Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1990 C 15 ElínH. Magnús- dóttir Fædd 26. raars 1929 Dáin 8. febrúar 1990 Elín Helga er horfin yfir landa- mærin. Þvílík fregn og óvænt er barst okkur Sorö-systrum 8. febrú- ar, og við, sem höfðum verið saman fyrir fáum dögum. Hún var hrókur alls fagnaðar eins og hún var svo oft og kvaddi okkur með þessum orðum: „Mikið var gaman að vera með ykkur í kvöld.“ Við hittumst fyrir 42 árum í Sorö-húsmæðraskóla í Danmörku, 8 íslenskar stúlkur allar í útlöndum í fyrsta skipti. Við bundumst traust- um vináttuböndum, sem aldrei hafa rofnað síðan. Elín var mjög glæsileg ung stúlka. Henni var gefið í vöggugjöf létt og gott skap, og hafði ríka kímnigáfu, en gat verið þung á bárunni, ef henni fannst gengið á hlut sinn eða hún órétti beitt, en trygg og trú vinum sínum. Minningarnar eru margar frá skólaárunum. Eftir heimkomuna stofnuðum við Saumaklúbb, sem endaði á hveiju vori með helgarferð í Borgarfjörð til tveggja skólasystra okkar, sem þar búa, og tilhlökkun mikil yfir væntanlegri ferð í vor. Elín Helga giftist Bjama Krist- jánssyni og eignuðust þau einn son, Kristján, en þau slitu samvistum. Elín var trúuð kona, og þangað sótti hún styrk sinn á erfiðum stundum. Hún trúði á æðri mátt handan við móðuna miklu og óttað- ist ekki heimkomuna. „Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því það sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og íjallgöngumaður sér fjallið best af sléttunni." (Kahlil Gibran). Við kveðjum og þökkum Ellu fyrir tryggð og vináttu liðinna ára og biðjum syni hennar, Kristjáni, sem var sólargeislinn í lífi hennar, Guðs blessunar. Vinkonurnar frá Sorö ■ ' • ifrt ALLA HELGINA lada samara assraassfi?g '^samaRaS'^" 'h’sss&jg VEITINGAR FRA lada sport fhtnHSUmiePPa hafa anÁL 9armjö9mik’aog goða reynslu, bæðisem J fynrtaks fjölskyldu- og ferðabil og öflugum °9 vmnuþjark. Núeigabænduroq ZksJrarað"arkostáþvi að draga virðisaukaskatt mn frá þilwerði. enímess SOL íÁrmúla 13 frákl. 10-17 laugaulag og smnuúag zzd*s1a1!°" J^ÍSSSSjsS!. BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. II Ármúla 13 - 108 Reykjavík - S 681200 US Útsalan I fullum gangi í TOPPSKÓNUM,VELTUSUNDI Nýjar vörur daglega Vörurfrá S. Waage, Kringlunni og S. Waage, Domus Medica

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.