Morgunblaðið - 22.03.1990, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.03.1990, Blaðsíða 47
06Ö * MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1990 47^ HANDBOLTI / LANDSLIÐ Alþjóðamót í Hafnarfirdi? Búið að bjóða Danmörku, V-Þýskalandi og Rúmeníu Handknattleikssamband íslands hefur ákveðið að standa fyrir alþjóðlegu móti í handknattleik í sumar. Mótið á að fara fram í lok júní, i nýja íþrótta- húsinu í Hafnarfirði. Fjögur lið taka þátt í mótinu og búið er að senda bréf til Danmerkur, Noregs, Vestur-Þýskalands, Rúmeníu og Kúvait og bjóða liðun- um þátttöku. Þetta mót á að verða fyrsta verkefni nýja landsliðs- þjálfarans, Þorbergs Aðalsteinssonar, en í kjölfarið fylgja Friðarleikarnir í Bandaríkjunum í lok júlí. „Þessar þjóðir hafa allar lýst yfir áhuga á að koma hingað og þetta gæti orðið mjög sterkt mót,“ sagði Guðjón Guðmundsson, starfsmaður HSÍ. KNATTSPYRNA / EVROPUMOTIN Jean-Pierre Papin. Marseille óstöðvandi „EG vona að Englendingur handleiki bik- arinn enda kominn timi til,“ sagði Chris Waddle eftir frábæran leik frönsku meistaranna Marseille ígærkvöldi. Liðið vann CFKA 3:1 og tryggði sér sæti í undanúrslitum Evrópukeppni meistara- liða ífyrsta sinn. Waddle átti stóran þátt í sigrinum; braut ísinn með marki beint úr aukaspymu, lagði upp annað markið og sýndi snilldar leik. „Eg naut mín vel og ég vissi að ég myndi skora úr aukaspyrnunni. Nú vil ég mæta Benfica í undanúrslitum.“ Jean-Pierre Papin gerði sitt 100. mark fyr- ir Marseille. „Nú höfum við sigrað í fimm leikj- um í röð. Við erum þreyttir, en þreytan gleym- ist, þegar sigur er í höfn. Við sýndum að liðið er eitt af þeim bestu í Evrópu.“ Evrópumeistarar AC Mílanó náðu sér upp úr lægðinni, sem þeir hafa verið í að undanf- örnu, en náðu ekki að tryggja sér sæti í undan^ úrslitum fyrr en í framlengingu. Vörn Mecelen var mjög þétt og heimamenn féllu oft í rang- stöðugildru, en þeim tókst ætlunarverkið og ekki þurfti vítakeppni eins og útlit var fyrir. Benfica tryggði sér sæti í undanúrslitum í byrjun seinni hálfleiks, er Limo skoraði tvö' mörk á fimm mínútum og gerði þar með von- ir Dnepropetrovsk að engu. Bayern Múnchen verður íjórða liðið í hattin- um. Þjóðverjarnir héldu mótherjunum vel frá marki sínu og Aumann markvörður þurfti sjaldan að taka 'ahonum stóra sínum. PSV saknaði greinilega Romario og því fór sem fór. Arnór Guðjohnsen var í liði Anderlecht, sem* gerði 1:1 jafntefli við Admira Wacker í Aust- urríki. Það nægði og liðið er komið í undanúr- slit Evrópukeppni bikarhafa ásamt Dinamo Búkarest, Mónakó og sennilega Sampdoria, sem vann Grasshoppers 2:0 í fyrri leik lið- anna, en seinni viðureignin verður í kvöld. URSLIT Handknattleikur Leikir í 32-liða úrslitum bikarkeppni karla: Valur-Valurb....................40:19 (Jakob Sigurðsson 15, Valdimar Grímsson 6 — Stefán Halldórson 6) UBKb-FH.........................15:31 Stjarnan - ÍR...................28:14 ÍBV-KA..........................26:23 (23:23 eftir venjul. leiktíma) HK - KR.........................22:18 2. DEILD KARLA: Haukar - Njarðvík...............29:27 3. DEILD KARLA B: Reynir S. - Ármann b............21:21 Grðtta b - Ögri.................35:31 Körfuknattleikur Leikir í NBA-deildinni á þriðjudag: Indiana - Miami Heat..........112: 98 Orlando - New York............121:118 Chicago-Washington............122: 97 Portland - Houston............120:110 Detroit - Milwaykee...........117: 96 Denver - LA Clippers..........119:112 San Antonio - Seattle.........128:106 Golden State - Minnesota......105:101 LA Lakers - Charlotte.........109: 97 Knattspyrna ■VINÁTTULANDSLEIKUR: Mexíkó - Uruguay..................2:1 Jorge Davalbs (3.), Ricardo Pelaez (9.) - Edison Suarez (14.) 19.000. ■Evrópukeppni meistaraliða: Átta liða úrslit, seinni leikir: AC Milanó (Ítalíu)-Mechelen (Belgíu) ..2:0 Marco van Basten (105.), Simone (116.). Áhorfendur: 62.000. (AC Mílanó vann 2:0 samanlagt). PSV (Iloll.)