Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1990 c 3r Frummælendur í ræðustól, frá vinstri: Magnús Gunnarsson, Jóhann Hjálmarsson, Ellert B. Sehram, Birgir ísleifiir Gunnarsson fundarstjóri og Ragnhildur Helgadóttir. mt' A P j-jjgi /W* ' Fjölmenni var á fundinum á þessum þungbúna ágústdegi. SÍMTALID... ER VIÐ HAFSTEIN VALSSONHJA BILALEIGU AKUREYRAR Útlendingar, stofnanir ogfyrir- tæki helstu viðskiptavinimir 686915 Akureyrar, góðan Bílaleiga dag! — Já, góðan dag; Andrés heiti ég Magnússon, blaðamaður Morg- unblaðsins. Ég ætlaði að eiga við ykkur stutt símtal um bílaleigu. Jájá, Hafsteinn Valsson, hérna megin. Hvað vildir þú vita? — Hvers vegna eru bflaleigu- bílar svona dýrir á íslandi? Það er nú margt sem veldur því, en í meginatriðum má nefna til mikinn rekstrarkostnað annars vegar og há opinber gjöld hins vegar. Rekstarkostnaðurinn er vitaskuld mikill, eins og íslenskir bifreiðaeigendur þekkja, ástand vega utan þéttbýlis er ekki gott, veturinn er okkur óþægur og svo framvegis. Opinberu gjöldin spila líka þarna inn í að miklu leyti, hækka stofnkostnaðinn verulega og ég held að miðað við annað verðlag í landinu sé verðið ekki jafnhátt og kann að virðast við fyrstu sýn. — En í samanburði við útlönd er þetta nú nokkuð dýrt, ekki satt? Jú, það er alveg rétt. Verðið hefur að vísu hækkað töluvert erlendis undanfarin 2-3 ár, en er eigi að síður mun lægra en gerist hér. Það sem mestu veldur um þetta er ótakmarkaður kflómetra- ijöldi þar ytra, sem ekki er hér og kflómetragjaldið bætir nú yfir- leitt vel á reikninginn hér. — Hafið þið hugleitt að leggja það niður? Nei, í raun og veru ekki. Þetta var reynt hjá einni leigunni fyrir nokkrum árum og það endaði allt með ósköpum. Það komu hingað t.d. útlendingar og leigðu bfla í 2 vikur eða meira. Síðan þegar bílunum var þúsund kílómetrar á mælinum, þannig að þetta var alveg út í bláinn. — Er meðferð á bílunum slæm? Nei, yfirleitt ekki. Auðvitað eru svartir sauðir innan um, en á heildina litið er meðferðin mjög góð. Þetta er allt annað en var á árum áður. Ég er búinn að vera í þessum „bransa“ í ein 12 ár og það hefur mikið breyst til hins betra á því sviði á þeim tíma. Ég held að hér áður fyrr hafi fólk ekki hirt um að fara vel með bílana þar sem það ætti ekkert í þeim, en nú er fólk mun ábyrgðar- fyllra að þessu leyti. — Er það ekki rétt hjá mér að þið séuð með stærstu leiguna? Jú, það held ég< — Hvað eru þetta margir bflar? Ætli þetta séu ekki um 250 bílar í allt. Af öllum stærðum og gerðum. — Og hverjir skipta helst við ykkur? í þessa þijá sumarmánuði okk- ar eru það helst útlendingar, sem skipta við okkur, en hina mánuð- ina eru það mestmegnis fyrirtæki og stofnanir. Reykjavíkurborg er til að mynda yfirleitt með nokkurn fjölda í leigu og svo leigjum við vitaskuld mikið til tryggingafé- laganna, sem láta tjónþolum á þeirra vegum þá í té þar til tjón hefur verið gert upp. — Hvað myndi það kosta mig ef ég leigði mér fimm manna fólksbíl í einn dag og æki um 200 km leið? Með söluskatti og öllu tilheyrandi kostaði það um 7.000 krónur. — Það var og Hafsteinn. Heyrðu, ég þakka þér kærlega fyrir spjallið og upplýs- ingarnar, Það var nú ekk skilað voru nokkur Hafsteinn Valsson ert. Blessaður. HÉR fyrr á árum var Birgir Björnsson nokkurs konar sam- ne&iari