Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 28
28 C MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1990 ttee/iAnn V.h ©1989 Universal Press Syndicate '„Ecj is/ssi þ&Jf cdLiaf cá þú va&rir eitthvab öSru visi en a&rir, XarL." Ég spurði, ertu með toll- skyldan varning? Við verðum að blanda geði við fólkið án þess að vekja athygli að hætti slyngra njósnara. Lag- Yalgeirs of gott fyrir Eurovision? Þ.G. og H.S. skrifa: Við erum hér tvær sem ekki gát- um setið á okkur að svara grein- inni sem birt var í Velvakanda þann 6. febrúar sl. með yfirskriftinni „Nokkur orð um söngvakeppnina". Þar sagði höfundur (Frímann Einars- son) að lag Valgeirs Guðjónssonar „Það sem enginn sér“ sem sent var í Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva í fyrra fyrir íslands hönd hafa verið „lélegt". Finnst okkur þesssi ummæli til marks um lítið sem ekkert vit á tón- list, því bæði var lagið virkilega gott og flutningur Daníels Ágústs Har- aldssonar á því mjög góður. En þetta var einfaldlega of gott lag í þessa keppni og hefði „Sóley“ sennilega hæft betur í hana, því það er meira í eurovision-stíl og erum við þó sammála um það. Þó svo að lagið sjálft sé afskaplega leiðinlegt. Einnig viljum við spyija hvort höfundur vilji virkilega opinbera ein- feldni sína með því að láta frá sér fara að reykvísk dómnefnd hafi gef- ið laginu „Það sem enginn sér“ stig bara vegna þess að það var frá Reykjavík? Getur hann virkilega ímyndað sér að dómnefnd sem er valin eiginlega af handahófí fari að hugsa um hvort þetta eða hitt lagið sé frá Reykjavík eða einhverstaðar annarstaðar frá. Dómnefndin velur einfaldlega það lag sem henni finnst best. Vantar fleiri beygjuljós Hafliði Helgason skrifar: Asl. ári voru sett upp umferðar- ljós á gatnamótum Snorrabraut- ar og Miklubrautar, en það hefur gleymst að setja líka upp vinstri- beygjuljós þar norður Snorrabraut. Umferðin er það mikil sem kemur að austan Miklubraut að það bráð- vantar vinstribeygjuljós við þessi gatnamót. Og það eru fleiri gatna- mót sem vantar vinstribeygjuljós, t.d. við Kringlumýrarbraut og Miklu- braut og einnig við Laugaveg og Kringlumýrarbraut. Þessi ljós vantar án tafar. Það er víst bannað að keýra yfir á rauðu ljósi, en það er því mið- ur ekki annað hægt þar sem ekki eru vinstribeygjuljós. Hvað hafa orð- ið mörg slys við umrædd gatnamót á sl. ári? Á FÖRNUM VEGI Jens Fylkisson, Davíð Gunnarsson, Guðbjarni Guðmundsson og Ar- nór Arnórsson. Námið fiillt starf ogríflegaþað Þ AÐ er sama á hvaða tíma dagsins komið er í Háskóla íslands, allt- af er nóg um að vera. A daginn eru fyrirlestrar og málstofur og þegar þeim lýkur er nóg um að vera á bókasöfhum og lesstofum. Þegar komið er í aðal- byggingu Há- skólans og geng- ið upp á aðra hæð standa við handriðið fjórir piltar. Aðspurðir segjast þeir allir vera i rafmagns- verkfræði á öðru ári. Þeir eru fyrst spurðir hvort nám sé full atvinna. „Það finnst mér já. Vinnuvikan hjá mér er fjörtíu til fimmtíu tímar,“ segir Jens Fylk- isson. Davíð Gunnarsson er sammála því og Gunnar Asgeirsson og Vilhjálmur Vilhjálmsson, segist veija fimmtíu stund- um