Morgunblaðið - 18.02.1990, Síða 13

Morgunblaðið - 18.02.1990, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1990 C 13 Tilræðið wið páfa (1981): athyglin beindist að búlgörsku öryggisþjón- Óvenjulegar aðferðir: Eiturkúla ustunni. eins og þær sem notaðar voru til að myrða búlgarska flóttamenn fyrir rúmum 10 árum. Varnarbarátta einræðisherrans ... Zhivkov nær í línuna frá Moskvu ... Skopmyndir, sem Todor Zonev hefur teiknað af hinum fallna einræðisherra í 30 ár, hafa ekki komið fyrir almenningssjónir fyrr en nýverið og njóta gífurlegra vinsælda. Gagnrýni Markovs á Zhivkov á sínum tíma þykir meinleysisleg miðað við þær árásir, sem hann hefur sætt síðan honum var vikið frá völdum. Meinlausar „Þær virðast heldur meinlausar, þegar þær eru lesnar núna,“ sagði Ánabel Markov um endurminningar manns síns fyrir skömmu. „Svo meinlausar að kaldhæðnislegt er að bera þær saman við greinar, sem nú eru birtar í búlgörskum blöðum og þætti, sem eru sýndir í sjón- varpi, þar sem Zhivkov er fundið allt til foráttu og hann er kallaður þjófóttur og grimmur harðstjóri. Það er næstum því ótrúlegt að þær hafi orðið tilefni til þess að honum vár komið fyrir kattarnef, sagði hún. „Þær eru ekki ádeila á Zhivkov, heldur hlutlæg lýsing á valdamiídum manni, sem hafði komið á persónudýrkun. Hann réðst skki á Zhivkov, heldur hló að hon- um, og það var ófyrirgefanlegt. Því þótti full ástæðatil að myrða hann.“ „Við höfðum verið vöruð við því áður en morðið var framið að stjórn- málaráðið hefði tekið þessa ákvörð- un vegna ummæla hans um Aust- ur-Evrópu,“ sagði Annabel. „Til- ræðismaðurinn komst undan og ólíklegt er að hann finnist. Vel get- ur verið að hann sé látinn.“ Mánuði áður en Markov var myrtur með regnhlífinni hafði ann- ar búlgarskur útlagi, Vladimir Kostov, orðið fyrir sams konar árás í neðanjarðarlestarstöð í París, en komizt lífs af. í líkama hans fannst kúla svipuð þeirri og varð Markov að bana. Kostov hafði unnið fyrir RadioFree Europe eins og Markov. Ári síðar lézt vestur-þýzkur kvenlæknir, Rosemarie Heilmann, sem hafði þekkt Markov. Banamein hennar var úrskurðað hjartaáfall, en við krufningu fundust leifar af svefnlyfinu metaqualon. Annar búlgarskur útlagi og vinur Rosem- arie hafði látizt skömmu áður þegar hann borðaði eitraða pitsu í veit- ingahúsi í Nice. Gert var ráð fyrir að leyniþjónustumenn hefðu myrt hann, en ekki tókst að upplýsa málið. í október 1978 fannst búlgarskur flóttamaður, Vladimir Simenov, lát- inn á heimili sínu í London. í febrú- ar 1983 var útlægur, búlgarskur rithöfundur í Dallas í Bandaríkjun- um, Vasil Kazashky, stunginn með óþekktu vopni og eitur fannst í sárinu, en lífi hans var bjargað. „Útibú KGB“ ' Þegar reynt var að ráða Jóhann- es Pál páfa II af dögum í Róm í maí 1981 voru þrír grunsamlegir Búlgarar handteknir. Þeir vom taldir standa í tengslum við búlg- örsku öryggisþjónustuna, Darzh- avna Sigurnost (DS), sem var útibú KGB, enda var Búlgaría stundum kölluð „16. sovétlýðveldið". Starfsmenn DS erlendis hafa heyrt undir foringja úr KGB og Búlgarar hafa verið frægir fyrir að taka að sér mannrán, hryðjuverk og morð. „Morðingjar okkar missa aldrei marks,“ sagði Zhivkov eitt sinn við bandaríska dálkahöfundinn Cyrus Sulzberger. ítalir höfðu grun um að Búlgarar stæðu einnig í tengslum við um- svifamikla eiturlyfja- og vopnasala og félaga úr Rauðu