Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1990
C 23
■ MAN einhver eítir
Barböru Stanwyck í
„Stella Dallas" eftir King
Vidorfrá 1937. Endurgerð-
in er komin í bíó i Banda-
ríkjunum með Bette Midler
í Stanwyckhlutverkinu en
leikstjóri er John Erman.
■ GILBERT og Garbo,
Tracy og Hepbum, Bogart
og Bacall, Hopper og Kea-
ton. Getur verið að vand-
ræðagaurinn Dennis Hop-
per og Diane Keaton eigi
eftir að standa með fræg-
ustu pörum kvikmyndanna?
Þau leika saman í því sem
kallað hefur verið dæmigerð
Tracy- og Hepburn-mynd
sem heitir „Running Mat-
es“ o g er rómantísk gaman-
mynd um forsetaframbjóð-
anda og gömlu ástina í lífi
hans. „Þetta er alveg nýtt
fyrir mér,“ segir Hopper.
„Ég hef aldrei leikið í gam-
anmynd áður.“
■ NÝJASTA mynd hins
vammlausa Kevin Costn-
ers heitir Hefnd en í henni
verður hann ástfanginn af
Madeleine Stowe, sem í
myndinni er gift hrottaleg-
um mexíkana (Anthony
Quinn). Sennilega nóg af
brennandi ástríðum í log-
andi sólarlagi því leikstjóri
er Tony „Top Gun“ Scott.
■ SVARTregn er heitið
á þriller Ridley Scotts í
Háskólabíói en það er til ný
japönsk mynd með þessu
sama nafni eftir Shohei
Imamura, sem fjallar um
lífið í Hirosima eftir kjarn-
orkusprenginguna og bygg-
ir á dagbókum eins borg-
arbúans.
Óvinir -
ástarsaga
Bahdaríski leikstjórinn Paul Mazursky hefur gert
bíómynd eftir skáldsögu nóbelsverðlaunahafans frá
1972, Isaac Bashevis Singers, sem komið hefur útá
ísiensku undir heitinu Óvinir — ástarsaga, gerist í
New York árið 1949 og fjallar um ástina í lífi nokk-
urra gyðinga sem tengjast allir í fortíðinni.
Myndin þykir koma
sterklega til greina
við næstu óskarsverð-
launaútnefningu fyrir m.a.
leikstjórn og leik en með
aðalhlutverkin fara Ron
Silver, Margaret Sophie
Stein, Anjelica Huston og
Lena Olin, Svíinn úr Óbæri-
legum léttleika tilverunnar.
Silver leikur Herman Brod-
er, sem kemst að því að
hann er kvæntur þremur
konum samtímis. Jadviga
(Stein) er ein, pólsk bónda-
kona en Herman kvæntist
henni í þakklætisskyni fyr-
ir að hafa falið hann uppi
á heylofti í stríðinu; Masha
(Olin) er önnur, sem komst
lifandi úr útrýmingarbúð-
um nasista og svo er Tam-
ara (Huston), sem gift var
Herman fyrir stríð. Her-
man var viss um að Tam-
ará hefði dáið með börnun-
um þeirra tveimur en henni
tókst að flýja nasistana til
Rússlands og birtist honum
að óvörum í New York þar
sem hann á þegar í erfið-
leikum með hinar eiginkon-
urnar tvær.
Mazursky þykir takast
einkar vel upp í því að
íjalla um skelfilegar minn-
ingar í bland við mannlega
gamansemi. „Eitt af því
sem höfðaði sterkt til mín
í bókinni," segir leikstjór-
inn, „var hvemig Singer
tókst á við allt þetta í sam-
bandi við útrýminguna með
húmor og það mjög góð-
ii m “
Lífið eftir þjóðarmorðið; Ron Silver og Anjelica
í mynd Mazurskys.
Huston
B-kóngurinn
í ríki sínu
Roger Corman, mesti B-mynda kóngur allra tíma,
hefúr í nógu að snúast þessa dagana. Daginn eftir jarð-
skjálftann stóra í San Francisco sendi maðurinn sem
gerði m.a. hina upprunalegu Litlu hryllingsbúð, kvik-
myndatökumann út á götu að ná efni i mynd sem heita
á Skjálftinn.
Fjórum dögum eftir fall
Berlínarmúrsins seldi
hann hugmynd að mynd
sem heitir Dagurinn sem
veggurinn hmndi en í henni
munu nýju vinirnir í A-
Þýskalandi eyðileggja öll sín
efnavopn og komast að því
að þrjú tilraunaglös vantar.
Auk þess að framleiða eins
og 20 svona skyndimyndir
á ári hefur Corman tekið
að sér að leika yfirmann FBI
í nýjasta þriller Jonathans
Demmes, „Silence of the
Lambs“. Svo skal ráðist í
eina góða, gamaldags Fran-
kensteinmynd en í henni
mun John Hurt leika
vísindamann frá 21. öldinni
Roger Corman; mesti B-
mynda kóngur allra tíma.
sem ferðast aftur til 19du
aldar að hitta bæði Fran-
kenstein (Raul Julia) og
Mary Shelley (Bridget
Fonda).
„Myndin hefur sínar
heimspekilegu og trúarlegu
hliðar,“ segir Corman. En
engar áhyggjur. „Skrýmslið
fer með stórt hlutverk.“
Töfrar bíósins; úr mynd Tomatore.
Paradísarbíóið
Fjórði salurinn í Háskólabíói opnar í mars á myndinni
„Cinema Paradiso" eftir ítalann Giuseppe Tornatore,
sem hlaut sérstök verðlaun dómnefndarinnar á Cannes
sl. vor.
