Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 30
30 C MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1990 ÆSKUMYNDIN... ER AF KRISTNIBJÖRNSSYNIFRAMKVÆMDASTJÓRA ÚR MYND ASAFNINU ÓLAFURK. MAGNÚSSON Stjómsamuren drengurgóður Húmoristi með forystuhæfileika Innrásin í Tékkóslóvakíu KRISTINN BJÖRNSSON fram- kvæmdastjóri fæddist í Reykjavík 17. april árið 1950. Hann er sonur hjónanna Björns Hallgrímssonar forstjóra og Sjafnar Björnsdóttur. Kristinn er kvæntur Sólveigu Pétursdótt- ur lögfræðingi og varaþing- manni, og eiga þau þijú börn. Um mitt ár hættir Kristinn sem framkvæmdastjóri Nóa-Sírusar og tekur við starfi forstjóra Olíu- félagsins Skeljungs. Kristinn ólst upp á Fjólugötu til 6 ára aldurs, en síðan á Reyni- mel. Á menntaskólaárunum flutti fjölskyldan svo aftur á Fjólugötu. Á Kjartansgötu tók hann reyndar fyrstu skrefin, en eins og sannur vesturbæingur hefur hann ekki hátt .um-dvölina fyrir austan læk, í Norð- urmýrinni. Kristinn er næstelstur fjögurra systkina og eini strákurinn. Eins og gengur og gerist með fjöruga stráka hafði hann töluverða skemmtan af að stríða þeim yngri. Algengast var að hann sendi systur sínar í fyluferðir. Emilía Björg syst- ir hans minnist þess er hann sendi Sjöfn yngstu systur þeirra með matadorpeninga út í búð að kaupa sælgæti. Kristni var að sjálfsögðu skemmt þegar sú stutta kom tóm- hent og öskuill til baka. Yfirleitt var mikið líf í kringum Kristin. Þessi snaggaralegi, strákur var ekkert sérstaklega frumlegur í hugmyndum, en hann hafði næmt auga fyrir skemmtilegum hliðum mála. Hann var því eftirsóttur fé- lagi, þótt hann væri stjórnsamur. Sigurður Ámason læknir er einu ári eldri en Kristinn. Þeir voru báð- ir í Melaskóla en kynntust ekki náið fyrr en í sumarvinnu í gras- mjölsverksmiðjunni Brautarholti á Kjalamesi. Þar byrjaði Kristinn að vinna strax eftir annan bekk í gagn- fræðiskóla. „Hann var góður dreng- ur, en nokkuð skapstór. Hann var húmoristi og því blessunarlega auð- velt að fá hann til að sýna af sér vingjarnlegan skepnuskap — og ekki síst þess vegna var mjög gam- an að honum,“ segir Sigurður. Á æskuámm Kristins var hetjan Zorro ein aðal fyrirmynd ungra drengja. Kristinn las mikið og Zorro ekki síður en aðrar bækur. Emilía Björg rifjar upp þegar hann las Zorro-bókina sem hún ætlaði hon- um í jólagjöf. Kristinn spurði hana lymskulega hvað hún ætlaði að gefa honum og auðvitað gat hún ekki ekki sagt honum ósatt. Klukkutíma síðar kom hann aftur til hennar og bað hana um skila bókinni, gefa honum frekar „næsta númer“. Snemma kom í ljós að Kristinn hafði forystuhæfileika. Hann átti auðvelt með að gera gott úr hug- myndum annarra, án þess að verða neinn senuþjófur. Þessi eiginleiki hefur æ síðan nýst honum og kem- ur sér eflaust vel nú þegar hann tekur við því stóra verkefni að stýra Olíufélaginu Skeljungi. Aðfaranótt 21. ágúst fóru her- sveitir frá Sovétríkjunum, Austur- Þýskalandi, Póllandi, Ung- veijalandi og Búlgaríu inn yfir landamæri Tékkóslóvakíu án þess að gera boð á undan sér. Með þessari innrás var endi bundinn á „vo- rið í Prag“, sem svo var kallað og einkenndist af tilraunum Tékka til umbóta í fijálsræðisátt undir for- ystu Alexanders Dubceks. Sjálfur var Dubcek sendur í útlegð og til- raunir Tékka til umbóta á hinum sósíalísku stjómarháttum brotnar á bak aftur. Atburðir þessir ollu mik- illi ólgu á Vesturlöndum og í flest- um löndum voru haldnir fjölmennir fundir til að mótmæla þessu ger- ræði Varsjárbandalagsins. Í Reykjavík var haldinn fundur við Miðbæjarskólann þar sem ræðu- menn voru Ellert B. Schram skrif- stofustjóri, Jóhann Hjálmarsson skáid, Magnús Gunnarsson stud. oecon og Ragn- hildur Helgadóttir lög- fræðingur. Fundarstjóri var Birgir ísleifur Gunnarsson