Morgunblaðið - 22.02.1990, Page 35

Morgunblaðið - 22.02.1990, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ EIMMTUDAGUR ffi. FEBRÚAR 1990 35 Kveðjuorð: Bjarni S. Þórðarson trésmíðameistari Fæddur 7. nóvember 1903 Dáinn 24. janúar 1990 Samferðarmenn 4 langri vegferð verða okkur gjarnan misjafnlega minnisstæðir og þegar við hugsum til þeirra, þá reynast sumir eiga svo sterka mynd í huga okkar, að jafn- vel rödd þeirra og hlátur hljómar fyrir eyrum, þó þeir séu víðsfjarri eða horfnir af þessum heimi. Einn slíkur samferðarmaður var mágur minn Bjarni Þórðarson trésmíðameistari á Flateyri, sem lést á sjúkrahúsinu á ísafirði, 24. janúar sl. Allt frá fyrstu kynnum okkar eftir að hann kvæntist systur minni fyrir rúmum 57 árum, hefur hann verið mér eins konar persónu- gervingur athafnásemi og starfs- orku — maðurinn sem geislaði af glaðværð af þeirri sælu tilfinningu að geta látið hendur standa fram úr ermum og móta og skapa stórt og smátt sér og öðrum til gagns og gleði. Þessa persónutöfra átti Bjarni í svo ríkum mæli, að aðrir hrifust ósjálfrátt með af atorku hans og starfsgleði, og ekki spillti þar fyrir hlýlegt viðmót hans, sem sannarlega „kom að innan“. Bæði um Vestfirði og víðar til sjávar og sveita standa byggingar, sem um ókomin ár munu vitna um handverk hans innanstokks og ut- andyra, og þeir sem notið hafa þeirra verka, munu án efa minnast Frá afhendingu peningagjafar sjómannakvenfélaganna í Reykjavík í þyrlukaupasjóð. Tálið frá vinstri: Helgi H. Georgsson, form. Stýrr, Sigríður Smith, kvenfélaginu Keðjunni, Þórunn Olafsdóttir, kvenfé- laginu Hrönn, Jónína Steingrímsdóttir, kvenfélaginu Hrönn, Matt- hildur Krisljánsdóttir, kvenfélaginu Öldunni, Erla Sigurðardóttir, kvenfélaginu Hrönn, Gerður Gunnarsdóttir, kvenfélaginu Öldunni, Kristín Ölafsdóttir, kvenfélaginu Öldunni, Sólborg Marinósdóttir, kvenfélaginu Keðjunni, Margrét Björgvinsdóttir, kvenfélaginu Keðj- unni. Því miður gátu fulltrúar frá kvenfélaginu Bylgjunni ekki verið viðstaddir. þess lengi, að þar hafi þeir ekki keypt köttinn í sekknum. Mágur minn var líka alltaf boðinn og búinn til þess að rétta hjálparhönd og gera öðrum greiða. Börn hans nutu þess í ríkum mæli og margur ann- ar, þó að honum væri ekki vanda- bundinn. Bjarni Þórðarson átti meðal ann- ars því láni að fagna að vera heilsu- hraustur alla tíð fram á síðustu ár, og í kjallaranum í húsi sínu á Flat- eyri átti hann lítið trésmíðaverk- Afhentu 200.000 krón- ur í þyrlukaupasjóð NÝLEGA aflientu sjómanna- kvenfélögin I Reykjavík rúmar 200.000 krónurí þyrlukaupasjóð nemendafélags Stýrimannaskól- ans í Reykjavík. Sjóður þessi er til eflingar Björg- unarsjóði Stýrimannaskólans. Markmið björgunarsjóðsins er að þrýsta á og styrkja kaup á betri og öflugri björgunarþyrlum. Söfnun hefur staðið yfir frá því í ágúst 1989 og hafa borist mörg framlög og loforð um framlög. Nú á næstu dögum fá allir útgerðarmenn og skipshafnir á íslandi, bréf frá félag- inu með beiðni um stuðning við þetta mál. (Fréttatilkynning) ■ NÁMSSJÓÐUR Verslunar- ráðs íslands veitir tveimur háskóla- nemum í framhaldsnámi 160 þús- und króna styrk hvorum á þessu ári. Nemarnir eru Þórunn Svein- bjarnardóttir, sem stundar nám í Bologna á Ítalíu í alþjóðastjórn- málum og hagfræði og Jón Björnsson, sem nemur markaðs- fræði og stjórnun við Rider Col- lege í Bandaríkjunum. Námssjóður Verslunarráðsins hefur þann tilgang að styrkja fjár- hagslega á hveiju ári tvo náms- menn, sem eru að hefja eða stunda framhaldsnám í erlendum háskól- um. Með því er ætlunin að efla íslenskt atvinnulíf og framþróun þess. Námsmenn úr Verslunarskóla Islands eiga sérstaka athygli við úthlutun styrkjanna. ■ í TENGSLUMvið endurskoðun á skipulagi og starfsháttum menntamálaráðuneytisins var aug- lýst laus til umsóknar staða skrif- stofustjóra almennrar skrifstofu, en þeirri skrifstofu er ætlað að sinna verkefnum er varða rekstur ráðu- neytisins og ýmsa sameiginlega þjónustu. Umsóknarfresti lauk 2. þessa mánaðar og bárust alls 17 umsóknir um stöðuna. Mennta- málaráðherra hefur nú sett Kristínu