Morgunblaðið - 22.02.1990, Qupperneq 27
MOKGUNBIiAÐIÐ FIMMTUDAGUK 22. FEBKUAK 1900
27
Beiðni um skýrslu um Atlantal-álver:
Spurt um orkuverð, eign-
arhald og staðsetningu
„Með vísan til 30. greinar laga um þingsköp óskum við undirritaðir
alþingismenn eftir því að iðnaðarráðherra flytji Alþingi skýrslu um
fyrirhugaða byggingu nýs álvers.“ Þannig er upphaf beiðni sem tíu
þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa sent iðnaðarráðherra.
að skýrslan verði tekin til umræðu
á fundi Sameinaðs þings eins fljótt
og við verður komið.
í skýrslunni skal svara eftirtöld-
um spurningum:
1) Hvenær er gert ráð fyrir að
frumvarp um heimild til að semja
við erlend álfyrirtæki um byggingu
Atlantal-álversins verði lagt fram?
2) Hvert verður meginefni frum-
Árni Gunnarsson, forseti neðri deildar, hringir til atkvæðagreiðslu. __
Bandormur í framhaldi af kjarasamningum;
Stj órnarandstaðan greið-
ir götu slj órnarfrumvarps
Forsætisráðherra: Nýtt fiskverð og
aflamiðlun fyrir nk. mánaðamót
Stjórnarfrumvarp um ráðstafanir vegna kjarasamninga var afgreitt
samhljóða frá neðri deild til efri deildar Alþingis í gær. Frumvarpið
er „bandormur", sem fjallar um sjö aðskilin efni, sem öll tengjast ný-
gerðum kjarasamningum. Félagsmálanefhd neðri deildar, stjórnarand-
staða og stjórnarliðar, skilaði sameiginlegu áliti og mælti með sam-
þykkt frumvarpsins með einni breytingu, er varðar verðlagsnefnd bú-
vöru.
Stuðningur stjórnar-
andstöðunnar
Rannveig Guðmundsdóttir
(A-Rn) mælti fyrir álitinu og breyt-
ingartillögu félagsmálanefndar.
Geir Haarde (S-Rv) sagði að
þingmenn Sjálfstæðisflokks í þing-
deildinni styddu frumvarpið, enda
væri sjálfgefið að standa við þau
fyrirheit, sem stjórnvöld hafi gefið
aðilum vinnumarkaðarins, og stuðla
að því að efnahagsmarkmið samn-
inganna næðust. Galli væri þó á
gjöf Njarðar. Frumvarpið væri
hvergi nærri tæmandi að þvi leyti
er varðar efndir á fyrirheitum ríkis-
stjórnarinnar. Eftir standi og hlutur
ríkisstjórnarinnar að falla frá ráð-
gerðum skattahækkunum, svo sem
skatti á orkufyrirtæki og hækkun
bifreiðagjalda. Gagnrýnivert sé í
þessu sambandi að ríkisstjórnin
hyggist skerða framlag sitt til at-
vinnuleysistryggingasjóðs um 200
m.kr. á sama tíma og útgjaldaskyld-
ur sjóðsins séu auknar og atvinnu-
leysi fari vaxandi.
Hreggviður Jónsson (FH-Rn)
gerði grein fyrir breytingartillögum
hans og Inga Björns Albertssonar
(FH-Vl), þess efnis, að heildarskatt-
ar sveitarfélaga, tengdir fasteigna-
mati, megi ekki fara fram úr
0,625% af matinu, sem og að sveit-
arfélög skuli sundurliða í reikninga
um fasteignaskatta, þ.e. gera grein
fyrir hvern veg þeir væru reiknað-
ir. Stjórnarliðar felldu þessar tillög-
ur.
Þorsteinn Pálsson (S-Sl) taldi
frumvarpið gott og gilt, svo langt
sem það næði. A skorti að ríkis-
sjórnin stæði við fyrirheit, gefið
fyrir rúmu ári við gerða kjarasamn-
inga þá og ákvörðun fiksverðs, um
niðurfellingu jöfnunargjalds. Þá
skorti á það að ríkisstjórnin standi
við gefið fyrirheit um aflamiðlun.
