Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ RISPUR SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1990 MORGUNBLAÐIÐ RISPUR SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1990 Mbl./GÚI Levkas Zaverda Scorpion LEVKAS Vassiliki 0 Mitikas '“'Spartahouri MEGANISI Sivota f Kalamos Kastos y^ARKUDI- X / eyja ATOKO- Frikes e}f^ :J Kioni / Flscardo CEPHALONIA Siglt frá IMidrí Myndii og texti/Árni Sæbeig FÁTT ER tígulegra en skútur sem sigla þöndum seglum ut við sjónarrönd. Flesta hefur líklega einhvern tíma dreymt um að sigla skútu á suðrænum slóðum en ekki látið af verða vegna ónógrar siglingakunnáttu. En það er auðveldara að láta láta drauminn rætast en flesta grunar. Bátaleigur eru nú viða um heim og hafa á þriðja áratug verið til þjónustu því fólki sem hefur langað til að sigla sjálft um fjarlæg höf i fríum sínum en í slagtogi með fleirum. Ekki er krafist mikillar siglingarkunnáttu i svona hópsiglingum, það er hægt að læra að sigla skútu hér heima eða fara á námskeið hjá skútuleigunum úti. í haust sem leið bauðst undirrituðum ferð til Grikklands á vegum Ferðamiðstöðvarinnar Veraldar og bresku skútu- og vélbátaleiganna Island sailing og YCA í Jónahafi. Þarna á slóðum Ódiseifs tók ég þátt i hópsiglingu er taldi 12 skútur, stærðin á þeim var frá 28 til 36 feta. i þeim geta búið frá já 4 upp i 8 manns. Skuturnar eru allar með hjálparvélum og ef fólk er ekki vant að nota segl er > hægt að ræsa vél og sigla með henni. Fólki er kennt það nauðsynlegasta sem það þarf að vita um skúturnar er það kemur um borð. Traust og vant fólk frá skútuleigunum eru um borð í einni skutu og siglir með hópnum fyrstu daganna. Jónahafið er kjörið fyrir þá sem eru litt sigldir til að byrja á, vegalengdir milli hafna stuttar, lítið um grynningar og auðvelt /'■ að rata. Allar siglingar eru að degi til og er miðað við að ná næturstað fyrir myrkur. Staðir sem siglt er á milli eru lítil friðsæl sjávarþorp með alla þá þjón- ustu sem skutur og sæfarendur þarfnast. Heimamenn eru rólegt og . ' þægilegt fólk sem lætur þessa frístundasiglara ekki raska ró sinni . - ' þótt þeir líti við i þorpum þeirra. Það er ekki hægt annað en . ' að láta sér líða vel innan um þetta fólk og þá miklu nátt- ■ | :n‘j urufegurð sem þar er, sjórinn er tær og notalegur til að synda i, sól er þar að meðaltali 320 daga ári. Mer var sagt að heimamenn læstu aldrei húsum sinum, lásar væru oþarfir, fólk tæki ekki það sem það ætti ekki. Það hefur ekki verið nein tilviljun að Onassis gamli valdi eyju á þessum stað sem sína draumaeyju. Það er vel þess virði að dvelja og sigla þarna um á meðan veröldin býður ennþá upp á það. Zflí®/: . ' 1 í j . mmm ht - f , 4 ' * -V; * V, ' ■ .. ! , , , *j- ..v,’ * o ‘r," , ■ . ■ •.-... . .■■...■. ■ I ll I ‘ ’X ■ 5 i Morgunfundur, sigling dagsins rædd 4 f íSl' • Komið að landi í Spartahourí er Grænmeti keypt á bryggjunni Siglt seglum þöndum Veiðimaður verkar kolkrabba Höfnin í Spartahourí. Scorpio, eyja Onassis, í baksýn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.