Morgunblaðið - 22.02.1990, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1990
Nokkur orð um Oháða söfii-
uðinn á 40 ára afinæli hans
eftir Þórstein
Ragnarsson
Á þessum tímamótum í sögu
safnaðarins er ekki úr vegi að
upplýsa fólk um söfnuðinn. Það
verður gert í örstuttu máli með
því að segja frá stofnun hans og
sögu, einnig verður vikið að kenn-
ingargrundvelli safnaðarins og
hver staða hans er innan hinnar
evangelísk-lúthersku kirkju hér á
landi.
Stofiiun saftiaðarins
Óháði söfnuðurinn var stofnaður
í ársbyijun árið 1950 og eru þrjár
dagsetningar oft nefndar í því sam-
bandi:
Fundur áhugamanna um stofn-
un safnaðarfélags var haldinn 26.
janúar og var sá fundur nefndur
„stofndagur" í fundargerðarbók.
Þann 13. febrúar var síðan haldinn
framhaldsfundur þar sem sam-
þykkt voru lög fyrir söfnuðinn og
safnaðarstjóm kosin og aðrir emb-
ættismenn.
í Morgunblaðinu þann 14. febrú-
ar 1950 birtist grein um þennan
fund: „Ný'r söfnuður stofnaður í
Reykjavík í gær“ og áfram var
skrifað: „Á framhaldsfundi í gær-
kvöldi var stofnaður nýr söfnuður
hér í Reykjavík: „Nýi Fríkirkju-
söfnuðurinn . .. Emil Bjömsson,
cand. theol. verður prestur þessa
safnaðar, er telur á 6. hundrað
stofnendur."
Það var síðan þann 17. febrúar
1950 sem söfnuðurinn fékk stað-
festingu Dóms- og kirkjumála-
ráðuneytis og er sá dagur formleg-
ur stofndagur safnaðarins.
Söfnuðurinn byggði safnaðar-
heimili, sem vígt var 13. október
1957 og fallega kirkju við Háteigs-
veg í Reykjavík. Kirkjan var vígð
á sumardaginn fyrsta 23. apríl
1959. Þar er hin besta aðstaða,
bæði hvað varðar guðsþjónustu-
haldið og félagslega starfsemi
ýmiss konar.
Frá stofnun safnaðarins hafa 3
prestar þjónað söfnuðinum: Sr.
Emil Björnsson var fyrsti prestur
safnaðarins og starfaði samfleytt
í rúma 3 áratugi. Sr. Baldur Krist-
jánsson var prestur safnaðarins í
tæp 2 ár, en undirritaður tók við
síðla árs 1985.
Frá upphafi safnaðarstarfsins
hefur Kvenfélagið verið burðarás-
inn í hinu félagslega starfi innan
safnaðarins. Fyrsti formaður
Kvenfélagsins var frú Aðalheiður
Guðmundsdóttir, kona sr. Emils
Björnssonar, fyrrv. safnaðarprests,
þá tók við frú Ágústa Erlends-
dóttir, en núverandi formaður er
frú Elsa Guðmundsdóttir.
Fyrsti formaður safnaðarins var
Andrés Andrésson, klæðskeri, og
var hann jafnframt einn af hvata-
mönnum um stofnun hans. Andrés
var formaður safnaðarins í nær
aldarfjórðung og þá tók við Sigurð-
ur Magnússon og var hann formað-
ur í 9 ár, til ársins 1983, en þá
tók núverandi formaður Hólmfríð-
ur Guðjónsdóttir við formennsku.
Núverandi organisti safnaðarins
er Jónas Þórir Þórisson.
Starfssvæði safnaðarins hefur
frá upphafi verið bundið við
Reykjavík, Kópavog og Seltjarnar-
nes. Þess má geta að unnið er að
rýmkun starfssvæðisins til þess að
koma til móts við fjölmarga aðila,
sem verið hafa í söfnuðinum og
hafa flutt út fyrir svæðið, t.d. í
Garðabæ, Hafnarfjörð eða í Mos-
fellsbæ, en vilja vera áfram í söfn-
uðinum, en fá það ekki vegna þess
að starfssvæðið er takmarkað við
ofangreind 3 bæjarfélög. Fríkirkju-
söfnuðirnir eru um þessar mundir
T
Sr. Þórsteinn Ragnarsson
að leita eftir því við hlutaðeigandi
yfirvöld, að þessari skerðingu á
mannréttindum linni, og söfnuðirn-
ir fái rýmkað starfssvæði í sam-
ræmi við bættar samgöngur.
Hvernig söfiiuður er Óháði
söfhuðurinn?
Óháði söfnuðurinn er, ásamt
tveimur öðrum fríkirkjusöfnuðum
hér á landi, hluti af hinni evang-
elísk-lúthersku kirkju á íslandi og
byggir á sömu játningum og þjóð-
Framhaldsnámskeið í táknmáli
Skráning fer fram á skrifstofu Félags heyrnarlausra,
Klapparstíg 28 í Reykjavík. Sími 13560.