Með aðalhlutverkið fer
Philippe Noriet, einn
dáðasti leikari Frakka í dag,
en hann leikur sýningar-
stjórann í Paradísarbíóinu á
Sikiley þar sem myndin ger-
ist. Hún segir frá ungum
munaðarlausum dréng sem
tekur ástfóstri við bíómynd-
ir og k'emst í samband við
sýningarstjórann sem tekur
hann uppá arma sér og leyf-
ir honum jafnvel að fylgjast
með ritskoðunarsýningum
prestsins í þorpinu þar sem
hver koss er athugaður og
faðmlög stytt.
Myndin hefur hvarvetna
hlotið lof gagnrýnenda sem
óður til þeirra tíma þegar
bíóið í bænum var ekki bara
bíó heldur staður til að dóla
á með vinum sínum, verða
ástfanginn, sofa úr sér
þynnkuna, þegar bíóið var
eini glugginn út í hinn stóra
heim.
Paradísarbíóið er önnur
mynd leikstjórans Tornat-
ore sem áður var þekktur
fyrir heimildarmyndir og
sjónvarpsverk.
KVIKMYNDIR"'™
Er myndbandib ab breyta bíómyndinni?
Skjárinn mótar bíóiö
Þ AÐ ER ekkert vit í að horfa á bíómyndir af mynd-
böndum miðað við í kvikmyndahúsi voru ein af fyrstu
sannindunum sem fylgdi myndbandabyltingunni uppúr
1980. Aðeins kvikmyndatjaldið, bíósalurinn og almyrk-
rið er fært um að koma töfrum bíómyndar almennilega
til skila er staðhæfing sem myndbandið hefiir ekki
getað hnekkt.
Talandi hausar; nærmyndir eftir nærmyndir.
En myndbandið hefur
sannarlega dreift bíóinu
víðar og sérstaklega til
þeirra sem hættir voru að
fara í bíó og em þau end-
umýjuðu
kynni
mjög
ánægju-
leg; aldrei
hafa jafn-
margir
horft á bíó
og núna.
Það hefur
hins vegar í mörgum tilfell-
um komið niður á gæðum
þeirra. Margar hafa verið
aðlagaðar skjánum til að
henta stofuglápinu.
Oft var það svo og er enn
að þegar bíómynd var kom-
in í sjónvarp, annað hvort í
sjónvarpsútsendingu eða af
myndbandi, þá var klipið
utan af henni þannig að ef
sýnt var á tvo menn tala
saman í bíl þá sá maður
bara einn og hálfan og ef
þrír menn voru að tala sam-
an sást bara í tvo og heyrð-
ist í þriðja. Hjá þessu er
hægt að komast með ákveð-
inni tækni en myndimar
vom gerðar fyrir bíó og féllu
ekki almennilega inní
skerminn. Með því að mynd-
bandamarkaðurinn verður
sífellt sterkara afl innan
kvikmyndanna gera kvik-
myndagerðarmenn meira
ráð fyrir sýningum bíó-
mynda í sjónvarpi en áður
á kostnað bíósins. í 18 Evr-
ópulöndum voru tekjurnar
af myndböndunum helmingi
meiri en af kvikmyndasýn-
ingum árið 1989 og nú orð-
ið líða aðeins nokkrir mán-
uðir frá því mynd er fmm-
sýnd í bíó þar til hún kemur
út á myndbandi.
Þess vegna líta fleiri og
fleiri bíómyndir út eins og
þær séu kvikmyndaðar nær
einvörðungu með nærmynd-
um eða miðlægum skotum,
sem best henta litla skján-
um eins og segir í athyglis-
verðri grein í The New York
Times nýlega. Klippt er
fram og aftur á milli talandi
hausa og hausa sem sýna
viðbrögð. Fjarlægðarskotin
em geymd fyrir útitökur
aðeins til að sýna hvar at-
burðirnir eiga sér stað, ein-
hver ekur bíl frá A til B.
Þessi áhersla á nær-
myndir, fyrir utan að vera
þreytandi og leiðinleg, birg-
ir áhorfandanum sýn. Þeir
geta ekki skoðað sig sjálfir
um, það er ekkert að sjá.
Myndirnar líta ekki aðeins
út fyrir að vera einfaldari,
þær em það. Þær innihalda
færri myndrænar upplýs-
ingar.
Batman getur verið
ágætur mælikvarði á þróun-
ina. Hún lítur stórkostlega
út í bíó með framúrskarandi
leikmyndum og myrku yfír-
bragði sem hætt er við að
blandist allt í gráleita þoku
á skerminum. Það kunna
sjónvarpsáhorfendur ekki
við. Ef Batman 2 verður
lýst með sterkari pemm
hefur skermurinn sigrað
tjaldið. Myndir verða ennþá
framsýndár í kvikmynda-
húsum en myndbandamark-
aðurinn stjórnar upptökun-
um.
ÍBÍÓ
\
Bíóþýðendur gera oft
mjög góða hluti og
leysa erfíð vandamál mjög
vel en þýðingar á bíó-
myndum í kvikmyndahús-
um geta líka verið skraut-
lega misvísandi og þess
valdandi að salurinn, sem
yfirleítt er vel að sér í
ensku, springur úr hlátri.
Dæmi um slæmar þýð-
ingar á erlendum bíó-
myndum eru mýmargar
og óþarfí að tíunda þau
hér; það hefur oft verið
gert. Hins vegar hlýtur
að vera hægt að gera þá
kröfu til bíóþýðenda að
þeir vandi verk sín og
komi efninu óbrengluðu
til skila. Það er óþarfí að
kasta til höndunum þótt
um bíó sé að ræða. Það
er í sjálfu sér ekkert
ómerkilegra en bókaþýð-
ingar auk þess sem
hundrað þúsunda lesa bíó-
textann á ári.