Þar strandi mál á innbyrðis ágrein-
ingi ráðherra.
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra sagði að fiskverð
yrði ákveðið fyrir 28. febrúar nk.
og að ágreiningur um aflamiðlum
verði leystur fyrir fiskverðsákvörð-
un.
Fleiri tóku til máls þótt ekki verði
frekar rakið
Efiiisatriði frumvarpsins
Frumvarpið er í sjö köflum.
Sá fyrsti fjallar um breytingu á
lögum um lífeyrissjóð starfsmanna
ríkisins: ellilífeyrisþegar fá hlut-
deild í orlofsuppbót skv. BSRB-
samningi.
Annar kveður á um að allir, sem
ráðnir eru hjá ríkinu til 12 mánaða
eða lengur, skuli njóta fullra rétt-
inda skv. lögum um réttindi og
skyldur opinberra starfsmanna.
Þriðji lækkar álagningarstofn
fasteigna í sveitum.
Fjórði kafli fjallar um hömlur á
hækkun á heildsöluverði hefðbund-
inna búvara fram til 1. desember
1990.
Fimmti mælir fyrir um að ein-
staklingar, sem verið hafi atvinnu-
lausir í samtals fjóra mánuði eða
lengur á tólf mánaða tímabili, fái
uppbót hliðstæða þeirri sem greidd
verður til láglaunafólks, samkv.
nýgerðum samningum.
Sjötti hækkar frítekjumark
tekjutryggingar almannatrygginga.
Sjöundi þrengir greiðsluskyldu
ríkisins á launum við gjaldþrot fyr-
irtækja, en kveður hins vegar á um
að greiðsluábyrgð gagnvart lífeyris-
sjóðum við gjaldþrot fyrirtækja
verði 18 mánuðir.
Frumvarpsgreinarnar vóru sam-
þykktar með 28 til 32 atkvæðum,
samhljóða. Fyrrnefndar tillögur
'Fijálslynda hægri flokksins vóru
felldar. Breytingartillaga félags-
málanefndar var hinsvegar sam-
þykkt. Hún varðar 7. grein frum-
varpsins. Þar stóð: „Þrátt fyrir
ákvæði 10. og 12 gr. laga þessara
er verðlagsnefnd búvöru heimilt að
fresta að hluta eða öllu leyti fram-
reikningi verðlagsgi-undvallar 1.
marz 1990 og 1. júní 1990 og út-
reikningi grundvallarins 1. septem-'
ber 1990 í samræmi við Samkomu-
lag Stéttarsambands bænda og að-
ila vinnumarkaðarins frá 1. febrúar
1990. I breytingartillögunni, sem
samþykkt var, segir: „I stað orð-
anna „er verðlagsnefnd búvöru
heimilt að fresta“ komi: skal verð-
lagsnefnd búvöru fella niður.“
varpsins? 3) Hefur ríkisstjórnin
mótað afstöðu sína til einstakra
atriða málsins, svo sem eignar-
halds, orkuverðs o.fl.? 4) Hefur
ríkisstjórnin tekið ákvörðun um
staðsetningu álversins?
í greinargerð segir: „Allt til
síðustu áramóta fóru fram viðræður
milli nokkurra erlendra álfyrirtækja
um byggingu álvers i Straumsvík.
Alusuisse ákvað að draga sig út
úr viðræðunum, sem byggðust á
Atlantal-samningnum við iðnaðar-
ráðuneytið frá 4. júní 1988. í stað-
inn hefur Alumax staðfest aðild
sína að Atlantalhópnum.
Iðnaðarráðherra hefur lýst því
yfír að hann muni leggja fram frum-
varp um nýtt álver á yfirstandandi
þingi. Umræður hafa orðið um mis-
munandi staðsetningu nýs álvers
að undanfömu. Ágreiningur var í
liði ríkisstjórnarinnar um nýtt álver
þegar ríkisstjórn Steingríms Her-
mannssonar var mynduð haustið
1988. Nauðsynlegt er að iðnaðar-
raðherra geri sem fyrst grein fyrir
stöðu málsins og áformum ríkis-
stjórnarinnar."
