Morgunblaðið - 22.03.1990, Side 2

Morgunblaðið - 22.03.1990, Side 2
oeei SÍÍAM ,S2 ÍÍ'JOAQUTMMri fJWAJflMUDSOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1990 Alþýðubandalagið: Borgarmálaráð lýsir yfir trausti á Kristínu BORGARMÁLARÁÐ Alþýðubandalagsins samþykkti á fundi í gærkvöldi traustsyfirlýsingu við Kristínu Á Olafsdóttur borgarfulltrúa og felldi til- lögu um að þeir sem ekki gætu stutt G - listann og ætli að styðja aðra lista til borgarstjómar mættu ekki á fundi borgarmálaráðsins. Fyrir fundinum lá erindi frá Kristínu, þar sem hún bað ráðið að ákveða hvort rétt væri, að hún sæti áfram í borgarstjóm og nefndum á vegum Alþýðubandalagsins. Sigur- jón Pétursson borgarfulltrúi lagði fram tillögu um að það fólk sem ekki gæti stutt G-listann og ætlaði að styðja aðra lista mætti ekki á fundi ráðsins. Össur Skarphéðinsson, varaborgarfulltrúi, bar upp frávís- Landsbank- innkaupir hlut í Sam- vinnubanka LANDfeANklNN hefur fest kaup á hlutabréfum Olíufé- lagsins hf., Vátryggingafé- lags íslands, Samvinnnulíf- eyrissjóðsins, - Káupfélags Borgfirðinga og KEA í Samvinnubankanum fyrir tæplega 300 miHjónir króna. Samtals er um tæp- lega 25% hlutaíjár að ræða. Bréfin eru keypt á 2,74 földu nafnverði, sem er sama gengi og stuðst var við er Landsbankinn keypti 52% hlutafjár í Samvinnu- bankanum um áramót, að sögn Eyjólfs K. Siguijóns- sonar formanns bankaráðs Landsbankans. Á Landsbankinn nú um það bil 3/< hlutafjár í Samvinnu- bankanum og er að sögn Eyj- ólfs K. Siguijónssonar stefnt að þvi að taka ákvörðun um samruna bankanna á aðal- fundi Samvinnubankans sem haldinn verður seinnipart aprílmánaðar. Viðskiptaráð- herra hefur verið sent bréf með ósk um leyfi til þess. unartillögu á tiilögu Sigurjóns og var frávísunartillagan samþykkt með 6 atkvæðum gegn 5. Þá bar Hörður Oddfríðarson fulltúi Æskulýðsfylk- ingar Alþýðubandalagsins upp traustsyfirlýsingu á Kristínu, sem var samþykkt með 6 atkvæðum gegn 5. Minnihluti fundarins lét þá bóka að hann treysti því, að fólk sem styð- ur aðra lista mætti ekki á fundi borg- armálráðs Alþýðubandalagsins og Sigurjón Pétursson lét einnig bóka að hann sæi ekki tilgang í því að félagar í Alþýðubandalaginu gætu bæði starfað með því og á móti. í borgármálaráðinu eiga sæti allir borgarfulltrúar Alþýðubandalagsins og varaborgarfulltrúar og fulltrúar flokkins í nefndum og ráðum. Ellefu manns maútu á fundinum í gær. Morgunblaðið/Jón Stefánsson Enn fjölgar árekstrum Harður árekstur varð milli tveggja bfla á Dalbraut við Sundlaugaveg síðdegis í gær. Bjartviðri var og gatan auð. Tvennt var flutt á slysadeild til aðhlynningar. Bflarnir skemmdust talsvert. Sjá nánar um tjón í umferðinni á bls. 4. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfetæðisflokksins á fundi um atvinnumál: Siglum hraðbyri í tvöfelt hag- kerfi - ftjálst og miðstýrt „VIÐ ERUM að sigla hraðbyri í það að koma hér upp tvöföldu hágkérfi," sagði Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins á fundi um atvinnulíf á krossgötum, sem haldinn var í gær af atvinnu- málanefiid Sjálfstæðisflokksins. Þorsteinn sagði þessa tvískiptingu einkennast af fijálsu hagkerfi á höfiiðborgarsvæðinu og miðstýrðu reglugerðahagkerfi á landsbyggðinni. Hann vék einnig að þróun mála í Evrópu og sagði íslendinga verða að fylgja alþjóðlegri þró- un, landið mætti ekki einangrast í efnahagslegu tilliti. „Við erum að sigla hraðbyri inn mæli háðar millifærslusjóðum af í það að koma hér upp tvöföldu hagkerfi;“ sagði Þorsteinn. „Það er að mínu mati mikið áhyggju- efni. Við búum á höfuðborgar- svæðinu við fijálst hagkerfí en þær atvinnugreinar sem eru þunga- miðja í atvinnulífi landsbyggðar- innar búa í allt of ríkum mæli við miðstýringu á grundvelli laga og reglugerða og eru í allt of ríkum ýmsu tagi. Og nú síðustu misserin hefur þróunin verið í þá veru að auka þennan mismun, að breikka bilið á milli þessara tveggja hag- kerfa sem þafa verið að myndast í landinu. Ég er þeirrar skoðunar að ein þjóð þoli ekki þá gliðnun sem tvö hagkerfi hljóta að hafa í för með sér.