-B. Miinchen (V-Þýskal.)....0:l Klaus Augenthaler (90.). Áhorfendur: 26.500. (Bayem vann samanlagt 3:1). Dnepropetrovsk (Sovétr.)-Benfica..0:3 Limo (55., 60.), Ricardo (86.). Áhorfendur: 30.000. (Benfiea frá Portúgal vann 4:0 samanlagt). Marseille (Frakkl.)-CFKA (Búlgaríu) ..3:1 Waddle (26.), Papin (28.), Sauzee (73.) - Urukov (84.). Áhorfendur: 48.000. (Marseille vann 4:1 samanlagt). ■Evrópukeppni bikarhafa: Átta liða úrslit, seinni leikir: A. Wacker (Austurr.)-Anderlecht...1:1 Rodax (80.)-Nilis (59.). Áhorfendur: 7.000. (Anderlegt vann samanlagt 3:1). Partizan (Júgósl.)-Dinamo (Rúmeníu) 0:2 Lupescu (51.), Raducioiu (70.). Áhorfendur: 18.500. (Dinamo vann samanlagt 4:1). ■Evrópukeppni félagsliða: Átta liða úrslit, seinni leikir: Auxerre (Frakkl.)-Fiorentina (Ítaliu)..0:l Nappi (79.). Áhorfendur: 18.000. (Fiorentina vann 2:0 samanlagt). W. Bremen (V.-Þýskal.)-Liege (Belg.) .0:2 De Sart (24.), Milosevic (81.). Áhorfendur: 25.670. Werder Bremen vann 4:3 samanlagt). Juventus (ítaliu)-HSV (V.-Þýskal.).1:2 Galia (35.)-Furtok (71.), Merkle (78.). Áhorfendur: 45.000. (Juventus vann 3:2 samanlagt). ■England: 1. deild: Man. City-Chelsea.................1:1 Niall Quinn (19.)-Gordon Durie (10.). Áhorfendur: 24.670. Millwall-Everton..................1:2 Goddard (40.)-Pointon (42.), Cottee (80.). Áhorfendur: 11.495. Sheff. Wed.-Man. Utd..............1:0 Hirst (41.). Áhorfendur: 33.260. Tottenham-Liverpool...............1:0 Paul Stewart (82.). Ahorfendur: 25.656. 2. deild: Bradford-Newcastle................3:2 Oxford-Leicester..................4:2 West Ham-Sheff. Utd...............5:0 Jimmy Quinn 3, Trevor Morley, Martin Quinn. Áhorfendur: 21.621. ■ Skotland: 5. umferð bikarkeppninnar: Celtic-Dunfermline..r.............3:0 Stirling-Clydebank................0:1 (Sigurvegaramir mætast (undanúrslitum). KNATTSPYRNA / ENGLAND Gudni þaggadi niður í Bames! Guöni Bergsson. GUÐNI Bergsson lék að nýju með aðalliði T ottenham í gær- kvöldi eftir tíu vikna fjarveru, tók John Barnes, besta leik- mann Englands um þessar mundir, úr umferð og Totten- ham sigraði 1:0 á heimavelli sínum. Sannariega ánægjuleg endurkoma íslendingsins. Leikurinn, sem var í deildinni, var mjög jafn. Mest var um baráttu á miðjunni en lítið um tæki- færi. Paul Stewart gerði eina mark leiksins á 82. mín. Paul Gascoigne sendi knöttinn fall- ega inn í teiginn frá hægri, Stewart var skammt utan vítapunkts, henti sér fram og skallaði glæsilega í mark- ið. Hann kom inn á sem varamaður Frá Bob Hennessyí Englandi á 73. mín. fyrir Paul Walsh. John Barnes hefur verið í miklum ham undanfarið, og lék varnarmenn Manchester United til dæmis mjög grátt sl. sunnudag. Var þá óstöðv- andi. Guðni þaggaði hins vegar nið- ur í honum í gærkvöldi — Barnes náði einungis tvívegis að ógna á kantinum í öllum leiknum. Undir lokin var hann svo færður inn á miðjuna, þar sem sýnt var að hann kæmist ekkert áleiðis gegn Guðna. Þetta var fyrsta tap Liverpool síðan 29. nóvember — liðið hafði ekki tapað í 21 deildar- og bikar- leik. Þétta var líka í fyrsta skipti sem Terry Venables stýrði liði til sigurs gegn Liverpool. Crystal Palace og Spurs höfðu áður leikið 12 leiki gegn bikarmeisturunum, en aldrei náð að sigra. HANDBOLTI / BIKARKEPPNIN KR, KA og ÍR úr leik Þrjú fyrstu deildarlið í handknattleik duttu í gærkvöldi út úr bikar- keppninni. Það var auðvitað ljóst fyrir að svo yrði, því innbyrðis viður- eignir liða úr deildinni voru þijár — en úrslit urðu sérstaklega óvænt í einum leik. HK, sem er neðst í 1. deild, sigraði KR örugglega, 22:18, í Kópavogi. KR-ingar eru nú í 4. sæti deildarinnar. IBV sigraði KA í Eyjum eftir framlengingu, 26:23 og Stjarnan burst- aði ÍR, 28:14. Greinilegt að Stjörnumenn koma grimmir til leiks effir hléið sem varð vegna HM í Tékkóslóvakíu. Valuróg FH unnu örugga sigra, eins og sést