Skýrslubeiðendur, Friðrik Soph-
usson og níu aðrir þingmenn Sjálf-
stæðisflokks, óska þess jafnframt,
Ný þingmál:
„Forskot ríkisrekstrar"
Ásgeir Eiríkur Hannesson
(B-Rv) hefur flutt frumvarp til
breytinga á tekjustofnalögum
sveitarfélaga. Flutningsmaður
segir að Reykjavík leggi að-
stöðugald á alla ijölmiðla nema
einn, Ríkisútvarpið, og að
frumvarpið sé flutt „til að
freista þess að koma í veg fyr-
ir að fjölmiðlum í þjóðfélaginu
sé mismunað með „forskoti
ríkisrekstrar“.
Lífeyrisréttindi í
fæðingarorlofi
Sex þingmenn úr öllum þing-
flokkum flytja áskorunartillögu
á heilbrigðis- og tryggingaráð-
herra, þessefnis, að nefnd sú,
sem skipuð var í kjölfar kjara-
samninga, til að gera tillögur
um hvernig jafna megi rétt
kvenna á vinnumarkaði til fæð-
ingarorlofsgreiðslna, taki jafn-
framt til athugunar lífeyrisrétt-
indi foreldra í fæðingarorlofi.
Fyrsti flutningsmaður er Rann-
veig Guðmundsdóttir (A-Rn)
Stj órnarfrumvarp um umhverfísmálaráðuneyti:
„Meginþáttur máls-
ins skilinn eftir“
Þijú misvísandi nefindarálit
Annar minnihluti allsherjarnefndar efri deildar, Eyjólfur Konráð
Jónsson (S-Rv) og Salome Þorkelsdóttir (S-Rn), leggur til að stjórnar-
frumvarp til breytinga á Sljórnarráði Islands [umhverfismálaráðu-
neyti] verði fellt.
Fyrsti minnihluti, Danfríður Skarphéðinsdóttir (SK-Vl), telur stofnun
unhverfismálaráðuneytis skref í rétta átt, en tekur undir álit nefhdar-
manna Sjálfstæðisfiokks, að „umhverfísráðuneyti án verkefna sé umbúð-
ir einar“.
Meirihluti neíhdarinnar, Jón Helgason (F-Sl), Guðmundur Agústsson
(B-Rv), Jóhann Einvarðsson (F-Rn) og Skúli Alexandersson (Abl-Vl),
leggur til að frumvarpið verði samþykkt eins og það kom frá neðri deild.
Frumvarp um stofnun umhverfis-
málaráðuneytis kom til annarrar
umræðu í síðari (efri) þingdeild í
gær. Stjórnarliðar leggja ofurkapp á
að frumvarpið fái skjóta afgreiðslu
og samþykki. í nefndarálitum stjóm-
arandstöðuflokka, annarsvegar þing-
manna Sjálfstæðisflokks og hinsveg-
ar þingmanns Samtaka um kvenna-
lista, er harmað, að fylgifrumvarp,
sem kveður á um verkefni hins nýja
ráðeytis, ef stofnað verður, hefur
orðið viðskila við móðurfrumvarpið.
í nefndaráliti annars minnihluta seg-
ir orðrétt:
„2. minnihluti telur að farsælla
hefði verið ef meiri hluti nefndarinn-
ar hefði gefíð sér tíma til að vinna
þannig að málinu að beðið hefði ver-
ið eftir fylgifmmvarpinu og breið
samstaða hefði getað náðst um það.
Þannig hefði afgreiðsla málsins orðið
með meiri reisn en felst í því að beita
minnihluta nefndarinnar ofríki og
keyra þetta fmmvarp í gegn um
þingið án fylgiframvarpsins sem er
meginþáttur málsins."
