Morgunblaðið - 22.03.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.03.1990, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. 'MARZ 1990 íicnAAnrí Ég hefði unnið krossgátu- verðlaunin ef ég hefði getað leyst úr siðasta orðinu sem byrjar á je og endar á ú ... HÖGNI HREKKVlSI Ábending til fjármálaráðherra Til Velvakanda. Nýlega hefur orðið nokkur urgur milli þín og ungra lækna varðandi hækkun á læknaleyfisgjaldi þeirra. Auðsætt er að hér sitja ekki allir við sama borð. Inn í landið streyma skottulækn- ar, miðlar, andalæknar, huglæknar - staldra stutt við og fara fljótlega aftur með gróða sinn. Meðan íslensk- ir læknar eru undir smásjá varðandi nám og réttindi er ekkert eftirlit með hinum fyrrnefndu. Því er ábend- ing mín sú að ríkið fái sinn hlut af gróða þeirra. Mali mínu til stuðnings vil ég nefna eitt dæmi af ótal mörgum. Auglýst var í einu dagblaðanna: Dulræn efni - fyrirlestrar og fræðsla í febrúar 1990. Michael I. Fyrir þá sem vilja kynnast fræðiafl- inu Michael. Hvað er Michael? Sálnagerðirnar sjö. Aldurskeið sálna. Tengsl fólks á milli lífa. Sálkjarnar og persónuleikar. Orsakir og afleiðingar (karma). Val persónuleikaþátta. Námskeiðið stendur í tvo daga frá kl. 9 tl 17. Námskeiðsgjald kr. Til Velvakanda. Sl. laugardagskvöld, 17. mars, veittist okkur sú ánægja að þiggja boð Ólafs Egilssonar, nú sendi- herra í Moskvu en áður í Lundún- um, og skoða markverða íslenska listsýningu í Barbican Centre í Lundúnum. Vegna íjarveru undanfarnar vikur er okkur ókunnugt um hvað birt hefur verið um sýningu þessa í íslenskum fjölmiðlum, en við erum sannfærð um að það geti vart hafa verið um of. Sýningin hefur hlotið einstæða athygli í Bretlandi. Framtak Ólafs sendiherra og eflaust geysilegt starf að undir- búningi viðamikillar sýningar er með eindæmum. Fyrsti sendifull- trúi og síðar sendiherra Islands í Bretlandi, Pétur Benediktsson, lét 8.000. Hámarksfjöldi þátttakenda 60. Með öðrum orðum, brúttótekjur kr. 480.000. í sömu auglýsingu eru fjögur önnur námskeið kynnt. Seu þau öll sótt er námskeiðsgjald 23.500 og ef ætlaðir eru 50 þátttak- endur þá eru brúttótekjur ein milljón eitthundrað sjötíu og fimm þúsund krónur. Öll námskeiðin taka sjö daga, tekjur á dag 167.857 krónur. Þessi auglýsing er -ekki eins- dæmi. Innlendir og erlendir aðilar bera fram ótrúlegustu tilboð á sviði heilbrigðismála, andlega og líkam- lega. Það vekur athygli hve lítið sál- Til Velvakanda. Nokkrar fyrirspurnir til fjármála- ráðherra: Hvers vegna er virðisaukaskattur ekki lagður á laxveiðiár? Vitað er að ýmsir auðmenn eiga árnar. Varst þú, félagi í Alþýðubandalaginu, að hlífa þeim ríku? Hvernig stendur á því að fólk sem leigir út íbúðir á 30 til 60 þús- und krónur, sumir eiga margar íbúð- þess oft getið að hann hefði viljað beita sér fyrir slíku framtaki og ræddum við möguleika á því oft við ungmennafélagana meistara Kjarval og listunnandann Guð- brand Magnússon. Nú hefur Ólaf- ur Egilsson séð til þess að draum- ur Péturs heitins hefur ræst og það með þeim ágætum að allir mega vel við una nú þegar hálf öld er senn liðin frá því stofnað var íslenskt sendiráð í Bretlandi. Sýningin hófst í Hull, var flutt til Lundúna og fer þaðan til Brighton og loks Edinborgar í Skotlandi. í ágætri sýningarskrá má sjá hveija samstarfsmenn Ólafur sendiherra hefur haft sér til að- stoðar og ráðuneytis, en allir eiga þeir þakkir skilið fyrir þetta stór- merkilega framtak. Guðrún og Hilmar Foss fræðingar, félagsfræðingar og lækn- ar láta til sín taka, því inn á þeirra sérsvið er sótt af þeim sem á engan hátt þurfa að sanna hæfíleika sína eða menntun og greiða enga skatta né gjöid. Ekki væri heldur óeðlilegt að þeir sem bjóða upp á dáleiðslu og aðra andlega meðhöndlun setji tryggingu, því áreiðanlega sækja ýmsir þessi námskeið sem eru ekki í andlegu jafnvægi og gætu beðið varanlegan skaða af, enda dæmi þess. Vona að þessi ábending sé orð í tíma töluð. Megi ríkissjóði og þér vel famast. ir, borga engan skatt