Morgunblaðið - 10.04.1990, Síða 16

Morgunblaðið - 10.04.1990, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRIL 1990 GOÐAR FERMINGAR GJAFIR SILFURHÁLSMEN Verö frá kr. 2.150,- SILFURHRINGIR Verö frá kr. 2.580,- BÓMULLARPEYSUR Verö frá kr. 4.450,- RAMI1AGERÐIN HAFNARSTRÆT119 OG KRINGLUNNI Saltfiskurinn og landsbyggðin eftir Bjarna Marinó Þorsteinsson Á undanförnum dögum og vikum hafa málefni SÍF verið í brenni- depli. Aðdragandi þess er ákvörðun sjávarútvegsráðherra, Halldórs Ás- grímssonar, að banna útflutning á ferskum, flöttum fiski með skipum til fullvinnslu erlendis í salt. Eftir söltun erlendis er þessi sami fiskur seldur á erlendum mörkuðum sem íslenskur saltfiskur í fullri sam- keppni við þann fisk sem SÍF er að flytja út fullunninn. Heildsalar í Reykjavík og ýmsir aðrir útflytjendur, þ. á m. úr okkar eigin röðum framleiðenda, brugðust ókvæða við þessari faglegu og fram- sýnu ákvörðun ráðherra og létu sig hafa að brigsla SÍF um einokunarað- stöðu í útflutningi á saltfiski sem eru algjörlega haldlaus rök og eiga sér enga stoð í veruleikanum sem sjá má af því, að allir saltfiskfram- leiðendur eiga hlut í SÍF. SÍF er óumdeilanlega samvinnufyrirtæki enda fyrirtæki í eigu framleiðenda sjálfra. Allir sem eitthvað hafa fylgst með málum vita í hvaða óefni var komið með saltfiskútflutnmg okkar Islend- inga upp úr 1930. Útflytjendur voru margir og undirbuðu hver fyrir öðr- um með mjög slæmum afleiðingum fyrir útgerðarmenn og sjómenn og raunar alla þjóðina. I þessu tilviki langar mig til að vísa til ræðu Ólafs heitins Thors á landsfundi Sjálfstæð- ismanna 1953 en þar segir hann m.a.: „Með starfsemi SÍF hófst þegar nýtt tímabil þryggis og festu í fisk- sölumálum íslendinga og frá því hafa síðan engin afvik verið. Og það er einmitt þess vegna, sem megin- þorri fiskframleiðenda krefst þess, að þessi samtök þeirra séu vernduð pg fái að fara ein með saltfisksölu Isiendinga. Og við þeirri ósk hafa fyrirrennarar mínir í embættinu fram að þessu orðið.“ „Um saltfisksöluna vil ég að lok- um segja það, að 'mín spá er sú, að verði núverandi skipan brotin niður mun af því leiða glundroða og mikið íjárhagslegt tjón, en sú dýra reynsla mun koma vitinu fyrir menn og neyða þá til að taka þessa skipan upp að nýju.“ Annar fánaberi í sjávarútvegi og atvinnumálum, Einar heitinn Guð- finnsson, segir á einum stað í ævi- sögu sinnij þar sem hann fjallar um stofnun SIF: „Að mínum dómi var þetta mikið gæfuspor fyrir þjóðarheildina, sem átti svo mikið undir því, að vel tæ- kist til um sölu á þessari aðalútflutn- ingsvöru iandsmanna þá, saltfiskin- um. Mér sjálfum fannst mikill mun- ur að fást við fiskkaup eftir stofnun sambandsins og hægara að fylgjast með öllum verðsveiflum, auk þess hagræðis að eiga greiðan aðgang að stjórnendum og framkvæmda- stjórum samtakanna, sem allt voru þaulreyndir menn. Ég tel mig einn af stofnendum SÍF og hef alla tíð verið aðili að þeim samtökum og reynt að styðja þau, því mér finnst þau hafa sannað gildi sitt og vera þjóðinni til góðs, eins og þau voru í upphafi." Hvað sem svo má um Ólaf og Einar segja þá voru þeir báðir óum- deilanlegir leiðtogar og framsýnir menn. Enginn getur sakað þá um að hafa verið einokunarsinna heldur þvert á móti þá vildu þeir allt til vinna að efla þjóðarhag og sýndu það í verki. Sagan endurtekur sig. Hvað hefur Oflug sölusamtök eru aðal- ástæðan fyrir góðum árangri - segir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra „ÉG VIL EKKI eyðileggja það uppbyggingarstarf, sem hefur verið unnið á undanfornum áratugum," sagði Halidór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra þegar Morgunblaðið spurði hann