Morgunblaðið - 10.04.1990, Síða 14

Morgunblaðið - 10.04.1990, Síða 14
14______________ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1990_ Óréttlátur sjúklingaskattur Stefnumarkandi reglu- gerðarbreyting eftir Guðrúnu Agnarsdóttur Eftir að tilvísanakerfið svonefnda var afnumið hafa sjúklingar átt fijálst val um það hvar þeir leita læknishjálpar og aðsókn eftir sér- fræðiþjónustu hefur aukist. Sú þjón- usta hefur verið álitin dýrari fyrir heiibrigðiskerfið en heilsugæsluþjón- ustu og telja ýmsir að fleiri sjúkling- ar fari til sérfræðinga en þurfi þess með. Raðgreiðslur Póstsendum samdægurs -St/íRAK FKAMÚK SNORRABRAUT 60 — SÍMI 12045 Um miðjan febrúar sl. voru gerðar breytingar á reglugerð um greiðslur sjúklinga fyrir læknishjálp, lyf og rannsóknir. Með þessari reglugerðar- breytingu gefst almenningi kostur á ókeypis læknishjálp á heilsugæslu- stöðvum og hjá heimilisæknum, en gjald fyrir hverja komu til sérfræð- ings hækkar úr 630 kr. í 900 kr. Nú þarf einnig að greiða 300 kr. fyrir hveija blóðtöku eða röntgen- myndatöku en áður voru allar rann- sóknir innifaldar í 630 kr. gjaldinu. Á dögum aðhalds og sparnaðar er líklegt að það hafi vakað fyrir heilbrigðisyfirvöldum að hvetja fólk til þess að leita fremur til heilsu- gæslu- og heimilislækna en sérfræð- inga til að draga úr kostnaði við heilbrigðisþjónustu. Hópurinn sem gleymdist Þegar reglugerðinni var breytt virðast heilbrigðisyfirvöld þó hafa gjörsamlega gleymt, eða öllu heldur kosið að líta fram hjá þeim hópi sjúkl- inga sem hafa langvinna sjúkdóma sem krefjast reglulegs eftirlits af hálfu sérfræðinga. Hér er um að ræða sjúkdóma sem krefjast sér- hæfðrar meðferðar og eftirlits árum saman, oft ævilangt, og heimilis- læknar geta að öllu jöfnu ekki sinnt. Sem dæmi má nefna sjúklinga með langvinna, slæma liðagigt og illvíga bandvefssjúkdóma, sykursýki, asma og ofnæmi, fatlaða, ekki síst mikið fötluð börn. Reglubundið og sérhæft eftirlit getur oft sparað sjúkrahúsvist og gert sjúklingum kleift að stunda áfram vinnu sína eða nám þrátt fyr- ir erfið veikindi. Hækkun úr öllu hófi Hækkunin á sérfræðiþjónustunni er um og stundum talsvert yfir 100% fyrir flesta þessa sjúklinga, sem nú ber að greiða yfirleitt a.m.k. 1.200 kr. fyrir komuna, oft meira, og má reikna með því að margir verði að greiða a.m.k. 15.000 kr. á ári í þenn- an sjúklingaskatt. Þessar gífurlegu hækkanir verða á sama tíma og laun og trygginga- bætur hækka aðeins um 1,5%. Aðeins lítill hluti þessara sjúklinga eru þó öryrkjar sem fá bótagreiðsl- ur, eða ellilífeyrisþegar og möguleik- ar þeirra til tekjuöflunar eru iðulega skertir enda hafa rannsóknir land- læknis leitt í ljós að sjúklingar með langvinna sjúkdóma verða sem hópur í þjóðfélaginu fátækari með hveiju árinu sem líður. Það skýtur því skökku við að leggja sérstakan sjúklingaskatt á þá sem síst skyldi og virðist sem hækk- unin fyrir sérfræðiþjónustu og greiðsiur fyrir rannsóknir eigi að bæta ríkissjóði upp tekjutapið sem hlýst af því að felía niður greiðslur sjúklinga til heilsugæslu- og heimilis- lækna. Þannig má segja að verið sé að færa kostnaðarhlutdeild vegna Líföndun "Vivation" Viltu ná djúpslökun? Þarftu að losna vlð spennu? Með Líföndun er hægt að yfirvinna m.a.: Yfirvigt, vinnustress, feimni/sviðskrekk, svefnleysi, lélega