Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1990 C 29 Sif Þorsteinsdóttir. peninginn og svo hef ég líka gaman af þvi sem ér er að gera.“ Allir fjór- ir eru í foreldrahúsum og sögðu að námslánin dygðu sæmilega. í Odda, hinu glæsilega húsi Fé- lagsvísindadeildar, er ys og þys enda hið akademíska kortér nýbyrj- að. Á miðju gólfi stendur stórt aug- lýsingaspjald þar sem óskað er eft- ir þátttakendum í „pictionary- keppni“ Stúdentakjallarans. Nokkr- ir nemendur hafa skráð sig á til- heyrandi lista. Gunnar Ásgeirsson og Vilhjálmur Vilhjálmsson sitja á bekk upp við þil. Þeir eru báðir í viðskiptafræði. Þeir segjast eyða að meðaltali átta tímum á dag í námið „fjórir tímar í tímum og fjór- ir í undirbúning“. Gunnar vinnur annan hvern laugardag og segir að ekki sé mikill tími eftir til frístunda- iðkunar. Vilhjálmur „er í skvassinu" þegar tími gefst. I Árnagarði er enginn búinn að skrá sig í „pictionary-keppnina". í anddyrinu situr ung kona sem er í íslensku. „Námið er fullt starf," segir Sif Þorsteinsdóttir. „Það fer eftir árstímum hversu miklum tíma maður ver í námið. Tveir tímar á dag a.m.k. fyrir utan tímasókn." Sif á tvö börn og segist hugsa um fjölskylduna í frístundum. Henni gengur vel að láta enda ná saman og tekur ekki námslán. Afiiotagjöld RÚV: Orsaka glæpa ekkí að leita hjá lögreglu Til Velvakanda. Sunnudaginn 11. febrúar s.l. birtist í Velvakanda stutt bréf frá Hafliða Helgasyni, sem bar yfir- skriftina Ofbeldi og rán. Undirritað- ur vill taka undir hau orð hans að „víst sé borgin hrein og snyrtileg, en hún verði einnig að vera án of- beldis og glæpa“. En það verður ekki gert með því að lögreglan leiki „maður á mann“. brsaka ofbeldis og glæpa í samfélaginu er ekki að leita hjá lögreglu - þó hún geti lagt sitt af mörkum til þess að koma megi í veg fyrir slíkt. Orsakirnar eru fyrst og fremst félagslegar, umhverfíslegar, hugarfarslegar, viðhorfslegar, aðhaldslegar og for- dæmislegar. Læknum er ekki kennt um ef einhver fær kvef, en alltaf er hætta á að lögreglunni sé kennt um ef hún er ekki nálæg þar sem afbrot er framið. Þannig er alltaf hætta á að lögreglan liggi jafnt undir ámæli fyrir það sem hún ger- ir og það sem hún lætur ógert. Ef afbrot er framið er rétt að menn beini reiðinni að afbrotamanninum fremur en lögreglunni, jafnvel þó hann sé ekki við hendina þá stund- ina. Annars er hætta á að sá kæt- ist, sem skammir á skilið. Ómar Smári Ármannsson, lögreglunni í Reykjavík. Húsaleigan ét- ur upp trygg- ingabæturnar Oryrki skrifar. Eg bý í leiguhúsnæði hjá bænum og leigan er tekin jafnóðum af tryggingagreiðslunum. Er það ágætt út af fyrir sig. En það sem verra er að húsaleigan hækkar þriðja hvem mánuð en tryggingargreiðslur kannski ekki nema einu sinni á ári. Þetta endar sem sagt með því að tryggingargreiðslur fara allar upp í húsaleigu. Þá er ekki mikið til að lifa á, því eins og hver maður getur séð þá þarf fólk að hafa til hnífs og skeiðar tii að geta dregið fram lífið. Það er ekki réttlátt að fólk sem leigir hjá bænum, er fullfrískt og í fullri vinnu skuli ekki þurfa að borga hærri leigu en öryrki. Því í ósköpun- um er þetta fólk ekki látið greiða fulla húsaleigu? Nnr. 7257-8627 Núverandi innheimtukerfi óréttlátt J. Gunnarsson skrifar: Segja má að sjónvarpsstöðvamar báðar hafí staðið sig mjög þokkalega á sl. ári hvað efnisval snertir. Allmikið af velgerðu íslensku skemmti- og fróðleiksefni hefir verið í dagskrám, vönduð og fagmannleg fréttamennska ein- kennir báðar stöðvarnar, að vísu eru þó að mati undirritaðs fréttir Stöðvar 2 yfírleitt nokkuð ýtarlegri. Mjög væri vel þegið af mörgum að Ríkissjónvarpið sýndi annað slagið eitthvað af ágætum þáttum (svarthvítum) frá fyrri árum sjón- varpsins svo sem margskonar ágætt skemrntiefni og viðtöl svo og af danshljómsveitum þeirra tíma. Við viljum gjarnan sjá og heyra aftur marga af okkar uppáhalds söngvur- um í dægurlagatónlist, nefna má t.d. okkar dáðustu og glæsilegustu dægurlagasöngkonum allra tíma á íslandi, Ellý