í úrslitadálkinum til hliðar. ÍÞRÚmR FOLK B ÞRIR leikmenn Njarðvíkur_ leika fimmta bikarúrslitaleik sinn í* röð. Helgi Rafnsson, ísak Tómas- son og Teitur Örlygsson hafa leik- ið til úrslita síðustu fímm ár og sigr- að fjórum sinnum. ■ FJÖLBRAUTASKÓLI Suður- nesja var búinn að skipuleggja skólaferðalag og átti að leggja af stað á fimmtudagsmorgni. Ferðinni hefur nú verið breytt og á leiðinni stoppað í Laugardalshöll og fylgst með úrslitaieikjunum en síðan hald- ið í ferðalagið. ■ GUÐJON Skúlason er stiga- hæstur af leikmönnum liðanna, hef- ur gert 647 stig. Patrick Releford er næstur með 558 stig. Guðjón hefur einnig gert flestar þriggja stiga körfur, 65 en næstur er Teit- ur Örlygsson með 34. Þess má geta að Keflvíkingar hafa gert 112 slíkar körfur í vetur en Njarðvík- ingar 109. Ef allt fer eftir bókinni ættu liðin því að gera um tíu þriggja stiga körfur í úrslitaleiknum. ■ JÓN Otti Ólafsson og Kristinn Albertsson dæma úrslitaleikinn í karlaflokki en dómarar í kvenna- flokki verða Bergur Steingríms- son og Víglundur Sverrisson. ■ JAKOB Sigurðsson verður ekki með íslenska landsliðinu handknattleik gegn Norðmönnum ytra um helgina. Hann gefur ekki kost á sér vegna atvinnu sinnar. ■ RUNAR Arnason, einn besti leikmaður Grindvíkinga, missir af leikjunum gegn KR í úrslitakeppn- inni í körfuknattleik. Hann handar- brotnaði í æfmgaleik gegn Hauk- um í fyrrakvöld og verður því ekki meira með í vetur. HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KARLA Leikjum Qölgað í haust Rætt um fjölgun liða úr 10 í 12 og aukakeppni eða 10 lið og fjórar umferðir MÓTANEFND HSÍ og félag 1. deildarfélaga í handknatt- leik hafa að undanförnu farið yfir gang mála í 1. deild karla og rætt hugsanlegar breyt- ingará leikjafyrirkomulagi. Flestir virðast vera sammála um að fjölga þurfi leikjum, en menn greinir á um leiðir. Sumir vilja fjölga liðum úr 10 í 12 og bæta við aukakeppni í lokin, en aðrir telja að skyn- samlegra sé að fjölga um- ferðum. Björn Jóhannesson, formaður mótanefndar, sagði við Morgunblaðið að til þessa hefði mótanefnd óskað eftir hugmynd- um, en nú yrði farið að vinna úr þeim. „Það er ekki hægt að segja hvað verður lagt til, en stefnt er að því að komast að sameigin- legri niðurstöðu og leggja breyt- ingatillögu fram á ársþinginu í vor. Ljóst er að landsliðsmenn leika gjarnan fleiri landsleiki á ári en félagsleiki og sagt hefur verið að félagsliðin undirbúi leik- mennina ekki nógu vel. Menn eru almennt sammála um að leik- mennirnir þurfi meira álag, fleiri deildarleiki, sem ættu að koma landsliðinu að gagni.“ Annarsvegar er helst rætt um að 10 lið leiki fjórar umferðir, en hinsvegar að 12 lið leiki tvær umferðir og síðan verði deildinni skipt upp — efri liðin leiki um titil- inn en þau neðri um að sleppa við fall eftir fyrirkomulagi, sem ekki hefur verið talað ýtarlega um hvemig best yrði. Verði samþykkt að jölga liðum verður væntanlega aukakeppni um sætin tvö á milli tveggja neðstu liða í 1. deild og liðanna í 3. og 4. sæti í 2. deild. B-lið eiga þó ekki möguleika á að flytjast í 1. deild og hefur reyndar verið rætt um að koma á sérstakri b- liða keppni. Eftir því sem Morgunblaðið hefur fregnað eru liðin í neðri hluta 1. deildar hlynnt fjölgun liða í deildinni, en fleiri eru á sama máli. „Það er jákvætt og til fram- dráttar að auka breiddina með því að vera með lið í 1. deild frá sem flestum bæjum. Það væri til dæm- is slæmt að missa fulltrúa Akur- eyrar og Kópavogs úr 1. deild,“ sagði Arni Mathiesen, formaður handknattleiksdeildar FH, að- spurður um hug forsvarsmanna efsta liðsins. Björn sagði að hugmyndin um fjölgun liða væri til að auka breiddina, fá fieiri frambærileg lið. „Eg vona að menn ræði þess- ar hugmyndir með því hugarfari að breytingar verði hreyfingunni til framdráttar, en séu ekki með eiginhagsmuni í huga.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.