hæstarétt- arlögmaður. Að loknum fundi var reynt að koma mótmælum á framfæri í sovéska sendiráðinú við Túngötu, en allir sendirráðs- starfsmenn þá sagðir vera í fríi og enginn fékkst til að taka á móti mótmælunum. Meðfylgjandi mynd- ir voru teknar á mótmælafundinum við Miðbæjarskólann og á tröppum sovéska sendiráðsins 21. ágúst 1968. Birgir ísleifúr á tröppum sovéska sendiráðsins. STARFID ' BJÖRKBJARKADÓTTIR, YFIRFANGAVÖRÐUR í HEGNINGARHÚSINU BÓIUN ÁNÁTTBORÐINU Þeirkalla migmommu „ALLIR, SEM fara í fangelsi á Islandi, mæta fyrst í Hegningar- húsið við Skólavörðustig. Þaðan er þeim dreifl í hin fangelsin að aflokinni læknisskoðun. Hér erum við með tuttugu fanga sem eru að afplána 30 til 40 daga varð- hald. Einnig sitja hér svokallaðir lausagæslumenn og öryggisgæslu- menn eru þeir, sem dæmdir hafa verð ósakhæflr vegna geðveiki. í Hegningarhúsinu sitja nú tveir slíkir þar sem engin stofnun vill taka við þeim,“ segir Björk Bjarkadóttir, yfirfangavörður í Hegningarhúsinu, en hún hefur auk þess verð formaður Fanga- varðafélags íslands síðustu tíu árin. í félaginu eru 70 fangaverð- ir, þaraf lOkonur. Hún segir að 30-40 daga fang- amir séu mestmegnis þeir, sem dæmdir hafa verið til fangelsis- vistar fyrir ölvunarakstur. „Al- menningur virðist ekki vita að þriðja brot við ölvunarakstri þýðir minnst 30 daga varðhald. Menn komast ekkert hjá því. Þessir fangar em úr öllum stéttum og á öllum aldri. Menn taka þessu auðvitað misjafn- lega. Það geta verið erfið sporin að koma hérna inn.“ — Hvernig taka fangarnir þér sem fangaverði? „Þeir eru ósköp ljúfir greyin. Þeir kalla mig mömmu.“ Björk segir að 150 íslendingar hafi nú verið boðaðir í fangelsi. Hinsvegar væru þau öll stútfull sem stendur og því væru menn ekki sóttir heim nema pláss losnaði. Edda Mary Oddsdóttir starfsstúlka í kaffiteríu og nemi Mér finnst ofsalega, gaman að ævintýrabókum. Ég hef lesið flestar bækurnar um „Litlu vampír- umar“. Það eru góðar ævintýr- abækur. Skólabækumar vekja hins-. vegar ekki eins mikinn áhuga hjá mér. ÞETTA SÖGÐU ÞAU ÞÁ... Kveinstafirnir yfir því að Charta ’77 fái ekki inni í tékkneskum fjölmiðlum eru ekki meinið, Árni (Bergmann), — meinið er að þeir hafa ekki hljómgrunn lengur. Með þann hljómgrunn hefðu þeir betri stuðning en í opinberum fjöl- miðlum. Maður sem er kunnug- ur fyrir austan veit það. Síðast las ég Sölku Völku eftir Halldór Laxnes, að mig minnir. Ég á ekki safnið hans, en ég hef töluvert gluggað í Laxnes. Ég er mun meira fyrir íslenskar bók- menntir heldur en erlendar eða þýddar. Eyjólfur Frlð- geirsson i Þjóð- viljanum 9. ágúst 1983. Aldís Hö- skuldsdótt- ir verslunar- maður PLATAN ÁFÓNINUM MYNDIN ÍTÆKINU Þóra Óskars- dóttir starfs- stúlka í versl- uninni Serbiu Eg á mikið af gömlum hljómplöt- um, þetta 45-50 ára. Þetta eru plötur með lögum eftir gömlu klassísku meistarana, Liszt, Strauss, Lehar og fleiri slíka. Þetta er gersémi. Slíka tónlist vil ég heyra og úr því ég hlusta svo mikið á útvarp, vil ég heyra meira af þess- ari tónlist þar. Eg tek ekki mikið af mynd- böndum á leigunum. Þó finnst mér gaman að horfa á grínmyndir. Síðast sá ég grínmyndina „Skolla- leikur" með grínistanum Richard Pryor í aðalhlutverki. Sigrún Fjóla Hilm- arsdóttir nemi Ingunn UnnurJó- hanna Helmick nemi að er svo ósköp misjafnt hvaða tónlist ég hlusta á. Síðustu dagana hefur þó „Eddie Brickel and the New Bohemians“ verið oftast á fóninum hjá mér. Við systkinin hlustum líka mikið á hljómsveitina „Cure“. Mér finnst æðislega gaman að góðum spennumyndum og ég hef séð mikið af þeim nýlega. Grínmyndirnar eru líka ágætar sumar. Ég hef nýlega séð spennu- myndina „Læknanemar" og einnig sá ég um daginn „Johnny Hand- some“. Hún var mjög góð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.