Morgunblaðið - 22.03.1990, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.03.1990, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1990 U 45 Athyglisverð tilbreyting Til Velvakanda. Við áhorf sjónvarpsmyndarinnar Englakroppar skjóta hugleiðingar ýmsar upp kollinum, innan veggja sem utan. Sérstæð athyglisverð útgáfa af tjáningu, ekki laust við að merkja megi kunnugleg tilþrif eða hvað? Hvort sem mönnum líkar betur eða verr við Engla- kroppa eða aðra kroppa. Vér englakroppar, þar sem vort kúlublásturs-lotterí er hvorki fugl eða fiskur, er gefur oss tæpast vasapeninga og samansaumaðir gullkistupúkar ríkisins og „Rómar“ virða oss varla viðlits er vér viljum upphlaða voldugasta og stærsta „Colosseum“ er um getur á norður- slóðum, bjóða þeir aðeins örorku- styrki og skömmtunarseðla, sjá vér munum afmarka eldkynngi og bál- farir, látum sverfa til stáls, helgum oss varanleg landamæri. Hugmynd þessi gefur margt til kynna, nokkuð óvenjulega tilfund- ið, er getur gefið margvíslegar útkomur j hugarflugi, sem gjarnan kynnu margar hveijar að minna kostulega á ýmislegt í íslensku þjóðfélagi nútíðar. Sem sagt, kemur á óvart. Að vissu leyti athyglisverð tilbreyting, vel unnin af höfundi, leikstjóra og leikendum. Jón Gunnarsson, Þverá. Sameining Evrópu Kæri Velvakandi. Mig langar til að nota þetta tækifæri til þess að þakka Helga Geirssyni fyrir hans góðu greinar um íslensk þjóðmál, sem birtast reglulega í Morgunblaðinu og DV. Ég þekki Helga frá gamalli tíð og ég get fullyrt það að Helgi er sannur íslenskur þjóðemissinni. Ég vona að forystumenn íslensku þjóðarinnar takitil greina skilaboð hans um uppbyggingu íslensku þjóðarinnar. Nú eru þjóðernissinnar að fá tækifæri í Evrópu til að komast aftur til valda. Sovétskur komm- únismi er á undanhaldi og einnig engilsaxnesk sameignarstefna, enda eru bæði sami pólitíski sjúk- dómurinn. Loksins eru þjóðir Evrópu famar að anda lofti frels- is. Megi Guð gefa okkur öllum að mögulegt verði að sameina Evr- ópu. Evrópu vegna. Villyálmur Alfreðsson Ein mynd segir harla lítið um úrvalið okkar í Húsgagnahöllinni, því við eigum 57 tegundir af hjóna- rúmum fyrir þig að velja úr. Öllum þessum rúmum stillum við smekklega upp til að auðvelda þér valið og verðmerkjum þau áberandi, svo þú getir gert samanburð. Alúðlegt starfsfólk, með góða vöruþekkingu, aðstoðar þig - en áður en þú kemur ættir þú að mæla svefnherbergið þitt - það auðveldar þér valið. Hér sérðu tegund SABRINA frá þýsku verksmiðjunni RAUCH, sem er stærsta rúmaverksmiðja Þýskalands. HÚSGAGNAHÖLLIN hefur einkasöluumboð á íslandi fyrir RAUCH, sem framleiðir reglulega falleg og góð rúm á hagstæðu verði, sambyggð rúm og með lausum nátt- borðum. Án dýnu kostar þetta rúm 68.640,- krónur, sem er í raun- inni alveg furðulega hagstætt verð. Innhverf íhugun INNHVERF ÍHUGUN er huglæg þroskaaðferð, sem allir geta lært. Iðkun hennar vinnur gegn streitu og stuðlar að heilbrigði og ánægju í daglegu lífi. Kynningarfyrirlestur verður haldinn í kvöld, fmimtudag, á Laugavegi 18a (4. hæð) kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis, Upplýsingar í síma 16662. íslenska íhugunarfélagið. ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÓÐINSG. 2 S. 13577 ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA FUNDARBOÐ (slenski Markaðsklúbburinn (MARK boðar til aðalfundar ársins 1990. Fundurinn verður haldinn föstudaginn 23. mars 1990á Hótel Sögu, 2. hæð, A-sal og hefst kl. 17:30. Samkvæmt lögum félagsins er dagskrá fundarins sem hér segir: a. Stjórn (MARKS skýrir frá störfum sínum á sfðastliðnu starfsári. b. Skýrsla gjaldkera um fjárreiður (MARKS. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar . (MARKS til samþykktar. c. Lagabreytingar. d. Kjör stjórnar; 1. Formanns. 2. Tveggja meðstjórnenda. 3. Tveggja varamanna. e. Kjör endurskoðenda; 1. Félagskjörins endurskoðanda. 2. Löggilts endurskoðanda. f. Ákvörðun árgjalda. g. önnur mál. Við hvetjum alla (MARK félaga til að mæta á fundinn! Stjórn (slenska Markaðsklúbbsins. * (St-EHSKI MARKA0SKLÚB8UWNN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.