Morgunblaðið - 10.04.1990, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1990
Þýsk sálumessa
Tónlist_____________
Jón Ásgeirsson
Söngsveitin Fílharmonía hélt
upp á 30 ára starfsafmæli með
tónleikum í Langholtskirkju sl.
laugardag. Á efnisskrá var Þýsk
sálumessa eftir Brahms. Ein-
söngvarar voru Sigrún Hjálmtýs-
dóttir og Loftur Erlingsson.
Stjómandinn var Úlrik Ólason en
konsertmeistari Szymon Kuran.
Með flutningi Þýsku sálumess-
unnar hefur Ulrik Ólasyni tekist
að auk tiltrú manna á að enn um
sinn eigi Söngsveitin Fílharmonía
eftir að skapa sér sögu í íslensku
tónlistarlífi. Þar sannast sem fyrr,
að það er stjórnandinn, geta hans
og þörf fyrir að takast á við stór
viðfangsefni, sem heillar söngfóik
til samstarfs.
Margir hafa eflaust séð fyrir
sér aðskilnað atvinnu- og áhuga-
mennskunnar, þegar felldur var
niður flutningur 13. sinfóníunnar
eftir Shostakovitsj. Það sem skilur
þar á milli, er að áhugahópar
vinna sín verk á lengri tíma en
atvinnufólk, sem hefur hlotið þann
undirbúning, er styttir mjög alla
forvinnu. A tónleikum Söngsveit-
arinnar sýndi það sig að vetrinum
hafði verið vel varið, því flutning-
urinn, þegar til heildarinnar var
litið, var í alla staði vandaður.
Það sem helst vantaði var dram-
atískur þungi í upphafi verksins
og sterkari andstæður í styrk.
T.d. í fyrsta kaflanum, sem að
mestu skal vera veikt fluttur, þar,
eins og víðar, var hljómsveitin oft
of jafnsterk, til að þær sérkenni-
legu andstæður í styrkleika er
tengjast túlkun textans kæmu
greinilega fram.
Þetta var einkar áberandi í 2.
kaflanum, sem er einn af áhrifa-
mestu köflum verksins. Hann
hefst á veikum leik og söng sem
brýst svo út í fullum styrk. And-
stæður í styrk og hraða einkenna
þennan kafla sérstaklega. í fug-
ato-kaflanum í síðasta hluta 3.
þáttar sem og í niðurlagi þess 6.,
voru karlaraddirnar of fáliðaðar
og hljómsveitin nokkuð of sterk
til að raddfleygunin kæmist vel
til skila.
Einsöngvararnir stóðu sig með
prýði, Sigrún Hjálmtýsdóttir, sem
er afburða góð söngkona, flutti
5. þáttinn af glæsibrag, Loftur
Erlingsson, sem enn er við nám
í Söngskólanum í Reykjavík, sýndi
það rækilega að hann er stórkost-
lega efnilegur söngvari.
Þrátt fyrir að nokkuð vantaði
á samgirni hljómsveitar og kórs
í túlkun og mótun blæbrigða, var
flutningurinn í heild rnjög góður
og auðheyrt að Úlrik Ólason hefur
unnið vei. Sé tekið tillit til þess
að hann er að safna sér reynslu
og kunnáttu í erfiðu starfi, er
frammistaða hans eftirtektarverð.
Kammersveitin
Kammersveit Reykjavíkur hélt
sína síðustu tónleika á þessu
starfsári í |slensku óperunni sl.
sunnudag. Á efnisskrá voru verk
eftir Atla Heimi Sveinsson,
Hjálmar H. Ragnarsson og Schu-
bert.
Tónleikarnir hófust á kammer-
verki eftir Atla Heimi Sveinsson
er hann samdi vegna opnunar
Borgarieikhússins sl. haust. Verk-
ið nefnir hann Á gleðistund. Þetta
skemmtiverk (fyrir tíu hljóðfæra-
ieikara) er þrískipt að formi og
má vel skilja það sem gamansama
túlkun af marsi og djass. Annar
kaflinn er fjarrænn hægur vals
(í sexskiptum takti) og sá þriðji
er nútíminn með öllum sínum
uppátækjum og tæknibrellum.
Það er mikið leikhús í Gleðistund-
inni og var það ágætlega og
líflega flutt undir stjórn Guð-
mundar Óla Gunnarssonar.
Lagaflokkurinn Tengsl eftir
Hjálmar H. Ragnarsson við kvæði
eftir Stefán Hörð Grímsson var
annað viðfangsefnið en það var
frumflutt í fyrra í Gerðubergi.
