Morgunblaðið - 22.03.1990, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.03.1990, Blaðsíða 38
MORÖÚNBLAÐIÐ FlMMTUDÁGUR 22. MARZ 1990 (38 Minning: Guðrún Valdimars- dóttir ljósmóðir Guðrún Valdimarsdóttir, fyrrum ljósmóðir, lést í Vífilsstaðaspítala þann 13. mars. Útför hennar verður gerð frá Háteigskirkju í dag. Hún fæddist að Strandseljum í Ögurhreppi 16. nóvember 1897 en ólst upp í Fremri-Amardal við Skut- ulsfjörð og Bakka í Arnarfirði. Foreldrar hennar voru Elín Hannibalsdóttir og Valdimar Jóns- son'. Guðrún var elst systkinanna Amórs, Jóns og Finnboga Rúts sem allir em látnir, og Hannibals og Sigríðar sem eftir lifa. Guðrún giftist árið 1922 Kjartani Helgasyni, sjómanni á ísafirði, en hann missti hún eftir skamma sam- búð. Þau áttu einn son, Valdimar, en hann lést 1975. Valdimar var giftur hollenskri konu, Christinu Grashoff, hjúkmnarfræðingi, hinni ágætustu konu sem reyndist tengda- móður sinni vel og Guðrún mat mik- ils. Christina og Valdimar eignuðust fjögur böm, Kjartan, Guðrúnu, Amór og Jóhann. Uppeldisdóttir Guðrúnar er Bryn- hildur Kristjánsdóttir, búsett í Svíþjóð. Hún á þijár dætur, Andreu Guðrúnu, Helenu og Ritu. Og langömmubömin myndarfólk. Guðrún föðursystir mín lærði til ljósmóður og útskrifaðist 1920. Næstu árin starfaði hún fyrir vestan en fluttist síðan til Reykjavíkur og rak þar eigið fæðingarheimili um langt árabil. Hún sagðist hafa verið heppin ljósmóðir og það er víst, að ömggum höndum tók hún á móti yfir tvö þúsund bömum á starfsævi sinni. I tíu ár var hún stöðvarstjóri Landsímans í Hveragerði og síðar á ævinni, komin yfir sextugt, vann hún við hjúkmn í Noregi um þriggja ára skeið. Eftir það vann hún við hjúkr- unarstörf á Elliheimilinu Gmnd og Hrafnistu og lét ekki af þeim störf- um fyrr en hún var komin hátt á áttræðisaldur. Ekki sat Guðrún aðgerðarlaus eftir að hún flutti sig um set á Dval- arheimilið við Dalbrautþar sem hún varði síðustu ámnum. Ofáar kirkjur skarta nú altarisdúkum hennar og bera vitni listfengi og dugnaði þess- arar háöldmðu konu. Hún lauk við síðasta dúkinn skömmu fyrir andlát- ið, 92 ára gömul. Guðrún frænka stóð teinrétt til loka og æðraðist aldrei. Hún var mannkosta- og atorkukona, heil- steypt og ósérhlífin. Vildi öllum gott gera og margir nutu góðs af. Ég býst við, að Guðrúnu frænku minni hafi þótt nóg lifað. En það var líka vel lifað. Megi hún hvíla í friði. Sigrún Finnbogadóttir Merkur íslendingur er genginn á vit feðra sinna. Langri og farsælli starfsævi er lokið. Loksins varð þessi duglega kona að lúta þeim örlögum sem okkur öllum em búin — að deyja. Með örfáum fátæklegum orðum langar mig að minnast Guðrúnar Valdimarsdóttur, sem andaðist á Vífilsstaðaspítala að kvöldi 13. marz sl. Hún fæddist 16. nóvember 1897 að Strandseljum í Ögurhreppi, dóttir hjónanna Valdimars Jónssonar, síðar bónda í Amardal við Skutulsfjörð og Elínar Hannibalsdóttur. Hún var því á 93. aldursári er hún lést. Ég var svo lánsöm að fá tækifæri til að kynnast þessari dugmiklu konu þegar við Haukur frændi hennar höfðum ákveðið að ganga saman í gegnum Iífíð. Það var mér sérstök ánægja að fylgjast með henni og fá að læra af henni svo margt, sem enginn getur lært af bókum. Ung að aldri varð hún fyrir því að missa manninn sinn í sjóinn og síðar sá hún á bak einkasyninum yfir móðuna miklu. Þessu tók hún með einstakri ró og fádæma æðruleysi, staðráðin í að taka örlögum sínum. Það var þó í einu skiptin sem ég sá henni brugð- ið, þegar hún rifjaði þetta upp fyrir mig. Guðrún var sívinnandi og eftir hana liggja ótal listaverk unnin af hennar ótrúlega fimu höndum. Það er sagt að smiðir séu dverghagir og slíkt á