á viku í námið. í frístundum segist hann „slappa af og horfa á sjónvarpið". Guðbjarni Guðmunds- son segist ekki geta unnið með námi því þá væri „ekki tími til að skemmta sér um helgar“. Arnór Arnórsson vinnur með náminu. Hann segist eiginlega ekki hafa tíma til þess en_ gefur sér hann engu að síður. „Ég geri það fyrir HÖGNI HREKKVÍSI Víkverji skrifar „ERIXJ AO HALPA SjÁLFUM pER KVEÐJUSAA1SÆTI ?" Fyrr í þessum mánuði var lagt til á forsíðu Tímans að jarðn- eskar leifar Fjölnismanna, sem enn hvíla í dönskum kirkjugarði, verði fluttar heim. „Það hlýtur að vera ósk allra rétthugsandi íslend- inga að Fjölnismenn verði fluttir heim,“ stendur þar. En efst á sömu síðu er fyrirsögn með stríðsletri: „Rassía um landið vegna bíla- skatta." Ög á innsíðu í sama blaði er fjögurra dálka fyrirsögn: „Flokkakerfi er de facto í Sov- étríkjunum." Vafalaust má flytja menn heim með ýmsum hætti, en.Fjölnismenn verða aldrei fluttir heim sem fúin bein. Það verður aðeins gert með þeim táknræna hætti að halda merki þeirra hátt á lofti og hreinsa móðurmálið, sem þeim var hug- ljúfara en nokkuð annað, af er- lendum slettum. Fjölnismenn verða aldrei fluttir heim nema all- ir „rétthugsandi" íslendingar skrifi og tali íslensku. Það verður aldrei gert „de facto“ með ein- hverri „rassíu“. að hljómar stundum einkenni- lega í eyrum roskins fólks, þegar kvartað er og kveinað um lífskjör hér á landi. Því er gjarnt að bera ástandið saman við það sem var á uppvaxtarárum þess. Að sjálfsögðu er því ekki saman að jafna. En ósagt skal látið hvort menn uni hag sinum nokkuð betur nú en þá, kröfurnar um lífsgæði eru svo allt aðrar og meiri. Víkveija kom þetta í hug þegar hann hlustaði á útvarpsþátt þar sem maður utan af landi kvartaði sáran undan því hve dýrt honum væri að kosta son sinn til náms í Reykjavík. Tíndi hann ýmislegt til og endaði með: Og svo þurfti ég að kaupa handa honum bíl svo að hann kæmist í skólann. Verður ekki betur lýst þeim kröfum, sem fólk gerir nú til lífsins. Víkverji gerði sér satt að segja ekki grein fyrir að samgöng- ur í Reykjavík væru svona slæmar. xxx Með síðustu kjarasamningum virðist almenningur reiðubú- inn að leggja sitt af mörkum í baráttunni við verðbólgudrauginn og stuðla að því að hér skapist eðlilegt ástand og heilbrigt efna- hagslif. En það er að sjálfsögðu grundvöllur bættra lífskjara. Menn skyldu halda að ríkis- stjórnin tæki þessu fagnandi og það hefur hún líka gert — í orði. En hvað er svo upp á teningnum þegar til kasta hennar kemur? Línan var lögð í kjarasamning- unum, en hvað dvelur Orminn langa? Ráðherrar byrja að spyrna við fæti og þrátta dögum saman. Fáum ríkisstjórnum — ef nokkurri — hefur verið gefið annað eins tækifæri. Því verður ekki trúað að hún klúðri því, þótt hún sé að vísu ekki hátt skrifuð samkvæmt skoðanakönnunum. Mest óttast menn þó að hún kaupi sér frið og verðbólguna niður með erlendum lántökum, með þeim óhjákvæmi- legu afleiðingum að við lok lífdaga hennar bresti stíflan með öllu sem því fylgir. Við skulum vona að lánleysi hennar verði ekki svo mikið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.