Einsöngvari var, eins og þá, Jó-
hanna V. Þórhallsdóttir og flutti
hún, ásamt strengjakvartett undir
stjóm Rutar Ingólfsdóttur, verkið
á sannfærandi máta. Besti hluti
verksins er söngurinn um stein-
depilinn við ljóðið Spör. Vel mætti
umrita það fyrir píanóundirleik
og yrði það trúlega vinsælt við-
fangsefni sífjölgandi hóps þeirra
sem læra til söngs.
Síðasta verkið á efnisskránni
var Silungakvintettinn eftir Schu-
bert. Þetta meistaraverk var
ágætlega flutt, en með strengja-
Kammersveit Reykjavíkur.
kvartett undir stjórn Rutar Ing-
ólfsdóttur lék Selma Guðmunds-
dóttir á píanó.
I heild voru tónleikarnir vel
framfærðir og skemmtilegir, eink-
um vegna þess hve verkin voru
ólík en áttu þó margt sameigin-
legt, að minnsta kosti það, að
vera áhugaverð tónlist og vel leik-
in.
Aftnælisrit Jóns
Böðvarssonar
í TILEFbJI sextugsafinælis Jóns Böðvarssonar í maí í vor hafa nokkr-
ir vinir hans og velunnarar ákveðið að gefa út safh greina um Jón
og störf hans en einnig um fræði ýmisleg sem snerta áhugasvið hans
og mun Iðnskólaútgáfan gefa ritið
Jón Böðvarsson er þjóðkunnur
maður og hefur víða tekið til hend-
inni. Á háskólaárum sínum tók hann
virkan þátt í félagsmálum stúdenta
og setti svip sinn á vettvang stjóm-
málanna. Hann er víðfrægur leið-
sögumaður og hafa margir notið
leiðsagnar hans, til dæmis um Njálu-
slóðir eða vettvang Kjalnesingasögu.
Menntaskólakennari var hann um
árabil og fyrsti skólameistari Fjöl-
út.
brautaskóla Suðurnesja. Hann er
fyrsti heiðursfélagi Skólameistarafé-
lags íslands. Jón er nú ritstjóri Iðn-
sögu íslendinga.
Meðal höfunda í afmælisritinu
verða: Ámi Björnsson, þjóðhátta-
fræðingur, Ásgeir Ásgeirsson, sagn-
fræðingur, Bragi Halldórsson, fram-
haldsskólakennari, Einar Bragi,
skáld, Eyþór Þórðarson, starfsmaður
Þjóðskjalasafns, Friðrik Ólafsson,
Jón Böðvarsson
skrifstofustjóri Alþingis, Heimir
Pálsson, ritstjóri, Hjalti Kristgeirs-
son, yfirhagfræðingur Hagstofu ís-
lands, Hjálmar Árnason, skólameist-
ari, Ingi R. Helgason, forstjóri, Jón
Árni Friðjónsson, framhaldsskóla-
kennari, Jón F. Hjartarson, skóla-
meistari, Jón Torfason, sagnfræð-
ingur, Jörgen Pind, forstöðumaður
orðabókar HÍ, Kristján Bersi Ólafs-
son, skólameistari, Ólafur Ásgeirs-
son, þjóðskjalavörður, Smári Geirs-
son, frv. skólameistari, Stefán F.
Hjartarson, sagnfræðingur, Svavar
Gestsson, menntamálaráðherra,
Sverrir Hermannsson, bankastjóri,
Þorgeir Þorgeirsson, rithöfundur,
Þór Vigfússon, skólameistari, og
Þórður Kristinsson, kennslustjóri HI.
Verð bókarinnar er kr. 2.900.
Þeir sem hug hafa á að gerast
áskrifendur geta snúið sér til Iðnskó-
laútgáfunnar og er áskrifendum
gefinn kostur á að fá nafn sitt birt
á heiilaóskalista í bókinni.
(Fréttatilkynning)
TIMKEN FAG itlO
KEILULECUR KÚLU- OC RÚLLULECUR LECUHÚS
Eigum á lager allar gerðir af
legum i' bi'la, vinnuvélar,
framleiðsluvélar og
iðnaðartæki. Allt evrópsk og
bandarísk gæðavara. Útvegum
allar fáanlegar legur með hraði.
Það borgar sig að
r nota það besta.