Kennt verður á þriðjudögum kl. 20.00 til 21.30 og fimmtudögum kl. 18.30 til 20.00.
Morgunnámskeið standa einnig til boða á mánudögum og fimmtudögum kl. 09.00 til 10.30
Námskeiðin hefjast 6. mars. Kennslustundir verða 12.
Þátttöku skal tilkynna í síðasta lagi fyrir 1. mars.
Táknmálsnefnd.
effcir þínu höfði. Komum á sfcaðinn og
tökum mál. Gerum tilboð. Smíðum,
málu^ glerjum og setjum í.
Fagmennska frá upphafi til enda.
Við erum aðilar að IGH og vinnum
undir eftirliti Iðntæknistofnunar
íslands.
ÁRATUGA REYNSLA í GLUGGASMÍÐI
Valft*elsi sjúklinga
— hvað er nú það?
eftir Árna Jónsson
Undanfarna mánuði hefur tals-
vert verið rætt og ritað um málefni
heilbrigðisþjónustunnar, sérstak-
lega í tilefni af framkomnu frum-
varpi núverandi heilbrigðisráð-
herra, sem í flestu stefnir að auk-
inni miðstýringu í heilbrigðiskerf-
inu, bæði hjá sjúkrastofnunum og
einnig hjá heimilislæknum. Er ekki
annað hægt en að undrast þessar
hugmyndir um aukin ríkisumsvif
og miðstýringu einmitt á þeim tíma
þegar flestar þær þjóðir, sem hafa
búið við þvílíkt kerfi eða sósíalisma,
eru hver af annarri að taka upp
aðra siði og reyna að færa sig yfir
á braut markaðsbúskapar. Jafnvel
í sjálfu höfuðvígi sósíalismans, Sov-
étríkjunum, eru uppi sterkar raddir
um að leggja eigi niður kommún-
istaflokkinn og taka upp fijálsar
kosningar og fijálst hagkerfi.
Einnig virðist sem sænskir sósíal-
demókratar, sem manna lengst og
mest hafa staðið gegn öllum einka-
rekstri í læknisþjónustu, séu í vax-
andi mæli að gera sér ljóst að einka-
rekstur á fullan rétt á sér víða í
heilbrigðiskerfinu vegna þess að þar
fáist mun betri þjónusta fyrir minna
fé en hjá sambærilegum opinberum
stofnunum.
Eitt er það atriði, sem mér finnst
ekki hafa verið nóg athugað þegar
rætt er um þessi mál, og það er
spurningin um valfrelsi sjúkling-
anna. Undirritaður starfaði fyrir
nokkrum árum sem læknir í Osló í
Noregi.
Þar er það fyrirkomulag, að þeg-
ar leggja þarf sjúkling inn á sjúkra-
hús fer það alfarið eftir heimilis-
fangi hans á hvaða sjúkrahúsi við-
komandi lendir. Varð mér illa við
þegar fyrir kom að sjúklingar, oft
gamalt fólk, sem ég þurfti að leggja
inn á sjúkrahús, sárbændi mig um
að senda sig eitthvert annað heldur
en á það sjúkrahús, sem kerfið
ætlaði þeim.
Fólkið sagði, að þar hefði það
verið áður og verið svo óánægt að
þangað vildi það alls ekki fara aft-
ur. Þetta kom ótrúlega oft fyrir.
En kerfið er ósveigjanlegt. Á við-
komandi sjúkrahús skyldi sjúkling-
urinn fara grátandh ef ekki vildi
betur til.
Árni Jónsson
„Er rétt að skipta
Reykjavík upp í um-
dæmi ríkisrekinna
heilsugæslustöðva
þannig að heimilisfang
viðkomandi einstakl-
ings ákveði hvert hann
á að leita eftir læknis-
þjónustu?“
Er þetta mannúðlegt kerfi? Fólk
borgar opinber gjöld um langa ævi
og þegar kemur að því að það þarf
virkilega á heilbrigðisþjónustu að
halda fær það ekki í neinu að ráða
á hvaða sjúkrahúsi það lendir. Al-
veg það sama gildir í heimiiisiækna-
þjónustunni. Er rétt að skipta
Reykjavík upp í umdæmi ríkisrek-
inna heilsugæslustöðva þannig að
heimilisfang viðkomandi einstakl-
ings ákveði hverí hann á að leita
eftir læknisþjónustu? Ailir sjá og
skilja að margar ástæður geta vald-
ið því að sjúklingurinn vill fremur
leita til annars læknis.
Er réttlætanlegt að búa til kerfi
sem tekur þennan sjálfsagða rétt
af einstakljngnum varðandi það
sem skiptir hann mestu, líf hans
og heilsu?
Höfundur erlæknir og
tunnlæknir.