“ Hann sagði þessa skiptingu skapa spennu á milli atvinnu- greina, á milli landsvæða og að það skapaðist mismunur á milli fólks eftir því hvar það býr og við hvaða störf það vinnur. „Möguleik- ar til bættra lífskjara verða ólíkir eftir því hvort.menn vinna í reglu- gerðahagkerfínu á íslandi eða hinu fijálsa hagkerfi. Út úr þessu verð- um við að komast á næstu misser- um og árum. Allt tekur það auðvit- að tíma, en undan því verður ekki vikist," sagði Þorsteinn. Hann vék í ræðu sinni að þróun mála í Evrópu með tilliti til Evrópu- bandalagsins og minnti á að íslend- ingum væri tíðrætt um serstöðu landsins og þjóðarinnar. „Ég held að þrátt fyrir það að hér ríki mik- il íhaldssemi og menn veijist gjam- an hvers kyns breytingum með skírskotun til þessa sjónarmiðs, þá sýnir sagan undanfarna áratugi að við komumst einfaldlega ekki hjá því, þegar öllu er á botninn hvolft, að fylgja öðrum þjóðum eftir. Við getum ekki og megum ekki einangrast frá því efnahags- lega umhverfi sem aðrar þjóðir búa við, atvinnufyrirtæki annarra landa búa við, launafólk annarra landa starfar í,“ sagði Þorsteinn Pálsson. Aðalfundur Flugleiða: Völd stjómarformannsins skert STJÓRN Flugleiða verður samkvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins endurkjörin á aðalfundi félagsins, sem hefst kl. 14 á Hótel Loftleiðum í dag, að því undanskildu að Kristinn Olsen hverfur úr stjórn en Ólafiir Ó. Johnson kemur inn í hans stað. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafa meirihluti stjórnar Flugleiða og Sigurður Helgason, stjórnarformaður Flugleiða, gert með sér samkomulag sem felur í sér áframhaldandi sljórnarformennsku hans um eins árs skeið, en með skertum völdum. Samkomulagið, sem þeir Ind- Helgason stjómarformaður, riði Pálsson, varaformaður stjórn- gerðu með sér í fyrradag gerir ráð ar Eimskipafélagsins og stjórnar- fyrir því að Sigurður gegni stjórn- maður í Flugleiðum, og Sigurður arformennsku út næsta starfsár Flugleiða. Þó er kveðið á um það í þessu samkomulagi að stjórnar- nefnd sú sem skipuleggur dagskrá stjórnarfunda og sér um stefnu- mótandi ákvarðanir fyrir Flugleið- ir á milli þeirra verði nú skipuð þeim Sigurði Helgasyni stjórnar- formanni, Herði Sigurgestssyni varaformanni stjórnar Flugleiða og forstjóra Eimskipafélagsins og Indriða Pálssyni stjómarmanni. Hingað til hefur þessi stjórnar- nefnd verið skipuð formanni og varaformanni stjórnar Flugleiða ásamt forstjóranum Sigurði Helgasyni yngri, sem hefur hing- að til verið eins konar oddamaður í stjóminni. Morgunblaðið hefur upplýsingar um að forráðamenn Eimskipafélagsins sjái meðal ann- ars þann möguleika í þessu að geta myndað meirihluta, ef þeim býður svo við að horfa og skerist á annað borð í odda með þeim og stjórnarformanninum. Reyklausi dagurinn nálgast óðum, en hann er 1. apríl. Fjölmargir hafa verið að telja niður dagana með að- stoð Morgunblaðsins. Nú er upplagt fyrir aðra að slást í hópinn. Reykingamenn fækka sígarettunum um eina á degi hveijum fram til 1. apríl. Morgunblaðið mun minna þá á þetta daglega. Listahátíð: Kocian kvart- ettinn kemur STAÐFEST hefur verið að tékk- neski Kocian strengjakvartettinn lrá Prag mun koma á Listahátíð í vor. Inga Sólnes framkvæmdastjóri Listahátíðar sagði að í kvartettnum léku Ieiðandi hljóðfæraleikarar úr tékknesku Fílharmóníuhljómsveit- inni. Tónleikar Kocian kvartettsins verða í Gamla bíói þriðjudaginn 5. júní næstkomandi. Vestmannaeyjar: Gamli sæ- strengnr- inn bilaður GAMLI sæstrengurinn, sem flytur rafinagn til Vestmannaeyja, bilaði á áttunda tímanum í gærmorgun. Ekki var í gær vitað nákvæmlega hvar bilunin er, en hugsanlegt er talið að flak vélbátsins Sjöstjörn- unnar, sem sökk í fyrradag við Elliðaey, hafi rekist í strenginn. Á þessu svæði eru sterkir straum- ar og þar sem strengurinn liggur á þeim slóðum sem Sjöstjarnan sökk, er talið hugsanlegt að straumar hafi borið flakið að strengnum og hann skaddast af þeim sökum. Tveir rafstrengir liggja á sjávar- botni til Eyja. Að sögn Lárusar Ein- arssonar hjá Rafmagnsveitum ríkis- ins á Hvolsvelli ætti það ekki að valda vandræðum í Eyjum þótt sá gamli bili. í morgun voru væntanlegir menn frá RARIK í Reykjavík austur þang- að sem strengurinn kemur á land með nákvæm mælitæki til að fínna hvar bilunin er. Siglósíld fær norska rækju Siglufírði. NORSKI togarinn Gesönd kom hingað frá Tromso í Noregi í gær, miðvikudag. Hann var með 160 tonn af rækju fyrir Siglósíld. Matthías

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.