Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1990 SNEMMA í september 1978 fékk búlgarskur útlagi og rit- höfúndur, Georgi I. Markov, verk í annað lærið, þegar hann gekk fram hjá strætisvagna- biðstöð hjá Waterloo-brúnni í London. Klukkan var að nálg- ast sjö að kvöldi og hann var að koma frá vinnu sinni í aðal- stöðvum brezka heimsút- varpsins, BBC World Service, í Bush House. Þegar hann leit í kringum sig sá hann að giid- vaxinn maður, sem stóð i bið- röð við biðstöðina, beygði sig eftir regnhlíf, sem hann hafði misst. Maðurinn tautaði eitt- hvað, flýtti sér yfir götuna og kallaði á leigubíl, sem hvarf með hann út í buskann. Georgi Markov: myrtur samkvæmt fyrirmælum Zhivkovs? Um kvöldið fékk Markov háan hita og daginn eftir varð hann fárveikur. Hann var fluttur í sjúkrahús, en læknar gátu ekkert gert fyrir hann og hann lézt fjórum dögum síðar eftir miklar kvalir. Þegar líkið var krufið fannst örlítil platínumkúla, sem hann hafði fengið í hægra lærið þegar broddinum á regnhlífinni var stungið í hann. Kúlan var 1,35 millimetrar í þvermál og í henni var banvænt eiturefni, ricin, sem myndast við olíuframleiðslu og ekkert. mótefni er til við. „Regnhlífarmorðið“ varð frétta- efni blaða um allan heim og varð eitt umtalaðasta atvik kalda stríðsins og ein af goðsögnum þess. Markov flutti efni fjandsamlegt kommúnistum í BBC og „Útvarpi ftjálsrar Evrópu" (Radio Free Europe), sem valdamenn í Austur- Evrópu töldu málpípu CIA. Fullvíst þótti að búlgarska öryggisþjónust- an hefði myrt Markov samkvæmt fyrirmælum frá Todor I. Zhivkov einræðisherra, þó aldrei tækist að sanna það. Enginn var handtekinn og Búlgarar harðneituðu öllum ásökunum. Árásir á Zhivkov Georgi Markov var 49 ára þegar hann lézt og hafði verið í hópi fremstu menntamanna Búlgaríu áður en hann flúði land níu árum áður en hann var myrtur. Skáldsög- ur hans og leikrit höfðu fengið góða dóma og Zhivkov fékk álit á honum. Með þeim tókst vinátta og Markov fékk vitneskju um trúnaðarmál inn- an ríkisstjórnarinnar. En brátt fylltist Markov óbeit á mikilli spillingu og ofstjórn í Búlg- aríu og snerist gegn kerfinu. Þegar hann fór að fjalla um stjórnmál í verkum sínum glataði hann trausti húsbænda sinna og féll í ónáð. Út- gefendur forðuðust hann og leikrit hans voru ekki tekin til sýninga. Eitt þeirra, sem hafði að geyma hvassa ádeilu á kerfíð, var þó æft á laun 1969. Þetta leikrit hét Ég var sá rtmður og til stóð að færa það upp í virðu- legu leikhúsi. Fyrst þurfti það þó að fá náð fyr- ir augum menn- ingarnefndar flokksins, sem átti að dæma hvort það væri hæft til sýninga fyrir almenning. Á miðri forsýningu fyrir nefndina tók einn menningar- vitinn Markov afsíðis og tilkynnti honum að hann „hefði komið sér í vandræði" og átti við að hann ætti það á hættu að verða handtekinn. Markov komst aldrei nákvæm- lega að því hvað athugavert var við leikritið, en eins og koná hans benti á síðar hafði innrásin í Tékkóslóv- akíu verið gerð skömmu áð- ur.„Þetta var viðkvæmur tími og hann hafði einhvem veginn gengið of langt,“ sagði hún. Markov naut þeirra forréttinda að hafa sérstakt vegabréf, sem gerði honum kleift að ferðast til útlanda. Hann flýtti sér heim og setti nokkur föt niður í tösku, kvaddi frænda sinn og skildi eftir dálítið af peningum. Hann ók síðan grárri BMW-bifreið sinni inn í Júgó- slavíu og fór þaðan til Lundúna, þar sem hann fékk starf í Búlgaríu- deild BBC World Servie i Bush House, sem hefur verið nokkurs konar vígi útlaga frá Austur-Evr- ópu. Bannfærður Um leið og Markov hvarf frá Búlgaríu var hann bannfærður þar. Verk hans voru bönnuð, nafn hans var afmáð og hann var sviptur öll- um verðlaunum, sem hann hafði H ERLEND k hringsiA eftir eftir Gudm. Halldórsson unnið til. Starf hans hjá BBC var einkum í því fólgið að segja menn- ingarfréttir frá Bretlandi og flytja fréttaskýringar. I starfinu kynntist hann Annabel Dilke, sem vann við fréttir í Bush House og hafði gefið út skáldsög- ur.-Þau giftust 1975 og eignuðust eina dóttur, Söshu, sem nú er 13 ára. Anabel er 47 ára gömul og hætti störfum hjá BBC fyrir tveim- ur árum, en fæst enn við skáld- sagnagerð. Útvarpssendingar Markovs á búlgörsku gerðu hann að einhveij- um hættulegasta óvini Zhivkovs og stjómkerfís hans. Þegar honum var neitað um leyfí til að heimsækja deyjandi föður sinn í Búlgaríu kvað við beiskari tón en áður í útvarps- þáttum hans. Faðir hans hafði þjáðst af krabbameini og ekki feng- ið að fara til Vesturlanda til að leita sér lækninga. Upp frá þessu fóru Markov að berast morðhótanir, en hann hélt áfram að starfa af fullum krafti. Hann samdi þijár skáldsögur, Þak- ið mikla, Konur Varsjár og Svip- mynd af tvífara mínum, og tvö leik- rit. Annað þeirra hlaut aukaverð- laun á Edinborgarhátíðinni. Um leið hóf Markov að semja endurminningar sínar. Þar minntist hann oft á Zhivkov, sem hann lýsti á napran og persónulegan hátt, sagði frá fundum þeirra og Ieyni- legri vitneskju, sem hann hafði fengið, og nefndi dæmi um spillingu valdamanna. Markov las minningar sínar í Radio Free Europe og var stutt kominn þegar hann var myrtur með regnhlífinni 7. september 1978. Ekkja hans er sannfærð um að upplesturinn hafí orðið til þess að leigumorðingi hafí myrt mann hennar samkvæmt fyrirmælum frá stjórnmálaráði búlgarska komm- únistaflokksins, sem hafi viljað hefna árása hans á stjórnarfarið í Búlgaríu. Ekkja Markovs í Sofia: ánægð með ferðina. RE6NHUFUMMMB RIHHSIKlBMHta Bíilgcn'ski útlaginn Georgi Markov farr upjrrcisn ceru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.