ekki síður við um Guðrúnu. Nú síðari árin hefur hún saumað §ölda altarisdúka og var sá síðasti afhentur núna í byijun febrúar til Grafarvogssafnaðar í Reykjavík. Þeir bera þessari hagleikskonu fag- urt vitni ásamt mörgu öðru sem hún hefur unnið. Það var sama hvaða taubút þú rétti henni, henni tókst að gera úr honum listaverk. Mér eru minnisstæð öll dúkkufötin sem hún saumaði úr smábútum — bútum, sem svo mörg nútímakonan myndi um- hugsunarlaust henda í ruslið. Hún sagði líka oft að það væri gallinn við sig að hún hirti allt og gæti engu hent enda af þeirri kynslóð sem var vön að nýta hlutina. Guðrún var einstaklega frænd- rækin og hafði mjög gaman af að hitta frændfólk sitt. Hún var mikið lasin ef hún reyndi ekki af sínum mikla dugnaði að drífa sig ef frænd- fólkið kom saman. Hún fylgdist líka mjög grannt með öllum og það var næsta ótrúlegt hvað henni tókst að muna eftir högum allra í svo stórum hóp. Hún mundi líka eftir mörgum ljósubömunum sínum og mér er nær að halda að hún hafi reynt af fremsta megni að fylgjast með þeirra högum. Það var ekki tilgangurinn með þessum fátæklegu orðum að rekja ættir Guðrúnar eða tíunda hennar löngu og starfsömu ævi. Ég hygg að það verði aðrir mér fróðari til þess. Það var aðeins tilgangurinn að þakka henni allt sem hún hefur gefið okkur — allt sem hún hefur gert fyrir okkur. Það er ómetanlegur fjársjóður að fá að kynnast alda- mótakynslóðinni, sem getur miðlað til okkar því sem hún veit og man. Guðrún mundi tímana tvenna. Hún mundi þegar sængurkonur áttu ekki til skiftanna á rúmin í gömlu bað- stofunum og varla líndúk utan um hvítvoðunginn sem kominn var í heiminn. Henni ofbauð þess vegna hveiju fólk var að kasta og skal nokkum undra það. „Margs er að minnast", segir sálmaskáldið Valdimar Briem. Eg læt hér staðar numið. Haukur og krakkamir í Hlaðbrekku 10 kveðja kæra frænku sína og þakka henni allt. Ég kveð hana með virðingu og þökk. Aðstandendum vottum við okkar dýpstu samúð. „Far þú í friði friður Guðs þig blessi. Hafðu þðkk fyrir allt og allt.“ (V. Briem) Sigurbjörg Björgvinsdóttir Merk kona og góð kvaddi þennan heim að kvöldi 13. mars á 93. aldurs- ári. Guðrún Valdimarsdóttir var hin dæmigerða íslenska ljósmóðir af bestu gerð. Dugleg, hjartahlý og gjafmild, svipmótið traustvekjandi og virðulegt. Hún var heiðursfélagi í Ljósmæðrafélagi íslands. Árið 1984 þegar félagið gaf út ritverkið Ljósmæður á Islandi var Guðrúnu sem heiðursfélaga afhent 1. eintakið af ritinu. í minningunni er það eitt af hinum gullnu augna- blikum, þegar hún hlý og virðuleg, klædd íslenska þjóðbúningnum, þakkaði fyrir og bað ljósmæðrastétt- ina blessunar. Guðrúnu dreymdi unga um það að verða ljósmóðir. Og draumurinn rættist, enda var henni lagið að rétta draumum sínum hjálparhönd á leið til veruleikans. Hún tók próf í ljós- móðurfræðum árið 1920 og tók þá þegar við Auðkúluhreppsumdæmi í Arnarfirði. Árið 1925 var Guðrúnu veitt Bol- ungarvíkurumdæmi og gegndi hún því til ársins 1933 og reyndist farsæl ljósmóðir, traustur vinur og hjálpar- hella langt út fyrir sitt starfssvið. Með fögrum orðum móður minnar um þessa góðu konu kom Guðrún Valdimarsdóttir inn í minn hugar- heim, þá var ég barn að aldri. Tíminn leið og kynni mín af Guðrúnu urðu síðar mikil og sönnuðu orð móður minnar. Guðrún hætti ljósmóður- störfum í Bolungarvík vegna veik- inda og um árabil lá leið hennar til allt annarra starfa. Hún gerðist stöðvarstjóri Landssímans í Hvera- gerði árin 1934-44. Hún fluttist þá til Reykjavíkur og hóf ljósmóður- störf á ný. Á þeim árum fóru fæðingar fram í heimahúsum oft við hinar erfiðustu aðstæður. Öryggisleysið og fátæktin var þá alls