Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1990 C 21 Bryndís Ólafsdótt- ír Sepp — Hvíl mig rótt, það hallar degi, hvíl mig ljúfa þögla nótt. Vef mig þínum vinarörmum. Vagga mér í draumi rótt. Hvíldu mig er höfði þreyttur, hinsta sinn ég drúpi rótt, Ber mig þá til bjartra sala, blíða kyrra stimda nótt. (B.Þ. Gröndal) Bryndís Ólafsdóttir Sepp andað- ist á Sólvangi þann 9. febrúar sl. Með henni er genginn heill og glað- ur persónuleiki og við viljum að leiðarlokum minnast hennar með fáeinum orðum. Bryndís átti við veikindi að stríða frá 1974 og síðustu ár ævinnar dvaldist hún á Sólvangi. Við viljum senda því góða fólki, læknum og hjúkrunarfólki sem annaðist hana þar, hugheilar kveðjur fyrir frábæra umönnun og hlýju. En það er ein- mitt í anda Bryndísar hlýhugur, góðvild og glaðlyndi er okkur fannst einkenna hana. Þrátt fyrir veikindi sín brást skap hennar ekki, mótlætið bar hún með sama glaðlyndinu, þótt það væri erfitt fyrir hana að leggja hendur í skaut og geta ekki sakir veikinda haft eitthvað fyrir stafni, iðjusemin var henni eins og hennar kynslóð í blóð borin. Bryndís var líka glæsileg at- hafnakona og það var viss reisn yfir henni, sem hélst til hinsta dags, er hún gekk sátt á vit almættisins og andaðist með frið og ró í sinni. Við munum stikla á stóru um ætt Bryndísar. Hún fæddist 7. nóv. 1913. Foreldrar hennar voru Ólafur Þórðarson skipstjóri og Ingveldur Gestsdóttir matreiðslukona. Sorgin gleymir engum og sex ára gömul missir Bryndís móður sína, en hún fékk að njóta föður síns og síðar stjúpmóður, Guðrúnar Eiríks- dóttur. Einnig naut hún þriggja hálfsystkina: Sigrúnar Sigurjóns- dóttur, Gísla Ólafssonar og Rögnu Ólafsdóttur. Gísli og Sigrún eru nú látin. Bryndís ólst snemma upp við margskonar vinnu og ung að árum giftist hún fyrri manni sínum, Þor- valdi Magnússyni skipstjóra úr Hafnarfirði, en hann drukknaði eft- ir skamma sambúð þeirra hjóna. Slíkur missir varð Bryndísi mik- ill harmur en hún lét ekki hugfall- ast og var alltaf sjálfri sér sam- kvæm, tók öllu sem lífið gaf, jafnt gleði sem sorg með manndóm og festu. Vitandi það að gleði lífsins Minning skulu menn veita viðtöku og varð- veita í hjarta sínu, en eins verða menn að taka á móti sorgum og mótlæti með jafnaðargeði, minnug þess að enginn gróður þrífst án vætu. Síðar á ævinni kynntist hún úti í Danmörku Karli Sepp lögfræðingi að mennt, er var af eistlensku bergi brotinn. Þau giftust eftir stríðið og ól Bryndís upp son Karls, Tómas Pétur, sem nú er búsettur í Dan- mörku. Karl og Bryndís dvöldu m.a. í Argentínu um skeið, en lengst af bjuggu þau í Hafnarfírði þar sem Bryndís starfaði lengst af við versl- unarstörf. Já, minningarbrotin um elsku frænku og mágkonu mína eru að sönnu mörg sem bregður fyrir og munu geymast í hugskotinu. Hún bar með sér gleði. Hún var raunsæ og jákvæð alla tíð og með þakklæti minnumst við gleðistunda á jólum, áramótum og afmælum. Hún var mikil barnagæla og öll litlu bömin í fjö'skyldunni nutu mannkosta góðrar konu. Við erum lánsamar að hafa þekkt og fengið að njóta glaðværðar, hlýju og sannrar vináttu og við vorum heppnar að geta stutt Bryndísi á síðustu augnablikunum í lífi hennar. Guð geymi elsku Bryndísi. Hafi hún þakkir fyrir allt sem hún hefur gert fyrir okkur og fjölskyldur okk- ar. Hvíli hún í friði. Lilja og Ragna Vorfatnadurinn frá ^tíUC coord/na/eó kominn Gubrún Raudarárstíg, sími 615077 Við l<y717114771: cihlceðcisettin frú Bretlctndi Sófasett og stakir sófar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.