fyrir hafnfirskan hand- bolta. Hann þótti atkvæðamikill jafht á leikvelli, sem utan hans — hvort sem hann var fyrirliði FH og landsHðsins eða þjálfaði þau. Birgir var í gullaldarliði FH á sínum tíma, því liði, sem varð Hafiiarfirði út um auknef- nið „Handboltabærinn". En hvar er Birgir staddur nú? Birgir Björnsson gerðist for- stöðumaður hins glæsilega íþróttahúss, sem risið er við Kaplakrika í Hafnarfirði, hinn 1. nóvember síðastliðinn. Morgunr blaðið spurðist fyrir um hvað á daga hans hefði drifið frá því hann stóð í eldlínunni á vellinum. „Ég hætti að spila með liðinu vorið 1974. Ég hafði þjálfað FH ein fimm keppnistímabil og var oftast leikmaður með liðinu, en hætti svo 39 ára gamall eftir 20 ára toppbaráttu. Má segja að ég hafi hætt á toppnum, því við vor- um Islandsmeistarar þá. Ég segi þetta 20 ára toppbaráttu, því við vorum yfirleitt í þremur efstu sætunum. Yfirleitt í 1. eða 2. sæti, en mun sjaldnar í því þriðja. Síðan hellti ég mér út í þjálfun- ina, þjálfaði m.a. landsliðið 1975, en ég hafði þjálfað það áður keppnistímabilið 1968, þegar við unnum Dani í fyrsta skipti, 15-10. 1975 unnum við hins vegar Vest- ur-Þjóðveija í fyrsta skipti, 18-15, og náðum jafntefli við Júgóslava hér í Laugardalshöll. Seinna var ég svo aðstoðarþjálfari Pólveijans Janus Cervinski, sem var fyrsti erlendi landsliðsþjálfarinn. Sú samvinna gekk mjög vel og við náðum vel saman. Það skilaði sér hins vegar ekki alveg sem skildi í heimsmeistarakeppninni, því lið- ið varð fyrir miklum áföllum rétt fyrir keppni, auk þess sem við lentum í riðli með Rússum, Spán- veijum og Dönum, sem síðan röð- uðu sér í 1. 3. og 5. sætið.“ Síðan fór Birgir norður til Ak- ureyrar, þar sem hann dvaldist í 11 ár, og þjálfaði þar lið KA, sem síðan hóf innreið sína í 1. deild. Seinna fór hann að þjálfa fyrir Þór. Var engin fýla vegna félaga- skipta? „Nei, nei. Þeir vissu alveg sem var, að númer eitt, tvö og þijú var ég alltaf FH-ingur. Það var alveg eins og áður þegar ég þjálf- aði 2. deild Vals og seinna Gróttu á sama tíma og ég var í liðinu hjá FH.“ En þar kom að, að Birgir fór suður til Hafnarfjarðar aftur. „Mér bauðst að koma í Fjörðinn aftur og gerast forstöðumaður þessa glæsilega íþróttamannvirk- is, sem nú er verið að leggja loka- hönd á. Og þrátt fyrir að mér hafi liðið mjög vel á Akureyri var þetta tækifæri, sem ég varð að grípa og það er stórkostlegt að vera kominn heim aftur.“ Bygging hússins er nú á loka- stigi og verður tilbúin um mán- aðamótin mars-apríl. Birgir tekur þátt í vinnu vegna lokafrágangs hússins, auk daglegra stjórnunar- starfa, en húsið verður keppnishús á alþjóðamælikvarða fullfrágeng- ið. Hann segist ekki vera farinn HVAR ERU MU NÚ? Kominn heimí Fjorðinn afitur Birgir tekur viö íslands- meistarabikarnum 1971 úr hendi Valgeirs Ársælsson- ar, en lengst til vinstri er Hjaiti Einarsson. Morgunblaðið/Árni Sæberg Birgír Björnsson í hinni nýju íþróttahöll ð Kaplakrika. að þjálfa aftur enda önnum kaf- inn, hins vegar spili hann með gömlu félögunum, Áma Guðjóns- syni, Gils Stefánssyni, Geir Hall- steinssyni, Viðari Símonarsyni og fleirum. „Én þegar fer að hægjast um vegna byggingarinnar er ekk- ert sem útilokar að ég fari að þjálfa aftur, enda kominn heim til FH.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.