Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 18
18 C
MORGUNBLAÐIÐ
FJÖLMIÐLAR SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1990
Blaða
mönnum
fjölgar
Færri störf hjá
stærstu fjölmiðlunum
ÞRÁTT FYRIR samdrátt lyá
stærstu fjölmiðlunum á
síðasta ári, sérstaklega blöð-
um og tímaritum, fjölgaði fé-
lögum i Blaðamannafélagi Is-
lands. Félagar í Blaðamanna-
félaginu voru 402 samkvæmt
félagaskrá um áramót, eða
fjórum fleiri en árið á undan.
Lúðvík Geirsson formaður fé-
lagsins sagði í samtali við
Morgunblaðið að sama væri
að gerast hér á landi og víða
annars staðar, að störfúm
fjölgaði fyá fyrirtækjum, fé-
lögum og stofnunum sem
legðu aukna áherslu á kynn-
ingarstarfsemi og upplýsinga-
útgáfu.
kOj
Um helmingur félaga í
Blaðamannafélagi íslands
starfar á dagblöðum eða frétta-
stofum á Reykjavíkursvæðinu.
Um 50 starfa hjá tímaritum og
um- 50 eru við störf úti á landi.
Blaðamönnum í lausamennsku
hefur hins vegar fjölgað töluvert
og eru þeir nú um 50.
Handhafí blaðamannaskír-
teinis númer eitt, er Þórarinn
Þórarinsson fyrrum ritstjóri
Tímans. Hann hóf störf árið
1933. Handhafí skírteinis númer
tvö er Þorbjöm Guðmundsson
blaðamaður á Morgunblaðinu,
sem hóf störf árið 1942 sam-
kvæmt félagatali Blaðamanna-
félags íslands.
Leiörétting
Mistök áttu sér stað við birtingu
á súluriti sem fylgdi frétt í
blaðinu sl. sunnudag. Fréttin fjall-
aði um misjafnt gengi bresku
sunnudagsblaðanna og átti myndin
að sýna að vönduðu sunnudags-
blöðin stæðu sig betur í samkeppn-
inni en æsifréttablöðin. Þessu var
snv ið við í súluritinu og eru lesend-
v beðnir velvirðingar á mistökun-
im.
FOLK
i fjölmiðlum
UMARKÚS Öm Antonsson, út-
varpsstjóri, hefur verið skipaður
varaformaður í framkvæmdanefnd
fyrir ný Evrópusamtök um málefni
kvikmyndagerðar og sjónvarps. The
European Film
and Television
Fomm, þing
forráðamanna í
kvikmyndaiðnaði
og sjónvarps-
rekstri auk full-
trúa Evrópu-
stofnana, kemur _ ..
saman í fyrsta Markús Ora
sinn í Lúxemborg í desember. A þeim
vettvangi er fjallað um breytingar í
Qölmiðlun í álfunni, m.a. vegna til-
komu nýrra sjónvarpsstöðva og
gervihnattasjónvarps. Þingið á að
stuðla að eflingu samstarfs kvik-
myndagerðarmanna og sjónvarps-
stöðva um að gera hlut myndefnis
af evrópskum toga fyrirferðarmeira
í dagskrám evrópskra fjölmiðla en
nú er. Þá hafa bætt samskipti fyöl-
miðla í V-Evrópu og A-Evrópu verið
til umræðu á sérstökum samráðs-
fundum stjómenda sjónvarpsstöðva
frá báðum hlutum álfunnar. Formað-
ur þessara samtaka er Thompson
lávarður af Monifleth, fyrrverandi
formaður Independent Broadcasting
Authority í Bretlandi, stjómamefnd-
ar einkasjónvarpsstöðva þar í landi.
■ VWAR Eggertsson kemur aftur
til starfa við dagskrárgerð hjá Út-
varpinu í lok febrúar. Hann hefur
að undanfömu unnið við uppfærslu
á leikriti Giiðrúnar Ásmundsdótt-
ur, „Heill sé þér
þorskur" hjá
Leikfélagi Akur-
eyrar. Viðar mun
annast umsjá
Kviksjár, þáttar
um menningar-
mál, sem fluttur
er alla virka daga
nema mánudaga
á Rás 1. Viðar
sér einnig um
þáttinn „Kíkt út um kýraugað" með
þjóðlegum fróðleik af ýmsu tagi. Sá
þáttur er fluttur á föstudagsmorgn-
um.