hvort honum fyndist rétt að leyfa fleirum en Sölusambandi íslenskra fiskiramleiðenda að flylja út saltfísk. „Það er alveg ljóst að mikilvægasta ástæðan fyrir því hvað okkur hefur tekist vel til á erlendum mörkuðum er sú að við höfum átt öflug sölusamtök." Halldór Ásgrímsson sagði að hins vegar yrðu menn ætíð að vera tilbún- ir að breyta til í ljósi þróunar og breyttra tíma. „Það er ekkert svo fullkomið að það þarfnist ekki lag- færinga og breytinga, hvort sem það er SÍF e_ða eitthvað annað,“ sagði Halldór Ásgrímsson. Hann sagði að litlir aðilar gætu náð árangri á afmörkuðum sviðum, sérstaklega ef þeir þyrftu ekki að eyða miklum peningum til þróunar- og kynningarstarfs. „Mér sýnist hins vegar að nýir aðilar í sölu á frystum fiski til Bandaríkjanna hafi ekki skil- að neinum sérstökum árangri. Ég er ekki að halda því fram að þeir hafí skemmf neitt sérstaklega fyrir. Mér finnst það hins vegar ekki vera rök i málinu. Aðalatriðið hlýtur að vera með hvaða hætti við getum náð mestum árangri." Halldór sagði að það væri alveg ljóst að ósaltaði, flatti fiskurinn, sem fluttur var héðan til Evrópu, hefði ekki staðist almennar vinnslureglur og gæðakröfur. Hins vegar mætti segja það sama um hluta af þeim fiski, sem fiuttur væri þangað óunn- inn. Halldór sagðist vera viss um að sumt af þeim físki, sem hefði verið fluttur héðan til Bretlands, hefði umsvifalaust verið hent út af fisk- markaðinum í Tókíó. „Þar kemur ekkert inn nema mjög ferskt hrá- efni, enda finnst ekki nokkur lykt á þessum stóra markaði. Þar er mjög strangt gæðaeftirlit og við hljótum að þurfa að hafa þann metnað að gera slíkar kröfur, jafnvel þótt þær séu ekki gerðar á mörgum mörkuð- um erlendis, þar sem skortur á fiski er mjög mikill og menn hafa vanist lélegum fiski.“ Bjarni Marinó Þorsteinsson „Eg held að óhætt sé að segja að þeir sem nú eru að berjast fyrir breytingum á sölufyrir- komulagi SÍF séu vilj- andi eða óviljandi að vinna mikið óhæfu- verk.“ verið og er að gerast í skreiðarsölu- málum þar _sem hið margrómaða frelsi ríkir. Ég ætla ekki að rekja þg sögu hér. Saltfiskframleiðendur sem margir eru einnig skreiðarverk- endur þekkja þá sðgu vel og margir af biturri reynslu. Saltfiskframleið- endur vita líka að ef veitt verða leyfi til útflutnings á saltfiski utan SÍF mun fljótt skapast sama ástand í saltfisksölumálum og nú ríkir í skreiðarsölu og það viljum við ekki kalla yfir okkur landsbyggðarmenn, en saltfiskvinnsla er burðarásinn í atvinnulífinu í mörgum byggðarlög- um bæði fjölmennum ogfámennum. Ég held að óhætt sé að segja að þeir sem nú eru að beijast fyrir breytingum á sölufyrirkomulagi SÍF séu viljandi eða óviljandi að vinna mikið óhæfuverk gegn hagsmunum sjálfra sín og þess mikla íjölda salt- fiskframleiðenda sem halda tryggð við samtökin og vilja veg þeirra sem mestan. Þessi sölusamtök okkar eru búin að starfa í 58 ár og hafa hald- ið uppi merki íslenskrar saltfiskverk- unar og aflað íslenskum framleið- endum bestu markaða sem völ er á víða um lönd. Er þá nokkur ástæða til ‘að breyta söiukerfi samtakanna eða leyfa ein- hveijum gróðabisnesmönnum sem varla sjá niður fyrir tærnar á sér fyrir auragræðgi eða skammvinnum hagnaði að skemma eða eyðileggja áratugalangt starf ágætra manna sem byggt hafa upp sölusamtök okkar í gegnum árin? Höfundur er saltfískvcrkandi í Ólafsfírði. Sígildar freistinga r í nýjum umbuðum! Þó að flatkökurnar okkar hafi nú fengið nýjan og veglegri búning, þá eru þær enn sömu ljúfmetiskökurnar Láttu freistast og nældu þér í fyrirtaks snæðing frá Ömmubakstri BAKARIFRIÐRIKS HARALDSSONAR SF. KARSNESBRAUT 96, KOPAVOGI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.