ráðandi á fjölda heimila. Þar kynntist Guðrún sársauka og fátækt sem skar í hjarta eins og hún orðaði það sjálf. Kjarkur hennar og dugnaður brast heldur ekki og þess minnast án efa margir með þakk- læti og virðingu í huga. Fæðingar- deild Landspítalans var alltof lítil á þessum tíma og annaði engan veginn hlutverki sínu. Fólk stóð frammi fyrir því að þar varð að neita mis- kunnarlaust beiðni um pláss fyrir fæðandi konu hversu mikil sem neyðin var. Ég hef orðað það svo að manni sortni fyrir augum af til- hugsuninni um þetta ástand. Frammi fyrir þessu neyðarástandi stóð ljósmóðirin Guðrún Valdimars- dóttir og þekkti manna best. En hún lét sér ekki bara sortna fyrir augum eða fómaði höndum. Nei, ekki aldeil- is, heldur tók hún til sinna ráða og setti á stofn eigið fæðingarheimili, fyrst í Barmahlíð og síðar í Stór- holti 39 og rak það með myndarbrag í 15 ár eða allt til ársins 1961, en þá er Fæðingarheimili Reykjavíkur tekið til starfa. Þetta framtak Guð- rúnar og öll sú hjálp sem það var reykvískum foreldrum og bömum þeirra verður aldrei vegið eða metið, en mikil var hjálpin og upplifaðar örlagastundir. Grátur bams - grátur þess er minn. Hlátur bams - hlátur þess er minn. Hugur þess hlær í augum mér, hjarta þess slær í bijóti mér. Eins og skáldkonan Jakobína Sig- urðardóttir kemst að orði. Vinna Guðrúnar á þessum árum er í mínum huga nær ofurmannleg, ekkert verk sem vinna þurfti vílaði hún fyrir sér. Handavinnan og útsaumurinn á sængurfötunum fyrir vöggubörnin, „englana" hennar eins og hún nefndi þau, er mér minnisstæð. Alla tíð lék saumaskapur og hverskonar hannyrðir í höndum hennar og afköstin mikil. Ekki alls fyrir löngu lauk hún við 12. altaris- t Ástkær dóttir okkar og systir, ÁSDÍS KOLBEIIMSDÓTTIR, sem lést 16. þessa mánaöar verður jarðsungin í Árbæjarkirkju föstudaginn 23. mars kl. 15.00. Bryndís Jóhannesdóttir, Kolbeinn Finnsson, Eyþór Kolbeinsson, Finnur Kolbeinsson, Jóhannes Kolbeinsson. t Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, HULDA ALFREÐSDÓTTIR, Brekastíg 16, Vestmannaeyjum, er lést 17. mars sl., verður jarðsungin frá Landakirkju, Vestmanna- eyjum, laugardaginn 24. mars nk. kl. 14.00. Geir Haukur Sölvason, Helga Svandís Geirsdóttir, Alfreð Geirsson. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir og amma, ÁRÞÓRA FRIÐRIKSDÓTTIR, Borg, Stykkishólmi, sem andaðist 17. mars sl. verður jarðsungin frá Stykkishólms- kirkju laugardaginn 24. mars kl. 14.00. Bæring Eltsson, Jón Bæringsson, Bjarndís Þorgrímsdóttir, María Bæringsdóttir, Gróa Bæringsdóttir, Hugi Pótursson, Högni Bæringsson, Hansa Jónsdóttir, Þorbergur Bæringsson, Sesselja Pálsdóttir, Guðný Jensdóttir, Steinar Ragnarsson, Svavar Jensson, Þóra Elisdóttir, Þórður Haraldsson, Guðrún Júlíusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi, HANNESÁRNASON frá Brekkum, Holtum, Þingskálum 12, Hellu, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju í Holtum laugardaginn 24. mars kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Skógræktarfélag Rang- æinga. Minningarspjöld fást hjá Guðríði Bjarnadóttur, sími 98-75817. Ferð verður frá Umferðarmiöstöðinni kl. 12.00. Halldóra Ólafsdóttir, Jóhann Hannesdóttir, Jón 1. Guðmundsson, Erna Hannesdóttir, Hjörtur Egilsson, Árni Hannesson, Guðbjörg Isleifsdóttir, Sigríður Hannesdóttir, Þorsteinn Ragnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. dúkinn sem hún saumaði og gaf í kirkjur landsins og kapellur. Mér er einkar ljúft að geta þess sérstaklega að hún gaf altarisdúk sem prýðir kapellu kvennadeildar Landspítal- ans. í Ljósmæðrafélagi íslands var hún ávallt hinn góði og trausti félagi sem vildi