■JÓHANNA Harðardóttir mun
frá og með mánaðamótum sjá um
samfelldan þátt á virkum dögum á
Rás 2, frá klukkan 11-14, utan um
hádegisfréttir. Þáttur Jóhönnu á Rás
2, Þarfaþing,
hefur notið mik-
illa vinsælda, en
hann hefur verið
á dagskrá á
morgnana, á milli
klukkan 11 og
12. Einnig eru
fyrirhugaðar
dagskrárbreyt- jóhanna
ingar á Rás 2 á laugardögum. Ráð-
gert er að Árni Magnússon hafi
umsjá með helgarútvarpi, frá klukk-
an 10-15 með íþróttaefni, fréttum
úr menningarlífínu, leikjum og tón-
list.
Viðar
Munu markaðslögmálin á endanum
sameina félagshyggjublöðin?
Vantar frjálsa
samkeppni á íslenskan
blaðamarkað?
STÆÐU FÉLAGSHYGGJUÖFLIN saman að útgáfú blaðs myndi
slíkt stórblað veita Morgunblaðinu og DV holla samkeppni og
tryggja æskilega samkeppni að mati Hannesar Hólmsteins Gis-
surarsonar, lektors við Háskóla íslands, en hann sendi frá sér
nýverið skemmtilega bók sem ber heitið Fjölmiðlar nútímans.
Rökin em þau að slíkt blað yrði ekki ofúrselt stjórnmálaöflum
og teldi því hlutverk sitt vera að þjóna lesendum en ekki flokk-
um. Hannes telur samkvæmt þessu að hér á landi sé markaður
fyrir öflugt félagshyggjublað. Hér skal undir þetta tekið og við
má bæta að slíkt blað bætti blaðamennsku hér á landi til muna
því helsta meinsemd þeirrar greinar er þjónkun við flokkshags-
Aíslenskum blaðamarkaði ríkir
varla nokkur samkeppni.
Morgunblaðið drottnar yfír morg-
unblöðunum og DV er eitt á
síðdegismarkaði. Útbreiðsla ann-
arra morgunblaða er lítil og hún
markast ekki af lögmálum frjálsr-
ar samkeppni.
I langflestum
tilfellum kaup-
ir fólk Alþýðu-
blaðið, Tímann
og Þjóðviljann
vegna tengsla
sinna við einhvem ákveðinn flokk
en öðru máli gildir um stóru blöð-
in tvö. Eins og Hannes bendir á
þá eru þau eins og hver önnur
vinsæl vara á frjálsum og almenn-
um markaði.
Aukin samkeppni á íslenska
blaðamarkaðinum mun auka að-
hald og kalla á vandaðri vinnu-
brögð. Vissulega má búast við að
í harðri samkeppni grípi einhveij-
ir til óvandáðra meðala en það
er áha^ttan sem fylgir því að losa
litlu blöðin úr forsjá flokka og
gefa þeim sjálfstæði.
Mikilvægast af öllu er þó að
þegar flokkshagsmunir ráða ekki
ferðinni losna blaðamenn úr þeirri
stöðu, sem tvímælalaust er niður-
lægjandi, að þurfa að þjóna til-
teknum hagsmunum. „Okkur leið
siðferðilega illa vegna þess að við
vöndumst á að segja annað en við
hugsuðum," sagði Havel, forseti
Tékkóslóvakíu, í embættistöku-
ræðu sinni og þó svo það sé full-
langtgengiðað
BAKSVIÐ
eftir Asgeir Fridgeirsson
líkja ástandinu
á ritstjómum
flokksblaða við
Austur-Evrópu
fyrir fall
Berlínarmúrs-
ins, þá er það alltaf og alls staðar
jafn slævandi að þurfa að tjá sig
þvert á eigin skoðun. íslenskir
blaðamenn á flokksblöðum þekkja
flestir hið þrúgandi andrúmsloft
sem ríkir á ritstjórnum þegar líða
tekur að kosningum og blöðin
ummyndast í áróðursrit. Sjálfs-
virðing blaðamanna og virðing
þeirra fyrir starfí sinu mun stór-
lega aukast við það að blöðin be-
rist lengra frá flokkum og út á
markaðinn, svo stuðst sé við orða-
lag Hannesar Hólmsteins í um-
ræddri bók.