herdeildunum, sem rændu bandaríska hershöfð- ingjanum James Dozier. Einnig var vitað að búlgarska leyniþjónustan réð í sína þjónustu kunnan ítalskan kaupsýslumann, Luigi Scicciola, til að afla upplýsinga í verkalýðsfélög- um í Vestur-Evrópu um pólsku verkalýðshreyfinguna Samstöðu. Allt frá 1972 var búlgarska ríkis- fyrirtækið Kintex sakað um að stunda leynileg eiturlyfjaviðskipti. Fyrir áratug kom fjórðungur þess heróíns, sem var flutt inn til Banda- ríkjanna, frá Búlgaríu. Yfirmenn Kintex voru háttsettir í búlgörsku leyniþjónustunni að sögn Banda- ríkjamanna. Þessi „búlgörsku tengsl" vöktu áhuga bandarískra þingmanna vegna ásakana um að tilræðið við páfann 1981 hefði verið liður í samsæri Rússa og Búlgara um að grafa undan Samstöðu í Póllandi, en ekki tókst að upplýsa tilræðið við páfa til fullnustu. Endurreistur Síðan Zhivkov var steypt af stóli í nóvember sl. hefur hann átt yfir höfði sér að verða ákærður fyrir glæpi. Skömmu eftir fall hans fóru 70 kunnir menntamenn þess á leit við Petar Mladenov, eftirmann hans, að morðið á Markov yrði rann- sakað. Annabel Markov tók undir kröfuna og hefur krafizt þess að ein af ákærunum gegn Zhivkov verði á þá leið að hann hafi fyrir- skipað morðið á Markov. Brezka stjórnin lýsti yfir stuðningi við ekkj- una og William Waldegrave, aðstoð- arráðherra í brezka utanríkisráðu- neytinu, sagði í Neðri málstofu I brezka þingsins í desember að hann vonaði að sannleikurinn um morðið mundi köma í ljós, þar sem nýtt tímabil væri hafið í Austur-Evrópu. Rétt fyrir áramótin ógilti búlg- arska rithöfundasambandið brott- vikningu Markovs úr sambandinu á sínu tíma og því verður aftur hægt að gefa út verk hans og sýna leik- rit hans í Búlgaríu. Nokkrum dögum síðar fór Anna- bel Markov til Búlgaríu til að þakka rithöfundasambandinu fyrir ákvörðunina og hitta fjölskyldu manns síns. Um leið vildi hún fá staðfest að yfirvöld í Sofia hefðu staðið að morðinu á manni hennar. „Ég held að nú sé rétti tíminn til þess að Búlgarar geri hreint fyrir sínum dyrum og segi sannleikann um morðið á Georgi,“ sagði hún. „Þetta var einn viðurstyggilegasti glæpur kalda stríðsins og er blettur á Búlgörum." Annabel varð kunn af viðtölum í útvarpi og sjónvarpi eftir komuna til Sofia. „Fyrst var ég í miklu upp- námi,“ sagði hún síðar. „Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því að minning hans hafði verið gersam- lega þurrkuð út. Það eina sem unga fólkið vissi um hann var að hann hefði verið landráðamaður. Mér fannst þetta næstum því ótrúlegt og ég varð fegin. þegar ég komst að því að búlgarska útvarpið skýrði rétt frá öllu þvi' sem ég hafði sagt þess efnis að hann hefði verið merk- ur rithöfundur og mikill ættjarðar- vinur." Fáfræði Hún var heiðursgestur í hádegis- verðarboði rithöfundasambandsins og varð að svara ótal spurningum um dauða Markovs. Henni blöskr- aði að jafnvel gamlir samstarfs- menn hans vissu það eitt að hann hefði verið „líflátinn" fyrir landráð. „Ég trúði þessu ekki. Landar hans vissu ekkert. Ég varð að segja sög- una aftur og aftur.