einbeitingu, flughræðslu, lesblindu og m.fl. Hægt er að panta einkatíma í Líföndun eða sækja námskeið. Fyrtr nánari uppl. hafið samband við Friðrik Pál Ágústsson (Associated Vivation Professional) hjá: Lífsafl íslandsklúbbi í síma: 91-622199 milli 9 og 13 virka daga. SYNING UM PASKA ASEIfOSSI 12. -16. Apríl kl.13-20 Um páskana sýnum viö hina skemmtilegu sumarbústaöi okkar og veröur sýningin viö íþróttahúsið á Selfossi. Þetta eru allt einingahús sem fljótlegt og auðvelt er aö reisa og gefa þér kost á stærö og innréttingum aö eigin ósk. Kynnt verður nýjung í framleiöslu okkar: Sumarbústaöir meö svefnloftil. Láttu drauminn um sumarbústaö rætast - kynntu þér þá ótal möguleika sem einingaframleiðslu fylgja. GAGNHEIÐ11 -800SELFOSS SÍMI98-22333 SG Einingahús hf. EYRARVEGI37 - 800 SELFOSSI SÍMI 98 • 22277, SÍMBRÉF 98 • 22833 Guðrún Agnarsdóttir „Hækkunin á sérfræði- þjónustunni er um og stundum yfír 100% fyrir flesta þessa sjúklinga, sem nú ber að greiða yfírleitt a.m.k. 1.200 kr. fyrir komuna, oft meira, og má reikna með því að margir verði að greiða a.m.k. 15.000 kr. á ári í þennan sjúkl- ingaskatt.“ læknisþjónustu í ríkari mæli frá þeim sem minna eru veikir til hinna sem meira eru veikir. Það virðist augljöst að hér hafa verið gerð mistök og hafa sjúklingar og samtök þeirra sent heilbrigðisráðherra fjölda áskor- ana um að endurskoða ákvarðanir sínar. Fyrirspurn Kvennalista - svör ráðherra I fyrirspurnartíma á Alþingi 29. mars sl. kom fram hjá heilbrigðisráð- herra að honum höfðu borist kvart- anir vegna aukirinar greiðslubyrði sjúklinga með langvinna sjúkdóma. Einnig höfðu sjúkrahús kvartað yfir því að framkvæmd við innheimtu á rannsóknar- og röntgengjaldi væri mjög erfið og kallaði á aukinn mann- afla en tekjur af innheimtunni stæðu tæplega undir kostnaði við hana. Er nokkuð misjafnt hvort gjald er inn- heimt á hinum ýmsu göngudeildum sjúkrahúsa og sjúklingum því mis- munað eftir sjúkdómum og sjúkra- húsum. Eftir fundi með málsaðilum nýlega hafa heilbrigðisyfirvöld stungið upp á tveimur leiðum til að draga úr greiðslubyrði þeirra sjúklinga sem oft þurfa að leita læknis: í fyrsta lagi kemur til greina að setja þak á greiðslur líkt og gert er fyrir elli- og örorkulífeyrisþega. Þá greiðir einstaklingur aldrei hærra en ákveðna upphæð á einu almanaksári fyrir sérfræðiþjónustu og eru þá rannsóknir meðtaldar. í öðru lagi er um að ræða að hætta innheimtu á greiðslum fyrir rannsóknir og röntgengreiningu. Heilbrigðisráðherra tilkynnti enn- fremur að ákvörðun yrði tekin fljót- lega um þá leið sem farin yrði. Batnandi mönnum er best að lifa Það er ánægjuefni að ráðherra skuli hafa endurskoðað málið og hyggist draga úr því óréttlæti sem ákveðnum hópum sjúklinga var ætl- að að búa við. Hann má treysta því að nú verður vandlega fylgst með framkvæmdum og efndum. Að lokum er vert að leggja áherslu á mikilvægi þess að samráð sé haft við samtök sjúklinga og starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar þegar fyrir- hugaðar eru róttækar breytingar í heilbrigðismálum. Slík vinnubrögð hljóta að leiða til farsælli lausna fyr- ir alla málsaðila en skrifborðstillögur sem samræmast ekki þörfum þeirra sem breytingarnar bitna á. Höfundur er þingkona Kvennalistans.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.