Morgunblaðið - 18.02.1990, Side 19

Morgunblaðið - 18.02.1990, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLAR SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1990 C 19 Njála í breska útvarpinu * Islenskar bókmenntir og tónlist hjá BBC Frá Hávari Siguqónssyni, London. NLJNA UM helgina verður frum- flutt á rás 3 breska ríkisútvarps- ins, BBC, ný leikgerð Njálu, sem rithöfundurinn David Wade hef- ur unnið eftir þýðingu Magnúsar Magnússonar. Þessi leikritsflutn- ingur er hluti af viðamikilli dag- skrárgerð sem rás 3 stendur fyr- ir til vorsins og er helguð Norð- urlöndunum. Meðal þess sem flutt verður er leikgerð á Kristni- haldi undir jökli og þáttur um íslenska rímna- og þjóðlagatón- list. Sendiherra íslands í London, Helgi Ágústsson, bauð leik- stjóra og leikendum Njálu, ásamt öðrum aðstandendum rásar 3 hjá BBC, til hófs í tilefni þessa flutn- ings, sem er viðamikið og virðingar- vert framtak af hálfu breska út- varpsins. Alls taka um 30 leikarar þátt í flutningi Njálu, tónlist er frumsamin og lengd leikgerðarinn- ar er rúmir fjórir klukkutímar sem skiptast í þijá þætti er verður út- varpað helgina 17. og 18. febrúar. Leikstjórinn, Jeremy Mortimer, sagði í stuttu spjalli við blaðamann Morgunblaðsins að tilgangur þessa flutnings væri m.a. sá að vekja at- hygli breskra hlustenda á þessum merkilegu sögum sem varðveist hefðu á íslandi frá því á miðöldum. „Ég hef verið spurður að því af kunningjum mínum hvort þetta sé nokkuð spennandi og ég hef svarað því þannig að Njála sé eins konar sambland af vestra, ástarsögu og hefndarharmleik. Sagan býr því yfír þeim þáttum sem hafa reynst lífseigastir í skemmti- og afþreying- arbókmenntum gegnum aldirnar. Þjóðfélagið sem sagan lýsir er einn- ig forvitnilegt, siðareglur eru mjög strangar en um leið er ofbeldið kraumandi skammt undir yfirborð- inu,“ sagði Mortimer. Þess má geta að leikgerð Njálu var flutt á vegum BBC árið 1949, en mjög mikið stytt og Jeremy Mortimer sagði að leik- gerðin að þessu sinni væri mjög trú uppruna sínum. „Róttækasta breyt- ingin er sú að við notum tvo sögu- menn til að tengja atburðarásina, konu og karl, og ég held að það sé í samræmi við anda sögunnar að fiytja leikgerðina á þann hátt. Þetta er mikil saga og við vildum ekki hrófla of mikið við byggingu henn- ar.“ Með hlutverk Njáls á Bergþórs- hvoli fer leikarinn góðkunni Bern- ard Hepton, hlutverk Gunnars á Hlíðarenda er í höndum Struan Rodgers, Mörð Valgarðsson leikur Shaun Prendergast svo einhveijir séu nefndir. Aðspurðir sögðust leik- Blindur leiðir blindan... BLINDUR, SPÆNSKUR fram- kvæmdastjóri, Miguel Duran, hefur verið ráðinn forstöðumað- ur „frjálsu" sjónvarpsstöðvarinn- ar Tele-Five á Spáni. Hann er 34 ára gamall og talinn einn slyngasti kaupsýslumaður lands- ins. Tele-Five er ein af þremur „frjálsum" sjónvarpsstöðvum, sem voru léyfðar á Spáni seint á síðasta ári. Duran hefur verið blindur frá fæðingu. Hann hefur breytt spænsku blindrasamtökunum úr góðgerðarfélagi, sem stóð straum af starfsemi sinni með sölu happ- drættismiða, í eitt umsvifamesta hlutabréfafyrirtæki landsins. Boð- skapur hans til blindra hefur alltaf verið þessi: „Það eina sem blindir geta ekki er að aka bifreið.“ ararnir hafa haft mikla ánægju af þessu verkefni en erfiðast hefði verið að læra sæmilega réttan fram- burð allra persónunafnanna sem koma við sögu. Höfundar frumsam- innar tónlistar við leikgerðina eru Nick Russel Pavier og David Chilt- on. Leikgerð Kristnihalds undir jökli eftir Halldór Laxness verður síðan flutt þann 23. febrúar í leikstjóm Janet Whittaker, og þann 7. mars verður fluttur þáttur helgaður íslenskri tónlist. MorgunblaOið/öörkur Nokkrir leikenda Njálu ásamt leiksljóra, handritshöfundi og tónskáldum í boði íslenska sendiherrans, f.v. Joe Barker, Allan Barker, David Wade, Jeremy Mortimer, Nick Russel Pavier, Shaun Prendergast, Helgi Ágústsson, sendiherra, Lesley Carr og David Chilton. Ævintýraferð fyrir minna verð Flugfar til Thailands kostar litlu meira en til evrópskra sólarlanda. Á móti kemur að verðíag í Thailandi er svo lágt að í heildina er ódýrara að ferðast til Thailands en annarra sólarlanda. Upplifun í Thailandsferð verður hins vegar ekki jafnað við venjulega sólarlandaferð. f Thailandi kynnist þú framandi menningu, fjölskrúðugu mannlífi, stórkostlegu landslagi og glæsilegri baðströndum en finnast annars staðar. FLUGLEIDIR Sími 69 03 00 Er ekki kominn tími til að breyta til? 17 daga ferð til Bangkok og Pattaya kostar aðeins kr. 94.072* fyrir manninn í tvíbýli. Innifalið er m.a. flug, gisting á fyrsta flokks hótelum og morgunverður. Allt að 50% afsláttur fyrir börn undir 12 ára. Bæklingur um Thailand liggur frammi á öllum ferðaskrifstofum. Þar færðu allar nánari upplýsingar um Thailandsferðir. *Verð miðast við gengi og fargjöld 15. janúar 1990 ff/í/SAS Laugavegi 3, sfmi 62 22 11

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.