira til í heiminum en það sem augað sér og skýrt verður með skynsem- inni einni. Það er ég alveg sann- færður um. Ég get nefnt sem dæmi að við vorum eitt sinn að borða hjá tengdaforeldrum mínum ásamt fleira fólki og vorum á annarri hæð hússins. í miðju borðhaldinu, þegar við vorum að tala um ákveðinn lát- inn mann, heyrðum við gengið upp stigann, síðan voru dyrnar opnaðar flagnús yngri — Gerður og Magnús með Magnúsi Thor- ddsen yngri. Eru einhveijir dómar sem þú sérð hreinlega eftir að hafa kveðið upp? „Já, það eru einkum tveir dómar varðandi skattamál sem eru mér í fersku minni. Ég vil ekki nefna þá, en ég hefði dæmt þessi mál öðru vísi núna. Ég hefði skilað séráliti sem að vísu hefði ekki breytt niður- stöðu meirihlutans.“ Verjandi Magnúsar Thor- oddsens, Jón Steinar Gunnlaugsson, skrifaði fyrir nokkrum árum um talaða bók þar sem hann deildi hart á dómara Hæstarét.tar, einmitt fyrir að láta borgaraleg réttindi ein- staklinganna verða undir hagsmun- um ríkisvaldsins. Þá svaraði Magn- ús fyrir hönd Hæstaréttar af fullri hörku. Ég spyr hann hvers vegna hann hafi gert andstæðing sinn þá að veijanda sínum nú og hvort Jón Steinar hafí ekki haft sitthvað til Á skíðaslóðum — Fjölskyldan leigði sér fjallakofa jólin 1988 í Chamonix í Frakkl- andi og þar ætlar Magnús að iðka skíða íþróttina núna þegar hjónin eru sést að í Genf. dómstólarnir eru mannlegar stofn- anir. Dómurum getur skjátlast eins og öðrum dauðlegum mönnum. Það hefur alltaf komið fyrir í gegnum tíðina að kveðnir hafa verið upp rangir dómar, annaðhvort viljandi eða óviljandi. Og það mun halda áfram; við verðum að gera okkur grein fyrir því. En verkefni okkar er að halda þeim dómum í lág- marki.“ Er Hæstiréttur vel mannaður? „Já, þetta eru ágætir menn. En ég er þeirrar skoðunar að Hæsta- rétt eigi almennt að skipa með öðr- um hætti en nú er. Ég tel að lög- mannastéttin eigi að hafa fleiri full- trúa í réttinum. Nú er þar einn fyrr- Leggst ekki sú ábyrgð þungt á dómara að hafa líf og lífshagsmuni meðborgaranna nánast í hendi sér? „Sérstaklega fyrst hélt þetta fyr- ir manni vöku. Það voru voðalegar vangaveltur fram og til baka um á hvorn veginn málið ætti að fara. Slíkar ákvarðanir dómara, eins og reyndar margar ákvarðanir sem menn taka í lífinu, verða ekki aftur teknar. Starfið er ábyrgðarmikið og valdið vandmeðfarið. Eftir því sem tíminn líður sjóast maður nokk- uð en losnar samt aldrei alveg við áhyggjurnar af að gera mistök, — kveða upp rangan dóm.“ Hvað er góður dómari? „Góður dómari þarf að vera vel og ljósin slökkt. Að þessu urðu sjö eða átta manns vitni og engin vénjuleg skýring fannst. Þetta var furðuleg reynsla.“ Þau Sólveig hittust fyrst á balli í Valsheimilinu í kringum 1950. Hvað var það sem heillaði hann? „Ja, mér leist strax ákaflega vel á hana. En ég held að það sem réð úrslitum hafi verið að mér leið strax vel í návist hennar; ég gat verið ég sjálfur með henni. Ég gat þagað með henni. Það er afar erfítt að þegja með sumu fólki.“ Börnin þijú eru nú uppkomin og flogin burt; Sigurður, 31 árs, er EGSE BREKKIM EYRIR MER...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.