Morgunblaðið - 22.03.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.03.1990, Blaðsíða 18
(>I ()('(>! SJIAM .22 JlUíMGUTMMl'l ÖIGA.1HKUOJIOM 18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1990 Nokkur af verkum heyrnleysingja á sýningnnni. Listsýning fatlaðra í Listasaliii ASÍ: „Þetta er leið út úr einangruðum heimi“ Anna Borg Waltersdóttir málaði þessa mynd, sem prýðir forsíðu sýningarskrár. Anna er 21 árs og einhverf. Henni líður bezt ef daglegar athafnir eru í nokkuð fbstum skorðum, en ef eitthvað kemur upp á sem er utan hins daglega ramma verður hún kvíðin. Hún notar þá oft myndina til að tjá kvíða sinn. Óuppfylltar óskir hennar koma líka lram í myndunum, til dæmis teiknar hún mynd- ir af fólki sem hún vill hitta eða atburðum, sem hún óskar að eigi sér stað. Áslaug Gunnlaugsdóttir, 24 ára, málaði þessa mynd sextán ára gömul. Aslaug er einhverf, hefúr ekki vald á tali og gengur mis- jafnlega að tjá sig á táknmáli. Myndin er því hennar tjáningarmið- ill, hún teiknar til að koma hversdagslegum óskum á framfæri. Oft verður hún hugfangin af einhveiju umhugsunarefni og málar það þá mikið. Þessi mynd er máluð þegar hún var á kynþroska- aldri og hafði mikinn áhuga á mannslikamanum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þetta veggteppi með mynd af vitringunum þremur ófú vistmenn á sambýiinu að Skafthoíti í Gnúpverjahreppi, en þar er listiðkun mikilvægur þáttur í félagsþjálfun. UÍlin í teppinu er af kindunum í Skaftholti, unnin og lituð af vistmönnunum. Þeir lögðu mikið á sig við vefnaðinn, komu í smáhópum til Reykjavíkur og ófú und- ir leiðsögn Helgu Óskarsdóttur myndmeðferðarfræðings. „ÚR HUGARHEIMI" er yfir- skrift listsýningar fatlaðra, sem Öryrkjabandalagið og Lands- samtökin Þroskahjálp standa að. Á sýningunni, sem haldin er í Listasafni ASÍ við Grensásveg, getur að líta Qölda verka eftir um 100 manns, sem allir eru fatlaðir á einn eða annan hátt. Tilgang sýningarinnar segja aðstandendur hennar meðal annars vera þann að bijóta nið- ur þá múra, sem enn umlyki marga fatlaða. Segja má með sanni að þessi sýning opni áhorf- andanum sýn inn um skörð á múrnum, inn í litríkan hugar- heim, fullan af merkilegum til- brigðum við lífið og tilveruna, sem allt of fáir hafa kynnzt - og margir héldu ef til vill að væri ekki til. Morgunblaðið ræddi við þijá aðstandendur sýningarinnar, þau Öldu Sveindsóttur, kennara, Helga Hróðmarsson, starfsmann Þroska- hjálpar og Öryrkjabandalagsins, og Andrés Ragnarsson, fram- kvæmdastjóra Þroskahjálpar. Alda, sem kennir við sérskóla fyrir misþroska börn, hefur verið starfs- maður framtaksins og unnið að undirbúningi sýningarinnar um nokkurra mánaða skeið. — Hvenær vaknaði hugmyndin að þessari sýningu? „Hugmýndina fékk Ásta B. Þor- steinsdóttir, formaður Landssam- takanna Þroskahjálpar fyrir um ári. Hún bar hana síðan undir Hrafnhildi Schram, sem er í safn- stjóm Listasafns ASÍ og þær lögðu línurnar. Síðan var leitað hófanna við safnið hér og tekið mjög vel í málaleitan okkar. Salinn höfum við fengið ókeypis og aukinheldur hef- ur safnið léð okkur mikla aðstoð. Það liggur mikil vinna á bak við þessa sýningu." Þau segja að leitað hafi verið bæði til stofnana og einstaklinga til að fá verk á sýninguna. „Eg hringdi á fjölmargar stofnanir og talaði við fjölmargt fólk, sem ég hafði hugmynd um að byggi yfir einhveiju, og bað um ábendingar," segjr Alda. Árangurinn lét ekki á sér standa. Hátt í hundrað fatlaðir eiga verk á sýningunni. Þetta er fólk á öllum aldri, víðs vegar af landinu og á við mjög mismunandi fötlun að stríða. Margir einstakl- ingar eiga nokkrar myndir á sýn- ingunni, og einnig eru sýnd verk, sem til dæmis vistfólk á stofnun hefur unnið í sameiningu. „Það kom inn miklu meira af myndum en nokkur leið var að nota, en það eru allir mjög glaðir, sem komu myndum sínum að. Það var dásam- legt að vera hér við opnunina og sjá framan í marga af þeim, sem áttu myndir af veggjunum,“ segja þremenningamir. „Ymsir verðugir hafa því orðið út undan þrátt fyrir að þétt sé raðað á veggina.