Efni og dagskrár fjölmiðla era
orðnar að markaðsvöru víðast
hvar í hinum vestræna heimi að
mati Hannesar. Samkvæmt frem-
ur óljósri kenningu hans hafa
þeir þróast úr höndum stjóm-
málaafla og bendir hann á dæmi
úr sögu Morgunblaðsins og DV
þessu til stuðnings. Hann gefur
réttilega í skyn að leið þessara
blaða til sjálfstæðis frá Sjálfstæð-
isflokki sé e.t.v. enn ekki lokið,
en minnist ekki á hvemig tengsl-
um sé háttað nú.
Af orðum Hannesar er það helst
að skilja að flokksblöð séu gamal-
dags og þjóni illa hagsmunum
flokkanna nú á dögum. Trúlega
hefur hann talsvert til síns máls,
a.m.k. má færa fyrir því rök að
Tíminn, Alþýðublaðið og Þjóðvilj-
inn hafi sjaldan eða aldrei þjónað
sínum flokkum ver en einmitt á
síðustu áram, auk þess sem þau
hafa reynst þeim þungur baggi
að bera þrátt fyrir ríkisstyrki.
Hann bendir meðal annars á að
Kvennalistinn hafí ekki yfir neinu
dagblaði að ráða og ekki virðist
það hafa nein varanleg áhrif á
vöxt hans.
Hannes segir þá sögu í bók
sinni að Matthías Johannessen
hafí fljótlega eftir að hann varð
ritstjóri Morgunblaðsins svarað
einhveijum pólitíkusi sem vildi
lesa honum fyrir með ritstjórnar-
efni að hann væri ritstjóri en ekki
ritvél. Þama hittir Matthías nagl-
ann á höfuðið því aðalatriði þess-
arar umræðu er hvort fjölmiðillinn
stjómi sér sjálfur eða hvort að
hann sé viljalaust verkfæri sem
stjómmálaflokkar hamri á að vild.
Það ætti að vera metnaðarmál
íslenskra blaðamanna að losa
blöðin undan ægivaldi stjórn-
málaflokkanna.
líka áhorfendur
Þaueru
að hefur verið áberandi
undanfarið að sjón-
varpsstöðvamar hafa
keppst um ákveðinn aldurshóp
áhorfenda. Bömin. Stöð 2 hefur
langa bamadagskrá á laugar-
dags- og sunnudagsmorgnum
og þar er mokað á skjáinn ijöl-
mörgum þáttum og myndaröð-
um i hejlar þijár klukkustundir
hvom morgun. Sjónvarpið hef-
ur einnig aukið barnadagskrá
sína talsvert frá því sem var,
þar er nú sjónvarpsefni handa
bömum flesta eða alla daga.
Sé Iitið á bamaefnið í heild
er ljóst að það er mikið að
magni en um gæðin kann að
gegna öðm máli. Ég ætla að
vísu ekki að ræða hér hvaða
efni börnum er gefið á garðann
eða hverjir em þess umkomnir
að ákveða hvað eigi að sýna
þeim. Hins vegar langar mig
til að fara nokkmm orðum um
það hvemig þetta efni er mat-
reitt, ef svo má að orði komast.
Barnaefni sjónvarpanna er
að langmestu leyti erlent. Mik-
ill hluti þess em teiknimyndir
sem framleiddar em í verk-
smiðjum í útlöndum handa
gríðarlega stórum alheims-
markaði. Þama er hvað öðm
líkt og það er út af fyrir sig
kannski allt í lagi því böm vilja
oft láta lesa sér sömu sögumar
aftur og aftur og því má ætla
að þau þiggi ekki síður endur-
tekningu í myndasögum í sjón-
varpi.
Framan af horfðu íslensk
böm á þessar myndir og hlust-
uðu á útlent tal og skræki sem
þeim fylgir, en svo kom að ein-
hveijum þótti nauðsynlegt að
reiða þetta efni fram á íslensku.
