Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MINIUINGAR SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1990 C 25 Pálína G. Guðjóns- dóttir - Minning Fædd 12. maí 1920 Dáin 10. febrúar 1990 Elsku besta amma min, Pálína Guðrún Guðjónsdóttir, er dáin. Amma sem var alltaf svo góð og umhyggjusöm. Hún átti ótakmark- aða þolinmæði handa okkur og var okkur svo eftirlátssöm, sem kom fram í því að óskir okkar og þarfir gengu fyrir öllu öðru, ekki síst eft- ir að við fórum að búa í útlöndum. Hún var alltaf svo glaðleg og við vorum oft svo kátar þegar við vor- um að spila og annað að gera. Aðeins þriggja ára fór ég með ömmu og afa til Mallorka um vor, en þá kólnaði í veðri um tíma og íbúðin sem við vorum í var svo köld af þvi að hún var svo rök eft- ir veturinn og við nöfnumar fengum inflúensu í nokkra daga. Þá var ekki gott að vera í svona órafjar- lægð frá mömmu og pabba. Það kemur oft upp í huga mér hve gott það var að eiga hlýju og gæsku þessarar indælu ömmu. Amma var svo falleg og glæsileg og mikil reisn yfir henni en samt látlaus og hóg- vær og vildi ekki láta sínar þarfir ganga fyrir svo að annarra þarfir kæmust að. Það fannst okkur að minnsta kosti þegar hún og afi komu í heimsókn til okkar, til Þýskalands síðastliðið haust, en þá var hún orðin svo lasburða en samt var hún svo dugleg. Við trúum á Guð og við vitum að amma er hjá Guði og að henni líður vel. Við Pétur bróðir-minn erum svo þakklát að hafa fengið að vera með henni þó árin séu ekki fleiri. Guð blessi hana og við biðjum hann að hugga afa. Pálína Með örfáum orðum viljum við minnast Pálínu Guðjónsdóttur fyrr- um samstarfskonu okkar sem lést í Landakotsspítala föstudaginn 10. febrúar sl. eftir erfið veikindi. Kynni okkar af Pálínu hófust fyrir mörg- um árum þegar hún tók að sér að vinna við útsendingar á verkefnum Umferðarskólans Ungir vegfarend- ur. Ennfremur þekktum við hana sem eiginkonu starfsfélaga okkar í mörg ár, Sigurðar Ágústssonar. Pálína er okkur minnisstæð fyrir margra hluta sakir en einkum þó fyrir prúðmennsku og hlýju. Aldrei heyrðist hún hækka röddina eða taka sér stóryrði í munn — það var ekki hennar máti. Störf sín vann hún af einstakri trúmennsku og vandvirkni svo ekki verður betur gert. Pálína var einkum húsmóðir enda heimilið stórt og barnmargt. Hún vann þó einnig við saumaskap og var snillingur á því sviði. Pálína giftist Sigurði Ágústssyni 17. apríl árið 1943. Hann starfaði lengi í lögreglunni í Reykjavík en síðar sem fulltrúi hjá Umferðarráði. Þau Sigurður eignuðust 5 mannvænleg börn, þau Kristínu starfsmann IfV innréttingar, Dugguvogi 23, gæðanna vegna Framleiöum eldhúsmnréttmgar, fataskápa, baöínnréttingar og sólbekki. Leitiö tilboöa. Eigum baöinnréttingar álager. Opið sunnud. frá kl. 13-18. Reykjavíkurapóteks, Grétu skrif- stofumann hjá Silkiprenti sf., Her- mann flugmann hjá Landhelgis- gæslu íslands, Guðjón starfsmann Sambands íslenskra samvinnufé- laga og Helgu sem er húsmóðir og býr í Vestur-Þýskalandi. Bama- börnin eru orðin 15 og barnabama- börnin em 3. Það fór ekki fram hjá okkur að Pálína bar mikla um- hyggju fyrir fy'ölskyldu sinni og vann henni allt sem hún mátti. Umhyggja Sigurðar fyrir konu sinni í erfiðum veikindum var mikil og er missir hans sár. Við sendum honum, börhum þeirra hjóna, bamabörnum og öðr- um aðstandendum innilegar samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning Pálínu Guð- jónsdóttur. Starfsfólk Umferðarráðs Kveðja frá barnabörnum Föstudaginn 9. febrúar barst okkur sú sorgarfregn að amma Palla væri látin. Með nokkmm orð- um langar okkur barnabörnin að minnast hennar. Þrátt fyrir að amma hafí átt við sjúkdóm að stríða síðustu mánuði kom þessi fregn okkur mjög á óvart. Hún hafði sýnt svo mikinn kjark og dugnað í baráttu við sjúk- dóminn. í hjörtum okkar ríkir mikil sorg. Það stendur í bók Kahil Gibr- ans, Spámanninum, að þegar fólk er sorgmætt eigi það að skoða aft- ur hug sinn og þá muni það sjá að það gráti vegna þess sem var gleði þess. Amma og afi í „Njörvó" skip- uðu stóran sess í lífí okkar. Heimili þeirra var miðpunkturinn í fjöl- skyldu okkar og áttum við þar margar gleðistundir. Okkur var allt- af jafn vel tekið hvort sem við vild- um gista eða koma í heimsókn. Amma og afí voru einstök hjón sem innilega unnu hvort öðru. Við eigum góðar minningar um ömmu Pöllu. Hún var alltaf svo elskuleg og góð við alla. Hún var einkar handlagin og hafði sérstak- lega gaman af ferðalögum, bæði innanlands og utan. Á sumrin var oft farið í sumarbústað og í dags- ferðir í Heiðmörk, Herdísarvík og Bolabás með nesti. Það var alltaf mikið fjör og gleði. Margs fleira mætti minnast og það munum við gera í hjörtum okkar. Við munum líka minnast þess hve afí reyndist ömmu vel í veikindum hennar. Megi góður Guð styrkja afa okk- ar í sorg hans og söknuði. ISUZU Nýr Jötunn Um áramótin voru Búnaöardeild Sambandsins, Jötunn hf og Bílvangur sf ' sameinuð í eitt fyrirtæki, sem heitir JÖTUNN, og tekur yfir allan rekstur fyrirtækjanna þriggja. Skrifstofur hins nýja JÖTUNS, sem er deild í Sambandinu, veröa opnaðar mánudaginn 19. febrúar aö Höfðabakka 9. Síminn er 670000 • Starfsemi Búnaöardeildar, nema varahlutaverslunin, flyst úr Ármúla 3 að Höfðabakka 9. • Varahlutaverslunin verður enn um sinn að Ármúla 3, Hallarmúlamegin, sími 38900. • Símanúmer bíla- og rafvélaverkstæða og varahlutaverslana að Höfðabakka 9 verða óbreytt fyrst um sinn. Veríð velkomin að Höfðabakka 9. ~ "" SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA HÖFÐABAKKA 9, SÍMI 670000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.