hag þess og veg sem mestan og nú kveður ljósmæðrastéttin þenn- an heiðursfélaga sinn með innilegri þökk og virðingu. Guðrún giftist Kjartani Helgasyni árið 1922, en ári síðar fæddist þeim sonurinn Valdimar. Þó Guðrún væri gjörvuleg og farsæl kona þá varð hún að takast á við óblíð örlög, maður hennar var sjómaður og drukknaði með vélbátnum Rask frá ísafirði og þá stóð hún ein með sorg sína og sólargeislann þeirra beggja, soninn unga aðeins árs gamlan. Hún þurfti einnig að takast á við mikil veikindi um dagana. Guðrún missti Valdimar son sinn á besta aldri. Hann var giftur hinni ágætustu konu, Christinu Grashoff, hollenskri að uppruna og hjúkrunar- konu að mennt og eignuðust þau fyögur böm. Eitt Ijósubamanna, Brynhildi Kristjánsdóttur, ól Guðrún upp sem sitt eigið bam. Ættingjum og aðstandendum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Góðan vin og stéttarsystur, Guðrún Valdimarsdóttur, kveð ég með hjart- ans þakklæti og djúpri virðingu. Steinunn Finnbogadóttir Þeim fækkar óðum jarðneskum góðvinum móður minnar, flytjast yfir á æðra tilverusvið. Ég minnist Guðrúnar ljósmóður fyrst er við, ég ásamt foreldrum mínum, heimsóttum hana austur í Hveragerði 1941, en þá var hún stöðvarstjóri Landssímans þar. Ein- læglega var á móti okkur tekið og vomm við þar í góðu yfirlæti í nokkra daga. Mamma hafði kynnst Guðrúnu er hún var ljósmóðir í Bol- ungarvík, varð kunningsskapur þeirra að góðri vináttu, sem entist til endadægurs. Guðrún var einkar trygglynd en lundarfar hennar var kvenlegt og vel tamið, skapmikil var hún og gat verið þykkjuþung, en vel fór saman hjá henni geðríki og rétt: sýni, röggsemd og ljúfmennska. í sál sinni átti Guðrún geymdan eld og ástríðukennt magn mikillar hæfi- leikakonu. Hún hafði íhaldssamar skoðanir og ekki breytingargjöm að eðlisfari, en hún lét það ekki standa fyrir einlægri leit sinni eftir því, sem sannast yrði vitað í þeim efnum, er ' snertu hennar mestu áhugamál. Úng valdi' Guðrún sér ævistarf og nam ljósmóðurfræði, get ég ekki ímyndað mér að til sé heilagra starf. Það hlýtur að vera fögur mynd að sjá ljósmóður rétta móður barnið sitt elskulega og sjá heilaga móðurgleð- ina er hún horfir á barnið í faðmi sínum. Líkt jarðneskri bamsfæðingu er flutningur okkar yfir á Paradísar- sviðið. Það er himneskur friður og gleði er ljómar yfir framliðnum ást- vinum er þeir rétta höndina við dán- arbeð. Ætti það ekki að vera hug- ljúft umhugsunarefni, að hljóðar bænir em bornar fram af móður- og föðurvömm í hvíluherberginu, er það biður Guð og Krist að gæta drengsins eða stúlkunnar. Nákvæm- lega er eins fæðing fósturs er deyr í móðurkviði og fæðist á Paradísar- sviðinu, því er fengin fóstra sem tekur að sér að fylgja því og vera því hliðholl, tekur á sig mynd hinnar jarðnésku móður. Fóstran fylgir barninu jafnan og veitir því hlýju, en á nóttinni hvílir það í faðmi sinnar jarðnesku móður er hún sefur, er þetta ekki líkt starfi jarðneskrar ljós- móður? Þegar ég sagði móður minni er Iiggur á heimili sínu í sjúkrarúmi nær lömuð líkamsorku, frá vista- skiptum Guðrúnar lýstu augu henn- ar friði og rósemd og hún lagði hönd sína á hönd mér og mælti „vinátta Guðrúnar hefur verið mér ómetan- leg“. Ég þakka öll kynni við Guð- rúnu og fölskvalausa vináttu við okkur, við þökkum ylinn og birtuna, sem við mæðginin urðum jafnan aðnjótandi í nálægð hennar. Eg sendi systkinum Guðrúnar, tengdadóttir og fósturdóttur svo og öðrum ástvinum dýpstu samúð. Sag- an mun geyma nafn Guðrún Valdi- marsdóttur ljósmóður frá Strandselj- um í Ögurhreppi. Guð blessi minningu hennar. Helgi Vigfússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.