af þessum tekjum. Og hvernig stendur á því að vesalings fólkið, sem er neytt til að leigja á þessu okurverði, fær það ekki dregið frá skatti? Telur þú þig ekki málsvara láglaunamanns- ins? Ef svo er, því hjálpar þú ekki fólki sem er að sligast undan húsa- leiguokrinu. Þá værir þú meiri maður og viss er ég um að Alþýðu- bandalagið væri flokkur fólksins ef þú liðsinntir þeim sem þurfa þess með. Af hveiju eru ellilaun ekki hækk- uð. Þau eru allt of lág, til skammar fyrir ykkur sem ráðið. Leggið skatt á bjór, brennivín og sígarettur og hættið að styrkja templarana. Látið tekjur renna í tryggingabætur handa öldruðum. Hvernig stendur á því að per- sónufrádráttur einstaklinga er ekki hærri. Við borgum meira en hjón með börn. Við fáum engar bætur af neinu tagi en þú og aðrir fá þær, óverðskuldað. Ég skora á þig sem fjármálaráð- herra og málsvara alþýðunnar að hlusta á rödd fólksins. Honeker og og hans líkar hlustuðu ekki á fólkið, töldu sig guði aimáttuga. Vonandi hefur þú betri heyrn en fallnir leið- togar. Enn skora ég á þig að skattar séu ekki lagðir á þegar fólk er að ná ellilífeyrisaldri. Ég á við að fólk sem er hætt að vinna sé skattfrítt. Það er sívirða að skattleggja gamla fólk- ið. Ég tel að þeir sem standa fyrir slíku séu óvinir gamla fólksins. Gamla fólkið vann hörðum höndum til þess að lifskjör okkar yrðu betri. Við stöndum í þakkarskuid við aldr- aða. Kristinn Sigurðsson Markverð ís- lensk listsýning' Jóhann Guðmundsson Ranglát skattheimta Víkverji skrifar Yíkveiji dagsins lagði leið sína i Reiðhöllina í Víðidal um helgina, þar sem fram fór for- keppni bikarmóts íþróttadeilda hestamannafélaga á höfuðborgar- svæðinu og Suðurnesjum. Hvorki meira né minna en 236 keppendur voru skráðir til leiks og kepptu í fjórum flokkum, barna, unglinga, ungmenna og fullorðinna. Þessi keppni stóð frá morgni til kvölds báða helgardagana. Og á laugardaginn verður svo úrslita- keppnin. Þá keppa þeir, sem um síðustu helgi urðu í fimm efstu sætunum í þverjum flokki og hverri grein. í mótshléi verða svo töltkeppni og gæðingaskeið á Fáksvellinum og í mótslok verða verðlaun veitt og mótinu slitið með sérstakri viðhöfn. XXX etta mót leiðir hugann að því, hversu vinsæl hesta- mennskan er orðin. Það var ekki aðeins að áhuginn og gleðin lýstu úr andlitum knapanna á öllum aldri, heldur fjölmenntu áhorfend- ur líka og skemmtu sér stórkost- lega. Víkverji hvetur alla, sem vettlingi geta valdið, til að fara í Reiðhöllina á laugardaginn. Reiðhöllin er mikil himnasend- ing fyrir hestamennskuna. Þetta mót hefði ekki verið haldið án hennar. Og ekki er síður gaman að koma í Reiðhöllina á virkum degi og sjá allan þann fjölda, sem þar sækir námskeið og æfir sig. Víkverji vonar svo innilega að hestamönnum takist að reka Reið- höllina þannig, að hún verði þeirra eign sem fyrst. xxx En það er ekki bara í Reykjavík, sem hestamenn keppa í íþrótt sinni. Á Akureyri fer fram vetraríþróttahátíð 23. marz - 1. apríl á vegum Iþrótta- sambands íslands. Það er tímanna tákn, að nú_ mæta hestamenn til leiks hjá ÍSÍ. Og þar verður líka brugðið á leik, því auk hefðbund- inna hestaíþrótta verða á dagskrá skíðatogreið og óhemjureið. Hestamenn bjóða því upp á hverja íþróttahátíðina á fætur annarri. Vonandi rísa líka fleiri reiðhallir en sú í Víðidalnum. x x x Víkverji dagsins horfir eins og fleiri með undrun á flumbru- gang fjármálaráðherra í sambandi við flotgallana og virðisaukaskatt- inn. Að menn skuli draga lappirn- ar í lífsbjargarmáli sjómannastétt- arinnar er með ólíkindum. En vinur Víkverja eygði lausn. Benda má fjármálaráðherra á, að laxveiðimenn geta líka notast við flotgalla. Reyndar flokkast þeir undir bráðnauðsynleg öryggistæki fyrir laxveiðimenn. Þá er björninn unninn, því ríkisstjórnin var ein- huga um að laxveiðileyfi skyldu undanþegin virðisaukaskatti. Og flotgalli sem laxveiðihúnaður gengur eflaust jafnvel í augu ráð- herranna sem annað laxadót! ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.