Jónsdóttur, námsstjóra, skrifstofustjóra almennrar skrif- stofu menntamálaráðuneytisins um eins árs skeið frá 1. mars næstkom- andi að telja. stæði. Þar stóð hann við smíðar öllum stundum síðari árin. Það var mikil gæfa fyrir þennan starfsglaða mann að geta meira að segja 86 ára gamall horfið stund og stund að hefilbekknum í kjallaranum, þótt heilsa og þrek væri að síðustu í raun og veru farin sinn veg. Þau hjón seldu loks húseign sína á Flateyri á liðnu hausti og fluttu í íbúð fyrir aldraða hjá Hlíf á ísafirði. En það átti ekki fyrir Bjarna að liggja að njóta þar ró- legra hvíldardaga. Athafnalausra daga hefði hann reyndar aldrei not- ið til fulls. Hann fór fljótlega á sjúkrahúsið á ísafirði, þar sem hann háði erfiða baráttu síðustu mánuði langrar ævi. Þeir mánuðir reyndust líka systur minni þungir í skauti, en hún vakti við hlið hans flestar stundir. Hann var jarðsettur á ísafirði 3. febrúar sl. Bjarni Sveinn Þórðarson fæddist 7. nóvember 1903 í Kleifakoti í Mjóafirði í N-ísafjarðarsýslu og ólst þar upp til sextán ára aldurs, er faðir hans drukknaði, en þá fluttist hann með móður sinni til Bolung- arvíkur, þar sem hann stundaði sjó- mennsku í nokkur ár. Árið 1925 sest hann svo að á Flateyri ásamt móður sinni, gerist þar trésmiður og fær meistararéttindi 1937. For- eldar hans voru Þórður Guðmundur Bjarnason bóndi í Gjörvudal og í Kieifakoti og kona hans Kristín Hannesdóttir. Bjarni kvæntist 10. nóvember 1932 Guðríði Guðmundsdóttur f. 12. ágúst 1912. Foreldar hennar voru Guðmundur Einarsson bóndi á Brekku á Ingjaldssandi og kona hans Guðrún Magnúsdóttir. Börn Bjarna og Guðríðar eru: Þórunn Kristín, f. 20. júní 1933, átti Kristján Finnbogason vélstjóra í Garðabæ, sem nú er látinn; Ás- geir Gunnbjörn, f. 14. ágúst 1934, d. 14. ágúst 1950, Guðrún f. 19. október 1935, gift Guðmundi Hag- alínssyni bónda á Hrauni á Ingj- aldssandi; Guðmundur Skúli f. 12. desember 1937, smiður í Garði í Gerðum, kvæntur Halldóru Ottós- dóttur og Þórður Sæberg f. 7. jan- úar 1950, smiður í Aneby í Svíþjóð, kvæntur Ulla Bjarnason. Tvíbura- bróðir Þórðar fæddist andvana. Þá ólu þau upp náfrænda Bjarna, Sæ- þór Þórðarson, f. 16. nóvember 1942, smið í Njarðvíkum, kvæntan Mörtu Haraldsdóttur. Þessum orðum á blaði var ekki ætlað það hlutverk að rekja langan og fjölþættan æviferil Bjarna Þórð- arsonar. Þau eru fyrst og fremst virðingar- og þakklætisvottur, kveðja að leiðarlokum — orð sem voru ósögð, þá hann lifði eins og oft vill verða. Systur minni, börnum hennar og öðru venslafólki þeirra eru hér færðar einlægar samúðarkveðjur. Löngum og farsælum starfsdegi Bjarna Þórðarsonar er lokið. Hann lifði og starfaði öðrum til fyrir- myndar og féll með sæmd „í bylnum stóra seinast". Blessuð sé minning hans. Jón H. Guðmundssðn t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HAFSTEIIMN JÚLÍUSSON múrarameistari, frá Vestmannaeyjum, Kastalagerði 1, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 23. febrúar kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á Krabbameins- félagið. María S. Björnsdóttir, Sigurveig Heiga Hafsteinsdóttir, Bjarni Ragnarsson, Eiriksína Hafsteinsdóttir, Óskar Sverrisson, Guðný Hafsteinsdóttir, Jóhann Sveinsson, Sigurður Hafsteinsson, Svava A. Viggósdóttir, Júlíus Geir Hafsteinsson, Margrét Guðmundsdóttir, Þröstur Hafsteinsson, Hrafnhildur Karlsdóttir og barnabörn. Öflug ryk?ggg! VS 91153 Stillanlegur sogkraftur (250- 1100 W). 4 fylgihlutir í inn- byggðu hólfi. Fjórföld sýklasía í úlblæstri. Sjálfinndregin snúra og hleðsluskynjari. SIEMENS framleiðsla i> tryggir endingu og gæði. || Verð kr. 16.500,- SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 SKIPA PL0TUR - INNRETTINGAR SKIPAPLÖTUR í LESTAR BORÐ-SERVANT PLÖTUR WC HÓLF ME0 HUR0 BAÐHERBERGISÞIUUR LAMETT Á GÓLF - BORÐPLÖTUR N0RSK VIÐURKENND HÁGÆÐAVARA Þ.DORGBlMSSON&CO Ármúla 29 - Múlatorgi - s. 38640 Nýjar vorvörur DIYINA GARDEUR STICRER Uéuntv verslun v/Nesveg, Seltjarnarnesi Opið frá kl. 9.00-18.00 og laugardaga frá kl. 10.00-14.00

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.