Morgunblaðið - 10.04.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.04.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1990 27 Róstur hafa náð tíl 14 breskra fangelsa St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frímanns- syni, fréttaritara Morgunblaðsins. ROSTUR brutust út í 10 brezkum fangelsum um helgina og hafa þá náð til 14 fangelsa alls. Umsátrið um Strangeways-fangelsið í Manchester stendur enn og hefúr Sunnudaginn 1. apríl lögðu fang- arnir í Strangeways-fangelsinu hluta fangelsisins undir sig og enn í gær neitaði lítill hópur, líklega um 19 manns, að gefast upp fyrir fang- elsisyfirvöldum. Hafa verið unnar miklar skemmdir á fangelsisbygg- nú staðið á aðra viku. ingunni og húsið talið að mestu ónýtt. Tveir hafa látizt í þessum róstum í Strangeways-fangelsinu. Á laugardag hófust óeirðir í Dartmoor-fangelsinu. Þeim lauk á • sunnudag. Einn fangi lézt. Ekki er vitað hvort hann var myrtur eða Konungur Nepal leyf- ir stjórnmálaflokka Katmandú. Reuter. BIRENDRA konungur í Nepal aflétti á sunnudag 30 ára gömlu banni við starfsemi stjórnmála- flokka í landinu og lét þar með undan aukinni baráttu stjórnar- andstæðinga fyrir lýðræðsium- bótum. Stjórnarandstæðingar í Nepal hrundu baráttu fyrir lýðræðislegum stjórnarháttum af stað í febrúar síðastliðinn. Náði hún hámarki sl. föstudag er tugþúsundir manna reyndu að komast að konungshöll- inni i Katmandú. Hófu hermenn skothríð á fólkið og biðu a.m.k. 50 menn bana. Eftir fund með konungi á sunnu- dag sögðust leiðtogar stjórnarand- stöðunnar vera hættir baráttu fyrir lýðræðisumbótum og var það túlkað á þann veg að konungur hefði látið undan kröfum þeirra. Birendra konungur hvort hann hafi látizt af slysförum. Til uppþota kom í átta fangelsum á sunnudag, í í Cardiff, Hull, Leeds, Brixton, Long Lartin, Bristol, Shep- ton Mallet og í Pentonville í Norður- London. Nokkrir stjórnarþingmenn hafa gagnrýnt innanríkisráðherrann fyrir að hafa ekki beitt valdi í Strangewa- ys-fangelsinu og bundið enda á upp- reisn fanganna, sem hefur varað lengur en nokkur önnur til þessa. David Mellor, aðstoðarinnanríkis- ráðherra, segir, að valdbeiting sé ekki fyrirhuguð og bezta aðferðin sé að þreyta fangana. En yfir þá er sprautað vatni allar nætur og haldið uppi stöðugum hávaða. Ýmsir hafa bent á, að aðstæður í brezkum fangelsum séu mjög slæmar. Til dæmis sé Strangeways- fangelsið frá því um 1870 og í því eru nú tæplega þrefalt fleiri fangar en það var upphaflega byggt fyrir. Svipaða sögu megi segja annars staðar. Fangar í brezkum fangelsum eru ríflega 46 þúsund. Talsmenn fangavarða hafa bent á, að skortur sé á 'starfsfólki í fangelsum. David Mellor segir, að mikið fé hafi verið lagt í það á allra síðustu árum að bæta fangelsin og stækka þau, meira en nokkru sinni fyrr. Hann segir einnig, að ein rótin að róstunum í Strangeways-fangelsinu sé andúð annarra fanga á kynferðis- afbrotamönnum, en þeir léku nokkra þeirra grátt á fyrstu dögum upp- réisnarinnar. Yfirvöld réðu niðurlögum allra uppreisnarmanna um helgina, þeirra síðustu á mánudag, ef Strangeways- fangelsið er undanskilið. Reuter Stuðningsmenn Mario Vargas Llosa fognuðu sigri hans í fyrri umferð forsetakosninganna í Perú. Forsetakosningarnar í Perú: Fujimorí sigurstrang’- legur í síðari umferð Lima. Reuter. Rithöfundurinn Mario Vargas Llosa fékk mest fylgi í fyrri umferð forsetakosninganna í Perú á sunnudag en á hæla honum kom Alberto Fujimori, sem er af japönskum ættum og bauð sig fram utan flokka. Kom mikið fylgi hans verulega á óvart og hafa ýmsir frammámenn vinstriflokkanna á orði að styðja hann gegn Vargas Llosa í síðari umferðinni seint í maí eða snemma í júní. Skæruliðar vinstrimanna hvöttu almenning til að hundsa kosningarn- ar en hann svaraði fyrir sig með mikilli kjörsókn. Vargas Llosa, sem bauð sig fram fyrir mið- og hægri- flokka og lagði áherslu á róttækan uppskurð á efnahagslífinu, hlaut 34% atkvæða en Fujimori 31%. Frambjóðandi stjómarflokksins, Jafnaðarmannaflokksins, fékk 14% og marxista 7%. Fujimori er fæddur í Perú en af japönsku foreldri og var háskóla- rektor um skeið. Hann hóf kosninga- baráttuna fyrir ári með þeim orðum, að stjómmálaflokkamir byðu ekki upp á þær lausnir, sem við ættu í Perú. Hann er sammála Vargas Llosa um nauðsyn róttækra efna- hagsumbóta en vill leggja grunninn að þeim með því að bæta fyrst hlut- skipti þeirra, sem minnst mega sín. Féll sá áróður fátæklingunum vel í geð. Ýmsir forystumenn vinstriflokk- anna gefa nú í skyn, að þeir muni styðja Fujimori í síðari umferðinni og segjast ekki efast um, að hann muni sigra verði það ofan á. FALLEGAR OG EIGULEGAR BÆKUR TIL FERMIN G ARGJAFA ÍSLENSKUR SÖGUATLAS 1. BINDI. 12.490 KR. Stórglæsilegt rit sem ó erindi við alla unga Islendinga. Islandssagan birtist í þeim búningi sem unga kynslóðin kann að meta. ATLAS AB. 9.000 KR. Víðtækasta uppflettirit um lönd og lífheim jarðarinnar sem birst hefur ó íslensku. Ótæmandi fróðleiksnóma. ÆVISÖGUR ORÐA. 1.500 KR. Saga orða og orðtaka rakin og skýrð svo langt sem heimildir nó. ISLENSKIR MÁLSHÆTTIR. 1.875 KR. Ómissandi viskubrunnur og uppflettirit fróðleiksfúsra lesenda. ÍSLENSKT ORÐTAKASAFN 1.—2. BINDI. 3.750 KR. Allt um ísiensk orðtök. Hreinn skemmtilestur. FUGLAR ÍSLANDS OG EVRÖPU. 3.920 KR. Aukin og endurskoðuð útgófa þessa einstaka grundvallarrits lýsir 635 íslenskum og evrópskum fuglategundum. UNGT FÓLK OG VANDAÐAR BÆKUR EIGA SAMLEIÐ. FÉLAGI TIL FRAMTÍÐAR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.