“ — Hver er tilgangurinn með sýningunni? „Við erum að reyna að sýna hvað einstaklingurinn getur gért þrátt fyrir fötlun sína. Hvernig hann getur tjáð tilfinningalíf sitt, bæði góða og slæma líðan, í gegn um myndina. Það er kannski merkilegast að sumir einstaklingar geta tjáð sig mest á myndmálinu, en eiga erfítt með talmál eða tákn- mál. Þetta er líka leið út úr ein- angruðum heimi, fyrir þá, sem ekki hafa haft annan vettvang til þess að tjá sig. Fólkið tjáir sig sem persónur, óskir sínar og langanir." Þennan háleita tilgang segja þau orsökina fyrir því að Öryrkja- bandalagið og Þroskahjálp leggi í að halda þessa sýningu, sem sé gífurlega Ijárfrekt verkefni. „Við teljum þessa sýningu verulega gott innlegg í hagsmunabaráttu fatl- aðra, ekki sízt vegna þess að hér erum við í uppbyggilegum og já- kvæðum fasa en ekki, eins og til- gangur hagsmunasamtaka er oft, að vera að einhveiju nöldri og benda á hinn eða þennan gallann," segir Andrés. „Við sýnum hér fal- lega, skapandi hluti og það er gam- an að standa í því til tilbreyting- ar.“ Hin taka undir með honum: „Það er ekki verið að biðja um hús, þjónustu eða nokkurn skapað- an hlut, núna erum við bara að birta þennan heim fyrir almenn- ingi. Við vildum gjarnan að sem flestir kæmu og sæju þennan fal- lega og sérkennilega heim.“ — Er myndmeðferð mikið notuð markvisst til þess að hjálpa fötluð- um? „Víðar en maður heldur. Hér á landi er það reyndar frekar nýtil- komið, þar sem við eigum fáa myndmeðferðarfræðinga, en margir vinna engu að síðar á þeim nótum. Myndmeðferð þarfnast þess að einstaklingnum sé sinnt mjög vel, þannig að hún er dálítið dýr í framkvæmd. Hefðbundin myndmenntakennsla er oft fyrir hópa, og þá fer hið persónulega og einstaklingsbundna oft forgörð- um.“ Margt athyglisvert ber fyrir augu þegar gengið er um salinn og verkin skoðuð. Aðstandendur sýningarinnar fóru fram á það við listamenninga að þeir greindu frá fötlun sinni og aðstæðum, til þess að skýrara yrði úr hvaða jarðvegi myndirnar væru sprottnar. Flestir urðu við þessu, auk þess sem sum- ir birta jafnvel ljóð með myndum sínum. Við flestar myndir eru því upplýsingar um listamanninn, fötl- un hans, hvernig verk hans eru unnin og á hvaða hátt hann notar myndmálið, eða hvemig mynd- sköpunin hefur orðið honum að liði. Eins og áður sagði er mikill munur á aldri og fötlun listamann- anna. Á sýningunni eru til dæmis verk eftir Stefán Þorvaldsson, sem er 86 ára, í hjólastól og bæði heyr- ir og sér illa. Fyrir nokkrum árum fór hann að mála og málverkið hefur gefíð honum tilgang með lífinu og möguleika á að tjá sig. Stefán er úr sveit og skepnur eru gegnumgangandi í verkum hans. Annar þátttakandi í sýningunni er tíu ára einhverfur drengur. Myndir hans eru mjög ólíkar. Annars veg- ar málar hann eiginn hugarheim, hann er fullur af kynjaskepnum og litagleði og fjölbreytt form allsr- áðandi. Hins vegar teiknar hann raunveruleikann, sem hann á erfið- ara með að fást við; dreginn óör- uggari línum og með aðeins einum lit. Hann sýnir röð af teikningum, þar sem hann teiknar þijá drengi að leika sér að bílum. Sá fjórði (væntanlega hann sjálfur) stendur utan við, tekur ekki þátt í leiknum og skörp skil eru á milli hans og heilbrigðu drengjanna. Það er ekki fyrr en þeir eru farnir að hann stígur inn á þeirra svæði og leikur sér sjálfur að bílunum. Sýningin „Úr hugarheimi" stendur fram á næstkomandi sunnudag og er öllum opin. Að- gangur er ókeypis. ÓÞS Þessa hljómlistarmenn mótaði Óli Þór Ólafsson, 26 ára, í leir. Hann hefúr einkenni einhverfú og er mikið í eigin hugarheimi, en gæddur tónlistargáfu, spilar á píanó og gítar og semur lög.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.