¥ ÉLAGSLÍF
□ SINDRI 59902227 = 2 Rvík.
I.O.O.F. 5 = 17122208 <h = I
□ St:.St:. 59902227 VII
I.O.O.F. 11 = 17122281/a = Fl.
Farfuglar
Aðatfundir
Farfugladeildar Reykjavíkur og
Bandalags íslenskra farfugla
verða haldnir laugardaginn 24.
feb. kl. 14.00 á Sundlaugavegi
34 (nýja Farfugiaheimilið).
Dagskrá: Venjuleg aðalfundar-
störf. Lagabreytingar.
Stjórnirnar.
Trésmiðurinn
Sími 40379 á kvöldin.
Btá Útivist
Helgarf erðir 23.-25. feb.
Tindfjöll
Gist í selinu. Gengið á Tindfjalla-.
jökul á laugardag. Eina ferðin á
Tindfjöll í ár.
Þórsmörk í vetrarskrúða
Ógleymanleg upplifun. Gist I
Útivistarskálanum í Básum.
Þægilegt gönguskíðaland.
Uppl. og miðar á skrifstofu, Gróf-
inni 1, sími/símsvari 14606.
Útivist lærir að dansa
Námskeið í Vikivökum og gömlu
dönsunum hefst í kvöld,
fimmtud. 22. feb. á Súndlaugar-
veg 34, kl. 19.00. Mætið tíma-
lega til skráningar.
Sjáumst!
Útivist.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Sænski söngvarinn Karl Erik
Olivebring syngur og talar á
almennri samkomu í kvöld kl.
20.30.
Skoðanakönnun, meðal skráðra
safnaðarmeðlima vegna for-
stöðumannsskipta, fer fram í
Fíladelfiu, Hátúni 2, föstudaginn
23. febrúar frá kl. 16.00-22.00
og laugardaginn 24. febrúar frá
kl. 13.00-18.00.
Hjálpræðisherinn
Almenn samkoma í kvöld kl.
20.30. Erik H. Petersen talar.
Bæn og lofgjörð annað kvöld
kl. 20.30. Allir velkomnir.
S-svigsmótið
í flokkum 30 ára og eldri verður
haldið i Bláfjöllum laugardaginn
24. febrúar kl. 15.00.
Þátttökutilkynningar berist til
Arnórs í síma 82922. Allir „öld-
ungar“ 30 ára og eldri eru hvatt-
ir til að taka þátt í skemmtilegri
keppni.
Um kvöldiö verður sameiginleg-
ur kvöldverður i Lækjarbrekku.
Stjórnin.
AD-KFUM
Samkoma í Bústaðakirkju kl.
20.30. Fundur fellur inn í sam-
komuviku vegna heimsóknar
Ulrich Parzany, aðalfram-
kvæmdastjóra KFUM í Vestur-
Þýskalandi.
Svigmót Armanns
sem frestað var um siðustu helgi
verður haldið í Bláfjöllum 24. og
25. febrúar 1990. Fyrri þátttöku-
tilkynningar gilda. Þeir, sem hafa
breytingar eða viðbótarþátt-
tökutilkynningar, hafi samband
í síma 77101 fyrir fimmtudags-
kvöld 22. febrúar. Óbreytt dag-
skrá.
Stjórnin.
Skiphoiti 50B, 2. hæð
Almenn samkoma í kvöld
20.30. Þú ert velkomin(n)!
I kvöld kl. 20.30 er almenn sam-
1 koma í Þríbúðum, Hverfisgötu
42. Mikill almennur söngur. Vitn-
isburðir Samhjálparvina. Kórinn
tekur lagið. Orð hefur Bára Frið-
riksdóttir. Allir velkomnir.
Samhjálp.
GUD
hvar erti
Samkoma í Bústaðakirkju [ kvöld
kl. 20.30. Ræðumaður Ulrich
Parzany frá Vestur-Þýskalandi.
Mikill söngur, bæn og lofgjörð.
Allir velkomnir.
KFUK, KFUM, KSF,
■ KSS, SÍK, UFMH.