Þekking Reynsla Þjónusta
{FALKINN
SUÐURLANDSBRAUr 8 SlMI 84670
■ FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYT-
IÐhefuraðósk hlutaðeigandi sveit-
arstjórna heimilað að almennar
sveitarstjórnarkosningar fari fram
9. júní 1990 í eftirtöldum sveitarfé-
lögum: Skorradalshreppi Borgar-
ijarðarsýslu, Lundarreykjadals-
hreppi Borgarfjarðarsýslu, Norður-
árdalshreppi Mýrasýslu, Hvítár-
síðuhreppi Mýrasýslu, Stafholts-
tungnahreppi Mýrasýslu, Mikla-
holtshreppi Snæfellsnessýslu,
Skógarstrandarhreppi Snæfellsnes-
sýslu, Hörðudalshreppi Dalasýslu,
Haukadalshreppi Dalasýslu,
Hvammshreppi Dalasýslu, Fells-
strandarhreppi Dalasýslu, Skarðs-
hreppi Dalasýslu, Saurbæjarhreppi
Dalasýslu, Rauðasandshreppi
Vestur-Barðastrandarsýslu, Mýra-
hreppi Vestur-Barðastrandarsýslu,
Mýrahreppi Vestur-ísafj arðarsýslu,
Ögurhreppi Norður-ísafjarðarsýslu,
Reykjaíjarðarhreppi Norður-ísa-
fjarðarsýslu, Nauteyrarhreppi
Norður-ísaljarðarsýslu, Árnes-
hreppi Strandasýslu, Kaldrananes-
hreppi Strandasýslu, Kirkjubóls-
hreppi Strandasýslu, Fellshreppi
Strandasýslu, Óspakseyrarhreppi
Strandasýslu, Bæjarhreppi
Strandasýslu, Staðarhreppi
Vestur-Húnavatnssýslu, Fremri-
. Torfustaðahreppur Vestur-Húna-
vatnssýslu, Ytri-Torfustaðahreppi
Vestur-Húnavatnssýslu, Kirkju-
hvammshreppi Vestur-Húnavatns-
sýslu, Þorkelshólahreppi Vestur-
Húnavatnssýslu, Sveinsstaðahreppi
Austur-Húnavatnssýslu, Skaga-
hreppi Austur-Húnavatnssýslu,
Skefilsstaðahreppi Skagafjarðar-
sýslu, Skarðshreppi Skagafjarðar-
sýslu, Lýtingsstaðahreppi Skaga-
fjarðarsýslu, Skriðuhreppi Eyja-
fjarðarsýslu, Öxnadalshreppi Eyja-
fjarðarsýslu, Hálshreppur Suður-
Þingeyjarsýslu, Bárðdælahreppi
Suður-Þingeyjarsýslu, Reykdæla-
hreppi Suður-Þingeyjarsýslu, Öxar-
fjarðarhreppi Norður-Þingeyjar-
sýslu, Presthólahreppi Norður-
Þingeyjarsýslu, Svalbarðshreppi
Norður-Þingeyjarsýslu, Hlíðar-
hreppi Norður-Múlasýslu, Jökul-
dalshreppi Norður-Múlasýslu,
Fljótsdalshreppi Norður-Múlasýslu,
Tunguhreppi Norður-Múlasýslu,
Skriðdalshreppi Suður-Múlasýslu,
Mjóafjarðarhreppi Suður-Múla-
sýslu, Fáskrúðsfjarðarhreppi
Suður-Múlasýslu, peithellnahreppi
Suður-Múlasýslu. í öðrum sveitar-
félögum en ofantöldum skulu kosn-
ingar til sveitarstjórna fara fram
26. maí 1990.
■ LIONSKL ÚBBARNIR Njörð-
ur, Þór og Freyr færðu augndeild
Landakotsspítala Neodymium-
YAG leysitæki að gjöf fyrir
skömmu. Leysitæki þetta er notað
til skurðaðgerða á augum og má
nota leysinn til þess að skera vefi
inni í auganu, án þess að opna
þurfi augað. Með þessu tæki má
þannig gera aðgerðir á augum á
nokkrum mínútum, sem áður hefðu
þurft meiri háttar skurðaðgerð, þar
sem opna þurfti augað og leggja
sjúklinga inn á sjúkrahús. Tækið
er allt hið fullkomnasta að gerð og
hefur þegar verið notað með góðum
árangri. Alþjóðlega Lionshreyfing-
in hefur sjónvernd á stefnuskrá
sinni og íslenska hreyfingin hefur
sinnt þessum málum ötullega á ís-
landi. íslenska Lionshreyfingin
hefur með tækjagjöfum sínum stað-
ið á bak við margar meiri háttar
framfarir í augnlækningum á ís-
landi.
(Frcttatilkynning)
■ ÞANN 30. mars sl. skipaði
Svavar Gestsson, menntamálaráð-
herra nefnd til að kanna hvort rétt
sé að setja lög eða koma á reglum
um skoðanakarmanir. Nefndin er
þannig skipuð: Ólafur Þ. Harðar-
son, lektor, sem jafnframt er for-
maður nefndarinnar, Elías Héðins-
son, félagsfræðingur, Elías Snæ-
land Jónsson, aðstoðarritstjóri,
Gunnar Maack, framkvæmda-
stjóri, Hilmar Þór Hafsteinson,
kennari, Ólafiir Örn Haraldsson,
framkvæmdastjóri og Páll Skúla-
son, prófessor. Nefndinni er ætlað
að ljúka störfum fyrir næstu ára-
mót.