Morgunblaðið - 10.04.1990, Side 15

Morgunblaðið - 10.04.1990, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRIL 1990 15 Atlaga að námsmönnum - í nafhí félagshyggjunnar eftir Þorstein Siglaugsson Ráðherra menntamála hefur nú gert enn eina atlögu að lífskjörum námsmanna. Síðastliðið haust lofaði Svavar Gestsson að leiðrétta þá skerðingu námslána sem framkvæmd var í ráðherratíð Sverris Hermannsson- ar. Skilyrðið sem Svavar setti fyrir þessari leiðréttingu var, að tekið yrði meira tillit til tekna náms- manna en áður var, eða 50% tekna kæmu til frádráttar námslánum í stað 30% eins og áður var. í staðinn átti að bæta námsmönnum að fullu upp fyrri skerðingu. Nú hefur Svavar svikið þetta lof- orð. I þeim tillögum sem samþykktar voru af fulltrúum félagshyggju- stjórnarinnar á síðasta fundi stjórn- ar lánasjóðsins, eru lífskjör náms- manna skert verulega. Lán til námsmanna sem dvelja í heimahúsum skerðast um ca. 10.000 krónur á mánuði, verða 24.000 í stað 34.000. Minna er lán- að vegna bóka- og efniskostnaðar og svo mætti lengi telja. Alvarlegasti þátturinn í þessu er þó sá, að tekjutillit er aukið upp í 75%. Afleiðing þessa er sú, að þeim námsmönnum, sem þurfa á því að halda að vinna með námi til að geta framfleytt sér, er gert mun erfiðara fyrir en hingað til og var þó ekki á það bætandi. Á máli menntamálaráðherra heitir þetta líklega sósíalismi. Þetta aukna tillit til tekna þýðir að fólk hlýtur að neyta allra bragða til að koma tekjum sínum undan skatti svo þær komi ekki til frá- dráttar námslánum. Með þessu dregur auðvitað úr skatttekjum ríkisins. Alvarlegri eru þó siðferði- leg áhrif þess, þegar ríkið beinlínis hvetur fólk með slíkum hætti til að svíkjast undan að leggja sinn skerf til sameiginlegra þarfa þjóðarinnar. En það.hefur löngum verið aðferð sósíalista að beita öllum brögðum til að grafa undan almennu borg- aralegu siðferði. Takist það eiga þeir hægara um vik að innprenta fólki sínar eigin hugmyndir, sem alls staðar virðast á undanhaldi Eigum fyrirliggjandi HUNDRAÐS V OGIR Hagstœtt verö Leitiö upplýsinga OlAFUR OfSLASON & CO. !IF. SUNDABORG 22 104 REYKJAVÍK SÍMI 84800 „í þeim tillögum sem samþykktar voru af fulltrúum félagshyggju- stjórnarinnar á síðasta fundi stjórnar lána- sjóðsins, eru lífskjör námsmanna skert veru- lega.“ nema innan félagshyggjustjórnar Steingríms Hermannssonar. Það er almennt viðurkennt í vest- rænum þjóðfélögum að menntun sé einhver besta fjárfesting sem þjóð- félagið geti lagt út í. Á öld sérhæf- ingar á öllum sviðum skilar aukin og bætt menntun sér í betri lífskjör- um þjóðarinnar. Af þessum sökum hafa flestar vestrænar ríkisstjórnir haft það markmið að efla menntun þegna sinna, gera þeim auðveldara fyrir að afla sér þekkingar. Hins vegar hefur þessu oft verið öfugt farið í þeim löndum þar sem félagshyggjan hefur náð að „blómstra". Nefna má sem dæmi Kína á dögum menningarbyltingar- innar. Þar var gengið út frá fremur einfaldri röksemdafærslu: „Aðeins menntamenn ganga með gleraugu. Menntamönnum á að útrýma í þágu alþýðunnar." Þar af leiðir: „Skjót- um alla sem ganga með gleraugu.“ Og svo var gert. Afleiðingarnar þekkja allir nú: Kínverska þjóðin braust til örbirgð- ar og eymdar á örskömmum tíma. Hér á Islandi eru aðferðir félags: hyggjumanna hins vegar aðrar: í stað þess að skjóta þá, sem reyna að afla sér menntunar, skulu þeir líða hægan hungurdauða. Nema auðvitað þeir, sem eiga nógu efnaða aðstandendur til að hin dauða hönd félagshyggjunnar nái ekki til þeirra. Höfundur er heimspekinemi í Háskóla Islands. M BIRTING, félag jafnaðar- og lýðræðissinna, efnir til opins um- ræðufundar undir yfirskriftinni Kirkjan og samfél.agið, í kvöld, þriðjudagskvöld, í dymbilviku. A fundinum verða flutt þtjú stutt framsöguerindi. Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason, sóknarprestur á Borg á Mýrum, flytur erindi um kirkjuna, frelsunarguðfræðina og Suður-Ameríku. Þá fjallar Magn- ús Torfi Ólafsson fyrrv. ráðherra, um þátt kirkjunnar í samfélagsum- bótunum í Austur-Evrópu og löks talar Ólafur H. Torfason, ritstjóri um kirkjuna og áhrif hennar á íslenskt þjóðlíf fyrr og nú. Að fram- söguerindum loknum verður orðið gefið laust. Fundurinn er öllum opinn og verður haldinn á Korn- hlöðuloftinu í Bankastræti (milli Litlu-Brekku og Lækjarbrekku) og hefst kl. 20.30. Sannkallað PÁSKATILBOD fyrir alla íslenska ostavini 15-20% afsláttur! DALA-BRIE INNBAKAÐUR DALABRIE DALAYRJA CAMEMBERT DJÚPSTEIKTUR CAMEMBERT PORTSALUT GRAÐAOSTUR Birgðu þig upp fyrir páskana í næstu búð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.