Eitthvert mesta snjallræði sjón-
varpanna var þá að setja neðan-
málstexta á þessar bamamynd-
ir! Þá áttaði sig einhver á því
að lítils virði væri að beita ólæs-
um börnum á prentað mál, sem
auk annars birtist ekki nema
örskotsstund á skjánum, og þá
hófst annar liður í því verki að
íslenska útlent bamaefni; að
tala á íslensku inn á myndirnar.
Talsetning er tiltölulega ný
grein í íslensku sjónvarps- og
kvikmyndastarfi. Þetta er
vandasörn grein og reynir á
samvinnu þýðanda og lesara
því hér eru öllu settar þröngar
tímaskorður. Ef vel ætti að
vera þyrfti að liggja yfir þessu
verki og gefa því góðan tíma.
Það virðist þó ekki gert. Að
minnsta kosti tala lesaramir
iðulega svo hratt og óskýrt að
erfitt er að skilja þá og halda
þræði. Þá eru þýðingar á þessu
efni ekki alltaf á burðugu eða
hæfu íslensku máli, en það er
svo sem ekkert sérvandamál
bamaefnis. Þýðingar í sjón-
varpi og kvikmyndum eru mik-
ið vandamál og meira en svo
að unnt sé að gera því skil í
stuttri grein. Ekki bætir úr
skák að til talsetningar á
bamaefni virðist svo óskaplega
sparað að sami lesarinn (oft
sami leikarinn) er látinn lesa
fjölmörg hlutverk, jafnvel öll
hlutverkin í myndinni, oft með
kjánalegum og óvönduðum
raddbreytingum. Það er vægast
sagt bæði hallæris- og klúðurs-
le^,.
Islenskt sjónvarpsefni handa
börnum er líka til. Það er að
vísu talsvert einhæft og stund-
um fremur myndskreytt út-
varpsefni en sjónvarps. Brúðu-
leikhús getur út af fyrir sig
verið gott í sjónvarpi, en þegar
það er orðið uppistaðan í því
sem gert er fyrir börn er nokk-
uð iangt gengið. Þá má og
benda leikurum og öðrum á,
sem iátnir em flytja bömum
dagskrá, að það eru til ýmsar
aðrar leiðir til að komast að
huga og hjarta barna en að
hafa í frammi glennuverk og
fíflalæti.
Þeir sem helst hafa farið á
mis við sjónvarpsefni em trú-
lega unglingar. Iðulega er ekk-
ert efni handa þeim annað en
myndskreyttar dægurflugur.
Þó bregður stöku sinnum fyrir
á skjá Sjónvarpsins unglinga-
þáttum af öðra tagi, en þá er
oft engu líkara en unglingar
séu þriðja eða fjórða flokks
neytendur. Nef margra umsjón-
armannanna virðist ekki ná
lengra en að fá fáeina skóla-
nema ! illa undirbúinn spjall-
þátt, þar sem ’spyijandinn virð-
ist jafnvel óráðinn í því sjálfur
um hvað fjaila skal, svo er
bætt við þetta smáhugvekju um
kynlíf unglinga eða getnaðar-
varnir, skotið inn klaufalega
leiknum skrítlum og horft á
eitt eða tvö lög með Bubba
Morthens. Þannig minnir mig
að séu flestir unglingaþættir
sem ég hef séð undanfarin ár.
Unglingar eiga skilið, ekki
síður en böm, vandað sjón-
varpsefni og ég fer ekki ofan
af því að margir þeirra þátta,
sem framhaldsskólanemar
gerðu fyrir Sjónvarpið fyrir
fáum ámm og vom nefndir
Annir og appelsínur vom eitt-
hvert besta sjónvarpsefni sem
hér hefur verið gert. Mér þykir
sæta undrum að sjónvarps-
stöðvamar skuli ekki nýta sér
þá hugkvæmni og kraft sem
býr með ungu skólafólki um
allt land, ekki síst að fenginni
góðri reynslu.
Grundvallaratriðið er að börn
og unglingar eiga að fá að njóta
vandaðs og vel gerðs dagskrár-
efnis. Þetta eru líka áhorfendur
og ekki svo ósköp fáir. Það er
sorglegt að þessu unga fólki
skuli aðallega sýnt ódýrt fúsk.
Ef til vill stafar það af því einu
að það lætur ekki mikið í sér
heyra og hangir ekki sífellt í
frekjusímum kvörtunarútvar-
panna.
Sverrir Páll
Erlendsson.