Morgunblaðið - 18.02.1990, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 18.02.1990, Qupperneq 32
32 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1990 Cherokee Laredo eða Ltd. keyptur árg. ’88-’89. Eingöngu vel nneð farinn og lítið ekinn bíll kemur til greina. Upplýsingar í síma 39373. Hraðlestrarnámskeið Síðasta námskeið vetrarins hefst mánudaginn 5. mars nk. Lestrarhraði nemenda Hraðlestrarskólans undan- farin 10 ár hefur meira en þrefaldast til jafnaðar, hvort heldur er í erfiðu eða léttu lesefni. Viljir þú margfalda lestrarhraða þinn við lestur alls lesefnis skaltu skrá þig sem fyrst. Skráning öll kvöld kl. 20.00-22.00 í síma 641091. ru þau kóngur og drottning í ríki iu sitja í ljómandffallegum stól- t kallaðir eru hásæti. Og þau eru ;a hamingjusöm. Ilt var þetta þvi að þakka, að limm var svo góð og þæg stúlka. Ævintýrið tim Dimmalimm er ein fallegasta barttasaga settt samin hefur verið á íslenska litngu. Málarinn Mtiggur (Guðtmmdtir Thorsieinssott, 1891-1924) skrifaði Dimma- limm og myndskreytti ttm borð í saltskipi á leið til Ítalíu. Sagan var gjöf hatts til lítillar frættku sinnar t Barcelona. Mynditt er af 6. útgáfu bókarinttar sem kottt út hjá Helgafelli 1982. ISLENDINGAR LÆRA UNGIR AÐ META GÓÐAR BÆKUR LANDSBOK er sannarlega góð bók fyrir unga sem aldna. Landsbók er ný verðtryggð 15 mánaða bók sem ber 5,75% vexti og tryggir því mjöggóða raunávöxtun sparifjár. Allir íslendingar ættu að eignast Landsbók. Því fyrr, því betra. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna eftir Ólaf Gunnarsson BAKÞANKAR Stiggenáb Lengi hefur verið um það þrefað og þrasað hvort amerískra áhrifa gæti á ís- landi. Stundum hefur þetta jag og nag og arga-sag fengið mig til að hugsa til tveggja karla sem bjuggu í Grindavík og verkuðu þar saltfisk. Þeir voru þrasgjarnir með afbrigðum. Það er einu sinni að áliðnu hausti að þeir voru að hlaða fisk í stæðu. Stæðan var orðin mannhæðarhá. Annar þeirra fleygir fiski þar upp á en fiskur- inn gossar yfir og kom í andlit hins. Þá segir sá sem varð fyr- ir saltfisknum: Æ, þarna fékk ég sporðinn í augað. Bróðir hans svaraði að bragði: Nei, það var þunnildið. Þarf nokkuð að spyija út í hvort hér á íslandi gæti amerí- skra áhrifa. Nei, vitaskuld ekki. Og það þýðir, í sem stystu máli; að við höfum tekið upp nokkra siði annarrar þjóðar og gert að vorum. Skítt með það. Við étum Burger King og Mac- Donalds og köllum það Tomma og drekkum kók og pepsi. í staðinn fyrir; „kjúklingasala Guðmundar Halldórssonar, kallar Guðmundur Halldórs- son staðinn sinn North-Fried og einhvern veginn er ég helst á því að North-Fried sé mun lystugra. Við horfum á káboj- myndir og glæpamyndir af ýmsum gerðum og úr öllum fijálsu útvarpsstöðvunum okk- ar heyrast lög sungin á ensku. Ekki misskilja mig yfir morgunkaffinu lesandi góður. Ég er ekki að þrasa. Eg er maðurinn sem labba mig inn á hamborgarastað og bið stúlk- urnar að bæta einu lagi af gúmsí-lúmsi ofan á þann stærsta. Ég er náunginn sem þamba kók og pepsí af slíkri hjartans lyst að ef tilkynnt væri að Elliðaárnar hefðu breyst í kók og Þjórsá i pepsí, þá yrði ég ekki fyrstur til að harma það. Ég hef horft á kábojmyndir og sagt stiggenab og sjerab frá blautu barnsbeini og hvað varðar lög á enska tungu sungin . . . eitt sinn dreymdi mig um að eignast söngrödd svo ég gæti hlaupið í skarðið fyrir Mick Jagger ef hann dytti niður með hjarta- stopp á tónleikum hjá Stones. Og ef við eigum að fara að spjalla um sjónvarp þá er ég svo sjúkur í slíkt gláp að þar vestra myndi ég án efa kallast; „tube-freak“, en það er orða- samband sem ég nenni ekki að þýða. Ég á bara við þetta; væri ekki sanngjarnt, þar sem við höfum svo heilshugar tekið við amerískum kúltur og gert að okkar alla daga ársins að þeir tækju upp okkar siði í einn dag. Þá mætti leggja niður Leif-Ericson Day og búa til Culture-Change Day. Þá mundu allir amerisku ham- borgarastaðirnir servera sviða- kjamma og hrútspunga. í stað kábojamynda á hvita tjaldinu verður ekkert á bíó en virtir leikarar lesa upp úr The story of burnt Njal og The saga of Grettir the strong. Raggi Bjarna, Haukur Morthens og Bubbi verða á öllum rásum og vikivaki verður stiginn á torg- um. Þá mun Batman dagsins bíta í skjaldarrönd og heita Egill Skallagrímsson. Og i framhaldi af því, þennan eina dag, mun rikja friður með pepsí og kók, þessir erkifjendur framleiða einn og sama drykk- inn, nefnilega mysu. í dýrleg- um sjónvarpsauglýsingum munu ægifagrar blondínur teyga the mysa og sólbrúnir uppar stifa súran hval úr hnefa . . . you can’t beat the feeiing.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.