“ Að lokum skál- uðu rithöfundarnir fyrir „anda Georgi Markovs, sem lifði enn“, og færðu henni að gjöf eftirlíkingu af helgimynd af heilögum Georgi og drekanum. Þegar Annabel var í Sofia til- kynnti Dimitar Zhulev, sendiþerra Búlgaríu í London, Waldegrave að- stoðarutanríkisráðherra að morðið á Markov yrði rannsakað. Daginn eftir gekk Annabel á fund valda- mikils fulltrúa í hinu nýja stjórn- málaráði búlgarskra kommúnista, Alexanders Lilovs, sem nú hefur verið kjörinn flokksleiðtogi. Hann fullvissaði hana um að rannsókn yrði bráðlega fyrirskipuð, þótt hann neitaði að viðurkenna beinlínis að búlgörsk yfirvöld bæru sökina. „Hann sagði að þetta hefðu verið hræðilegir tímar í Búlgaríu og að margt hefði gerzt, sem hefði ekki átt að gerast," sagði frú Markov eftir heimkomuna til London. „Hann var mjög vingjarnlegur og hjálpsamur. Hann kvaðst dást að verkum manns míns og taldi að ekki væri síður nauðsynlegt að verk hans yrðu gefin út en að morðið yrði rannsakað. Þá mundi fólk geta gert sér grein fyrir því hvað 35 ára alræði hefði haft í för með sér.“ Metsölubók? Endurminningar Markovs voru gefnar út í Bandaríkjunum og Bret- landi eftir dauða hans og fengu nafnið The Truth that Kills (Ban- vænn sannleikur). Búlgarskir útlag- ar hafa smyglað vasaútgáfu til and- ófsmanna í Búlgaríu, en nú verða þær í fyrsta skipti gefnar út opin- berlega þar. Tvö forlög í Sofía hafa slegizt um útgáfuréttinn og því er spáð að þær verði metsölubók. Skáldsögur og leikrit Markovs verða líka gefin út og safn ritgerða eftir hann kemur út bráðlega. Morð- inu hefur verið lýst í búlgörskum sjónvarpsþætti. „Þetta hefur verið stórkostleg- asta vika, sem ég hef lifað,“ sagði Annabel Markov þegar hún kom aftur til Lundúna._ „Eg er ekki bit- ur,“ sagði hún. „Ég hef ekki verið með dauða Georgis á heilanum í öll þessi ár. En mér fannst að ef ég ætti að komast að einhveiju þá væri rétti tíminn til þess núna. Innri rödd sagði mér að ég yrði að fara og ég hafði á réttu að standa. Ég fór til Búlgaríu til að fá játn- ingu og afsökun," sagði hún. „Það var aðeins von og ég bjóst ekki við að fá viðhlítandi skýringu á því sem gerðist. En framvindan hefur verið svo hröð að ég er viss um að sann- leikurinn mun koma í ljós. Ég er þakklát vegna þess að nú vita allir um þetta mál. Nú veit fólk hvern mann Georgi hafði að geyma og hveiju hann barðist fyrir. Nú verður hans ekki eingöngu minnzt vegna þess að hann var myrtur á viður- styggilegan hátt, heldur einnig vegna þess að hann var merkur rit- höfundur." Aðalfundur Verslunarráðs íslands 1990 Fundurinn verður á Hétel Loftleiðum mánu- daginn 19. febrúar 1990. Skráning fundarmanna og afhending gagna í Vík (Víkingasal) kl. 11.15-11.30. í Vík flytur Jóhann J. Ólafsson, formaður VÍ, ræðu og afhentir verða námsstyrkir. Þar verður einnig hádegis- verður. Kl. 13 flyst fundurinn í Höfða (Kristalssal) og þar talar fyrst Jean-Paul Schmit, aðstoðarframkvæmdastjóri Verslunarráðs Luxembourgar, um reynslu þar í landi af alþjóðlegri þjónustu. Síðan verður fjallað um „Verslun og þjónustu sem út- flutningsgreinar" og drög að stefnuskrá VÍ. Frummælendur verða Bjarni Snæbjörn Jónsson, Gunn- ar Maack, Einar Sveinsson', Þórður Sverrisson, Ólafur Örn Ingólfsson, Gunnar Óskarsson, Júlíus S. Ólafsson og Sverrir V. Bernhöft um fyrri liðinn, en Kristinn Björns- son um stefnuskrána. Að lokum fara fram hefðbundin aðalfundarstörf, en fundinum verður slitið kl. 17.15. Tímasett dagskrá hefur verið send öllum félögum. Þeir sem ætla að mæta á aðalfundinn og hafa ekki skráð sig eru beðnir um að tilkynna þátttöku í síma 83088 eða 678910 á mánudagsmorgun kl. 08-10.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.