Vilhjálms, hljómsveit Ingimars Eydals og Helenu og fjöld- ann allan af listafólki okkar frá fyrri áratugum. Tónlistarval virðist einskorðast um of bæði í sjónvarpi og útvarpi við Bretland og Bandaríkin, gjarnan mætti heyrast meira frá Þýska- landi, Frakklandi, Ítalíu og Rúss- landi. Nú þegar afnotagjöld ennþá sem oftar hafa verið hækkuð og látið í veðri vaka að það þurfi að hækka ennþá meira á næstunni verður sjálfsagt mörgum á að spyija hvort ennþá eigi að sleppa þeim notendum er skulda 200 millj- ónir króna frá árinu 1988 en þeir munu hafa breytt upp fyrir haus og neitað að greiða, hafa þeir einn- ig spilað frítt á sl. ári? Þá munú til viðbótar um 15 þúsund notendur hafa verið í felum með tæki sín. Skilvísir notendur hafa síðan, með sífelldum hækkunum, verið látnir greiða fyrir allt þetta vanskilafólk. Hin ófagra einkunnagjöf Ríkis- endurskoðenda á sl. ári bendir ekki beinlínis til að hjá stofnuninni séu miklir áhuga- og kunnáttumenn í bókhalds- og innheimtustarfsemi, en þetta fyrirtæki okkar mun þurfa um 5 milljónir á sólarhring til að halda starfseminni gangandi nætur og daga. Undirritaður vill beina þeirri spurningu til fjármálastjórnar RÚV hvort eitthvað gangi að leysa þau vandamál stofnunarinnar sem hér að framan hafa verið nefnd? Svo sem nú er komið í sjón- varpsmálum á íslandi væri senni- lega réttlátast og einfaldast að reka fyrirtækið með fjármagni úr ríkis- sjóði eða þá með notkun á mynd- lyklakerfi. Það ber margt til þess að núverandi innheimtukerfí verði að teljast ákaflega óréttlátt. Einnig má benda á, að á þeim fjárhagslegu vandræðatímum sem nú ganga yfír þjóðina væri sjálfsagt að stytta dapkrár eitthvað, draga einnig úr þeirri kappreiðakeyrslu sem ein- kennir fokdýran efnisflutning um gervihnetti, þá er einnig erfitt að koma auga á hvaða tilgang það hafí að keyra margar margar út- varpsstöðvar að næturlagi. frá Bretlandi munu sýna módel sín með sunnudagskaffihlaðborðinu. Löwenbrau brandara- keppni íkvöld. Húsið opnað kl. 21.00. Aðg. kr. 100,- LANPSBANKI í S L A N D S HÁM-flN NÁMU NÁMSSTYRKiR Landsbanki íslands auglýsir eftir umsóknum um tvo styrki sem veittir verða NÁMU-félögum. U Einungis aðilar að námsmannaþjónustu Landsbanka Islands, NÁMUNNI, eiga rétt á að sækja um þessa styrki. B Allir þeir, sem gerst hafa félagar í NÁM- UNNI fyrir 15. mars 1990, eiga rétt á að sækja um styrk vegna þessa námsárs. B1 Hvor styrkur er að upphæð 100 þúsund krónur og verða þeir afhentir í byrjun apríl 1990. Ki Umsóknir er tilgreini námsferil, heimilishagi og framtíðaráform, skal skilað til Landsbanka ís- lands eigi síðar en 15. mars næstkomandi. 19 Umsóknir sendist til: Landsbanki íslands, Markaðssvið, b.t. Ingólfs Guðmundssonar, Austurstrœti 11, 155 Reykjavík. Náman er nafn á heildarþjónustu Landsbanka íslands, sem er sér- staklega snidin að þörfum námsfólks. Allir námsmenn 18 ára og eldri eiga rétt á að sœkja um aðild að þessari þjónustu. í NÁMUNNl er nú m.a.: - Einkareikningur með yfirdráítarheimild, 3 ókeypis tékkhefti, einkareikningslán o.fl. - Kjörbók, háir vextir, ekkert úttektargjald efkeypt eru verðbréf. - Visa-kort strax við upphaf viðskipta. - Námshkalán, allt að 500.000,-, lánstími allt að 5 ár, viðtal við bankastjóra óþarft. - Ráðdeild, þjónusturit Landsbankans, ókeypis áskrift. - Filofax-minnisbók, ókeypis eftir 6 mánaða skilvís viðskipti. - Styrkveiting, tveir styrkir á hverju ári. - Dreifing og móttaka gagna fyrir Lánasjóðinn, eyðublöð og bœklingar LÍN liggja frammi í afgreiðslum Landsbankans. Af- henda má qII gögn sem eiga að fara til LÍN í afgreiðslum bankans. Viðkomandi afgreiðslustaður sér síðan um að koma gögnunum til LÍN samdœgurs. - Ráðgjöf og upplýsingar, sérstök mappa með upplýsingum, út- reikningum á greiðslubyrði lána o.fl. Til að öðlast þessi réttindi þarfaðeins að stofna Kjörbók og Einka- reikning. Peir námsmenn sem fá lán frá LÍN verða einnig að leggja námslánin inn á Einkareikning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.